Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001
Helgarblað ________________________________________________________________________________________________PV
Fullnægingar kvenapa
Fullnæging kvenna er nú talin vera hluti af þróun mannkynsins. Þetta hefur komiö fram eftir viöamiklar rann-
sóknir á frændum okkar, öpunum (þeir eru fjarskyldari okkur en Norömenn og einnig loönari). Rannsóknir á kyn-
lífi apa hófust áriö 1968 (auövitaöl). Rannsakendur tóku eftir því aö á ákveönum tímapunkti i samförunum
kreppti kvenapinn hnefana eins og fullnæging væri blossandi innra meö dýrinu. Þetta ákváöu rannsakendur aö
væri mjög skýrt merki um aö apar fengju fullnægingu og í framhaldinu fylgdust þeir meö mörg hundruö samför-
um apanna og komust aö því aö í 97% tilfella fengu aparnir fullnægingu.
N eyðarhnappur
í neðra
- vísindamenn hafa í fjörutíu ár rannsakað fullnægingu
kvendýra, virkni snípsins og tilgang alls þessa
Fyrirtækjasnillingar með stór-
merkilegar háskólagráður hafa á síð-
ustu árum trommað upp með þær
kenningar að til að bissnessinn gengi
vel þá væri nauðsynlegt að hafa skýr
markmið. Markmiðasetning var niður-
staða fjölmargra rannsókna sem hafa
meira og minna staðið yfir frá upphafi
kapítalismans.
Skýr markmið eru afskaplega mikil-
væg í rekstri og reyndar í daglegu lífi.
Þetta vissu fyrirtækjasnillingamir ör-
ugglega fyrir en höfðu ekki sett visku
sína í rétt samhengi, höfðu ekki áttað
sig á því að þeir byggju yfir lyklinum
að leyndardómum fyrirtækjarekstrar.
í hveiju hjónarúmi hefur í gegnum
aldimar verið ákaflega skýr mark-
miöasetning, allar leiðir hafa legið í átt
til fullnægingar.
Kona Kents malara
Karlmannafullnægingin er talin
nauðsynleg fyrir vöxt og viðgang
mannkyns þar sem við fullnægingu
karlsins skjótast sæðisfrumumar eins
og kýr að vori i átt að eggfrumu kon-
unnar þar sem einlægur ásetningur
þeirra er að kveikja líf. Þessi eiginleiki
karla, fullnægingin, hefur verið þekkt-
ur frá örófi alda en saga fullnægingar
kvenna er nokkuð óljósari. Sagt er frá
því að á sautjándu öld hafi í Suður-
Englandi gerst þeir atburðir að karl
hafði samfarir viö „konu Kents malara
þar til hún gekk af göflunum". í mál-
lýsku héraðsins þýddi „að ganga af
göflunum" að skjálfa móðursýkislega.
Þessi frásögn töldu kynlífsfræðingar
margir hverjir að væri fyrsta heimild-
in um að kona hefði fengið fullnæg-
ingu, í það minnsta í hinum vestræna
heimi.
Kynlíf apa
Seinni tima rannsóknir hafa þó sýnt
fram á annað. Fullnæging kvenna er
nú talin vera hluti af þróun mann-
kynsins. Þetta hefur komið fram eftir
viöamiklar rannsóknir á frændum
okkar, öpunum (þeir em fjarskyldari
okkur en Norðmenn og einnig loðn-
ari). Rannsóknir á kynlífi apa hófust
árið 1968 (auðvitað!). Rannsakendur
tóku eftir því að á ákveðnum tíma-
punkti i samfórunum kreppti kvenap-
inn hnefana eins og fullnæging væri
blossandi innra með dýrinu. Þetta
ákváðu rannsakendur aö væri mjög
skýrt merki um að apar fengju full-
nægingu og í framhaldinu fylgdust
þeir með mörg hundmð samfomm
apanna og komust að því að í 97% til-
fella fengu apamir fuilnægingu. Þrem-
ur árum síðar tilkynnti annar stoltur
visindamaður að hann hefði framkall-
að fullnægingu hjá kvenapa með hjálp
lítils gervilims.
Rannsóknimar vom mjög ítarlegar,
dýrin vom tengd við alls konar mæli-
tæki þar sem mældur var púls, blóð-
þrýstingur og spenna í leginu. Öll við-
brögð vom lik því sem gerist hjá kon-
um þegar þær fá fullnægingar. Að
meðaltali tók fúllnægingin 15 sekúnd-
ur sem er ekki slæmt miðað við það
sem gengur og gerist hjá konum og
körlum. Rannsakendum þótti afar
áhugavert að svipur apanna varð mjög
áþekkur því sem gengur og gerist hjá
mannfólkinu.
í erlendum sápuóperam kvarta kon-
ur oft yfir því háttalagi karlmanna aö
velta sér yfir á hina hliðina og falla í
svefn; missa semsagt allan áhuga á fé-
laga sinum. Það er rétt að taka fram að
svona er þetta ekki aðeins hjá mann-
eskjunum, simpansar gera þetta líka.
Og vöðvasamdrættir í leggöngum era
ekki ókunnugt fyrirbæri hjá öðrum
spendýrum en öpum og mönnum. Kýr,
kanínur og hundar, svo eitthvað sé
nefnt, þekkja þetta líka.
Er stelkurinn kynvera?
Það sem hefur komið rannsakend-
um nokkuð á óvart er að fjölmörg
kvendýr era með sníp, til dæmis eðlur,
fuglar og fílar.Og líkt því sem er gerist
hjá konum þá er hann fullur af tauga-
endum og þegar hann er snertur þá
gera taugaboð það að verkum að kyn-
færin verða tilbúin til kynlífs. Það þarf
þó talsvert ímyndunarafl til að sjá fyr-
ir sér karleðlur eða karlkyns stelk
veita kvenskepnunni fullnægingu.
Vísindamaður varpaði umdeildri
kenningu fram fyrir mörgum ámm
um að snípurinn væri afgangurinn af
lim karlmannsins og ekki endilega
með eitthvert ákveðið hlutverk. Því
væri líkt farið með geirvörtur karla
sem væm afgangurinn af brjóstum
kvenna. Líklega hefðu karl og kona
þróast úr sömu veranni. Og til hvers
þurfa konur rennilás á buxumar sín-
ar?
Snípurinn er ekkert nýtt fyrirbæri
þótt hann hafi ekki alltaf verið notað-
ur markvisst við framköllun fullnæg-
ingar. Upphaflega snerti karldýrið
hann til að kalla fram breytingar á
leggöngunum svo þau yrðu mjúk og
rök og segja vísindamenn að það hafi
ekki veriö til að auka unað hennar
heldur til að komast hjá meiðslum
vegna núnings. Því má segja að snípur-
inn sé eins konar neyðarhnappur í
neðra.
Fleiri fullnægingar
Náttúran hefur ástæðu fyrir flestu
því sem er innbyggt í okkur skepn-
umar. Eins og áður sagöi er ástæðan
fyrir fulinægingu karlmanna sú að
við það verður sáðlát og vöðvasam-
drættir í limnum skjóta sæðinu út og
í flestum tilfellum inn í leggöng. Nú
hefur komið fram að erting snípsins
hjálpar til við samfarir. Þá er ekki út-
skýrt hvers vegna konur fá fullnæg-
ingu. Það er ekki nauösynlegt fyrir
vöxt mannkynsins að konur fái full-
nægingu auk þess sem benda má á aö
15-20% kvenna fá aldrei fullnægingu.
Þessi umræða hefur átt sér stað alla
tíð frá þvi á sjöunda áratugnum.
í frumstæðari dýrategundum er
kynlíf nokkm einfaldara en hjá
mannfólkinu. Þar eru hormónarnir
alls ráðandi og þegar estrógenið
rennur út í blóð kvendýranna verður
ekki ráðið við neitt. Dýrið sveiflar
halanum frá kynfæmnum og beinir
endanum að næsta karldýri. í þessu
sambandi er rétt að taka fram að aðr-
ar dýrategundir nota sjaldnast vímu-
efni við mökun. Hormónamir skipta
minna máli hjá konum þrátt fyrir að
rannsóknir sýni að þegar konan er
frjóust þá er hún tilbúnari í kynlíf.
Þeir vísindamenn sem trúa á að
allt kvikt hafi einhvem tilgang hafa
leitað ástæðunnar fyrir kvenlegri
fullnægingu og komist að mismun-
andi ástæðum sem flestar ber þó að
sama brunni. Fullnægingin gerir
kynlíf auðvitað eftirsóknarverðara
fyrir konur ef fullnægingin er með i
„pakkanum" og hún gerir það að
verkum að konan getur ráðið betur
við makavalið því sá sem gefur
henni mestan tíma og ánægju hlýtur
að ganga fyrir. Fræðimenn hafa
einnig haldið því fram að hluti af
ástæðunni fyrir fullnægingunni sé til
að mynda að vöðvasamdrættir í
leggöngunum hjálpi sæðinu að skjót-
ast inn.
Því er haldið fram að þróunin í
fullnægingarmálum kvenna sé enn í
fullum gangi og að á næstu áratugum
verði miklar sviptingar. Þá muni
áherslan hverfa frá snípfullnægingu
til leggangafullnægingar og raðfull-
nægingar færist í aukana. Þá er bara
að vona að hinn hluti mannkynsins
fái að halda áfram að taka þátt í þró-
uninni.
-sm
Síðastliðinn miðvikudag hóf Stöð
2 sýningar á nýjum íslenskum þætti
sem kallast Femin. Um er að ræða
fyrsta íslenska sjónvarpsþáttinn
sem á rætur sínar að rekja til net-
síðu því hann er beintengdur síð-
unni femin.is. Um er að ræða þátta
þar sem fjallað er um ýmis mál sem
tengjast konum eða eru þeim tengd.
Umsjónarmaður þáttarins er María
Ellingsen sem er líklega kunnust
sem leikkona. Hún hefur bæði leik-
ið hér á landi og erlendis. Til að
mynda lék hún stórt hlutverk í
bandarísku sápu-óperunni Santa
Barbara um nokkurt skeið. Hér á
landi hafa landsmenn meðal annars
getað séð hana í ýmsum hlutverk-
um í Hafnarfjarðarleikhúsinu. í til-
efni af nýja þættinum leyfir María
lesendum að kynnast hin hliðinni á
sér í blaðinu í dag.
Fullt nafn:
María Ellingsen
Fæðingardagur og ár:
22. janúar 1964
Maki:
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
Börn:
Lára Þorsteinsdóttir
Bifreið:
Honda CRV 4x4
Hvað finnst þér
skemmtilegast að gera?
Að vera í búðarleik með Láru
Hvað finnst þér
leiðinlegast að gera?
Standa í biðröð
Uppáhaldsmatur:
Skerpikjöt frá Færeyjum
Uppáhaldsdrykkur:
Vatn
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag?
Áfram Vala!
Hver er fallegasta kona/karl
sem þú hefur séð fyrir utan
maka?
Sting
Ertu hlynnt/ur eða andvíg/ur
ríkisstjóminni?
Hlutlaus
Hvaða persónu langar þig mest
til að hitta?
: Nelson Mandela
Uppáhaldsleikari:
Willem Dafoe
Uppáhaldsleikkona:
Meryl Streep
Uppáhaldsrithöfundur:
Halldór Laxness
Uppáhaldsbók:
Salka Valka
Uppáhaldsstjómmálamaður:
Nelson Mandela
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Bart Simpson
Eftirlætis sjónvarpsefni:
| The Simpsons
Á hvaða útvarpsstöö hlustarðu
helst?
Rás 1
Uppáhaldssjónvarpsstöð:
Stöð 2
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Þorsteinn J.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Leikhús bæjarins
Stefnirðu að einhverju sérstöku
í framtíðinni:
Eignast hest
Hvað óttastu mest?
Stríð
Hvaða eftirmæli viltu fá?
Besta mamma, amma og langamma
1 í heimi!!!