Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 4
Fréttir LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 r>v Skoðanakannanir DV um vinsældir stjórnmálamanna á þessu ári: Tólf þingmenn hafa aldrei verið nefndir Tólf alþingismenn hafa aldrei verið nefndir á nafn í þeim fjórum skoðanakönnunum DV um vinsæld- ir og óvinsældir stjómmálamanna sem gerðar hafa verið á þessu ári. Þetta þýðir náttúrlega að 51 hefur verið nefndur, annaðhvort í mestu áliti eða minnstu áliti hjá kjósend- um. í þessum hópi „gleymdra" þing- manna eru 9 þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og þrír þingmenn Sam- fylkingarinnar. Til að gæta allrar sanngirni skal tekið fram að tveir þingmanna Sjálfstæðisflokks i þess- um hópi eru nýliðar - settust á þing nú í haust. í þessum þingmannahópi eru sjö konur og fimm karlmenn. Fjórir þessara þingmanna eru úr Reykja- neskjördæmi, tveir frá Suðurlandi, tveir frá Reykjavík, tveir frá Norð- urlandi vestra, einn frá Austurlandi og einn frá Vestfjörðum. Stjómmálamenn lifa á athygli, hvort sem hún er jákvæð eða nei- kvæð. Fátt er verra fyrir þá en að vera gleymdir í hugum almennings eins og endurspeglast í þessum könnunum DV. Því kynnum við Kristján L. Kjartan Möller. Ólafsson. þessa tólf þingmenn stuttlega til sögunnar hér á eftir: Guðmundur Árni Stefánsson er sá í þessum hópi sem lengst hefur náð í metorðastiga stjórnmálanna: fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnar- lnnkaup DV-MYND HAHI DV-lnnkaupum vel tekið Þessi huggulega stútka gaf viöskiptavinum í Kringlunnni eintak af DV-lnn- kaupum, nýju fylgiriti DV, í gær. Var þessari nýjung DV vel tekiö enda á ferö- inni fullt blaö af uppiýsandi og léttu efni um innkaupalíf íslendinga. Ásta Drífa Möller. Hjartardóttir. Lára Margrét Sigríður Ragnarsdóttir. Ingvarsdóttir. firði, fyrrverandi ráðherra, bæði heilbrigðismála og félagsmála, vara- formaður og formannskandídat í Al- þýðuflokknum. Guðmundur Árni hefur setið á Alþingi fyrir Reyknes- inga frá 1993. Einar Oddur Kristjánsson, „gamli bjargvætturinn" frá Flat- eyri, er einnig á þessum lista „hinna gleymdu". Einar Oddur er enginn smákarl, var formaöur Vinnuveitendasambandsins, drif- kraftur í þjóðarsáttarsamningunum og þingmaður frá 1995. Arnbjörg Sveinsdóttir, Austur- landi, hefur setið á þingi frá 1995 og er helsta stjama sjálfstæðismanna þar eystra eftir að Egill Jónsson dró sig í hlé. Árni R. Árnason hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1991. Hann hefur aldrei farið mik- inn á þingi og var um hríð lítt áber- andi vegna veikinda, Ásta Möller var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Hún hefur lagt mikla starfsorku í heilbrigðismálin, enda hjúkrunarfræðingur, en viröist ekki kveikja í gráu sellum kjósenda sem DV spyr í könnunum. Drlfa Hjartardóttir er sjálfstæð- isþingmaður úr Suðurlandskjör- dæmi og oddviti þeirra í þeim fjórð- ungi eftir að Árni Johnsen sagði af Einar Oddur Guðmundur Árni Kristjánsson. Stefánsson. Sigríður Sigríður A. Jóhannesdóttir. Þóröardóttir. sér þingmennsku. Drifa hefur setið tvö ár á þingi en var áður varaþing- maður og afar atkvæðamikil i sveit- arstjórnarmálum. Kjartan Ólafsson er nýr á þingi; sest þar í stað Árna Johnsens. Kjart- an er óskrifað blað á þingi, sem og í könnunum DV. Sama er uppi á teningnum varð- andi Sigríði Ingvarsdóttur sem tók við þingsæti Hjálmars Jónsson- ar dómkirkjuprests. Lára Margrét Ragnarsdóttir hefur setiö á þingi fyrir Reykvík- inga frá 1991og hefur mikiö af starfsorku hennar farið í heilbrigð- is- og utanríkismál, sérstaklega varðandi Evrópu. Hún hefur setið lengst á þingi í þessum hópi. Kristján L. Möller er oddviti Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra og einn helsti talsmaður hennar i byggðamálum. Hann var kjörinn á þing í síðustu kosningum. Sigríður Jóhannesdóttir var kjörin á þing fyrir Alþýðubandalag- ið 1995 en er nú í Samfylkingunni. Hún starfaði áður sem kennari. Sigríður A. Þórðardóttir er þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Reykjanesi. Hún er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og hefur látiö mikið til sín taka í menntamálum og Norðurlandasam- vinnu. -hlh Leiðarar Jónasar á Netinu Jónas Krist- jánsson, ritstjóri DV, hefur sett forustugreinar sínar á tímabil- inu 1973-2001 á Netið á slóðina www.jonas.is Leiðararnir eru í gagnagrunni með þægilegum leitar- skilyrðum. Þegar farið er á www.jonas.is er smellt á hnappinn „Leiðarar". Þá birtist við- mót leitarvélar sem gerir gestum vefsins kleift að leita að tilteknum málum með skjótum hætti, annað hvort með því að skrá inn efnisat- riði eða tímabil. Um er að ræða alla leiðara Jónasar en nýir leiðarar munu bætast við smám saman. „Þarna birtist ákveðin sýn á nú- tímasögu þjóðar og mannkyns síð- ustu þriggja áratuga. Þetta getur verið fróðlegt fyrir áhugamenn um slík mál, t.d. sagnfræðinga," segir Jónas Kristjánsson. -hlh Sýna þrjátíu bílategundir Rúmlega 170 gerðir af nýjum bílum verða til sýnis á bíladögum í öllum bílaumboðum og í Smáralind um helgina. Þetta er í fyrsta skipti sem bílaumboðin hafa samstarf af þessu tagi um samstilltar bílasýningar. Bilaumboðin eru 12 talsins og með umboð fyrir 30 bílategundir. Margs-' konar útgáfur og gerðir veröa sýndar af hverri bílategund, í allt rúmlega 170 bílar. í Vetrargarði Smáralindar verða bílaumboðin með sameiginlega sýningu á fjórhjólabilum. Það eru regnhlífasamtökin Vinir bílsins sem standa að Bíladögum. „Markmiðið með þessu átaki er að benda á annarsvegar hvað nýir bílar eru í raun hagkvæmur kostur og hinsvegar að rétta hlut bilsins í um- ræðunni," sagði Jónas Þór Steinars- son framkvæmdastjóri Bílgreinasam- bandsins við DV. Bíladagar standa frá kl. 12 til 17 laugardag og 13 til 17 sunnudag. Víða úti á landi eru umboösmenn bílaum- boðanna einnig með sýningar um helgina. Vííjðrtrt i kvolil .J3 Z Zi^3 ® S'jjts -rOf W v- & ■=r Slydda suðaustanlands Fremur hæg norðlæg átt. Léttskýjað vestan til, dálítil rigning eöa slydda suðaustanlands og él við norðausturströndina. Hiti 1 til 5 stig við suðurströndina en í kringum frostmark annars staöar. Sólariag í kvöld 17.27 17.02 Sólarupprás á morgun 05.58 08.52 Síödegisflóö 15.53 20.26 Árdegisflóö á morgun 04.18 08.51 Sy.ýúr.gza á VðÖwfáÍCiKim —-vindátt 10°<— nrri 15) -10° 'J\viNDSTYRKUR ’ V concr í metrum á sekúndu x rKUð * HBÐSKÍRT €> £> ö LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAD SKÝJAÐ m Q RIGNING SKURIR SLYDDA SNJÓR0MA Ö- '9 ir ÉLJAGANGUR ÞRUMIF VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOHA a«í erm VjjbLittsúl Snjódekkin undir Nú er tekið aö kólna og snjórinn og hálkan farin að gera vart við sig á vegum. Einkum gætir þess á heiðum og fjöllum. Því er betra að hafa bílana búna fyrir vetrarakstur þegar lagt er upp í feröalög. Vægt frost Suöaustan 5-13 m/s, hvassast suövestan til. Rigning eöa slydda en úrkomulítiö noröaustanlands. Snýst í suðvestanátt meö skúrum síödegis suövestan til. Hiti 2 til 8 stig en vægt frost norðaustanlands. Má'iutía Vindur: ( 5-11 m/h^ Hiti 5° til -1* Norðan- og norðvestanátt. Rigning eða slydda norðaustanlands, él norðvestan tll en annars úrkomulitið. Kélnandl veður. 9 Hiti s° til .3° Vindur: 7—15 m/M Norðanátt og él norðaustan- og austanlands en léttskýjað vestan til. Vægt frost. Mi&vlhi! flggiíi Vindur: 5-9 m/» Hiti 7” til 2° Ww Suðlæg átt og vætusamt, einkum sunnan- og vestanlands. Fremur mllt. AKUREYRI þoka 0 BERGSSTAÐIR skýjaö 4 B0LUNGARVÍK skýjaö 4 EGILSSTAÐIR alskýjaö 6 KIRKJUBÆJARKL. súld 8 KEFLAVÍK súld 8 RAUFARHÖFN skýjaö 3 REYKJAVÍK léttskýjaö 9 STÓRHÖFÐI rigning 9 BERGEN HELSINKI skýjaö 9 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 14 ÓSLÓ léttskýjað 8 STOKKHÓLMUR 12 ÞÓRSHÖFN súld á siö. kls. 10 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað 4 ALGARVE alskýjaö 19 AMSTERDAM þokumóöa 17 BARCELONA mistur 21 BERLÍN þokumóöa 14 CHICAGO alskýjaö 8 DUBLIN skýjaö 14 HALIFAX léttskýjaö 5 FRANKFURT léttskýjaö 15 HAMB0RG hálfskýjaö 15 JAN MAYEN súld á síö. kls. 4 LONDON rigning 16 LÚXEMBORG léttskýjaö 19 MALLORCA léttskýjaö 26 MONTREAL heiöskírt 5 NARSSARSSUAQ skýjaö 1 NEW YORK skýjaö 9 ORLANDO hálfskýjaö 21 PARÍS skýjaö 17 VÍN þokumóöa 13 WASHINGTON hálfskýjaö 1 WINNIPEG léttskýjaö 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.