Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 I>V 56 Helgarblað Aðsókn fimmfaldast milli ára: Ljósmyndin er að- gengileg fyrir alla Lækjartorg 14. júní 1942. EIMSKIP Aö lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón meö eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins hafa verið sendar skriflegar upplýsingar um rafræna skráningu og hlutafjáreign sína eins og hún er skráð í hluthafaskrá félagsins. Stjórn Hf. Eimskipafélags íslands - segir María Karen Sigurðardóttir forvörður Allt stefnir i að aðsókn að Ljós- myndasafni Reykjavíkur fimmfald- ist milli áranna 2000 og 2001. Þetta þakkar María Karen Sigurðardótt- ir, forvörður safnsins, betri stað- setningu þess og breyttri starfsemi en ljósmyndasafnið flutti úr Borg- artúni 1 niður í Grófarhús í Tryggvagötu á síðasta ári. Þar er það uppi á 6. hæð. Sýnilegri en áður „Við erum orðin miklu sýnilegri en áður og það var mjög sterkt hjá borginni að færa menninguna svona niður í miðbæ. Listasafn Reykjavíkur i Hafnarhúsið og okk- ur hingað í Grófarhúsið, ásamt Borgarbókasafninu og Borgarskjala- safninu. Þetta er ansi góður pakki sem myndar sterka heild því söfnin vinna vel saman og styrkja hvert annað,“ segir María Karen Sigurð- ardóttir, forvörður í ljósmyndasafn- inu. Hún segir aðstöðu til sýningar- halds líka hafa breyst til muna. Áður hafi ljósmyndasafnið ekki haft fastan aðgang að sal en í Grófarhús- inu sé sýningarsalur sem söfnin skiptist á um að nota og ljósmynda- safnið hafi skipulagt þrjár fastar sýningar á ári, eina í febrúar, aðra yfir sumartímann og þá þriðju í nóvember. „Við erum alveg komin með sýningarplan nokkur ár fram í tímann. Óskir um að fá að sýna ber- ast víða að og miklu færri komast að en vilja,“ segir hún. Ný sýning: Reykjavík nútímans Sýningin sem verður sett upp nú í byrjun nóvember heitir Reykjavik nútímans. Hún er eftir 17 starfandi ljósmyndara sem hafa verið að mynda borgina á síðustu vikum og mánuðum. „Við fáum þeirra sýn á hvernig samtíminn er í Reykjavík. Myndirnar eru að tínast í hús og það er mjög gaman að sjá hversu fjölbreyttar þær eru,“ segir María Karen. Hún segir sýninguna Reykjavík nútímans vera afmælis- sýningu því 20 ár séu frá því safnið var opnað. í fyrstu hafi það verið einkafyrirtæki en árið 1987 hafi Reykjavíkurborg tekið við rekstrin- Hvert úr sinni áttinni María Karen segir öflugan hóp vinna á safninu. Þar starfi sagn- fræðingur, sérmenntaður í ljós- myndum, listfræðingur með ljós- myndir sem sérgrein og tveir ljós- myndarar, annar með mikla þekk- ingu á safninu. Sjálf er hún mennt- uð i forvörslu, viðgerðum og varð- veislu á ljósmyndum. „Við komum hvert úr sinni áttinni, með mennt- un víða að úr heiminum og náum að blanda henni vel saman,“ segir hún. DV-MYND HILMAR ÞÖR Forvörðurinn „Aö skoöa gamla mynd er eins og aö bregða kíki upp aö auga og sjá inn í horfinn heim, “ segir María Karen Siguröardóttir. UÓSMYNDARI MAGNÚS ÓLAFSSON. Við sundskálann við Skerjafjörð 1909. En telur María Karen að áhugi á ljósmyndinni sé að aukast? „Ljós- myndun sem listform er að eflast,“ svarar hún og heldur áfram: „Svo er það þannig að ljósmyndin er að- gengQeg fyrir alla enda ölumst við upp við ljósmyndir. Allir eiga myndavélar og myndir heima. Þetta er því form sem við erum ófeimin við að skoða og túlka. Það er aðeins öðruvísi með myndlistina. Hún er fjarlægari." Að sjá inn í horfinn heim Stærstur hluti myndanna á safn- inu tengist Reykjavík á einhvem hátt enda er hlutverk þess meðal annars að festa samtímann í borg-' inni á filmu og afla heimildaljós- mynda um sögu borgarinnar. María Karen kveðst njóta þess að upplifa söguna gegnum gamlar myndir á safninu. „Það er eins og að bregða kíki upp að auga og sjá inn í horf- inn heim,“ segir hún. En á hún sér einhverja uppá- haldsmynd á safninu? „Nei, enga eina“ segir hún og bætir við: „Ég held upp á þær allar með tölu og reyni að varðveita þær sem best,“ -Gun. MYND ÚR SAFNI ALÞÝÐUBLAÐSINS, UÓSMYNDARI GUNNAR HEIÐDAL. Loönutankur springur í Hafnarfiröi í okt. 1971. UÓSMYNDARI BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON. I heimahúsi á 7. áratugnum. Hálf önnur milljón mynda Ljósmyndasafn Reykjavíkur á eina og hálfa milljón mynda, filmur, skyggnur og plötur. Einnig fjölda áhalda, tækja og muna sem tengjast ljósmyndum enda hafa margir gaukað að því efni gegnum tíðina. INNKOLLUN vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Hf. Eimskipafélagi íslands Mánudaginn 5. nóvember 2001 veröa hlutabréf í Hf. Eimskipafélagi íslands tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu (slands hf. í samræmi við ákvörðun stjómar Hf. Eimskipafélags íslands þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Öll hlutabréf í Hf. Eimskipafélagi íslands verða tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Hf. Eimskipafélags íslands að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Hf. Eimskipafélags íslands, Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík eða í síma 525 7188 eða með tölvupósti á hlutabref@eimskip.is. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eöa sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.