Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 54
66 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 Tilvera I>V Ráðhúskaffi Kaffistofa Ráðhúss Reykjavíkur er þægilegur staður til að setjast inn á. Hann sameinar það tvennt að vera í miðri borginni og bjóða upp á náttúrlíf fyrir utan gluggana, þar sem næstum er hægt að kyssa end- urnar á Tjörninni í gegn um glerið. Súpa og brauö er auglýst til sölu í hádeginu en þar sem undirrituð var þar á ferð síðdegis var það kaffið og bakkelsið sem freistaði. Gerð var prufa bæði á a’latte og kaffi hússins. A’latte þótti heldur bragðdaufur drykkur - kannski á hann bara að vera það - en kaffi hússins var harla gott. Tertusneiðamar voru líka fin- ar, enda kostuðu þær 500 kall stykk- ið, önnur með jarðaberjum og kókosmarens og hin með bleikum frómas og bláberjum. Þær bráðnuðu á tungu. Kaffistofa Ráðhússins lok- ar klukkan 18.00. -Gun. Ilmandi bakarí Við þekkjum það sjálfsagt öll hve indæll baktursilmur brauðgerðar- húsanna er. Sá sem þetta skrifar býr í næsta nágrenni við stórt verk- smiðjubakarí og upplifir því oft þessa góðu lykt sem í raun er engu öðru lík. Hvað er betra en koma út eldsnemma á morgnana og finna hverfið anga? Engan skal því undra að mér hafi fundist ég standa á tröpp- unum heima hjá mér þegar ég kom í Bakaríið við brúna við Dalsbraut á Akureyri. Þetta prýðisgóða hand- verksbakarí selur bakkelsi af öllum tegundum og við afgreiðslu eru döm- ur, klæddar einsog mjaltakonur, það er með skuplur og svuntu. Síðan er í bakaríinu hægt að fá sér sæti gæða sér á krásunum og skrafa við næsta mann um landsins gagn og nauðsynj- ar. Kaffihús eru til ýmissa hluta nyt- samleg og Bakaríið við brúna er svo sannarlega eitt af þeim. -sbs Espressobarinn Á fimmtudaginn var opnaður espressobar í Blómastofunni Eiöis- torgi. Hönnunin á Espressobarnum er nýtískuleg, hvítir veggir og stól- ar og lítið um óþarfa pjátur. Á staðnum eru ekki sæti nema fyrir fimmtán manns, níu með fram gluggunum í blómabúðinni og sex í garðhúsi út frá henni. Því miður var meðlætið ekki komið í hús þegar ég leit inn á Espressobarinn í gær. Gengilbein- an sagði mér að ætlunin væri að bjóða upp á þrjár gerðir af kökum, kransakökur, sörur og eplakökur, en hún var ekki með verðið á hreinu. Að vanda fékk ég mér tvö- faldan espresso - hvað annað. Kaffi var ljómandi gott, einfaldur espresso kostar tvöhundruðkall og tvöfaldur þrjú hundruð en bolii af cappuccino kostar tvö hundruð og fjörutíu krónur. Espressobarinn er skemmtiiega staðsettur, á homi Nesvegar og Suðurstrandar, og opinn frá klukk- an tiu á morgnana til klukkan níu á kvöldin. -Kip Steinbítur Steinbítur er hausstór og stórtenntur beinfiskur af steinbítsætt og verður að telj- ast með ófrýnilegri nytjafiskum í sjónum. Latneska heitið á honum er anarhichas lupus, sem útleggst klifrari og vísar til þeirrar hjátrúar erlendis að hann geti klifrað upp á kletta við sjó. Á ýmsum tung- um er nafn hans tengt rándýrum, hafkött- ur, sæúlfur, kattfisk- ur og kemur það ef- laust til af hinum vígalegu tönnum hans. Með þeim bryður hann létt ígulker og annað sem fyrir honum verður. Steinbítur veiðist frá íshafi suður til stranda Frakklands og er i miklum met- um á borðum margra Evrópuþjóða. Á árum áður var hann einkum borðaður hertur hér á landi og er þá gjarnan kallaður riklingur. Hann er enn í fullu gildi en í seinni tíð hefur steinbítur- inn orðið vinsæll matfiskur nýkominn úr sjó, hvort sem er á pönnuna eða grillið. Ætti að vera Steinb Steinbítur í sítrónupip- ✓ Grænmeti 200 g „bak choy“ (má nota spinat) 160g gulrætur 160g steinseljurót 400 ml appelsínusafi 50g smjör Gulrætur og steinseljurót er skor- ið í jafna strimla, sett í pott ásamt appelsinusafanum og soðið þar til það er orðið meyrt. Bak choy er hreinsað og rifið í sundur. Græn- metið er léttsteikt í smjörinu og 1 dl af appelsínusafa bætt í. Soðið þar til safinn fer að þykkna. „Vierge“ sósa 250 ml extra virgin ólifuolía 50g tómatar 50g græn paprika 50g rauð paprika 50g gul paprika 1 hvítlauksrif (smátt saxað) 2msk. ferskt basil (skorið) lmsk. ferskur kerfill (skor- inn) 6stk. coriander fræ (mulin) safi úr einni sítrónu salt og pipar Tómatarnir og paprikunar skrældar. Hýðið er tekið af tómöt- unum og paprikunni. (Tómatarnir settir í sjóðandi vatn í ca 10 sek. og paprikunar inn í 200" C heitan ofn í Andri Már Jónsson, matreiðslunemi á Holtinu „Steinbítur er fínasti fískur. “ ca. 10-12 mín.) Tekiö innan úr hvoru tveggja og það sem eftir er skorið í litla teninga. Kryddjurtirn- ar skornar mjög gróft. Öllu blandað saman og bragðbætt með salti og pipar. Ekki má láta sósuna sjóða, einungis hita hana varlega upp áður en hún er borin fram. Með þessum rétti mælir Andri með að drekka Pinot gris frá Ítalíu, vínÝsem hefur skemmtilega peru og ferskan ávöxt. . . m w, ■ Pönnusteiktur steinbítur - meö ætiþistlakartöflum, „bak choy“ og „vierge“sósu Kíló af steinbít er skorið í bita og barið létt. Safa úr einni sítrónu, salti og nýmöluðum pip- ar dreift yfir og stykkin látin standa í hálftíma. Óhfu- olía er hituð á pönnu, einn niðurskorinn blaðlaukur og tveir smátt- skornir lauks- geirar látnir malla þar í nokkrar minútur, síðan teknir af. Hálf tsk. paprikuduft og cayennepipar á hnífsoddi sett út í tvær matsk. hveiti. Fiskinum velt upp úr þvi og steiktur í 2-3 mínútur. Lauknum og rifnum berki af sítrónu stráð yfir og allt látið malla nokkrar minútur. „Það á vel við réttinn því þeg- ar fiskur er feitur verður vínið feitt - voða gott,“ segir hann. -Gun. Næringargildi Steinbíturinn er feitur fiskur, gefur mikla orku og innlheldur A-vítamín. Efnainnihald í hundrað grömmum er: Hitaeiningar 100 Fita 3,0 gr Kalk 10 Prótein 18,lgr E-vítamín 1,15 mg Járn 0,50 oftar á borðum arsosu Takið kíló af steinbítsflökum, hreinsið og skerið þau í 200 - 20 gr bita. Berjið hann létt með buffhamri, kryddið með fjórum og hálfri teskeið af sítrónupipar og leggið hann í 100 g af Orig- inal grillolíu, í u.þ.b. 40 mín. Hitið pönnuna við háan hita, takið steinbítinn úr kryddlegin- um og steikið hann á báðum hliðum í 2-3 mínútur ásamt 300 gr af sveppum. Hellið fimm dl af rjóma yfir og sjóðið aðeins nið- ur. Bragðbætið með salti og einnig kjötkrafti ef þurfa þykir. Saxið steinselju og stráið henni yfir. Með þessum rétti er gott að bera fram kartöflustöppu. Steinbítur med grænmeti Um 800 gr af beinlausum steinbít eru skorin í bita og stór græn paprika hreinsuð og skor- in í sneiðar. Fimm kartöflur eru afhýddar og skornar í báta, sömuleiðis einn laukur. Fjórir tómatar eru skornir í báta og tvö hvítlauksrif skorin f litla bita. Steinbíturinn og grænmetið er sett í ofnfast fat, hálfum dl af olíu hellt yfir, Piprað. Lok eða álpappír settur yfir fatið og því stungið inn í 200 gráða heitan ofn. Látið krauma þar í 30 mín- útur, eða þar til kartöfiurnar eru soðnar. Gott er að bera hrís- grjón og nýbakað brauð með þessum rétti. Steiktur steinbítur Pönnusteiktur steinbítur meö ætiþistlakartöflum, „bak choy“ og „vierge“sósu 600g steinbítur (roölaus og beinhreinsaður) 50 ml extra virgin ólifuolia salt og pipar Fiskurinn er snyrtur, beinhreins- aður og skorinn í 150 g stykki. Pannan hituð vel (mjög mikilvægt), fiskurinn kryddaður með salti og pipar og steiktur upp úr oliunni þar til hann hefur náð gylltum lit. Þá er honum snúið við og pannan tekin af hitanum. - segir Andri Már Jónsson, matreiöslunemi á Holti „Ég tel að við íslendingar ættum að hafa steinbít oftar á borðum en við gerum. Hann er finasti fiskur, svolítið feitur og þomar ekki upp við eldun eins og sumum öðrum teg- undum hættir til,“ segir Andri Már Jónsson, matreiðslunemi á Hótel Holti. Hann segir best að pönnu- steikja steinbítinn eða baka í ofni við háan hita. Ætiþistlakartöflur 300g bökunarkartöflur 100 g ætiþistlar (í olíu) salt og pipar Kartöflurnar bakaðar í ofni í ca 50-60 mín., skrældar og stappaðar gróft. Ætiþistlarnir grófsaxaðir og hrærðir saman við. Kryddaö með salti og pipar og gott er að setja smávegis olíu af ætiþistlunum sam- an við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.