Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 31
31 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Og svo allir hinir Það voru gríðarlega mörg störf sem nefnd voru í könnun DV og listinn yflr þau störf sem komust á blað er talsvert langur. Sumt vek- ur undrun annað ekki. Aðeins tveir töldu starf forseta íslands mikilvægast allra, tveir nefndu öskukarla, tveir nefndu listamenn og píparar, flugmenn, blikksmiðir, vændiskonur og þroskaþjálfar fengu öll eitt atkvæði. Það vekur sérstaka athygli að eitt þessara starfa er ólöglegt en það er vændi sem jafnframt er oft talið elsta starfsgrein mannkyns. Það er því ljóst að jafnvel hið ólöglega og ósiðlega á sér einhverja málsvara. Við skulum að lokum birta list- ann yfir þau störf sem fengu minna en eitt prósent þegar DV spurði fólk um mikilvægasta starf- ið: Verkamenn Þingmenn Prestar Hjúkrunarfræðingar Ferðaþjónusta Bankamenn Iðnaðarmenn Blaðamenn Lögfræðingar Foreldrar Slökkvilið Stjórnun Listamenn Öskukarlar Ráðherrar Þjónusta Forsetinn Matvælaiðnaður Byggingariðnaður Stjórnmálamenn Prentiðnaður Verkfræðingar Húsasmiðir Sálfræðingar Kokkar Vísindamenn Piparar Blikksmiðir Flugmenn Vændiskonur Þroskaþjálfar Ræstitæknar En þeir sem ekki eru nefndir Ef listinn yflr mikilvægi starfa endurspeglar gildismat þjóðarinn- ar hlýtur að vekja athygli hve lágt launuð umönnunarstörf og kennsla eru talin mikilvæg án þess að slíkt sjáist á launatekjum þessara stétta. Á hinn bóginn nefna fáir háttlaunaðar stéttir eins og verðbréfasala, bankastjóra og forstjóra fyrirtækja. Enginn nefndi auglýsingafólk, flugumferð- arstjóra eða strætisvagnabílstjóra en aUt kann það að eiga sér eðli- legar skýringar þótt þær liggi ekki í augum uppi. -PÁÁ Kennarinn góði Kennarar eru í þriöja sæti yfir þau störf sem þátttakendur í skoöanakönnun DV telja mikilvægust og sannast þar máitækiö aö mennt er máttur. Húsmæður og bændur Á listanum yfir 10 mikilvægustu störfin að mati aðspurðra mátti einnig finna leikskólakennara sem 3,3% töldu að væri allra starfa mik- ilvægast og þar voru tvöfalt fleiri konur en karlar þeirrar skoðunar. 2,2% svarenda töldu starf bónd- ans vera mikilvægast og er augsýni- lega langt um liðið síðan starf bænda og sjómanna var lagt að jöfnu og talið að þessar tvær at- vinnugreinar væru jafnframt burða- rásar íslensks samfélags og horn- steinar efnahagskerfisins. Sauðfé á Islandi mun hafa fækkað um hálfa milljón á undanfomum 20 árum og sennilega endurspegla þessi svör þann samdrátt. Húsmóðurstarfið hefur á stund- um verið hafið upp til skýjanna eða dregið niður í svaðið eftir pólitísk- um hagsmunum hvers eins. Nú til dags sést húsmóðurstarfið helst lof- að í minningargreinum og sérstaða húsmóðurinnar sennilega á undan- haldi. Þetta kemur í ljós í könnun DV með þeim hætti að einn karl- maður og fjórar konur töldu hús- móðurstarfið vera hið mikilvægasta af öllum. Híá lögguna Ekki verður séð af þessum niður- stöðum að fólk beri sérstaka virð- ingu fyrir lögreglustörfum. Aðeins 1,5% þeirra sem svöruðu töldu að löggæsla væri mikilvægasta starfið. Það kemur vel heim og saman við þá kenningu að íslendingar beri al- mennt frekar litla virðingu fyrir lögum og reglu og hver telji slíkt taka til allra annarra en sín. Sjómannslíf, sjómannslíf - hvaöa starfsgrein er mikilvægust allra? Vinnan göfgar manninn hefur stundum verið sagt þegar þarf að fá verkamenn í víngarðinum til að sætta sig við hlutskipti sitt. Það starf sem við hvert um sig gegnum er ríkur þáttur í sjálfsmynd okkar og öll erum við tannhjól í flóknu sigurverki samfélagsins og teljum sjálfsagt öll að hlutverk okkar sé heldur mikilvægara en það raun- verulega er. í skoðanakönnun DV í vikunni var ákveðið að grennslast eftir við- horfi þjóðarinnar til mismunandi starfsgreina og leggja fyrir hana eft- irfarandi spurningu: Hvaða starfs- grein finnst þér mikilvægust? Hvorki meira né minna en 456 svarendur töku afstöðu eða 76% að- spurðra sem er frekar hátt hlutfall miðað við það sem gengur og gerist. Sjómennirnir sigruðu Það kemur kannski ekki mikið á óvart að sjómenn voru taldir mikil- vægasta starfsstéttin. Því hefur ver- ið haldið fram að á íslandi sé lifið saltfiskur og þjóðin lifi á fiski og þessar niðurstöður endurspegla þá hugmynd þótt vægi sjávarútvegs í verðmætasköpun þjóðarbúsins sé ekki eins hátt og áður var. Það má ef til vill halda þvi fram að sjómenn hafi sterka hetjuímynd í hugum þjóðarinnar. Þeir bjóða nátt- úruöflunum birginn og sækja gull í greipar Ægis. Þannig eru þeir ígildi hermanna ánnarra þjóða enda eru engin minnismerki um óþekkta her- menn á íslandi en minnismerki um drukknaða sjómenn prýða mörg sjávarþorp. Það voru 23% þeirra sem tóku af- stöðu greiddu sjómönnum atkvæði sitt. 69 karlmenn töldu sjómenn mikilvægasta en 36 konur. Þetta kann að endurspegla að stétt sjó- manna er nær eingöngu skipuð karlmönnum sem eru vel meðvitað- ir um mikilvægi stéttarinnar. í ljósi þessara niðurstaðna er umhugsun- arefni hve illa gengur að ráða fram úr kjaraviðræðum sjómanna og út- vegsmanna og greinilega að við það samningaborð hafa menn afar ólík- ar skoðanir á mikilvægi starfsins. Hjúkkur og læknar 17,5% þeirra sem svöruðu töldu að heilbrigðisstarfsfólk væri mikil- vægasta starfsgreinin í samfélagi okkar. Ekki er alveg skýrt hvaða starfsfólk sjúkrahúsa þarna er ná- kvæmlega átt við. Mun fleiri konur en karlar töldu störf heilbrigðis- Sjomenn eru bestir Sjómenn voru aö mati flestra, sem spuröir voru í skoöanakönnun DV, mikil- vægasta starfsgreinin. stétta þau mikilvægustu og ber það ummönnunarhlutverki kvenna fag- urt vitni. Þrisvar sinnum fleiri kon- ur en karlar voru á þessari skoðun. Læknar komu sterkir inn í fjórða sæti í könnuninni en 9,9% svarenda töldu starf þeirra vera hið mikil- vægasta. Það voru ögn fleiri karlar en konur sem voru á þessari skoðun en munurinn var mjög lítill. Við þetta má svo bæta að sjúkra- liðar komu inn i 10 sæti en 1,5% þeirra sem afstöðu tóku töldu þeirra starf vera mikilvægast. Tvöfalt fleiri karlar en konur voru á þessari skoðun en stétt sjúkraliða mun vera skipuð konum nær eingöngu. Sjúkraliðar standa í harðvítugri kjarabaráttu um þessar mundir og voru yfirvofandi verkfóll þeirra í umræðunni þegar könnunin var gerð. Miðað við þessar niðurstöður njóta sjúkraliðar ekki ýkja mikillar samúðar þjóðarinnar. Hið göfuga kennarastarf Kennarar og starf þeirra er meðal þeirra sem varðar nær öll heimili í landinu því mjög margir eiga börn á skólaaldri. Réttindi og skyldur kennara og kjör þeirra hafa verið mjög mikið i umræðunni undanfar- in ár og fréttir af því hvernig geng- ur að manna grunnskólana á haustin er eins reglulegar og tíðindi af berjasprettu. 13,6% þeirra sem afstöðu tóku töldu að kennarastarfið væri allra starfa mikilvægast. Enn greindist nokkur munur á afstöðu karla og kvenna. Talsvert fleiri konur töldu kennarastarfið mikilvægt en karlar þó munurinn væri ekki ýkja mikill. Kennsla er í vaxandi mæli kvenna- starf sem nýtur þó greinilega tals- verðrar virðingar hjá báðum kynj- um. Allir eru jafnir Sú afstaða að öll störf væru jafn rétthá og ekkert öðru æðra naut all- nokkurs fylgis og varð í fimmta sæti þar sem 6,8% kusu að gefa þetta svar. Um þetta er í sjálfu sér ekki mikið að segja án þess að eiga það á hættu að móðga einhvern fylgismann þessarar fogru hugsjón- ar. % 0 Sjómenn Heilbrigðisstett Kennarar 17,5 13,6 Læknar Allirjafnir 6,8 m 3,3Leikskolakennarar 2,6liðnaður 2&Bændur SKODANAKO 18tjölvugéirinn „ !: MfKSjúkraliðar v '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.