Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Síða 11
I- 11 * LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 Skoðun Rautt eöa blátt? Þarna var eini veikleikinn í málflutningi mínum um fullkom- leikann. Það fór nefnilega fram hjá mér þar sem iljar mínar námu við króm mælitæk- isins hvort hlutfall fitu i líkama mínum var sautján prósent eða hvort innra með mér leyndust sautján kíló af hreinni fitu. „Hjúkrunarfræð- P ingurinn sagöi að miðað við aldur og hæð ætti fitumassi minn að vera sautján til tuttugu og þrír. ég gæti því auðveldlega far- ið í nítján án þess að á mér sæi. Hvað finnst þér um það, mín kæra?“ sagði ég við kon- una, tók létta pósu og strauk hiður kviðinn á innsoginu. „Andaðu bara frá þér og vertu eðlilegur,“ sagði konan. „Þú þarft ekkert að sýnast fyrir framan mig.“ „Hvað með blóðið sjálft?" spurði ég kon- una. „Heldurðu að það verði of feitt?" „Þú verður að spyrja þennan hjúkrunar- fræðing þinn að því,“ sagði konan. „Var það ekki örugglega blátt þegar hún tók það úr þér?“ „Því næst,“ sagði ég og sló létt á bakið á konunni svo hún næði andanum á ný, „mældi hjúkrunar- fræðingurinn enn þann beinvaxna hlyn um leið og tækið nam straum úr iljum mér sem sagði til um fitumagn líkamans. Betra gat það ekki verið,“ sagði ég og hélt áfram svo konan næði ekki orð- inu: „Fitumassinn var sautján." misbjóða virðingu sinni ef rétt er með því að kjósa hlutverk feita þrælsins fremur en að vinna sjálfstætt og heið- arlega. Það er jafnfáránlegt og að hagsmunaaðilar gætu stýrt hvaða fréttir birtust í fjölmiðlunum. Oft er reynt að hafa áhrif á það en blessun- arlega hafa menn ekki árangur sem erfiði. Hver myndi treysta fjölmiðli sem ítrekað myndi draga taum ákveð- inna afla? Enginn. Næsta víst er að áskriftinni yrði sagt upp og fjölmiðill- inn myndi deyja. Almenningur er hins vegar ekki í þeirri stöðu að geta greint á milli lyfja líkt og fjölmiðla. Læknirinn er að vissu leyti ennþá í hlutverki hálfguðs- ins hvað það varðar. Sjúklingurinn hefur ekki þær forsendur sem þarf til þess að átta sig á hvað honum sé fyr- ir bestu. Það þarf mikið til að menn segi upp heimilislækni og enn fátíð- ara að menn treysti ekki gjörðum sér- fræðinganna. Reglur verði hertar Heiðarlegasta krafan er að félaga- samtök íslenskra lækna taki sig sam- an og stórherði reglur um samskipti á milli þeirra sjálfra og lyfjafyrirtækj- anna til að reka af sér slyðruorðið. Þeir geta gerst frumkvöðlar á þessu sviði. ímynd þeirra hefur orðið fyrir lítils háttar hnekki en sá skaði er ekki meiri en svo að nægja ætti að setja plástur á sárið. Það þarf engin lyf tÚ. Á sama tíma og þátttaka sjúklinga í lyfjakostnaði verður sífellt meiri og Tryggingastofnun er að sligast undan kostnaði mala lyfjafyrirtækin gull. Enginn er að segja að þau stundi glæpsamlega starfsemi, síður en svo. Hitt er ljóst að þyrstur maður á rétt á ódýrari drykk en Dom Perignon. Ábyrgð umfram aura Enginn efast um mikilvægi nýrra lyfja og þýðingu þess að þau komist á markað til að létta og lengja líf fólks. Enginn vill heldur að ríkið taki aftur upp forsjá í þessum efnum. Svo var í Rússlandi fram á síðustu daga og varð engin framþróun heldur stóð lyfjaum- hverfið í stað. Hér er aðeins verið að fara fram á að siðsemi og hófs sé gætt í hvívetna. Ábyrgð lyfjafyrirtækja og lækna er mikil og nær langt um fram krónur og aura. Þess skulu menn minnast. Lceknar eru með líf okk- ar í hendi sér í bókstaf- legri merkingu og fyrir vikið skapast samband sem á sér fáar hliðstceður. Ríki náttúrunnar Nýr riddari birtist við borgar- hliðin í Reykjavík í vikunni albú- inn að vinna drekann ógurlega og hljóta að launum sjálfa prinsess- una - höfuðborgina sjálfa. Þessi riddari er þó ekki nýr og var lengi vel í hópi hinna riddaranna sem árangurslaust hafa reynt aö vinna drekann síðustu kjörtímabil. Inn- koma hans er því hvorki sannfær- andi né er hún líkleg til að breyta langri og vonlitilli baráttu í ævin- týrið bláa, þar sem allt endar vel og riddarinn hugumprúði hreppir brúðina. Eyþór Arnalds gæti vissulega borið með sér ferskleika- blæ inn í borgarpólitíkina, enda er þar á ferðinni ungur og glæsilegur maður sem býr yfir fjölmörgum augljósum hæfileikum. En það er hins vegar ekki nóg að vera gjörvulegur þegar kemur að því að leiða lista sjálfstæðismanna í Reykjavík, því sitthvað er pólitísk gæfa og gjörvileiki á þeim vett- vangi eins og dæmin sanna. Ríki náttúrunnar Kjarni málsins er einfaldlega sá að allur sá fjöldi sem nú fyllir flokk vonbiðla til oddvitasætis í flokknum i Reykjavík hefur til að bera ýmsa kosti, ekki síður en Ey- þór Arnalds. Og margir þeirra þurfa ekki að bera á bakinu efa- semdir og gagnrýni um vafasöm viðskipti eins og Eyþór kemur með með sér frá Íslandssíma. Hann bætist einfaldlega í þennan fríða flokk manna - samfélag þar sem enginn er augljósari foringja- kostur en annar, samfélag sem minnir um margt á það samfélag sem Thomas Hobbes hinn enski lýsti í upphafi upplýsingaraldar sem „ríki náttúrunnar“. Það er ekki úr vegi að rifja upp lýsingu Hobbes á einkennum þessa ömur- lega ástands sem hann sá fyrir sér að maðurinn hafi búið við áður en hann kom sér upp siðuðu samfé- lagi i gegnum það sem kalla mætti samfélagssáttmála. í augum þessa 17. aldar spekings var ástandið í ríki náttúrunnar þannig að þar var „munurinn milli manna [varj ekki slíkur að einhver gæti fært sér hann sérstaklega í nyt. Hvað varðaði líkamlegan styrk, þá hafði sá veikasti nægan kraft til að deyða þann sterkasta, annaðhvort með því að beita leynilegum að- ferðum eða í gegnum bandalög við aðra sem líka töldu sér ógnað af hinum sterkasta ... í slíku ástandi er ekkert samfélag og það sem verst er af öllu, stöðugur ótti og hætta á ofbeldisfullum dauðdaga; og líf mannsins er einmanalegt, fá- tæklegt, illkvittið, hrottafengið og stutt. (solitary, nasty, brutish and short).“ Hin stóra niðurstaða Tómasar Hobbes var aö til að kom- ast út úr ríki náttúrunnar þyrfti yfirvald, „Leviathan“, sem kæmi á lögum og reglu og sæi um að vernda þegnana hverja gegn öðr- um og gegn utanaðkomandi árás- um. Foringinn myndi veita þegn- unum það sem þeir þráðu mest af öllu, öryggi. Markús og Árni Ríki náttúrunnar er við völd í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins. Það hefur verið við völd síðan Davíð Oddsson hætti sem borgarstjóri - hætti sem „Leviath- an“ flokksins í borginni. Innkoma Eyþórs Arnalds í vikunni mun fjölga þegnunum í þessu ríki, en eðli þess á tæplega eftir að breyt- ast. Það sem hins vegar gerist við þessi tíðindi er að langa vitleysan í forustumálum flokksins er gerð enn lengri og enn skrautlegri og var hún þó orðin æði litrík fyrir. Allur virðist starfi flokksins í borginni miða að því að grafa und- an trúverðugleika foringjanna og draga í efa umboð þeirra og getu til forustu. Fyrst var Markúsi Erni skipt út af, en síðan héldu sjálf- stæðismenn sjálfir gangandi enda- lausum efasemdum um forustu- hæfileika Árna Sigfússonar. Hvort ekki væri nú betra að fá Guðrúnu Pétursdóttur til að leiða flokkinn. Efasemdum sem smituðu auðvitað út frá sér og Árni náði sér aldrei á strik fyrir síðustu kosningar og tapaði eins og alkunna er. Þá sögðu félagar hans í flokknum sigri hrósandi: „Efasemdir okkar voru á rökum reistar." Inga Jóna Frá því að Inga Jóna tók við hafa efasemdarraddirnar ekki þagnað og þetta þrír til fjórir félag- ar hennar í borgarstjórnarflokkn- um talið sjálfa sig að minnsta kosti jafnhæfa ef ekki hæfari henni til að veita flokknum for- ustu. Steininn tók þó úr þegar sjálfur menntamálaráðherra viðr- aði áhuga á að taka viö af henni, það gat eingum dulist lengur að áhrifamiklir sjálfstæðismenn í Reykjavík treystu ekki þessari konu til forustustarfa. En hafi ein- hverjir verið eftir sem trúðu þvi að félagar Ingu Jónu treystu henni til forustu, þá má reikna með að sú trú hafl dofnað við stöðuga um- ræðu um að Júlíus Vífill Ingvars- son og hugsanlega Vilhjálmur Vil- hjálmsson og Guðlaugur Þór Þórð- arson hefðu áhuga á að leysa hana af. Og þeir sem enn héldu í trúna á samstöðuna um Ingu Jónu hafa þá eflaust glatað henni núna, þeg- ar Eyþór Arnalds gengur fram á sjónarsviðið og skorar hana á hólm. Hlutskipti Ingu Jónu er sannarlega ekki öfundsvert - og raunar ekki heldur hlutskipti hinna vonbiölanna. Prófkjöriö Það er aðeins ein leið til út úr þessu ástandi úr þvi sem komið er. Það er leið prófkjörsins. Það verð- ur einfaldlega að fá úr því skorið með óyggjandi hætti hver á að vera leiðtoginn í þessum hópi og sá einstaklingur þarf að hafa óum- deilt umboð til að rífa flokkinn út úr þessu hobbesíska ástandi. Þaö er orðið of seint fyrir sjálfstæðis- menn - hafi þeir þá yfirleitt nokkurn áhuga á því - að koma með einhverjar uppstillingar frá forustunni, t.d. að senda Björn Bjarnason inn á þennan vígvöll án þess aö fyrst hafi farið fram mæl- ing á vilja hins almenna flokks- manns. Ástandið hefur mallað það lengi og náð að gegnsýra svo alla borgarstjórnarpólitík flokksins að einungis með afgerandi niður- stöðu í prófkjöri á bak við sig auk vitaskuld stuðnings frá forustunni á landsvísu er hægt að gera ráð fyrir að nýr (eða gamall) leiðtogi geti gert sig gildandi. Hver dagur- inn sem líður í ríki náttúrunnar hjá sjálfstæðismönnum i borginni spillir fyrir þeim, bæði inn á við og út á við. Því kæmi ekki á óvart þótt fulltrúaráðið í Reykjavík reyndi að eyða þessu óvissu- ástandi sem fyrst og tæki ákvörð- un um prókjör sem fyrst. Það væri enda skynsamleg niðurstaða. Innkoma Eyþórs Amalds í vikunni mun fjölga þegnunum í þessu ríki, en eðli þess á tceplega eft- ir að breytast. Það sem hins vegar gerist við þessi tíðindi er að langa vit- leysan í forustumálum flokksins er gerð enn lengri og enn skrautlegri og var hún þó orðin œði litrík fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.