Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 4
Fréttir
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001
r>v
Skoðanakannanir DV um vinsældir stjórnmálamanna á þessu ári:
Tólf þingmenn hafa
aldrei verið nefndir
Tólf alþingismenn hafa aldrei
verið nefndir á nafn í þeim fjórum
skoðanakönnunum DV um vinsæld-
ir og óvinsældir stjómmálamanna
sem gerðar hafa verið á þessu ári.
Þetta þýðir náttúrlega að 51 hefur
verið nefndur, annaðhvort í mestu
áliti eða minnstu áliti hjá kjósend-
um. í þessum hópi „gleymdra" þing-
manna eru 9 þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins og þrír þingmenn Sam-
fylkingarinnar. Til að gæta allrar
sanngirni skal tekið fram að tveir
þingmanna Sjálfstæðisflokks i þess-
um hópi eru nýliðar - settust á þing
nú í haust.
í þessum þingmannahópi eru sjö
konur og fimm karlmenn. Fjórir
þessara þingmanna eru úr Reykja-
neskjördæmi, tveir frá Suðurlandi,
tveir frá Reykjavík, tveir frá Norð-
urlandi vestra, einn frá Austurlandi
og einn frá Vestfjörðum.
Stjómmálamenn lifa á athygli,
hvort sem hún er jákvæð eða nei-
kvæð. Fátt er verra fyrir þá en að
vera gleymdir í hugum almennings
eins og endurspeglast í þessum
könnunum DV. Því kynnum við
Kristján L. Kjartan
Möller. Ólafsson.
þessa tólf þingmenn stuttlega til
sögunnar hér á eftir:
Guðmundur Árni Stefánsson er
sá í þessum hópi sem lengst hefur
náð í metorðastiga stjórnmálanna:
fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnar-
lnnkaup
DV-MYND HAHI
DV-lnnkaupum vel tekið
Þessi huggulega stútka gaf viöskiptavinum í Kringlunnni eintak af DV-lnn-
kaupum, nýju fylgiriti DV, í gær. Var þessari nýjung DV vel tekiö enda á ferö-
inni fullt blaö af uppiýsandi og léttu efni um innkaupalíf íslendinga.
Ásta Drífa
Möller. Hjartardóttir.
Lára Margrét Sigríður
Ragnarsdóttir. Ingvarsdóttir.
firði, fyrrverandi ráðherra, bæði
heilbrigðismála og félagsmála, vara-
formaður og formannskandídat í Al-
þýðuflokknum. Guðmundur Árni
hefur setið á Alþingi fyrir Reyknes-
inga frá 1993.
Einar Oddur Kristjánsson,
„gamli bjargvætturinn" frá Flat-
eyri, er einnig á þessum lista
„hinna gleymdu". Einar Oddur er
enginn smákarl, var formaöur
Vinnuveitendasambandsins, drif-
kraftur í þjóðarsáttarsamningunum
og þingmaður frá 1995.
Arnbjörg Sveinsdóttir, Austur-
landi, hefur setið á þingi frá 1995 og
er helsta stjama sjálfstæðismanna
þar eystra eftir að Egill Jónsson dró
sig í hlé.
Árni R. Árnason hefur setið á
þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá
1991. Hann hefur aldrei farið mik-
inn á þingi og var um hríð lítt áber-
andi vegna veikinda,
Ásta Möller var kjörin á þing
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu
kosningum. Hún hefur lagt mikla
starfsorku í heilbrigðismálin, enda
hjúkrunarfræðingur, en viröist ekki
kveikja í gráu sellum kjósenda sem
DV spyr í könnunum.
Drlfa Hjartardóttir er sjálfstæð-
isþingmaður úr Suðurlandskjör-
dæmi og oddviti þeirra í þeim fjórð-
ungi eftir að Árni Johnsen sagði af
Einar Oddur Guðmundur Árni
Kristjánsson. Stefánsson.
Sigríður Sigríður A.
Jóhannesdóttir. Þóröardóttir.
sér þingmennsku. Drifa hefur setið
tvö ár á þingi en var áður varaþing-
maður og afar atkvæðamikil i sveit-
arstjórnarmálum.
Kjartan Ólafsson er nýr á þingi;
sest þar í stað Árna Johnsens. Kjart-
an er óskrifað blað á þingi, sem og í
könnunum DV.
Sama er uppi á teningnum varð-
andi Sigríði Ingvarsdóttur sem
tók við þingsæti Hjálmars Jónsson-
ar dómkirkjuprests.
Lára Margrét Ragnarsdóttir
hefur setiö á þingi fyrir Reykvík-
inga frá 1991og hefur mikiö af
starfsorku hennar farið í heilbrigð-
is- og utanríkismál, sérstaklega
varðandi Evrópu. Hún hefur setið
lengst á þingi í þessum hópi.
Kristján L. Möller er oddviti
Samfylkingarinnar á Norðurlandi
vestra og einn helsti talsmaður
hennar i byggðamálum. Hann var
kjörinn á þing í síðustu kosningum.
Sigríður Jóhannesdóttir var
kjörin á þing fyrir Alþýðubandalag-
ið 1995 en er nú í Samfylkingunni.
Hún starfaði áður sem kennari.
Sigríður A. Þórðardóttir er
þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn
á Reykjanesi. Hún er formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins og
hefur látiö mikið til sín taka í
menntamálum og Norðurlandasam-
vinnu. -hlh
Leiðarar Jónasar
á Netinu
Jónas Krist-
jánsson, ritstjóri
DV, hefur sett
forustugreinar
sínar á tímabil-
inu 1973-2001 á
Netið á slóðina
www.jonas.is
Leiðararnir eru í
gagnagrunni með
þægilegum leitar-
skilyrðum. Þegar
farið er á www.jonas.is er smellt á
hnappinn „Leiðarar". Þá birtist við-
mót leitarvélar sem gerir gestum
vefsins kleift að leita að tilteknum
málum með skjótum hætti, annað
hvort með því að skrá inn efnisat-
riði eða tímabil. Um er að ræða alla
leiðara Jónasar en nýir leiðarar
munu bætast við smám saman.
„Þarna birtist ákveðin sýn á nú-
tímasögu þjóðar og mannkyns síð-
ustu þriggja áratuga. Þetta getur
verið fróðlegt fyrir áhugamenn um
slík mál, t.d. sagnfræðinga," segir
Jónas Kristjánsson. -hlh
Sýna þrjátíu
bílategundir
Rúmlega 170 gerðir af nýjum bílum
verða til sýnis á bíladögum í öllum
bílaumboðum og í Smáralind um
helgina. Þetta er í fyrsta skipti sem
bílaumboðin hafa samstarf af þessu
tagi um samstilltar bílasýningar.
Bilaumboðin eru 12 talsins og með
umboð fyrir 30 bílategundir. Margs-'
konar útgáfur og gerðir veröa sýndar
af hverri bílategund, í allt rúmlega
170 bílar. í Vetrargarði Smáralindar
verða bílaumboðin með sameiginlega
sýningu á fjórhjólabilum.
Það eru regnhlífasamtökin Vinir
bílsins sem standa að Bíladögum.
„Markmiðið með þessu átaki er að
benda á annarsvegar hvað nýir bílar
eru í raun hagkvæmur kostur og
hinsvegar að rétta hlut bilsins í um-
ræðunni," sagði Jónas Þór Steinars-
son framkvæmdastjóri Bílgreinasam-
bandsins við DV.
Bíladagar standa frá kl. 12 til 17
laugardag og 13 til 17 sunnudag. Víða
úti á landi eru umboösmenn bílaum-
boðanna einnig með sýningar um
helgina.
Vííjðrtrt i kvolil
.J3
Z Zi^3 ®
S'jjts
-rOf
W
v- &
■=r
Slydda suðaustanlands
Fremur hæg norðlæg átt. Léttskýjað vestan til,
dálítil rigning eöa slydda suðaustanlands og él
við norðausturströndina. Hiti 1 til 5 stig við
suðurströndina en í kringum frostmark annars
staöar.
Sólariag í kvöld 17.27 17.02
Sólarupprás á morgun 05.58 08.52
Síödegisflóö 15.53 20.26
Árdegisflóö á morgun 04.18 08.51
Sy.ýúr.gza á VðÖwfáÍCiKim
—-vindátt 10°<— nrri 15) -10° 'J\viNDSTYRKUR ’ V concr í metrum á sekúndu x rKUð * HBÐSKÍRT
€> £> ö
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAD
SKÝJAÐ
m Q
RIGNING SKURIR SLYDDA SNJÓR0MA
Ö- '9 ir
ÉLJAGANGUR ÞRUMIF VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOHA
a«í erm
VjjbLittsúl
Snjódekkin undir
Nú er tekið aö kólna og snjórinn og
hálkan farin að gera vart við sig á
vegum. Einkum gætir þess á heiðum
og fjöllum. Því er betra að hafa bílana
búna fyrir vetrarakstur þegar lagt er
upp í feröalög.
Vægt frost
Suöaustan 5-13 m/s, hvassast suövestan til. Rigning eöa slydda en
úrkomulítiö noröaustanlands. Snýst í suðvestanátt meö skúrum síödegis
suövestan til. Hiti 2 til 8 stig en vægt frost norðaustanlands.
Má'iutía
Vindur: (
5-11 m/h^
Hiti 5° til -1*
Norðan- og norðvestanátt.
Rigning eða slydda
norðaustanlands, él
norðvestan tll en annars
úrkomulitið. Kélnandl
veður.
9
Hiti s° til .3°
Vindur:
7—15 m/M
Norðanátt og él
norðaustan- og
austanlands en léttskýjað
vestan til. Vægt frost.
Mi&vlhi!
flggiíi
Vindur:
5-9 m/»
Hiti 7” til 2° Ww
Suðlæg átt og vætusamt,
einkum sunnan- og
vestanlands. Fremur mllt.
AKUREYRI þoka 0
BERGSSTAÐIR skýjaö 4
B0LUNGARVÍK skýjaö 4
EGILSSTAÐIR alskýjaö 6
KIRKJUBÆJARKL. súld 8
KEFLAVÍK súld 8
RAUFARHÖFN skýjaö 3
REYKJAVÍK léttskýjaö 9
STÓRHÖFÐI rigning 9
BERGEN
HELSINKI skýjaö 9
KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 14
ÓSLÓ léttskýjað 8
STOKKHÓLMUR 12
ÞÓRSHÖFN súld á siö. kls. 10
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað 4
ALGARVE alskýjaö 19
AMSTERDAM þokumóöa 17
BARCELONA mistur 21
BERLÍN þokumóöa 14
CHICAGO alskýjaö 8
DUBLIN skýjaö 14
HALIFAX léttskýjaö 5
FRANKFURT léttskýjaö 15
HAMB0RG hálfskýjaö 15
JAN MAYEN súld á síö. kls. 4
LONDON rigning 16
LÚXEMBORG léttskýjaö 19
MALLORCA léttskýjaö 26
MONTREAL heiöskírt 5
NARSSARSSUAQ skýjaö 1
NEW YORK skýjaö 9
ORLANDO hálfskýjaö 21
PARÍS skýjaö 17
VÍN þokumóöa 13
WASHINGTON hálfskýjaö 1
WINNIPEG léttskýjaö 2