Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Side 27
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 27 Notaðir bílar hjá Suzuki bííum hf. Helgarbláð I>V Borgin er fögur Eyþór Arnalds hyggst helga Reykjavíkurborg krafta sína. ar vegna útboðsmálsins. Fyrirtækið var talið hafa brotið reglur Verðbréfa- þings með þvl að gefa rangar upplýsingar um stöðuna. Á það var bent að áætlanir stóðust ekki. „Auðvitað fylgja vaxtar- verkir og unglingaveiki svo ungu félagi. Auðvitað hrufluðum við okkur í uppbyggingunni. Áætlan- ir til skemmri tíma gengu úr skorðum eins og hjá fjölmörgum öðrum. Rétt eins og við vorum ungt fyrirtæki sem var hampað þá var okkur refsað þegar harðnaði á dalnum. Lang- flest fyrirtæki sem þó hafa áratugasögu eru i erfið- leikum. Íslandssími er þar engin undantekning enda ytri aðstæður erfiðar," segir hann. - Hvernig leið forstjór- anum undir þessari gagn- rýni og þeirri fjöl- miðlaumfjöllun sem gekk yfir? „Óþægilegast var hve langan tíma tók að fá úr þessu skorið. Ýmsir vildu dæma okkur fyrir fram. Mér ieið mjög illa á meö- an þetta stóð. Mannorð mitt var undir og því fylgdi mikill léttir fyrir mig og starfsfólkið þegar málinu lauk á farsælan hátt,“ segir hann. Eyþór forstjóri þrætir ekki fyrir að málið hafi sett ákveðinn blett á ímynd íslandssima þrátt fyrir að Verðbréfaþing hafi ekki gefið fyrirtæk- inu formlega áminningu heldur einungis skammað það. „Öll svona mál setja mark sitt á menn og fyrir- tæki. Enginn verður óbar- inn biskup en þetta mál mun gleymast í fyllingu tímans. Íslandssími er fyr- irtæki sem komið er til að vera,“ segir hann. Fyrir rúmu ári lýsti Ey- þór í samtali við vini sína að hann hugsaði sér til hreyfings af forstjórastóli Islands- síma. Einhverjir skildu það sem svo aö afskipti stjórnarmanna hefðu far- ið fyrir brjóstið á honum. Hann seg- ir rangt að þrengt hali verið að sér. „í upphafi sá ég fyrir mér að vera í þrjú ár í þessu starfi og það hefur gengið eftir. Hugsunin var sú að koma upp alhhliða fjarskiptafyrirtæki og koma því á markað sem gerðist sið- asta vor. Þá gerðist þaö að Íslandssími eins og mörg önnur fyrirtæki lenti í hremmingum. Vissulega hefði verið gott að hafa lengri tíma til að pússa yfir skrámur og beyglur en sá tími er ekki fyrir hendi,“ segir Eyþór. - Er það ekki tilfeUiö að forstjóra- stóllinn hafi verið orðinn heitur? „Ég hef haft gríðarlega góðan stuðning frá stjóm Íslandssíma og engar deilur hafa átt sér stað. Aiit of margir brautryðjendur sitja áfram í sama stólnum. Sem hluthafi mat ég það þannig að gæfulegra væri að fá vanan rekstrarmann tO aö taka við af mér þegar fyrirtækið var tilbúið. Ákvörðun mín var tekin mjög meðvit- að. Ég taldi þennan tímapunkt réttan en ég neita því ekki að gott hefði ver- ið að fá eitt ár í viðbót. Á móti kemur að mín bíða spennandi verkefni sem ekki geta beðið,“ segir hann og viður- kennir að rétt eins og í tónlistinni hafi hann þekkt sinn vitjunartíma. Eyþór hefur þá ímynd víða að vera „góður gæi“ og er vinsæll af samstarfsmönnum. Hvernig stjórn- andi ertu? Lætur þú menn skilyrðis- laust hlýða þér og hvað gerirðu ef starfsmenn bregðast trausti þínu? „Ég hef sýnt starfsmönnum mín- um mikið traust sem ég ætlast til að þeir standi undir. Það erfiðasta sem ég geri er að segja upp fólki en það hef ég þurft að gera. Hefur þú verið gagnrýndur af hluthöfum fyrir að vera of mildur við starfsmenn? „Nei, en menn hafa kannski gagn- rýnt mig fyrir bjartsýni," segir hann. Óskar Magnússon, nýráðinn for- stjóri, er þekktur fyrir að vera harð- jaxl. Einhver orðaöi það sem svo að hann svæfi ágætlega þrátt fyrir að þurfa að reka tvo þrjá starfsmenn daginn eftir. Þið eigendur Islands- síma virðist hafa ákveðið að arftaki þinn verði hörkutól. Er það vís- bending um að þú sért það ekki? „Ég er fyrst og fremst frumkvöð- ull en ekki sá sem siglir lygnan sjó í tilbreytingarlitlum rekstri. Óskar hefur mikla reynslu af því að reka stöndug fyrirtæki sem komin eru af brautryðjendastiginu, Við höfum fækkað um 30 manns á síðustu vik- um og það er ekki eins og það vanti forstjóra til að segja upp fólki,“ seg- ir hann. Borg en ekki bæ Ertu sáttur við áherslur minni- hluta borgarstjórnar svo sem varö- andi tæknileg atriði á framsetningu mála? „Minnihlutinn hefur sýnt mikinn dugnað á kjörtímabilinu og barist af hörku. Ég er viss um aö geta bætt miklu við ef ég fæ þess kost. Ég vil leggja áherslu á þá þætti sem gera borg að borg og að við séum ekki með þá smásálarhugsun sem verið hefur í tíð R-listans. Reykvíkingar vilja búa í borg en ekki bæ,“ segir Eyþór. Þú lýstir því i DV í júlí 1998 að það væri fagnaðarefni að Inga Jóna hefði tekið snemma við af Árna Sigfússyni sem leiötogi minnihlut- ans. Ertu enn sama sinnis? „Það var hárrétt ákvörðun á sín- um tíma. Inga Jóna fór gegn Árna og það var drengilegt af honum að víkja og hleypa henni aö,“ segir Ey- þór. - Er þá ekki eðlilegt að Inga Jóna fái tækifæri til að leiða listann í kosningum? „Það liggur ekki fyrir hvort um prófkjör verður að ræða eða upp- stillingu. Of snemmt er að dæma um það hvernig best er að stilla upp. Komi til prófkjörs þá tekst fólk á,“ segir hann. - Treystir þú þér til þess að leiða D-listann til sigurs í baráttunni við Fjölskyldan Eyþór ásamt Móeiöi Júníusdóttur eiginkonu sinni og átta mánaöa syni þeirra, Ara Elíasi. Reykjavíkurlistann? „Ég hika ekki við að taka aö mér erfið verk- efni og er sannfærður um að Reykjavíkurlist- inn er ekki ósigrandi. Ég óttast ekki Ingibjörgu Sólrúnu en hún er verð- ugur andstæöingur," segir hann. Hefur þú nægilega pólitíska reynslu til að takast á hendur forystu- hlutverk í stjórnmálum? „Að sjálfsögöu treysti ég mér til þeirra átaka. Stundum er gott að byggja á mikilli reynslu en það er ekkert einhlítt í þeim efnum. Ég mun ekki skorast undan ábyrgð," segir hann. - En hefur þú til að bera nægilega grimmd til að verða sterkur stjórnmálaleiðtogi? „Ég á erfitt með að dæma sjálfur um minn karakter en ég minni á að grimmd og harka felst ekki alltaf í yfirborð- inu,“ segir Eyþór. - Hvaö hefur þú fram yfir Guölaug Þór Þórðar- son borgarfulltrúa og Júlíus Vífil Ingvarsson sem báðir hafa svipaöan bakgrunn og þú úr við- skiptalífinu? „Ég ætia að vinna með þessum mönnum en keppa við R-listann. Ég vona að við náum að sameina krafta okkar áður en að kosningum kemur en mætum ekki sundraðir til leiks. Ég ætla ekki að dæma um kosti þeirra gegn mín- um,“ segir hann. Fyrirtæki á flótta - Er ekki borgin ein- faldlega i góðum málum undir handleiðslu Ingi- bjargar Sólrúnar? „700 fyrirtæki hafa flú- ið borgina. Þungamiðja borgarinnar hefur færst annað. Myndrænasta dæmið er Smáralind sem kemur eins og geimskip og lendir með góðærið í Kópavogi. Þetta er til dæmis um klúöur R- listans. Reykjavík verður að end- urheimta sitt hlutverk. Vandamál- in sem R-listinn telur sig þurfa aö glíma við felast aðallega í því hvort leyfa eigi nektardans fyrir luktum dyrum eöa opnum. Doði og kraftleysi hefur einkennt starf meirihlutans," segir hann. Eyþór segist hafa ákveðnar hug- myndir um það hvernig snúa eigi þróuninni við. Þar beri skipulags- mál hæst. Hann vill flugvöllinn burt og að innanlandsflugið fari til Keflavíkur. Skipuleggja verði Vatnsmýrina, Öskjuhlíð og Naut- hólsvík með tilliti til miöborgar- innar. „Víða þarf að taka til hendi. Mýrargötusvæðið er í niðurníðslu en þar gæti verið kröftug byggð niðri við sjó. Geldinganesið er í rúst og dæmigert fyrir R-listann. Síöast en ekki síst er það Skugga- hverfið þar sem gríðarlegt tæki- færi er til að styrkja miðborgina. Allt þetta er vanrækt á sama tíma og byggt er um Grafarholt og hæð- ir þar sem verið er að skila lóðum í stórum stíl,“ segir hann. Pönkarinn sem lagði stund á klassískt nám og varð poppari og seinna forstjóri stendur enn á tímamótum. Þriðja umbreytingin er hafin þar sem forstjórinn breyt- ist í stjórnmálamann. Eyþór Arn- alds, 36 ára forstjóri, verður hugsi þegar hann er spurður hvar hann verði eftir 10 ár. „Ég ætla að ein- beita mér að stjórnmálum sem eru mjög víður vettvangur. Þau eru á mörkum þess að vera stjórnun og list. Þar sameinast ritlist, mælskulist og stjórnlist auk fleiri þátta. Ég hef ríka tilfinningu fyrir einstaklingsfrelsinu og vil leggja fyrir mig stjómmál um ófyrirsjá- anlega framtið," segir Eyþór Arn- alds. -rt Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---//// ..........— SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100 Suzuki Baleno GLX, 4dr., bsk. Skr. 4/97, ek. 46 þús. Verð kr. 830 þús. TILBOÐ kr. 730 þús. Suzuki Baleno Wagon, ssk. Skr. 6/99, ek. 26 þús. Verð kr. 1270 þús. Mazda 323F, 5dr., ssk. Skr. 12/99, ek. 23 þús. Verð kr. 1270 þús. Land Rover Freelander, bsk. Skr. 6/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1790 þús. Suzuki Vitara JLX, 5dr., ssk. Skr. 9/95, ek. 105 þús. Verð kr. 990 þús. Suzuki Baleno GLX, 4dr., 4x4. Skr. 6/96, ek. 102 þús. Verð kr. 680 þús. Daihatsu Charade SR, bsk. Skr. 6/97, ek. 64 þús. Verð kr. 590 þús. Opel Astra Station, ssk. Skr. 3/98, ek. 33 þús. Verðkr. 1130 þús. TILBOÐ kr. 950 þús. Daihatsu Terios, bsk. Skr. 10/99, ek. 35 þús. Verð kr. 1020 þús. TILBOÐ kr. 950 þús. Daewoo Lanos, 4dr., ssk. Skr. 11/99, ek. 45 þús. Verð kr. 990 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.