Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 58
\ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 Islendingaþættir_______________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson <•* 90 ára Guörún Helgadóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Einar Guömundsson, Klettaborg 2, Akureyri. 85 ára Siguröur Þorbjörnsson, Mýrarbraut 27, Blönduósi. 75 ára Katrín Pálsdóttir, Njálsgötu 86, Reykjavík. Lára Hannesdóttir, Jökulgrunni 4, Reykjavlk. Jón Erlingur Þorláksson, Skólagerði 22, Kópavogi. Glen Cray, Brekkustíg 29a, Njarövík. Guðfinnur Þorgeirsson, Brimhólabraut 8, Vestmannaeyjum. 60 ára Hafþór Þorbergsson, Réttarbakka 25, Reykjavík. Margrét Eiríksdóttir, Bakkastöðum 159, Reykjavík. Ólafur B. Kristinsson, Frostafold 14, Reykjavík. Sólveig Baldursdóttir, Miötúni 10, Tálknafiröi. Guörún Ólafsdóttir, Ljótunnarstööum, Staöur. Brynjólfur Ingvarsson, Reykhúsum 1, Akureyri. Þóröur Matthías Sigurjónsson, Fosshólum, Hella. 50 ára Torfi Karl Antonsson, Hraunbrún 45, Hafnarfiröi. Brynja Ólafsdóttir, Þorbjargarstöðum, Sauðárkrókur. Þorsteinn Snorri Jónsson, Bleiksárhllö 37, Eskifiröi. Bergur Ketilsson, Hofi, Selfoss. 40 ára Ingjaldur Kárason, Háaleitisbraut 119, Reykjavík. Haraldur J. Baldursson, Hringbraut 45, Hafnarfiröi. Kristbjörn Jónsson, Bóndhóli, Borgarnes. Hafþór Smári Gylfason, Sunnuvegi 11, Skagaströnd. Njáll Haröarson, Hrafnagilsstræti 10, Akureyri. Margrét Marietta Munoz, Skarðshlíð 6j, Akureyri. Ingibergur Sigurösson, Birkihllö 21, Vestmannaeyjum. Sendu afmælisbarninu kveðju í tilefni dagsins Farðu á siminn.is EÐA HRINGDU í SÍMA SÍMINN 1446 Jóhannes Guömundsson bóndi að Ánabrekku í Borgarhreppi Jóhannes Magnús Guðmundsson bóndi, Ánabrekku, Borgarhreppi, verður áttatíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Jóhannes fæddist á Litlu-Brekku í Borgarhreppi og ólst upp þar og á Ánabrekku. Hann stundaði nám í Bændaskólanum á Hvanneyri 1937-39. Jóhannes var kosinn í hrepps- nefnd Borgarhrepps 1950 og sat í henni til 1986. Hann var einn af stofnendum Fiskiræktarfélags Langár 1959 en félagið hlaut síðar nafnið Veiðifélag Langár. Jóhannes var í stjórn þess frá upphafi og til ársins 1997 og var formaður þess all- an tímann. Hann er nú héiðursfé- lagi í Landssambandi veiðifélaga. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 24.4. 1950 Ásu Ólafsdóttur, f. 13.11.1921, húsfreyju. Foreldrar hennar: Ólafur Gíslason, bóndi í Geirakoti í Fróðárhreppi og sjómaður, og Ólöf Einarsdóttir hús- freyja. Þau bjuggu seinna í Reykja- vík. Þess má geta að Ólafur sá einnig um póstflutninga til Grund- arfjarðar á sínum tíma. Dóttir Jóhannesar og Ásu er Ragnheiður Valdis, f. 17.4.1946, hús- freyja og ferðaþjónustubóndi á Litlu-Brekku en maður hennar er Stefán Magnús Ólafsson, bóndi og húsasmiður. Böm Ragnheiðar og Stefáns eru Ása Björk, f. 1966, en maður hennar er Runólfur Ágústsson og eiga þau þrjú börn; Jóhannes Freyr, f. 1970, en kona hans er Ásthildur Magnús- dóttir og eiga þau tvö böm; Ólafur Ágúst, f. 1972 en sambýliskona hans er Valdís Steinarsdóttir og eiga þau þrjú börn: Hjörleifur Helgi, f. 1979 en sambýliskona hans er Anna Dröfn Sigurjónsdóttir. Jóhannes átti áður dóttur með Sigurlaugu Júlíusdóttur, f. 11.9. 1918, d. 1991. Hún heitir Kolbrún, f. 28.2. 1940, veitingamaður en maður hennar var Ingvar Þorleifsson og eignuðust þau tvö börn. Þau eru Bjarney Linda þjónn en maður hennar er Gissur ísleifsson tölvu- fræðingur og eiga þau fjögur böm; Guðmundur Vignir veitingamaður en kona hans er Jórunn Birgisdótt- ir og eiga þau þrjú börn. Systkini Jóhannesar: Helga Guð- fríður, f. 28.10. 1916, maki Sigur- steinn Þórðarson, látinn, þau eign- uðust fimm böm; Kristin Fanney, f. 22.5. 1919, maki Hilmar Skagfield, þau eiga þrjú börn; Ragnheiður Val- dís, f. 21.7.1920, maki Leónard Pepp- er, þau eiga fimm börn; Hjördís Þór- hildur, f. 20.12.1922, hún á eitt bam; Ásta Jóhanna, f. 15.2. 1922, d. 1955, maki Thorolf Smith, þau eignuðust þrjú börn; Óskar Guðmundur Þor- valds, f. 23.8. 1925, d. 1989, maki Ragnhildur Einarsdóttir, þau eign- uðust fjögur börn; Valtýr Haukur, f. 24.4. 1918, d. 28.10. 1927; Guðfríður Ágústa, f. 23.8. 1925, d. 1927; Valtýr Haukur, f. 3.7. 1928, d. 4.7. 1928. Foreldrar Jóhannesar voru Guð- Attatíu og fimm ára Andrés Torfason fyrrv. bóndi að Gileyri í Tálknafirði Andrés Torfason, fyrrv. bóndi og verka- maður að Gileyri í Tálknafirði, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Andrés er fæddur að Hlíðarenda í Tálknafirði og ólst upp á þeim slóð- um. Hann byrjaði snemma að létta undir við bústörf og önnur sveitastörf er til féllu. Sem ungur maður fór hann á vertíð í Grindavík og vann enn- fremur í hvalstöðinni á Suðureyri og við vegagerð. Andrés stundaði verkamanna- vinnu og vörubílaakstur hjá Hrað- frystihúsi Tálknafjarðar með bú- skap á Gileyri en vann síðan við laxeldi í nokkur ár. Þau hjónin eru nú búsett við Heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði. Fjölskylda Andrés kvæntist 27.10. 1948 Krist- ínu Guðbjörgu Ingimundardóttur, f. 4.4.1919, ljósmóður. Foreldrar henn- ar voru Ingimundur Jóhannesson, f. 3.3. 1895, d. 8.4. 1973, bóndi í Ystu- Tungu í Tálknafirði, og kona hans, Guðbjörg Jóhannesdóttir, f. 28.10. 1887, d. 22.3. 1962. Böm Andrésar og Kristínar: Ingi- mundur Guðberg, f. 20.7. 1948, vél- stjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, bú- settur á Patreksfirði en kona hans er Sigurjóna Kristófersdóttir, þau eiga þrjú böm og sex barnabörn; Torfi Elis, f. 16.4. 1950, prófdómari hjá Umferðarráði, bú- settur í Kópavogi og á hann eina dóttur og einn dótturson; Kristjana, f. 12.4. 1957, starfsmaður íslandspósts, búsett á Tálknafirði en maður hennar er Heiðar I. Jóhannsson húsasmiður og eiga þau þrjú böm. Systkini Andrésar er upp komust: Kristinn, f. 29.9. 1917, d. 24.2. 1974, lengst af verkamaður á Bildudal og síðan Tálknafirði; Hermann, f. 28.4. 1921, nú látinn, lengi sjómaður og starfsmaður Sementsverksmiðjunn- ar, búsettur á Akranesi; Valdimar, f. 27.7. 1922, lengst af togarasjómað- ur á Eysteinseyri í Tálknafirði; Guðrún Jóna, f. 11.6.1924, húsmóðir á Tálknafirði; Guðriður Jóna, f. 8.4. 1927, húsfreyja á Mörk í Keldu- hverfi; Ólafur, f. 15.9. 1928, bóndi á Eysteinseyri; Ásta, f. 23.9. 1932, hús- móðir í Tálknafirði; Unnur, f. 6.6. 1934, búsett á Eysteinseyri. Foreldrar Andrésar voru Torfi Snæbjöm Ólafsson, f. 18.9. 1888, d. 4.4. 1967, b. á Gileyri og síðar Ey- steinseyri, og Elísabet Guðjónsdótt- ir, f. 15.1.1897, d. 8.9.1986, húsfreyja. mundur Þorvaldsson, f. 4.2. 1888, d. 1974, bóndi á Litlu-Brekku, og k.h., Guðfríður Jóhannesdóttir, f. 10.4. 1884, d. 1980, húsfreyja. Ætt Guðfríður var dóttir Elínar Krist- ínar Jónsdóttur og Jóhannesar Magnúsarsonar, Þorsteinssonar á Gljúfurá. Guðmundur var sonur Helgu Sig- urðardóttur, Jónssonar frá Háhóli, og Þorvalds Erlendssonar Sigurðs- sonar á Álftárósi. Helga var seinni kona Þorvalds. Fimmtug________________ Oddfríður Steindórsdóttir leikskólastjóri í Hafnarfirði Oddfríður Steindórs- dóttir leikskólastjóri, Lindarberg 58a, Hafnar- firði, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Oddfriður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk prófi frá Fóstruskóla Sumargjafar 1973, og framhaldsnámi í stjórnum við KHÍ 1998. Oddfríður var leikskólakennari og leikskólastjóri hjá Reykjavíkur- borg 1972-79, leikskólakennari í Garðabæ 1981-82 og leikskólakenn- ari, aðstoðarleikskólastjóri og leik- skólastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ frá 1982. Hún hefur verið leikskóla- stjóri í leikskólanum Hlíðarenda í Hafnarfirði frá opnum hans 1998. Oddfríður hefur búið í Hafnarfirði frá 1974. Oddfríður sat í fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkur 1977-79, í fulltrúaráði Félags ís- lenskra leikskólakennara 1991-93 og 1993-97 og jafnframt formaður í 2. deild félagsins, sat í ýmsum nefnd- um á vegum Fóstrufélags Islands og Félagi íslenskra leikskólakennara, og hefur sinnt ýmsum tímabundn- um verkefnum á vegum leikskóla- deildar Hafnaríjarðar. Oddfríður var fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í leikskólanefnd 1994-95 og varafulltrúi í félags- málaráði 1986-90, hefur setið í stjórn Vorboðans, félags sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði, situr í full- trúaráði flokksins og blaðstjórn fyrir hönd Vorboðans. Fjölskylda Oddfríður giftist 28.10. 1972, Þórami Jóni Magn- ússyni, f. 3.1. 1952, útgefanda. Hann er sonur Magnúsar Ó. Guðbjarts- sonar sem nú er látinn, og HaOgerð- ar Guðmundsdóttur húsmóður en þau bjuggu lengst af í Hafnarfirði. Böm Öddfríðar og Þórarins eru Hulda, f. 29.10. 1974, leiðbeinandi í Hafnarfirði, gift Gunnari Heiðari Gunnarssyni, f. 15.1. 1974, verka- manni og eru böm þeirra Úifar Breki, f. 8.12. 1993, og Aþena Þöil, f. 3.5. 2000; Steindór, 21.7. 1979, hönn- uður í Hafnarfirði Systkini Oddfríðar eru ÚLfar Steindórsson, f. 3.7. 1956, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs í Reykjavík; Helga Jónína Steindórs- dóttir, f. 12.1. 1959, verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Oddfriðar eru Steindór Úlfarsson, f. 15.10. 1929, málm- steypumeistari, og Sigríður Jóna Jónsdóttir, f. 28.7. 1928, húsmóðir. Oddfríður verður að heiman á afmælisdaginn. át Árinu eldri Wmsaœ Sigfús Sumarliðason, fyrrv. sparisjóðsstjóri, Borgarnesi, andaöist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriöjud. 23.10. Lilja Guðjónsdóttir, Urðarholti 1, Mosfellsbæ, iést á heimili sínu miövikud. 17.10. Jarðarförin hefur fariö fram I kyrrþey að ósk hinnar látnu. Friðgeir Örn Hrólfsson, Seljalandsvegi 24, isafiröi, lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar miðvikud. 24.10. XJrval Flosi Ólafsson, leikari, leikstjóri, rithöfundur, hagyrðingur, hestamaöur og bóndi á Bergi I Reyk- holtsdal, er 72 ára í dag. Um lífsbrokk Flosa má skrifa langar og læröar ritgerðir. Hann var baldinn I æsku og fram á efri ár en lauk stúdentsprófi frá MA, prófi úr Leik- listarskóla Þjóðleikhússins og nam leik- stjórn og þáttagerö hjá BBC I London. Þótt Flosi væri fastur leikari hjá Þjóð- leikhúsinu frá 1961 fullnægði þaö eng- an veginn ólgandi athafnaþrá þessa menningarfrömuðar. Hann er höfundur bóka, skrifaði I dagblöö I áratugi hug- leiðingar um lífið og tilveruna, semur leikrit og yrkir nánast ósjálfrátt. Síöustu árin fyrir sjónvarpsvæðingu leikstýrði hann æsilegustu sakamála- framhaldsleikritum sem flutt hafa verið I íslenskt hljóðvarp. Meö tillkomu sjónvarpsins skóp hann fyrstur íslenskt sjónvarpsspaug, samdi t.d. einu íslensku sjónvarpsóperuna og framdi óborganleg áramótaskaup, svo umdeilanleg að þjóöin stóð yfirleitt á barmi borgarastyrjaldar I janúar. Aðeins einu sinni mistókst honum þó hrapalega: Hann ætlaði að grinast meö poppara meö þvl aö semja og syngja I sjónvarpið lagið Þaö er svo geggjaö. En I stað þess að verða brandari varð lag- ið feikivinsælt og Flosi varð þar meö sjálfur poppari - alveg óvart. Gunnar Bragi Guð- mundsson, forstjóri NUKA AS, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Grænlands, er 41 árs I dag. Gunnar lauk stúdents- prófi frá MS, prófi I véltæknifræði við Tækniháskólann I Óðinsvéum og prófi I sjávarútvegsfræðum frá Endurmenntun- arstofnun HÍ. Hann vann I frystihúsum á unglingsárum, á Höfn og I Færeyjum, vann hjá Jarðborunum rikisins, hjá Rannsóknastofnun fiskiönaðarins en varð gæöa- og þróunarstjóri Royal Greenland AF, stærsta sjávarútvegs- fyrirtækis Grænlands 1995 og hefur veriö forstjóri NUKA AS frá 1998. Dr. Sverrir Olafsson, eðlisfræðingur hjá Bri- tish Telecom, verður 51 árs á morgun. Sverrir stundaöi nám I lifefnafræði við Háskól- ann I Tubingen, nám I eölisfræði og stærðfræði þar, lauk Dip. Phys-prófi þaðan og síðan doktorsprófi I fræöilegri eölisfræði frá Háskólanum I Karlsruhe. Hann var lektor I stærðfræði við Lundúnaháskóla, stundaði rann- sóknir hjá British Telecom á sviði gervi- tauganeta, leikjafræði og málgreiningar og er yfirmaður flæknirannsókna þar á sviði stærðfræðilegrar greiningar og líkansþróunar af flóknum kerfum, þar á meðal tölvu- og samskiptanetum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.