Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 I>V Helgarblað Ragnar Arnalds. Hann berst hart gegn hugmyndum um inngöngu íslands í ESB og hefur sett upp sérstakt vefrit um ísland og Evrópu- sambandið. „Mikill áróður er rekinn leynt og Ijóst fyrir aðild að Evrópusambandinu og sterk öfl í þjóðfélaginu standa þar á bakvið. Þar eru til dæmis Samtök iönaðarins sem eyða milljónum í ráöstefnur sem hafa þann greinilega tilgang að breyta viðhorfi fólks til aðildar að ESB. Jafnframt eru hér starfandi sérstök samtök í nánum tengslum við upplýs- ingamaskínu Evrópusambandsins sem bjóða hingað erlendum mönnum í þeim tilgangi að hvetja okkur til að sækja um aðild. Þarna er mikil áróöursvél í gangi. “ Aróðursvél Evrópu- sambandssinna í viðtali ræðir Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismað- ur, um stöðu Vinstri-grænna, skýrir af hverju hann leggst eindregið gegn hugmyndum um inngöngu íslands í Evr- ópusambandið og segir frá framtíðarverkefnum sínum. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjómmála- frœði, lýsti á dögunum Ragnari Amalds sem ein- um geðþekkasta stjórn- málamanni sinnar kyn- slóðar. Ragnar sat á þingi fyrir Alþýðubandalagið frá 1963 til 1999. Ekki er langt síðan hann gekk til liðs við Vinstri-grœna en nýleg skoðanakönnun DV sýnir 24 prósenta fylgi flokksins. egar Ragnar er spurður hverju hann vilji þakka þetta góða gengi svarar hann: „Meginskýringin á góðu gengi Vinstri-grænna er sú að þeir hafa skýra stefnu í helstu dagskrármál- um samtíðarinnar. Þeir fá mikið fylgi frá fyrrum framsóknarmönn- um sem eru andvígir aðild íslands að Evrópusambandinu og alþýðu- bandalagsmennimir sem fóru yfir til Samfylkingarinnar hafa margir snúið aftur til Vinstri-grænna. En það verður að hafa fyrirvara á skoð- anakönnunum og ég myndi telja glæsilegt fyrir Vinstri-græna ef þeir næðu 20 prósentum í næstu kosn- ingum.“ - Hver er skýringin á fylgistapi Samfylkingar? „Þaö er erfiðara að útskýra. Er ekki best að þau leiti skýringarinn- ar sjálf í sínu hugskoti?“ - Finnst þér liklegt aö Vinstri- grænir verði í næstu ríkisstjórn? „Ég veit ekkert um það fremur en aðrir. Það koma ýmsir möguleikar til greina. Einn er sá að Samfylking- in og Vinstri-grænir myndi meiri- hluta með eða án Framsóknar." - Er það samstarf betri kostur en stjórn meö Sjálfstæðisflokknum? „Ég myndi telja það betri kost, já. Tvímælalaust." Stórríki sem sogar til sín völd Það vakti mikla athygli þegar Ragnar hvarf frá stuðningi við Sam- fylkinguna og gekk til liðs viö Vinstri-græna. Hörð andstaða Ragn- ars viö Evrópusambandið átti ekki hvað sist þátt i þessari ákvörðun hans. „Það var um það samið þegar Samfylkingin var stofnuö að ekki yrði hvatt til þess að ísland gengi í Evrópusambandið og það mál látið hvíla á þessu kjörtímabili. Mér fannst ekki vera staðið við það,“ segir hann. - Er ekki bara tímaspursmál hvenær ísland gengur i Evrópusam- bandið? „Nei, alls ekki. Ekkert rekur okk- ur til þess. Evrópusambandið er að þróast í að verða nýtt stórríki. Þetta ríki mun soga völd frá þeim ríkjum sem gerast aðilar. Það kann að henta ríkjum á meginlandinu en við íslendingar höfum sérstööu í mörgu og vegna fámennis þurfum við að standa vörð um sérhagsmuni okkar og sérstöðu. Við munum aldrei gera okkur verulega gildandi í samstarfi eins og þessu og munum þar af leiö- andi taka gífurlega áhættu með því að fela öðrum að ákveða hvernig málum skuli háttaö hér á landi. Ég nefni bara sem dæmi að ef við hefð- um gengið í Evrópusambandið á sama tíma og Bretar, á sjöunda ára- tugnum, hefðum við ekki fært land- helgina út í 50 og 200 mílur. Spurningin um aðild íslands að ESB snýst ekki bara um þróunina á næstu árum heldur um framtíð okk- ar og örlög á næstu áratugum og öldum. Þegsu- við erum einu sinni komin inn í þétta bandalag stórríkja þá veröur ekki aftur snúið. Reynsl- an sýnir aö þegar við íslendingar fáum aö stjóma okkur sjálf þá farn- ast okkur betur, einfaldlega vegna þess að við sjáum betur en aðrir hvers við þurfum með. Ættum við aö ganga í Evrópu- sambandið til aö sækjast eftir meiri hagvexti eða aukinni velsæld? Sein- ustu þrjátíu árin hefur hagvöxtur verið talsvert hraðari hér á íslandi en í ríkjum ESB og atvinnuleysi miklu minna. Stórum ríkjum vegn- ar ekkert betur en litlum. Þvert á móti vegnar þeim litlu oftast betur því að þau geta einbeitt sér að því sem þeim er fyrir bestu. Sumir halda að inngöngu í ESB fylgi gull og grænir skógar. En það er þveröfugt. Ef viö gerumst aðilar að ESB myndi það kosta okkur verulega auknar skattbyrðar sem næmu um 9000 milljónum króna á ári en það eru 2,5 prósent af tekju- skatti einstaklinga hér á landi. Auk þess eru allar líkur á að þessar skattgreiðslur hækki verulega þeg- ar Austur-Evrópuríkin bætast í hóp- inn.“ Klisjur Evrópusinna Ragnar hefur sett upp sérstakt vefrit um Island og Évrópusam- bandið og nefnir það fullveldi.is. „Mikill áróður er rekinn leynt og ljóst fyrir aðild að Evrópusamband- inu og sterk öfl í þjóðfélaginu standa þar á bakvið. Þar eru til dæmis Samtök iðnaðarins sem eyða milljónum í ráðstefnur sem hafa þann greinilega tilgang að breyta viðhorfi fólks til aðildar að ESB. Jafnframt eru hér starfandi sérstök samtök í nánum tengslum við upp- lýsingamaskínu Evrópusambands- ins sem bjóöa hingað erlendum mönnum í þeim tilgangi að hvetja okkur til aö sækja um aðild. Þarna er mikil áróðursvél í gangi. Mér finnst þýðingarmikið að hjálpa til við að koma á framfæri margvíslegum rökum þeirra sem hafna aðild. Fyrir nokkrum árum var sagt að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af sjávarútvegsstefnu ESB vegna þess að við myndum fá sér- samninga við ESB þvert á almennar reglur sambandsins. Síðan kom hingað hver forystumaðurinn á fæt- ur öðrum frá ESB og þeir sögðu það hreint og klárt að engar undanþág- ur yrðu veittar. Öll riki yrðu að „Það koma ýmsir mögu- leikar til greina. Einn er sá að Samfylkingin og Vinstri-grœnir myndi meirihluta með eða án Framsóknar. “ - Er það samstarf betri kostur en stjórn með Sjálfstœðisflokknum ? „Ég myndi telja það betri kost, já. Tvímœlalaust. “ sætta sig við grundvallarreglur ESB. Þá var breytt um taktík og upp kom sú klisja að ríki í Evrópusam- bandinu hefðu enga veiðireynslu hér við land og þar sem úthlutun kvóta hjá ESB byggðist á veiði- reynslu myndu þessi ríki ekki fá neinn kvóta. En þessi rök eru fjar- stæða. Ég er með bækling frá ESB og þar kemur skýrt fram að veiði- reynsla í ESB er miðuð við veiðina á árunum 1973 til 1978. Hver var veiðireynsla ESB-ríkja við ísland á þeim árum? Hún var á annað hund- rað þúsund tonn að meðaltali á ári. Ef þetta er viðmiðið þá er það eng- inn smáræðisafli sem ESB á kröfu á. Það að missa til dæmis hundrað þúsund tonn væri ekkert smááfall fyrir íslenskt efnahagskerfi. En þrátt fyrir þessa staðreynd étur hver eftir öðrum að ESB-ríkin hafi enga veiðireynslu hér við land.“ Krónan er mikilvæg Margir nefna að aðild að ESB hefði þann kost að þá gætu íslend- ingar tekið upp evruna. Ragnar hafnar þessum rökum en nefnir þó kostina: „Kosturinn er sá að við get- um farið til meginlandsins án þess að þurfa að skipta gjaldeyri og það er þægilegt og skemmtilegt í sjálfu sér. Fyrirtæki myndu losna við ein- hvem kostnað í sambandi við gjald- eyrisskipti. Á móti kemur að við missum eitt mikilvægasta stjóm- tæki sem við höfum til að hafa vald á efnahagslífi okkar. Efnahagssveifl- ur hér á íslandi eru yfirleitt ekki í neinum takti við hagsveiflur á meg- inlandi Evrópu, enda erum við eina þjóðin í Vestur-Evrópu sem lifir að miklum meirihluta á sjávarútvegi. Þess vegna væri afar skaðlegt fyrir okkur að lenda inni í efnahagskerfi sem er ekki í takt viö hagþróun hér á íslandi. Við þurfum því að við- halda sjálfstæðri gengisskráningu íslensku krónunnar. Með því getum við miklu betur varðveitt góðan gang í okkar efnahagslífi." Stjórnmálamaðurinn og skáldið Auk þess að sinna vefriti sínu um ísland og Evrópusambandið sit- ur Ragnar við skriftir. Hann er þekkt leikritaskáld en fyrsta leikrit hans, Uppreisnin á ísafiröi, var frumsýnt árið 1986. Þegar hann er spurður um næstu verkefni segir hann: „Ég er að skrifa leikrit og kannski eitthvað fleira." - Hvað er þetta fleira? „Ég hef verið að glíma við skáld- sögu.“ - Sögulega? „Gæti verið.“ - Hefur ekki verið nokkur tog- streita á liðnum árum milli stjóm- málamannsins og skáldsins? „Það er rétt. Ég haföi mikinn áhuga á skriftum þegar ég var í menntaskóla en dróst ungur inn í pólitíkina. Ég byrjaði því seint aö skrifa og ef ég sé eftir einhverju þá er það að hafa ekki byrjað fyrr.“ KB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.