Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 68
FRETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001 Dauðaslys á Hafravatnsvegi: Tvær konur létust C-* og tveir slasaðir - nítján látnir á árinu c 'tt Tvær konur á þrítugsaldri létust og tveir eru alvarlega slasaðir eft- ir umferðarslys á Hafravatnsvegi ofan við bæinn Dal, það er skammt frá mótum Nesjavallaveg- ar, skömmu eftir hádegi í gær. Slysið bar til með þeim hætti að fólksbíl var ekið í austurátt, þar sem ökumaður missti stjórn á bílnum svo hann snerist og fór yfir á rangan vegarhelming. Þar lenti pallbíll sem var að koma úr austurátt af Nesjavallavegi á fólks- bílnum aftanvert hægri megin. Báðir bílarnir lentu utan vegar við áreksturinn sem var mjög harður. Konurnar sem talið er að hafa látist samstundis voru í aftursæt- um fólksbílsins. Tveir karlmann, ökumaður fólksbílsins og farþegi i framsæti hans, hlutu fjöláverka, meðal annars meiðsl á höfði og slösöust mjög alvarlega. Vakthaf- andi læknir á slysadeild Lands- spítalans-háskólasjúkrahúss í Fossvogi tjáði DV í gærkvöldi að þeir væru þó ekki í lífshættu. Öku- maður pallbílsins hlaut minnihátt- ar meiðsl, en var þó undir eftirliti lækna slysadeildar. Lögregla hafði í gærkvöldi ekki tiltækar nánari upplýsingar um tildrög slyssins, en Rannsóknar- nefnd umferðarslysa fer með rann- sókn málsins. Að sögn sjónarvotta var aðkom- an að slysstað mjög hrikaleg. Nítján manns hafa látist í umferð- arslysum hér á landi það sem af er, að meðtöldum konunum sem DV-MYND: HILMAR ÞÓR. A slysstaö Aðkoman aö slysstað var mjög hrikaleg. Báðir bílarnir lentu utan vegar viö áreksturinn en taliö er að konurnar tvær hafi látist samstundis. létust í slysinu á Hafravatnsvegi í gær. Þetta er og þriðja umferðar- slysið á árinu þar sem tveir látast; snemma á árinu lést fólk af er- lendu bergi brotið þegar bíll valt í Lögbergsbrekku og þann 10. sept- ember sl. létust mæðgin úr Hvera- gerði þegar bíll þeirra valt á Skeiðavegamótum í Árnessýslu. -sbs Útiljós Rafkaup Ánnúb 24 • S. 585 2800 öííier nierliiuélifl j fyrlrfagmenn ogfyrirtækl, heimili og skóla, fyrir röd og reglu, mig og þig. í| ngbgiaoeal 14 » slrai 554 4443 • If.ls/rafporF! Landssíminn: Sjö kjölfestutilboð „Þetta er ágætisbyrjun og tals- vert meiri þátttaka en ég þorði að vona,“ sagði Hreinn Loftsson, formaður Einka- væðingamefnd- ar, við DV í gær- kvöldi. Sjö skil- uðu inn óbind- andi tilboðum í fjórðung hluta- fjár í Landssíma fslands en til- boðsfresturinn rann út siðdegis gær. Meðal þeirra sem sendu inn tilboð eru nokkur öflugustu síma- og fjar- skiptafyrirtækin, segir Einkavæð- ingamefnd, en gefur ekki upp frekar upplýsingar. Opin kerfi eru meðal bjóðenda, sagði i fréttum Sjónvarps i gærkvöldi. Þetta er annar áfangi í einkavæðingu Landssímans, sala til svokallaðs kj ölfestufj árfestis. Að fengnum þessum sjö tilboð- um mun Einkavæðingamefnd sía tilboðsgjafa út og tveir til fjórir úr þeirra hópi fá frekari upplýsingar um Landssímann. Afstaða verður tekin til tilboðanna á næstu dög- um en bindandi lokatilboð þurfa að berast fyrir nóvemberlok. -sbs Hreinn Loftsson. DV-MYND KÖ Eldur í Klukkurima Kona brenn.dist í eldsvoða í gærdag. Hér má sjá slökkviliðsmenn að starfi en miklar skemmdir urðu á íbúðinni og innanstokksmunum. Bjargað af svölunum „Þegar við komum á staðinn stóð mikill reykur upp af öllu hús- inu. Þetta var hrikaleg aökoma," segir Guðmundur Halldórsson slökkviliðsmaður. Hann var á vett- vangi í gær þegar eldur kom upp í ibúð í fjórbýlishúsi við Klukk- urima í Grafarvogi. Kona var að bræða vax í potti þegar potturinn sprakk. Hún brenndist á fótum og var flutt á slysadeild. Eldsupptök eru óljós. Kunnugum virðist þó sem þau hafi orðiö í eldhúsi íbúð- arinnar sem er á neðri hæð fjölbýl- ishússins. íbúðin er mikið skemmd. Sjúkrabíll var kominn á vett- vang á undan slökkvibilum og brugðu sjúkraflutningamenn skjótt við. Fengu þeir stiga lánaðan í næsta húsi og björguðu ofan af svölum tveimur drengum sem ekki komust niður vegna reyks í húsinu sem og konu með sjö vikna gamalt bam. -sbs Kaffibarinn lokaður og Ingvar í London: Bókhaldsóreiða Kaffibarinn verður lokaöur enn um hríð samkvæmt heimildum DV. Staðnum var lokað að kröfu Tollstjórans í Reykjavík vegna vangold- inna vörslu- gjalda. Ingvar Þórðarson, at- hafnamaður og annar aðaleig- enda staðarins, sem haft hefur veg og vanda af rekstrinum er farinn úr landi og dvelst nú í London. Enginn virðist geta sagt um það hvort eða hvenær hann hyggist snúa til baka. Hinn að- aleigandi staðarins er Baltasar Kor- mákur. Hann hefur ekki haft af- skipti af rekstrinum undanfarin ár en sem stjórnarformaður ber hann fulla ábyrgð á fyrirtækinu. Á hans vegum er nú menn að rannsaka bókhald staðarins sem að sögn heimildarmanns DV einkennist af óreiðu. Meðal annars hefur verið áætlaður virðisaukaskattur á rekst- urinn þar sem ekki var skilað full- nægjandi skýrslum. Óvissa ríkir um það hvenær verður opnað aftur. Baltasar sagði við DV í vikunni að hann myndi sjálfur greiða skuldirn- ar til að koma rekstrinum í lag aft- ur ef ekki væri peninga að fmna annars staðar. Þrátt fyrir ítekaðar tilraunir hef- ur ekki náðst í Ingvar Þórðarson at- hafnamann. Á talhólfi hans segir: „Þetta er Ingvar. Please leave a message." Hann hefur enn ekki svarað skilaboðum DV. Einn náinna samstarfsmanna Ingvars sagði að vandræði Kaffi- barsins væru að stóru leyti til kom- in vegna rekstrarstjóra sem hætt hefði störfum fyrir nokkru. -rt Kaffibarinn Enn innsiglað. Álvershugmyndir við Eyjafjörð: Brátt þröng fyrir dyrum hjá búandkörlum - segir Steingrímur J. - Fyrirspurnum útlendinga fjölgar, segir atvinnuráðgjafi „Ef taka á þessar fréttir alvar- lega vil ég benda á að álvershug- myndir við Eyjafjörð hafa ævin- lega verið heiftarlega umdeildar. Síöan hlýt ég líka að spyrja hvort þessi ríkisstjórn ætlar endalaust að taka við álverum hingað til lands og hvort hér á að vera opið hús? Ef svo er hlýtur brátt að verða hér þröng fyrir dyrum hjá búandkörlum,“ segir Steingrim- ur J. Sigfússon, formaður VG og þingmaður Norðurlands eystra. Fulltrúar rússneskrar fyrir- tækjasamsteypu fund- uðu á fimmtudag á Ak- ureyri með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra og skoðuðu m.a. aðstæður á Dys- nesi, þar sem er frátekin lóð fyrir stóriðju, i fylgd Hólmars Svanssonar, framkvæmdastjóra At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Hann legg- ur áherslu á að málið allt sé á Steingrimur J Slgfússon. fyrst og fremst verið að kynna sér möguleika til uppbyggingar hérlendis. „Þeim leist mjög vel á sig hérlendis en um framhald málsins var ekkert ákveð- ið. Menn skiptust á upplýs- ingum og það er alltaf fyrsta skrefið," sagði Hólmar sem segir fyrir- spurnum erlendra aðila um aðstæður til atvinn- uppbyggingar hérlendis fara byrjunarstigi og Rússarnir hafi fjölgandi. Steingrímur J. Sigfússon segir að hafa verði í huga að stórfyrir- tæki kanni ekki aðstæður um heiminn allan - og þótt Rússar stingi niður fæti við Eyjafjörð megi alls ekki líta svo á að fram- kvæmdir við álver hefjist strax á morgun. Hann segist jafnframt telja að sú pólitík sem íslensk stjórnvöld reka í stóriðjumálum geri landið fýsilegt fyrir erlenda iðjuhölda - ekki síst vegna ríflegs megunarkvóta Islendinga sam- kvæmt Kyoto-bókuninni. -sbs / i / / / / / / / / / / / / i / / / / / / / / / / / / / / / / /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.