Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 DV Helgarblað Brjálsemi og ofsa- hræðsla á andartaki - Atli Helgason lögfræðingur lýsir því hvernig hann ánetjaðist fíkniefnum, hvernig neyslan gerði hann að morðingja og rifjar upp æsku sína varðaða áföllum Kafli ur Dagbok dauðans: Atli Helgason sakborningur Atli segir í viötali viö Ólaf Geirsson í Dagbók dauöans aö atburöirnir í Öskjuhlíö 8. nóvember hafi veriö óútskýraniegt slys. Þá varö Atli Einari Erni viöskiptaféiaga sínum aö bana. Fá morðmál hafa vakið meiri athygli og óhug hin seinni ár en þegar Atli Helgason lögfrœðingur varð Einari Erni Birgis- syni, viðskiptafélaga sín- um, að bana í Öskjuhlíð 8. nóvember árið 2000. Hann ók með líkið suður á Reykjanes þar sem hann fól það í hraun- sprungu og máði vand- lega út öll vegsummerki. Atli tók síðan þátt í víðtækri leit sem fjölskylda og vinir Einars skipulögðu ásamt björgunarsveitum og lögreglu og mætti á bænastundir með fjölskyldunni. Hann kom fram í viðtölum í fjölmiðlum og lýsti áhyggjum sínum af framgangi máls- ins. Sex dögum síðar var hann handtekinn og við húsleit á heimili hans fundust m.a. blóðug föt. Atli játaði við yfirheyrslur að hafa ban- að Einari og var í héraösdómi dæmdur í 16 ára fangelsi. Það kom fram við réttarhöldin að banamein Einars hefði verið þungt höfuðhögg með barefli, líklega hamri, og lík- lega hefði hann verið nýlátinn eða með lifsmarki þegar Atli losaði sig við líkið í Arnarseturshrauni ekki langt frá Grindavík. Dagbók dauðans Atli afplánar dóm sinn í fangelsi en hér á eftir birtist í fyrsta sinn á prenti viðtal við hann sem er tekið eftir aö hann er dæmdur. Þar lýsir hann eiturlyfjanotkun sinni, atburð- um sem leiddu til voðaverksins, æsku sinni og uppvexti. Þetta viðtal birtist í heild í viðtalsbók sem MB- miðlun mun gefa út á næstunni. Bókin verður seld til styrktar sjóði sem Félag íslenskra fikniefnalög- reglumanna hefur með höndum og hefur m.a. gefið út fræðsluefni fyrir foreldra og forráðamenn og fagfólk mennta- og heilbrigðisstétta. Bókin, sem heitir Dagbók dauðans, inni- heldur viðtöl sem Ólafur Geirsson blaðamaður hefur tekið við all- marga fyrrverandi fíkla. í viðjum amfetamíns „í andartaks átökum og í byrjun vegna lítUvægs ágreinings, sem skyndUega snerist upp í brjálsemi og ofsahræðslu, varð ég besta vini mínum að bana hinn 8. nóvember árið 2000. Þetta gerðist vegna lítil- vægs ágreinings. Svo lítUvægs að maður í þokkalegu andlegu jafn- vægi átti ekki að láta það hagga sér. Hvað eftir annað upplifi ég þá til- finningu að þetta hafi ekki átt sér stað. Er það hugsanlegt að mér sé ætiað að ganga i gegnum þennan hrylling og afleiðingar þessa verkn- aðar? Því miður er raunveruleikinn svona grimmur og þessi hroðalegi atburður varð. En stöðugt spyr ég mig: Hvers vegna gerðist þetta? Hvers vegna lenti ég í átökum við besta vin minn? Ég hef aldrei lent í neinum alvarlegum líkamlegum átökum né slagsmálum, hvorki utan né innan íþróttaleikvallar. Svo lengi sem ég man hef ég foröast átök af þessu tagi og var vanur að hverfa helst af vettvangi þegar ekki var hægt að leysa deilur með friðsam- legum hætti. Samt varð þetta og eina skýringin er sú að dagleg neysla mín á am- fetamíni olli því að eitthvað brast, ég fylltist skelfilegum ótta, varð ofsahræddur. Vegna langvarandi fíkniefnaneyslu sem nær engir vissu um né gerðu sér grein fyrir, brást ég alrangt við aðstæðum. Eitt andartakið hlógum við Einar saman eins og okkar var gjarnan háttur, enda var allt í lukkunnar velstandi, eftir því sem við vissum best. í næstu andrá stóð ég yfir Einari vini mínum látnum. Það hafði gerst af mínum völdum. Ég finn og ég skil að fólk leitar skýringa: Hvers vegna gerðist þetta? Svar mitt er sorglega einfalt. Á þessum verknaði er engin rökræn skýring. Þarna varð ósegjanlega sársaukafullt slys. Einu skýringarn- ar eru aö kolruglað veruleikaskyn fíkniefnaneytandans tók völdin af eðlilegri og heilbrigöri skynsemi." Hér lýsir Atli Helgason lögfræð- ingur tildrögum þess og orsckum að hann varö Einari Erni Birgissyni að bana í Öskjuhlíð 8. nóvember. Um hvaö var deilt í Öskju- hlíð? Atli Helgason fer nokkrum fleiri orðum um þátt fjármálalegs ágrein- ings sem varð milli hans og Einars. Talið var að þeir hefðu deilt um til- tekna upphæð sem nam þremur milljónum og í bókinni svarar Atli spurningum um þessa tilteknu upp- hæð og ágreining vegna fjármála þannig: „Sá ágreiningur var alls ekki fyr- ir hendi. Þá upphæð nefndi ég að fyrrabragði í einhvers konar bjart- sýniskasti vímuefna en það hafði aldrei verið ætlun okkar Einars að ég legði út þá peninga. Það voru hinsvegar þau ummæli mín ásamt öðrum ummælum okkar sem ollu þeim átökum sem leiddu til dauða Einars. Ummæli voru látin falla sem ekki bjuggu í brjóstum okkar en draugur vímuefnanna getur hæg- lega farið offörum á örlagastund- um.“ Fólk er fljótt aö dæma Atli ræðir síðar í viðtalinu hvern- ig deilan miUi vinanna jókst orð af orði, varð að áflogum sem enduðu með ósköpum. „Og hvorugur okkar hafði fram til þessa sýnt neina tilhneigingu til að leysa deilumálin á þann hátt en það er neysla amfetamínsins sem skapar þessi viðbrögð, þessi alröngu viðbrögð. Ég hef á þessari stundu alls ekki gert mér grein fyrir því hvað ég var að gera né hverjar af- leiðingarnar yrðu. Ég tel að þetta hafi raunverulega ekki gerst beint af völdum þess að ég var undir áhrifum fikniefna, heldur af vöidum þess hugarástands, sem ég var í vegna afleiðinga og fráhvarfa af völdum langvinnrar neyslu." Margir töldu að deilur um fjár- mál í tengslum við rekstur verslun- arinnar hefðu orðið þeim Atla og Einari tilefni til ágreinings. Atli skýrir þau mál þannig. „Fólk er fljótt að dæma og velta fyrir sér ásetningi til illra verka. Ég hef ekki farið varhluta af því. Sá ávinningur minn sem margir gerðu sér í hugarlund er hins vegar ekki til. Þvert á móti skrifaði ég undir mitt eigið fjárhagslegt hrun við verknaðinn auk allra hinna vondu afleiðinga. Reksturinn var ómögu- legur án Einars og ég sat einn að skuldbindingum sem voru mér al- gjörlega ofviða. Um leið og ég varð Einari að bana undirritaði ég mitt eigið gjaldþrot." Alltaf í góöu skapi Einar og Atli höfðu þekkst um árabil en endumýjuðu kynni sín snemma árs 2000 og ákváðu að hefja samstarf við verslunarrekstur á Laugavegi. í bókinni er Atli beðinn að lýsa Einari félaga sínum og gerir það svo: „Einar Öm var strákur sem var alltaf í góðu skapi og vildi öllum vel, kannski gekk hann stundum of langt í því að þjóna öðrum. En hann var ofboðslega skemmtilegur og gerði grín að öllum, líka sjálfum sér. Hann var mjög myndarlegur en fór mjög varlega í umgengni við konur og var síður en svo neinn kvennabósi og mjög heiðarlegur í öllum sínum samskiptum. Einar lifði og vildi lifa eftir þeirri gullnu reglu að koma fram við aðra eins og hann vildi að aðrir kæmu Atli Helgason fótboltahetja Atli var hetja og fyrirmynd margra ungra drengja eftir að hafa fengist viö þjálfun yngri flokka samhliöa eigin knattspyrnuiökan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.