Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2001, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 Tilvera DV Gengið á Kilimanjaro: Ferðasögur Eitt af því sem er svo skemmti- legt við ferðalög er að koma heim og rifja upp sögur og segja vinum og vandamönnum frá ferðinni. En ferðasögur eru í eðli sínu eins og veiðisögur, sögurnar eiga það til að stækka og breytast eftir þvi sem þær eru sagðar oftar. Krúttlegur hundur Einu sinni voru hjón á ferðalagi um Mexíkó. Hjónin höfðu fengið sér bílaleigubíl og ekið um landið í nokkra daga þegar þau komu í lítið þorp til að kaupa bensín. Þau stoppuðu við bensínstöð og fóru út úr bílnum til að teygja úr sér. Þeim leist vel á þorpið og ákváðu því að gista þar eina nótt. Fljótlega eftir að þau fóru út úr bílum kom til þeirra lítill hundur sem þeim þótti krúttlegur og gáfu þau honum bita af nestinu sínu. Eftir það elti hundurinn þau um allt þorpið. Um kvöldið voru þau orðin svo hænd að krílinu að þau höfðu hann með sér upp á herbergi. Hjón- in settu hundinn í bað og greiddu honum. Þegar þau vöknuðu um morguninn liggur kvikindið froðu- fellandi á sæng konunnar og þau drífa sig með hundinn til dýra- læknis. Hjónunum fannst fólkið á biðstofunni horfa einkennilega á sig og þegar dýralæknirinn sá skepnuna varð hann undrandi á svip og spurði hvað þau væru að gera með fársjúka mexíkanska hol- ræsisrottu af stærri gerðinni. A ferðalagi í S-Ameríku Vinkona konunnar minnar þekk- ir unga konu sem býr á Hornafirði. Konan sem er einstæð hefur mjög gaman af þvi að ferðast og undan- farin ár hefur hún lagt áherslu á að sækja heim fjarlæg lönd og af- skekkta staði. 1 vor fór hún í frumskógarferð um regnskóga Suður-Ameríku. Ferðin var erfið en konan naut þess i botn að höggva sig í gegnum skóginn með stórri sveðju og leggjast niður undir berum himni og sofna viö hljóð frumskóg- arins. Konan var engin kveif og lét það ekkert á sig fá þótt hún vaknaði á morgnana meira og minna þakin skorkvikindum. Hún var alsæl. Tveim til þremur vikum eftir að hún kom heim tók hún eftir litlum rauðum bletti á hálsinum á sér. Bletturinn stækkaði dag frá degi og á viku hafði hann vaxið og orðið að stórri bólu eða kýli sem henni klægjaði óþægilega í. Hún pantaði því tíma hjá lækni en þar var ekk- ert laust fyrr en eftir nokkra daga. Konan greip því til sinna ráða og kreisti kýlið fyrir framan spegil. Hún fann íljótlega að kýlið var fast fyrir og kreisti því enn fastar. Þeg- ar það sprakk að lokum spýttust hundruð lítilla köngulóa út í loftið og skriðu niður eftir hálsinum á henni. Risakönguló hafði verpt í hana og eggin voru að klekjast út. -Kip Safarí með Masai-mönnum í febrúar og september á næsta ári ætlar Helgi Benediktsson, úti- vistargarpur og fararstjóri, að bjóða ævintýraþyrstum íslendingum upp á tuttugu og þriggja daga safaríferð í Afríku. I ferðinni verður gengið á Kilimanjaro, sem stundum er kallað þak Afríku og er 5895 metrar á hæð. Farið verður um Ngorongoro-gíginn í fylgd með mönnum af ættflokki Masai en undir lok ferðarinnar verður slappað af i Zansibar í nokkra daga. Að sögn Helga verður gengið í íjóra til tíu klukkutima á dag en lengsti dagurinn er þegar gengið er á Kilimanjaro. „Þeir sem treysta sér ekki í svo langa göngu geta farið í styttri skoðunarferð ef þeir kjósa það frekar. Hitastigið yfir daginn getur rokkað á bilinu 0” á Kilimanjaro upp i 30' á Celsíus í Zansibar og á nóttunni getur hitinn farið niður í allt að -10° eða +20.“ Helgi segir að verðið á ferðunum ráðist af gengi krónunnar en inni- falið séu flugferðir, gisting, þrjár máltíðir á dag (fyrir utan kvöldferð f Zansibar), ferðir innanlands í Tansaníu og kynnisferð um krydd- markaðinn í Zansibar. Þeir sem hafa áhuga á þessu safa- ríævintýri í Afríku geta haft sam- band við Helga í síma 8993330. -Kip Gengiö á Kilimanjaro Gangan á fjalliö tekur um tíu klukkustundir og þykir leiöin einstaklega faiieg í góöu veöri. Breyttar ferðavenjur: Ferðast meira innanlands Minna stress Menn kjósa frekar aö ganga eftir fallegum göngustíg og hlusta á fuglasöng en aö láta pakka sér í flugvél eins og gripi á leiö til slátrunar. Ferðamáti fólks hefur breyst mik- ið frá þvi árásirnar voru gerðar á World Trade Center og Pentagon 11. september síðastliðinn. Af fréttum að dæma eru margir smeykir við að fara upp í flugvél og hafa því afpant- að flug. I Evrópu og f Bandaríkjun- um ferðast fólk núna meira innan- lands og á einkabílum. Að sögn for- ráðamanna þjóðgarða í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fyrirspurnir um garðana og aðsókn að þeim auk- ist gríðarlega á síðustu vikum. í Bandaríkjunum einum er reikn- að með fækkun um tvö hundruð og þrjátíu milljónir manna í flugi á næstu fimm árum og að flugfélögin geti ekki reiknað með sama farþega- fjölda og á síðasta ári fyrr en í fysta lagi árið 2005 eða 2006. Gestagangur á hótelum og gistiað- stöðu í nágrenni við þjóðgarða og vinsæla ferðamannastaði hefur breyst í þá átt að ferðamenn eru nú heimamenn en ekki útlendingar. Menn kjósa frekar að ganga eftir fal- legum göngustíg og hlusta á fugla- söng en að láta pakka sér í flugvél eins og gripum á leið til slátrunar. Einnig hefur verið bent á að fólk sé ekki eins trekkt og uppstökkt úti í náttúrunni eins og á flugvöllum. Því liður einfaldlega betur. Upplýsingamiðstöð Suðurlands: Opiö í Hveragerði í vetur Sfðastliðið sumar var mikil gróska í starfi upplýsingamið- stöövanna á Suöurlandi. Opnaðar voru þrjár nýjar miðstöðvar með þjónustusamning við Upplýsinga- miðstöð Suðurlands í Hveragerði en þær eru í Árborg, á Hellu og Kirkjubæjarklaustri. Alls störfuðu í sumar átta upplýsingamiðstöðv- ar víðsvegar um Suðurland en hinar fimm eru í Hveragerði, Vestmannaeyjum, Vík, Þingvöll- um og Hvolsvelli. Ferðamanna- straumur um Suðurland var með svipuðu sniði og undanfarin ár þótt minna hafi verið um bókanir á gististöðum heldur en á síðasta ári. Ferðamenn kunna vel að meta þá þjónustu sem upplýsingamið- stöðvarnar veita og eru í auknum Mikil gróska Starfsfólk Upplýsingamiöstöðvar Suðurlands t Hverageröi. mæli að nýta sér hana við skipu- lagningu ferða sinna og vali á gististöðum. Upplýsingamiðstöðv- amar eru kjörin vettvangur fyrir ferðaþjónustuaðila til að koma sér og sinni starfsemi á framfæri og til að taka höndum saman við að halda ferðamanninum í héraði. í vetur verða flestar upplýsinga- miðstöðvarnar lokaðar nema móð- urstöðin sem er til húsa á Breiðu- mörk 10 í Hveragerði en hún verð- ur opin virka daga frá kl. 9.15- 16.15 og um helgar frá kl. 10.00- 14.00. Ferðamenn og námsmenn eru hvattir til að notfæra sér þjón- ustuna í vetur til að afla sér fróð- leiks og leiðsagnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.