Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001
Helgarblað_______________________________________________________________________________________________ 3D»V
Presturinn gerð-
ist lögregluþjónn
og morðingi
Paul Hurth var bæði prestur og
lögreglumaður og helgaði líf sitt
þjónustu kirkjunnar og samfélags-
ins. Allir sem þekktu hann vissu að
hann var fyrirmyndar eiginmaður
og faðir og var alls trausts verður.
Enginn var eins virtur í bænum
Fresno í Kaliforniu og Hurth og vin-
ir hans töldu að hann væri tilvalið
bæjarstjóraefni. Ef hann byði sig
fram væru góðar líkur á að hann
næði kosningu.
Hurth gekkst upp við lofið en
hann vissi að kjörnir embættis-
menn eru undir smásjánni og hann
hafði sitthvað að fela. Ef leyndar-
málið kæmist upp mundi það eyði-
leggja orðstír hans. Ef til vill var
það þess vegna sem hann var
óþreytandi að prédika umburðar-
lyndi og fyrirgefningu. Að því kom
að hann þurfti á hvoru tveggju að
halda.
Fjölskylda Hurths var trúuð í
besta lagi. Faðir hans prédikaði í
viðlögum og móðirin kenndi í
sunnudagaskóla. Hann las guðfræði
á fullorðinsaldri og stefndi að því að
verða prestur í söfnuðu baptista.
Hann var alinn upp í heldur lélegu
hverfl í Los Angeles þar sem náinn
vinur hans á unglingsaldri var skot-
inn til bana í átökum bófaflokka.
Atvikið hafði mikil áhrif á Hurth og
hann fór að kynna sér ofbeldi og
glæpi og vamir gegn þeim.
Mannúðarfrömuður
Að loknu guðfræðinámi gerðist
Hurth prestur í baptistakirkju í
Fresno og tvöfaldaðist aðsóknin að
kirkjunni eftir að hann tók við
handleiðslu safnaðarins. Hann var
óþreytandi að taka þátt í félagslegu
starfi. Hann flutti fyrirlestra i skól-
um um eyðileggingarmátt eiturlyfja
og glæpamennsku yfirleitt. Hann
starfaði i athvarfi fyrir heimilisleys-
ingja og í súpueldhúsum og bauð fá-
tæklingum í sunnudagsveislur á
heimili sínu. Þá hafði hann sam-
band við leiðtoga annarra trúar-
hópa í bænum til að stuðla að skiln-
ingi og gagnkvæmri umhyggju með-
al bæjarbúa.
Hurth kynntist konu sinni, Syl-
viu, þegar hann var í guðfræðideild-
inni. Faðir hennar, sem var stjórn-
andi skólans, kynnti þau en hann
var hrifinn af áhuga og færni
Hurths. Þótt stúlkan væri aðeins 19
ára gömul vissi hún að Paul var
maðurinn sem hún ætlaði að eyða
ævi sinni með.
Þegar Hurth tók við sókninni tók
Sylvia þátt í starfi hans af lífi og sál.
Hún var aldrei langt undan og lagði
nótt við dag í starfinu við hlið
manns síns. Árið 1990 urðu þátta-
skil. Þá þótti Hurth hann vera orð-
inn staðnaður og'vildi breyta til og
beita kröftum sínum þar sem þeirra
var meiri þörf en í Fresno. Næst
gerðist hann trúboði og varð prédik-
ari á Nýja-Sjálandi og þaðan lá leið-
in til Papua á Nýju-Gíneu. Þar þótt-
ist hann hafa fundið lifi sínu verð-
ugan tilgang að því er hann sagði
síðar. En af skyldurækni við fjöl-
skylduna fluttu þau aftur til Fresno
í Kalifomíu 1993 því börnin tvö
þurftu að komast í skóla en annars
sagðist prédikarinn gjarnan hefði
viljað dvelja lengur í Papua.
Prestur og lögregluþjónn
Þegar þangað var komið var
Hurth boðið að gerast prestur á ný
en hann vildi víkka sjóndeildar-
hringinn og sótti um starf sem lög-
Nancy Gawor varð að bitbeini morð-
ingja og hins myrta.
regluprestur þar sem hann gat haft
áhrif á aðra lögreglumenn og haft
milliliðalaust samband við glæpa-
lýðinn. í tvö ár vann hann hug og
hjörtu lögreglumannanna og yfir-
valda, sótti lögregluskóla og varð
einn af yfirmönnum löggæslunnar í
bænum eftir að hafa lokið tilskild-
um prófum.
Hurth stofnaði til samtaka sem
veittu fórnarlömbum glæpa-
mennsku áfallahjálp. Þangað leitaði
fólk sem orðið hafi fyrir árásum,
Æðiskast greip Nancy
sem öskraði af hrœðslu,
en enginn nema Hurth
heyrði til hennar. Hann
dustaði af sér rykið,
greip kylfu sína og fór.
Vinnufélagar Ralphs
fundu lík hans þegar
þeir komu við til að
taka hann með til
starfa á mánudags-
morgni.
nauðgunum og verið rænt.
Með fram löggæslustörfum pré-
dikaði Hurth í kirkjunni og lét ekk-
ert tækifæri ónotað til að aðstoða þá
sem voru hálpar þurfi. Vann hann
traust bæði yfirvalda og þeirra sem
minna máttu sín.
En Paul Hurth var of góður og
fullkominn til að álit það sem fólk
hafði á honum ætti að öllu leyti við
rök að styðjast. Samtímis því að
hann lék hinn fullkomna eiginmann
og föður átti hann í ástarsambandi
við gifta konu og tveggja barna móð-
ur, Nancy Gawor. Hún var rúmlega
fertug að aldri og bjó yfirborðsgóðu
lífi með fjölskyldu sinni. Eiginmað-
urinn var Ralph Gawor. Ástin milli
þeirra var löngu kulnuð en þau
héngu saman af gömlum vana.
Lögreglupresturinn og gifta kon-
an hittust í brúðkaupi sonar sam-
eiginlegs kunningja. Ástin funaði
upp og þau fóru að hittast á leynd-
um stöðum og áttu magnaða ástar-
fundi í mótelum og jafnvel í kofa
sem Gaworhjónin áttu við fjallsræt-
ur skammt frá Fresno.
Sakir gerðar upp
Hurth keypti farsíma handa elsk-
unni sinni og var hann þannig stillt-
ur að hún gat ekki hringt annað en
í elskhugann. Þó að þau hittust oft
grunaöi engan að þau væru að hór-
ast í mótelum og kofa. Þegar frúin
hafði orð á að samband þeirra væri
ekki guði eða mönnum þóknanlegt
og vUdi slíta því sannfærði Paul
Slagsmál og morð
En Hurth hlustaði ekki á neinar
fortölur. Hann var viss um að ef
hann segði Ralph frá sambandi sínu
og konu hans mundi hann skilja við
Nancy og þau gætu svo gifst síðar.
Með þetta í huga ók hann á eftir
hjónunum.
Það var orðið dimmt þegar Hurth
kom að kofanum en þá höfðu hjónin
dvalið þar um hríð en ekki minnst á
hjónabandsvandræðin. Þegar Hurth
ruddist inn til þeirra varð Nancy
öskugrá í andliti af hræðslu, enda
byrjaði Hurth formálalaust að skýra
manni hennar frá fimm mánaða
sambandi þeirra. Ralph rann í skap
og réðst umsvifalaust á elskhuga
konu sinnar.
Hurth greip til lögreglukylfu
sinnar og gaf Ralph tvö eða jprjú
högg til að gera hann óvígan. En
kokkállinn var orðinn óður og barð-
ist eins og villidýr. Þeir veltust um
á gólfinu í fangbrögðum. Ralph varð
ofan á og náði kylfunni af lögreglu-
prestinum og reiddi hana til höggs.
Hinn náði þá til byssu sinnar og
Paul Hurth, sem boöaöi guös orö og hélt uppi lögum og reglu, handjárnaö-
ur á leiö í réttarsalinn.
miðaði á andstæðing sinn. En Ralph
lét sér ekki segjast og gerði sig lík-
legan til að færa kylfuna í höfuð
liggandi mannsins sem þá skaut
tveim skotum sem bæði lentu í
brjósti Ralphs og hann lét lífiö sam-
stundis.
Æðiskast greip Nancy sem öskr-
aði af hræðslu en enginn nema
Hurth heyrði til hennar. Hann
dustaði af sér rykið, greip kylfu sína
og fór. Vinnufélagar Ralphs fundu
lík hans þegar þeir komu til að taka
hann með til. starfa á mánudags-
morgni. - V; .. -■' .
Þótt Hurth hljóti að hafa vitað að
upp um hann kæmist byrjaði hann
á að ljúga til um ferðir sínár hiha
örlagaríku helgi til að verða sér úti
um fjarvistarsönnun. En það gat
Heimili Nancyar og Ralphs i Fresno.
Þangaö kom Hurth aldrei og hringdi ekki heldur þótt samband hans viö
húsfrúna væri náiö.
hann látið ógert því Nancy sagði
lögreglunni frá sambandi þeirra og
gaf skýrslu um hvernig dauða eigin-
manns hennar bar að.
Við eftirgrennslan kom í ljós að
Hurth falsaði gögn til að útvega sér
fjarvistarsönnun og dugði honum
ekki að þræta fyrir hvaða þátt hann
átti í dauða Ralphs Gawors.
Manndráp aö yfirlögöu ráði
Þrem dögum eftir átökin var
Hurth handtekinn og ákærður fyrir
morð. Réttarhöldm fóru fram í júlí-
mánuði á síðasta ári og var vörn
ákærða sú að hánn hefði framið
verknaðinn í sjálfsvörn og að ekki
hefði verið ætlun hans að ráða
Ralph bana. Saksóknari benti á að
það hefði verið Nancy en ekki Ralph
sem vildi slíta sambandinu og að
hann hefði sjálfur efnt til þeirrar at-
burðarásar sem leiddi til dauða
Ralphs með því að ryðjast inn til
hjónanna og hefja þar sögu sína og
gera kröfu til að Nancy skildi við
mann sinn til aö giftast sér.
Kviðdómur sýknaði Hurth af
morðákærunni. Hann var fundinn
sekur um manndráp að yfirlögðu
ráði en þó var tekið tillit til að það
var framið í sjálfsvörn. Ákærði var
dæmdur til 21 árs fangelsisvistar
sem er hámarksrefsing fyrir þann
glæp sem hann framdi.
Ralph Gawor vissi ekki um ótryggö
konu sinnar fyrr en nokkrum mínút-
um áöur en hann var myrtur.
hana um að brátt mundu þau skilja
við maka sína og giftast.
Brátt fór Nancy að leiðast laumu-
spiliö og vildi slíta sambandinu við
lögregluprestinn og bæta samband
sitt við eiginmanninn. Ralph vissi
vel að hjónabandið var í rúst en
hafði enga hugmynd um að kona
hans héldi við Hurth.
Laugardaginn 19. febrúar árið
2000 ákváðu Gaworhjónin að dvelja
í fjallakofa sínum yfir helgina.
Börnin voru skilin eftir en hjónin
ætluðu að ræða sín mál og athuga
hvort mögulegt væri að koma lagi á
hjónabandið. Áður var Nancy búin
að segja Hurth um fyrirætlun sína,
að fara i kofann með manni sínum.
Nokkru áður en þau lögðu af stað
hringdi Hurth í Nancy og spurði
hvort hann ætti ekki að heimsækja
þau hjónin í kofann og segja manni
hennar allt af létta. En Nancy neit-
aði og sagði að ef einhver ætti að
segja Ralph frá hvernig komið var
ætti hún að gera það og bætti við að
best væri að þau hættu að hittast,
að minnsta kosti um hrið.