Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 DV Fréttir Tveir unglingspiltar játa duftsendingu til Davíðs: Bréfberinn frétti af duftinu í fjölmiðlum - misbrestur í samskiptum, segir íslandspóstur Tveir sextán ára gamlir piltar játuðu við yfirheyrslur í gær að hafa sent Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra bréf sem innihélt duft. Þeir sögöu við yfirheyrslur að um spaug hefði verið að ræða og að þeir hefðu ekki gert sér nokkra grein fyrir alvarleika málsins. Umrætt duftbréf barst á heimili forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag og var greint frá málinu i Qölmiðlum daginn eftir. Þá fyrst frétti bréfberinn,, sem ber út póst í Skerjafirði af málinu. „Mér var auðvitað mjög brugðið þegar ég sá í kvöldfréttum sjón- varps að verið væri að rannsaka duft í bréfi til forsætisráðherra. Heimili Davíðs er á mínu útburð- arsvæði og mér fannst vægast sagt skrýtið að hafa ekkert heyrt af þessu enda var liðinn rúmur sólar- hringur frá því ég bar út bréfiö," segir Sigríður Sigurðardóttir, bréf- beri hjá íslandspósti. Sigi’íður segir að í kjölfar frétt- arinnar hafi rifjast upp fyrir henni aö hún fékk ofurlítið duft á hend- urnar þegar hún var að stinga pósti forsætisráðherra inn um bréfalúguna sl. þriðjudag. „Ég hugsaði með mér að ég væri senni- lega orðin ímyndunarveik og gleymdi svo atvikinu," segir Sig- ríður. Hún kveðst hafa undrast þær staðhæfingar í fjölmiðlum að allar viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar þegar í stað. „Ég var ekki látin vita af einu eða neinu og sama gildir um þá starfsmenn pósthússins sem handléku bréfið þennan dag.“ Ingibjörg Stefánsdóttir, formað- ur Öryggismálanefndar íslands- pósts, sagði í samtali við DV að það væri rétt að fyrirtækið hefði ekki haft spurnir af málinu fyrr en daginn eftir. „Það varð misbrestur hvað varðar samskiptaleiðir. Því hefur nú verið kippt i liðinn og samstarf okkar bæði við lögreglu og almannavarnir hefur verið mjög gott eftir þetta atvik. Ég á ekki von á að atburður sem þessi endurtaki sig,“ segir Ingibjörg. Sigríður bréfberi fékk senda blómakörfu frá íslandspósti í kjöl- Heimili forsætisráðherra Ríkislögreglustjóraembættið hefur upplýst duftbréfsem Davíð Oddssyni barst sl. þriðjudag. Duftið í bréfmu reyndist skað- laust. Tveir unglingar hafa játað að hafa sent bréfið og segja sendinguna hafa átt að vera spaug. far málsins. Hún ætlar að halda áfram starfi sínu hjá Islandspósti og mun bera póst út í Skerjafirði eftir sem áður. Rannsókn málsins er lokið af hálfu embættis ríkislögreglustjóra. Játningar liggja fyrir og þrátt fyr- ir að duftið hafi reynst skaðlaust er mál piltanna tveggja litið mjög alvarlegum augum. Rannsóknar- gögn málsins verða send ríkissak- sóknara í næstu viku. -aþ MYND: E.ÓL. Myndlistarmenn í Hafnarstrætið ígær var undirritaður leigusamningur milli Sambands íslenskra myndlistarmanna og Reykjavíkurborgar um húseignina Hafn- arstræti 16. Húsið var upphafiega einlyft timburhús frá byrjun 19. aldar, reist á grunni Kaölarahússins svonefnda frá því um 1780. Borgin keypti húsiö af mæðgum en það hafði verið í eigu fjölskyldu þeirra frá 1908. Húsið hefur veriö endurbætt. Á myndinni sjást Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Pétur Stefánsson, formaður SÍM, handsala leigusamninginn. Sigraði í formúluleik Pennans og Fellows - úrslitin tilkynnt í beinni útsendingu: Sigurgpeðin reyndist skammvinn - sviptur ferðavinningi vegna tengsla við starfsmann „Ég er auðvitað mjög ósáttur við þessi vinnubrögð Pennans og sé ekki hvernig þeim er stætt á því að svipta mig þessum vinningi," segir Smári S. Smárason, sem taldi sig hafa dottið í lukkupottinn þann 16. september sl. þegar nafn hans var dregið úr For- múlupotti Fellows og Pennans í beinni útsendingu sjónvarps. Vinn- ingurinn var ferð fyrir tvo á formúlu- keppni í Bandaríkjunum. „Það er draumur allra formúluað- dáenda að komast á keppnina í Bandaríkjunum," segir Smári. Forsaga málsins er sú að Penninn í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Fellows efndi til formúluleiks. Ekki þurfti að gera annað en að fylla út þátttökuseðil og þar með voru menn komnir í pottinn. Smári kveðst hafa beðið unn- ustu sína, sem var starfs- maður Pennans, að fylla út seðil fyrir sína hönd. Hún gerði það. „Við höfðum enga hug- mynd um að starfsmönnum og eða fjölskyldum þeirra væri bannað að taka þátt í leiknum. Það stendur enda ekki orð um það á þátttökuseðlinum," segir Smári en hann hélt rakleitt á skrifstofu Pennans daginn eftir úr- dráttinn til að vitja vinningsins. „Mér var óskað til hamingju en daginn eft- ir var mér tilkynnt símleiðis að ég fengi ekki vinninginn vegna unnustu minnar,“ segir Smári og kveðst ekki ætla að una þessari niðurstöðu auk þess sem hann hefur hafnað skaðabótum að andvirði 10 þúsund krónur. „Ég hef ráðið lögfræðing til að reka mitt mál,“ segir Smári. Valgeir Pétursson, vöru- stjóri hjá Pennanum, segir reglur um þátttöku í for- múluleiknum hafa verið skýrar frá upphafi. „Samstarfsaðili okkar, bandariska fyrirtækið Fellows, gerði þá eðlilegu kröfu að starfsmenn tækju ekki þátt i leiknum. Verslunar- stjórar okkar upplýstu starfsmenn um þessa reglu en hvort viðkomandi starfsmaður fékk ekki þau skilaboð veit ég ekki. Ég ætla henni ekkert rangt til í þessum efnum,“ segir Val- geir. Hann segir ekkert annað hafa ver- ið í stöðunni en afturkalla vinninginn þegar ljóst var að um maka starfs- manns var að ræða. „Frá bæjardyr- um Fellows kom aldrei til greina að borga ferö fyrir starfsmenn Pennans enda leikurinn ekki ætlaður þeim,“ segir Valgeir. Hann segir Pennann alls ekki búinn að loka dyrum fyrir sátt í málinu. „Við erum seinir th illinda og reiðubúnir að leysa þetta mál á skynsamlegan hátt,“ segir Valgeir Pétursson. -aþ Smári S. Smárason. Össur öruggur Vopnaðri baráttu IRA loksins lokið Boðar skilnað Guömundur Hálfdanarson Innlent fréttaljós Erlent fréttaljós Hér er enginn Mikki refur Lífshamingjan ákveðin í menntaskóla Báröar- dalsheimsókn Hamingjan er dýr Svaðilför á jeppum Draugar, tröll og hárlítill hafmaður Yfirskilvitlegir Shangri La staöir Ætti að vera oftar á borðum Steinbítur Áróðursvél Evrópusam- bandssinna Ragnar Arnalds 22 Vil verða besta amma í heimi r Hin hliö Maríu Ellingsen Opnar Kringlusafn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri mun í dag opna nýtt útibú Borgar- bókasafiis Reykjavík- ur, Kringlusafn í Borgarleikhúsi. Við sama tilefni verður bókmenntavefurinn www.bokmenntir.is opnaður. Bókasafn- ið er um 725 fermetrar og stofhkostnað- ur 77 miiljónir króna. Kaupa kafbát Rannsóknarsetrið í Eyjum og Líf- fræðistofnun Háskóla íslands hafa fest kaup á litlum kafbáti til að kanna und- irdjúpin niður á 2000 metra. Báturinn er um 2,2 metrar á lengd og vegur um 60 kíió og er framleidd af Hafmynd i Reykjavík, kostaði um 15 milljónir króna. Líkn á Landakoti Líknardeild á öldrunarsviði Lands- spítalans-háskólasjúkrahúss á Landa- koti var opnuð í gær. Á deildinni, þar sem eru níu einbýlisherbergi, fá inni aldraðir einstaklingar sem eru með ólæknandi sjúkdóm á lokastigi og ævi- líkur skemmri en þrir til sex mánuðir. Umönnunin er sérhæfð. Stjórn BSRB sendi í gær frá sér ályktun þar sem fagnað er ásetningi Jóns Krist- jánssonar heilbrigðis- ráðherra að standa gegn einkavæðingu heilbrigðisþjónust- unnar og einstakra þátta hennar. BSRB segir grundvallarat- riði að heilbrigðisþjónustan mismuni ekki fólki eftir efnahag. Mismunun fylgi einkavæðingu. Samþykkir Villinganes Skipulagsstofnun fellst á fyrirhugaða Villinganesvirkjun i Skagafirði og lagn- ingu háspennulínu frá virkjun að byggðalínu. Minniháttar skilyrði eru sett fyrir framkvæmdinni. Um er að ræða 33 megavatta virkjun við Villinga- nes með stíflun Héraðsvatna um tvo kílómetra neðan ármóta Vestari og Austari Jökulsár. Beðið eftir vaxtalækkun Greiningadeild Búnaðarbankans seg- ir í 1/2 5 fréttum í gær líklegt að Seðla- bankinn muni ekki lækka vexti fyrr en eftirspum eftir vinnuafh hafi minnkað. Þar er vísað til Hagvísa bankans þar sem segir að síðustu mánuði hafi launa- skrið verið mikið og enn sé spenna á vinnumarkaði og sáralítið atvinnuleysi. Sveinn í UNESCO Sveinn Einars- son, leikstjóri og rithöfúndur, var kosinn í fram- kvæmdastjórn UNESCO, Menn- ingarmálastofiiun- ar Sameinuðu þjóð- anna. Þetta er í annað sinn sem ís- lendingur situr í stjóminni. Andri ís- aksson átti sæti þar 1983 - 1987. -sbs Haldið til haga Ónákvæmni gætti í orðalagi fréttar DV í gær um borgarstjórnarmál sjálf- stæðismanna þar sem skilja mátti að Inga Jóna Þórðardóttir hefði verið leið- togi D-listans fyrir síðustu kosningar. Hið rétta er að Inga Jóna var í þriðja sæti Þorgeir ekki sýknaður í viðtali við Sigurð Líndal lagapró- fessor í DV í gær kom fram að Þorgeir Þorgeirson hefði verið sýknaður af ákæru vegna ummæla um lögreglu- menn. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að Þorgeir var sakfelldur í Hæstarétti- Styðja Jón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.