Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 32
32
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001
Helgarblað
DV
Hæstaréttarlögmaðurinn var nýskilinn við konu sína og hafði verið drukkinn meira eða minna í þrjá mán-
uði. Morgunn í janúar 1967 réðst hann inn á heimili fyrrum eiginkonu sinnar og varð henni að bana með
fjórum hnífsstungum
Táknfræði morðingjans
Islenskir harmleikir
Þriðji hluti
Lögreglumennirnir renndu bif-
reið sinni upp að húsinu við Kvist-
haga í vesturbæ Reykjavíkur að
morgni þess 7. janúar 1967. Hringt
hafði verið á lögreglustöðina og beð-
ið um aðstoð, en óljóst þótti hvað
það var sem hafði átt sér stað. Þeg-
ar lögreglumennirnir stigu á dyra-
pallinn birtist fyrir framan þá mað-
ur blóðugur á höndum. Annar lög-
reglumannanna segir i skýrslu að
hann hafi verið nokkuð en ekki
mikið ölvaður og ______________
rólegur, en hinn
lögreglumaðurinn
segir að hann hafi
verið móður og
rjóður í andliti og sýnst lítillega
undir áhrifum áfengis. Virtist mað-
urinn ætla að ganga fram hjá þeim
og sagði: „Þetta er allt í lagi, þetta er
búið.“ Hann spurði lögreglumenn-
ina hvort hann mætti ekki fara en
þeir tjáðu honum að fyrst yrði að at-
huga hvað þarna hefði átt sér stað.
Stúlka birtist þá fyrir innan glerið í
hurðinni og virtist í miklum
hugaræsingi, en opnaði þó dyrnar
og gat stunið upp: „Inni á baðinu"
en kom ekki upp öðrum orðum.
Lögreglumaðurinn fór inn og sá
blóðbletti víðs vegar um íbúðina, en
hélt inn í baðherbergið. Þar fann
hann konu liggjandi á grúfu ofan í
baðkerinu með annan fótinn út fyr-
ir brúnina og vísaði höfuðið fram að
dyrunum. Virtist sem konan væri
látin. Seinna kom í ljós að á líkinu
voru miklir áverkar eftir
hnífsstungur, nánar tiltekið þrjú
stungu- og skurðsár á brjósti og eitt
á kvið.
Lögreglumaðurinn fór til að kalla
út liðsauka, en hinn grunaði spurði
hann hvort konan væri látin og bað
um að fá að kveikja sér í vindlingi.
Ógnvekjandi jólagjafir
Ódæðismaðurinn reyndist vera
þekktur hæstaréttarlögmaður í
Reykjavík og konan sem hann
myrti fyrrum eiginkona hans. Þau
höfðu verið gift í fimmtán ár og átt
saman íjögur börn, sem voru á aldr-
inum 6 til 15 ára þegar
voðaverknaðurinn var
framinn. Nokkrum mán-
uðum áður hafði lögmað-
urinn farið af heimilinu
en skilnaðarmál þeirra
hjóna var tekið fyrir hjá
borgardómara 1. desem-
ber 1966. Skilnaðurinn var
rakinn til óreglu lögmanns-
ins, en hann var svonefndur
túramaður í drykkju.
Fram kom við rannsókn málsins,
sem beindist mjög að því hvort
verknaðurinn hefði verið framinn
af ásetningi eða í stundarbrjálæði,
að lögmaðurinn hafði á aðfangadag
sent fyrrverandi eiginkonu sinni og
tengdamóður jólagjafir sem voru
bæði óhefðbundnar og ógnvekjandi.
Eiginkonan fékk kassa þakinn
álímdum miðum utan af sápustykkj-
um af gerðinni 1313, en á slíka miða
var prentað auk merkisins 1313,
„bakteríudrepandi" og virðist send-
andinn hafa lagt á það áherslu að
sem mest kæmi fram af síðari hluta
þess orös „drepandi". Efst í kassan-
um, ofan á bómullarlagi, var kort af
Útlögum Einars Jónssonar, stytt-
unni sem sýnir einbeittan útlagann
bera dauða konu sína á bakinu. Á
kortinu stóð m.a: „Hnífur er göf-
ugra vopn en skipulagðir klækir.
Tönn fyrir tönn, auga fyrir auga er
jólaboðskapurinn í þetta sinn.“ í
kassanum var líka brot úr gömlum
fiðluboga, svo og gamall og mjög
ryðgaður hnífur með 14 cm löngu
blaði. Hnífsblaðinu hafði verið
stungið í gegnum lítinn rauðan
poka fylltan með bómull, alveg upp
að hjöltum. í bómullarlögum undir
og yfir hnífnum voru blóðrauðir
blettir, gerðir með rauðu bleki.
Tengdamóðir lögmannsins fékk
einnig jólapakka frá honum. Þegar
hún opnaði kassann kom í ljós rauð
slaufa ofan á bómullarlngi, en undir
bómullarlaginu var kassinn allt að
því hálfur af mold, en ofan á mold-
inni lá garðyrkjuklóra og ofan á
henni svartur miði af brennivíns-
flösku, en á hann var vélritað: Jól
1966. Sér grefur gröf er grefur."
Bersýnilega hefur hvers konar
táknfræði verið lögmanninum hug-
leikin, því við yf-
irheyrslur sagði
hann að sending-
in til eiginkon-
unnar hafi ekki
átt að vera morðhótun, heldur
ábending um að honum hefði þótt
betra að vera drepinn með slíkum
hníf heldur en hvernig farið var
með hann, á meðan hann var sjúk-
ur af drykkjuskap, sem hinir
brostnu fiðlustrengir hefðu einnig
átt að benda á. Kortið með Útlögun-
um kvaðst hann hafa sent með, en
Veitingastaðurinn Naust
Þar hóf lögfræðingurinn drykkju kvöldið fyrir morðið og hélt henni áfram í heimahúsi alla nóttina. Hann fór síöan heim til sín
þangað sem hann sótti eldhúshníf og lítinn buffhamar áður en hann lét vinnufélaga sinn keyra sig á Kvisthagann þar sem
fyrrverandi eiginkona hans bjó. Lögmaðurinn viðurkenndi ekki að hann hefði farið á Kvisthagann með þeim ásetningi að
myrða konuna heldur útskýrði hann hnífinn í fórum sínum og ógnvekjandi jóiagjafir, sem hann hafði sent fyrrum konu sinni
og tengdamóður, með flóknum sögum sem sýndu aö hvers konar táknfræði var honum hugleikin.
Utlagar Einars Jónssonar
Útlaginn ber konu sína iátna á bak-
inu en heldur samt áfram göngu
sinni um táradali lífsins. Þetta verk
var lögmanninum ofarlega í huga vik-
urnar fyrir morðið.
ingahúsinu Nausti við Vesturgötu.
Þegar staðnum var lokað fór hann
ásamt fleira fólki í samkvæmi í
heimahús þar sem drukkið var
fram eftir nóttu. Vitni báru að lög-
maðurinn hefði ekki verið mikið
drukkinn eða æstur né aðhafst
nokkuð óeðlilegt. Myndlistarmaður
einn sem var í samkvæminu lét þó
lögreglunni í té áramótakort sem
lögmaðurinn hafði látið hann hafa
um nóttina og skrifað á það: „Það
fara ekki allir á kirkjugarðsballið í
haust, sem ætluðu þangað í vor,“
með áramótakveðjum. Lögmaður-
inn sagði síðar að hann hefði gjarn-
an notað þessa vísun í Heimsljós
þegar eitthvað hefði farið öðru-
vísi en vænta
K mniir
nkonuJ!!!lr~M
S I öfgafullra viðbragða.
hans umræddan morgun
maðurinn braut sér leið inn i húsið
með buffhamrinum og lenti þar í
orðasennu við fyrrverandi eigin-
konu sína. Orðasennan endaði með
þeirri skelfingu að hann stakk hana
oftsinnis með hnífnum og leiddu
áverkarnir haha til dauða. í húsinu
voru einnig eiginkona frænda lög-
mannsins, sem reyndi að ganga á
milli og hlaut við það áverka á fæti,
dóttir hennar á tvítugsaldri og sex
ára gömul dóttir lögmannsins og
hinnar myrtu.
Samkvæmt skýrslu geðlæknis
var lögmaðurinn haldinn djúpstæð-
um persónuleikagöllum og skap-
gerðartruflunum og
meðal þeirra var
talin
árás-
ÍÁ0
hÆ
Ohugur
Dagblöðin dagana
eftir morðið.
það átti að tákna að honum fannst
hann hafa verið gerður útlægur.
Sendinguna til tengdamóðurinn-
ar skýrði lögmaðurinn á þá leið að
hann hefði ákveöið að gera tengda-
móðurinni einhvem hrekk þessi jól-
in. Þegar hann fann í miðstöðvar-
herbergi sínu mjög ljóta garð-
yrkjuklóru með fimm klórufingr-
um, sem líktust mest teikningum af
skrattaloppu, en klóran ætluð til að
rífa upp illgresi, fannst lögfræð-
ingnum klóran hæfileg gjöf til
tengdamóður sinnar því að svo
fannst honum hún vera búin að
klóra sér og meðhöndla sem illgresi
í fjölskyldugarði sínum. Með áletr-
uninni „Sér grefur gröf sem grefur"
sagðist hann hafa átt við að sá sem
grefur upp kjaftæði um annan, gref-
ur upp kjaftæði um sjálfan sig en
það þótti honum tengdamóðirin
hafa gert.
Eldhúshnífur og buffhamar
Kvöldið fyrir morðið hafði lög-
maðurinn setið að sumbli á veit-
hefði mátt.
Á kortinu var mynd af
Útlögum Einars Jónssonar. Mynd-
listarmaðurinn tjáði lögreglunni að
lögmaðurinn hefði spurt hann hvort
hann hefði skoðað myndina - og
bent honum sérstaklega á konuna á
baki mannsins.
Þegar komið var undir morgun
fór lögmaðurinn úr samkvæminu
og náði sér í leigubíl sem keyrði
hann á Hótel Skjaldbreið en síðan
gekk hann á vinnustað sinn og bað
starfsfélaga sem hann hitti þar að
keyra sig heim, þaðan sem lögmað-
urinn hafði með sér stóran eldhús-
hníf og buffhamar. Starfsfélaginn
vissi ekki af þeim viöbúnaði en
keyrði hann á Kvisthagann þar sem
eiginkonan bjó. Sjálfur sagðist lög-
maðurinn hafa ætlað að skipta við
fyrrverandi konu sína á ryðgaða
hnífnum úr jólapakkanum, sem
hann gerði sér grein fyrir að væri
sending sem gæti verið mistúlkuð,
og láta hana hafa nýjan hníf í stað-
inn. Buffhamarinn sagðist hann
hafa tekið með sér til þess að banka
með á hurðina ef ske kynni að bjall-
an hefði enn ekki verið tengd.
Ekki lögfull sönnun...
Hörmungaratburðirnir sem áttu
sér stað á Kvisthaganum þennan
morgun fyrir tæpum 35 árum verða
hér ekki tíundaðir í smáatriðum, en
skemmst er frá því að segja að lög-
Ástand
var til þess að bæta gráu ofan á
svart, en hann hafði drukkið ótæpi-
lega og var þreyttur eftir geysimikla
vinnu sem hann hafði lagt á sig
næstu vikur á undan. Enginn vafi
lék þó á því að hann væri sakhæfur
og greind hans var metin yfir með-
allagi.
Sem fyrr segir beindist rannsókn
málsins mjög að því hvenær lög-
maðurinn hefði ákveðið að myrða
fyrrum eiginkonu sína. Hvort hann
hefði undirbúið ódæðisverkið vik-
um saman eða ákveðið það þegar
hann sótti hnífinn og bufihamarinn,
ellegar stundaræði vegna orðasenn-
unnar hefði valdið verknaðinum.
Ekki þótti komin fram lögfull
sönnun fyrir þvi að sá ásetningur
lögmannsins að bana fyrrverandi
eiginkonu sinni hefði verið til orð-
inn og ákveðinn að fullu fyrr en eft-
ir að hann kom á heimili hennar að
Kvisthaga að morgni 7. janúar 1967.
Það var þó ekki metið lögmannin-
um til refsilækkunar og var hann
dæmdur í 16 ára fangelsi, auk þess
sem hann var sviptur leyfi til mál-
flutnings fyrir héraðsdómi og
Hæstarétti og löggildingu til sóknar
opinberra mála í héraði.
Lögmaðurinn sat í fangelsi í 8 ár
og 138 daga - frá 7. janúar 1967 til 25.
júlí 1975.
Aletrun á korti til veislufélaga
Þetta skrifaði lögmaðurinn nokkrum klukkustundum fyrir morðið. „Þaö
fara ekki allir á kirkjugarðsballið í haust sem ættuðu þangað í vor. Ára-
mótakveðja. “ Síðar sagði hann að þetta hefði honum verið tamt að nota
þegar eitthvað hefði fariö öðruvísi en ætiað var.