Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV
itj.y
Krakkarnir í skóianum
Allir krakkamir í skólanum stilltu sér upp til myndatöku þar sem þeir voru í íþróttatíma.
Hér er enginn
Mikki refur
- DV heimsækir einn fámennasta barnaskóla landsins
„Bömum hér við skólann hefur
fækkað ár frá ári í gegnum tíðina.
Þegar ég flutti hingað fyrir tuttugu
og sex árum voru börnin einhvers
staðar nálægt þrjátíu en hefur síðan
farið hríðfækkandi," segir Aníta
Þórarinsdóttir sem er skólastjóri
Bamaskóla Bárðdæla. Skólinn sá er
einn sá fámennasti á landinu - nem-
endur í vetur ekki nema níu talsins.
Nemendafæsti skóli landsins er
væntanlega Grunnskóli Mjóafjarðar
þar sem þrír nemendur eru í vetur.
Ungir nemendur næsta vetur
í dag eru í skólanum í Bárðardal
nemendur í 5., 6. og 7. bekk, það er
þrir í hverjum árangri. „Það hefur
verið að klípast neðan af þessu síð-
ustu árin og nú eru engir nemendur
í yngstu árgöngunum. Næsta vetur
fara nemendurnir sem nú eru í sjö-
unda bekk í skólann á Stóru-Tjöm-
um í Ljósavatnsskarði en á móti
koma væntanlega inn tveir nýir
nemendur í 2. bekk. Það er því sem
betur fer ekki eingöngu fækkun hér.
Ungt fólk hefur til dæmis sest hér
að á tveimur bæjum nú þegar og er
væntanlega að koma á þriðja bæinn
einnig," segir Anita.
Aníta segir að fækkun nemenda
við skólann sé í raun saga búskapar
í dalnum í hnotskurn. Miklir erfið-
leikar séu í landbúnaði í dag og
ekki auðvelt fyrir ungt fólk að hefja
búskap. Hér er hins vegar mjög gott
mannlíf og jákvætt fólk svo að ég
hef ekki trú á umtalsverðri fækkun
í nánustu framtíð og vonandi
vænkast hagur landbúnaðar og ger-
ir ungu fólki auðveldara að hefja
búskap. Þótt nokkrir bæir hafi farið
í eyði og á nokkrum bæjum séu
skepnur ekki lengur þótt fólk búi
þar enn þá, þá er það í flestum til-
vikum eldra fólk, segir skólastjór-
inn.
í dönskutíma
Er þaö ef til vill þjóðsagan ein aö leiöinlegt sé aö læra dönsku? Afsvip þessara ungu stúlkna mætti ætla þaö.
Á myndinni eru, frá vinstri taliö, tvíburasysturnar Inga Rún og Linda Björg Jónsdætur í Sandvík og Hjördís Ólafs-
dóttir á Bjarnarstööum.
Krakkarnir ekki svo ólíkir
Aníta segir að þegar hún kom
fyrst í Bárðardalinn og til kennslu
við skólann hafi verið þar heima-
vist. Fjórir til sex nemendur voru í
hverju herbergi og i skólanum
dvöldust yngri nemendur þar í tvær
vikur í senn og áttu svo frí aðrar
tvær, en frá 10 ára aldri voru börn-
in allar vikur i skólanum. „Börnin
mín, sem eru milli tvítugs og þrí-
tugs, voru í heimavistinni og ég
man hvað mér þótti óskaplega erfitt
að senda þau frá mér. Sjálfsagt hef-
ur þetta verið miklu erfiðara fyrir
mig en þau,“ segir Aníta.
En hvernig er sá veruleiki að
kenna og vera í skóla þar sem nem-
endumir eru ekki nema níu talsins?
„Þetta hefur bæði sína kosti og
galla, rétt eins og það að starfa við
stærri skóla,“ segir Aníta sem
kveðst síðustu tvo vetur hafa starf-
að við grunnskólana á Akureyri til
þess að víkka sjóndeildarhringinn.
Hún kveðst ekki síst hafa lagt sig
eftir að kynnast ólíkum stjómunar-
aðferðum í litlum skóla annars veg-
ar og stórum hins vegar og síðan
reynt að blanda þessari þekkingu
sinni saman við stjórn hins of-
ursmáa skóla í Bárðardalnum. Hún
kveðst aftur á móti trúa því að
krakkarnir á hvorum staðnum sem
er séu ekki svo ólíkir, bara aðstæð-
urnar.
Sníða sér stakk eftir vexti
„Hér i skólanum er farið yfir
þetta í því námsefni sem heitir Lífs-
leikni, meðal annars að hér í fá-
menninu geti maður ekki valið sér
vini eftir til dæmis áhugamálum
eða slíku. Hér verði maður að sniða
sér stakk eftir vexti og þetta skilja
krakkamir alveg. Þeir vita að öll
dýrin í skóginum verða að vera vin-
ir - þetta er rétt eins og gerðist hjá
Dýrunum í Hálsaskógi nema hvað
hér er auðvitað enginn Mikki ref-
ur,“ segir Aníta. Hún segir að ár-
göngunum þremur í skólanum sé
talsvert mikið kennt saman, svo
sem í verklegum greinum, eins og
handmennt, myndmennt, íþróttum
og slikum og síðan eftir atvikum í
öðrum greinum. Hver árangur fær
hins vegar sérkennslu í tungumál-
um.
En hver er framtíð þessa litla
skóla á þeim tímum þegar fólki
fækkar sífellt í sveitum og raddir
um sparnað og hagræðingu eru ofar
hverri kröfu. „Fólk hlýtur auðvitað
að horfa til þess að gera þessa ein-
ingu arðbæra, rétt eins og annað.
Hins vegar getur enginn horft fram
hjá því að Bárðardalurinn er um 45
km, það er frá Goðafossi suður að
Svartárkoti, og skólinn er hér
nokkurn veginn fyrir miðjum dal.
Vegalengdir í skólaakstri eru því
nokkuð miklar nú' þegar og yrðu
enn meiri ef öll kennsla yrði flutt að
Stóru-Tjömum. Ég sé því ekki ann-
að fyrir mér en að hér verði alltaf
kennt, í það minnsta einhvers kon-
ar skólasel, þar sem yngstu börnun-
um yrði kennt - að minnsta kosti á
meðan einhverjir eru enn hér í
dalnum."
Leikkonudraumar
En hvað finnst krökkunum sjálf-
um, hvernig líkar þeim við þennan
skóla sinn? „Ég þekki ekki annað en
að vera í svona litlum skóla og veit
því ekki hvemig annað er,“ sagði
Ingibjörg María Ingvarsdóttir, tíu
ára heimasæta á bænum Hlíöskóg-
um, yngst þriggja systra. Og hún
hefur nú þegar gert sér hugmyndir
um hvert stefna skal í framtíðinni -
listmálari, leikkona eða hestabóndi
er það sem er efst á blaði hjá henni.
Draumurinn um það síðastnefnda
er raunar nærtækur því á Hlíðskóg-
um eru allmörg hross, svo sem
Ófeigur, Vakur og Vaka - og fer
Ingibjörg stundum á hestbak.
Hin heimasætan sem við ræddum
við var Hjördís Ólafsdóttir á Bjarn-
arstöðum. Hún er á ellefta ári, unir
sér vel i skólanum og telur námið
vera góðan grunn að þeirri framtíð
sem hún stefnir að, það er að verða
leikkona að hætti Kate Winslet.
„Þetta er góður skóli og hér er eng-
inn lagður i einelti. Þeir krakkar
sem eru lagðir í einelti eru þeir sem
fá ekki að vera með í leikjum og eru
eitthvað öðruvísi en hinir. Og
kannski eiga þeir sem leggja aðra
krakka í einelti eitthvað bágt sjálfir.
Þess vegna eigum við að vera góð
hvert við annað,“ segir Hjördís og
er spekingsleg á svip.
-sbs
Skólastjórinn
Aníta Þórarinsdóttir hefur kennt viö Barnaskóta Bárödæla í 26 vetur. Hún
segist trúa því aö alltaf verði skóli í Báröardal, þó ekki sé nema vegna skóta-
aksturs, enda séu vegalengdir miklar í dalnum.