Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 29
29
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001
DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
var virkur alkóhólisti og drakk
alltaf um helgar. Þá drakk hann og
málaði. Hann var reyndar mjög góð-
ur málari þó aðalstarf hans væri
ávallt í banka. Þar kom hann sér
mjög vel enda veit ég að hann var
yflrleitt mjög Ijúfur maður, bæði
hér heima og útífrá. Pabba var mjög
margt til lista lagt, það veit ég enn
betur í dag en á barnsaldri. Hann
var góður skákmaður og frábær
teiknari.
En um helgar var alltaf sama
mynstrið hjá honum. Það voru
alltaf föstudagarnir. Þegar hann var
orðinn ölvaður kom hann fram í
stofu og sat yfir þeim sem þar var
fyrir. Á þeim tíma gætti ég þess
alltaf að vera kominn heim áður en
hann væri orðinn drukkinn svo
yngri systkini mín kæmust hjá því
að þurfa að hlusta. Ég hlustaði á
hann langt fram eftir nóttu og það
var oft mjög erfiður tími. Á laugar-
dögum beið ég ávallt eftir því að
pabbi vaknaði því þá var íþrótta-
þáttur klukkan fjögur í sjónvarp-
inu. Pabbi var vanur að liggja í sóf-
anum í stofunni og ég við hliðina á
honum og saman horfðum við á
íþróttirnar.“
Faðirinn fer
„Pabbi fyrirfór sér haustið 1984
og kom ég að honum þar sem hann
hafði leitt slöngu inn um útblásturs-
rörið á bílnum sínum en bíllinn
stóð fyrir utan hús. Ég haföi farið á
bíó en gleymdi því aldrei sem pabbi
sagði við mig áður en ég fór. Hann
sagði að ef eitthvaö kæmi fyrir
hann þá yrði ég að hugsa um fjöl-
skylduna. Ég hef alltaf ásakað sjálf-
an mig svolítið, því eftir á fannst
mér eins og pabbi minn hefði verið
að aðvara mig um að hann hefði
þetta í hyggju. Ég vissi að hann var
sorgmæddur. Ég held að ef þetta
ástand hefði verið í nútímanum þá
hefði pabbi ekki endað ævina
svona. Hann hefði farið í meðferð og
síðan lagt alla krafta sína í fjöl-
skylduna. í þá daga var viðhorfið
allt öðru vísi til áfengissjúklinga og
ég skil hann að vissu leyti. Ég hef
aldrei hatað hann fyrir það sem
hann gerði og ég gleymi aldrei
fyrstu jólunum sem enginn pabbi
var til staðar."
fram við sig. Mér fannst hugarfar
okkar og lífsskoðanir vera svipaðar
að mörgu leyti; við komum vel fyrir
báðir, góðir í íþróttum og fólk hafði
traust á okkur.“
Félagi kynnti mér efedrín
Atli Helgason var þekktur knatt-
spyrnumaður og segir frá því
hvernig hann kynntist fyrst flkni-
efnum en það var einmitt gegnum
íþróttirnar. Atli kynntist fikniefn-
um fyrst 1996.
„Þá náinn félagi minn og leið-
beinandi hafði komið mér í kynni
viö efedrín sem er örvandi efni sem
notað hefur verið af íþróttamönnum
um nokkurra ára skeið. Efnið hefur
alltaf verið ólöglegt en til skamms
tima komust menn upp með að nota
það. Þegar að er gáð er efedrín að-
eins veikari útgáfa af amfetamíni.
Á fáeinum mánuðum var svo
komið fyrir mér að ég notaði
efedrín til að auka kraft, þol og þor
í knattspyrnunni. Amfetamínið
varð hinsvegar efnið sem ég notaði
til að standa mig í vinnunni. Auð-
vitað gekk þetta ekki upp og ég
hrundi niður andlega og endaði á
meðferðarstöðinni Teigi við Flóka-
götu í Reykjavík um áramótin
1996-1997.“
Fagra veröld
Atli lýsir síðan aðstæðum sínum
eins og þær komu honum fyrir sjón-
ir í nóvember 2000.
„I nóvember árið 2000 var ég Atli
Helgason, 33 ára gamall starfandi
lögmaður sem auk þess hafði að
nokkru snúið mér að verslunar-
rekstri. Mér fannst lífið blasa við
mér eins bjart og hugsast gat. í
ágúst þetta sama ár höfðum við
gengið í hjónaband ég og konan sem
ég elska. Það gerðist í litlu róman-
tísku fjallaþorpi skammt frá borg-
inni Nice upp af Miðjarðarhafs-
ströndum Frakklands. Þetta var
fullkomið og framtíðin björt.
Við vorum langt komin með að
reisa draumahúsið og framtíðar-
heimili okkar. Vorum flut’t inn og
önnum kafin við að koma öllu í
horf. Erfiðleikarnir við húsbygging-
una voru að mestu að baki og fjár-
hagsstaða okkar var með ágætum.
Ég á tvær yndislegar dætur, 12 ára
og 16 ára. Fjölskyldan var samrýmd
og okkur fannst allt vera eins og við
gátum helst óskað okkur. Vinimir
voru margir og gleðistundirnar
bjartar."
Æskan í Sæviðarsundi
Atli lýsir í bókinni nokkuð bak-
grunni sínum og æskuárum sem
voru að mörgu leyti afar erfið en
Atli er fjórði í röð sex systkina sem
ólst upp við Sæviðarsund. Það er
rétt við knattspyrnuvöll Þróttar
enda var fjölskyldan sannkölluð
„Þróttarafjölskylda" þar sem faðir-
inn sinnti m.a. dómgæslu fyrir fé-
lagið en elsti sonurinn lék knatt-
spyrnu með Þrótti eins og Atli átti
síðar eftir að gera. Skuggar áfalla
settu mark sitt á æsku Atla en árið
1980 fórst elsti bróðir hans af slys-
forum þegar hann ók bíl sínum í
Reykjavíkurhöfn eftir eltingaleik
við lögregluna. Fjórum árum siðar
stytti faðir hans sér aldur og.ári eft-
ir þann atburð lenti elsti þálifandi
bróðir Atla í alvarlegu bílslysi þar
sem fólk lét lífið og bróðir hans slas-
aðist mjög alvarlega og mun aldrei
ná sér að fullu.
í áminnstri bók lýsir Atli sam-
bandi sínu við fóður sinn þannig.
„Fjölskyldan var mjög náin og
gott samband okkar á milli. Hið
eina sem skyggði á í æsku okkar
var áfengisneysla föður okkar sem
Atli ólst upp í Sæviöarsundi.
Heimiliö var rétt viö Þróttarvöllinn og fjölskyldan tók mjög virkan þátt í starfi
félagsins. Atli er hér nokkurra ára gamall pjakkur, nýlega fluttur í Sæviöar-
sundiö.
Þetta gerðist vegna lítil-
vœgs ágreinings. Svo lítil-
vægs að maður í þokka-
legu andlegu jafnvœgi
átti ekki að láta það
hagga sér. Hvað eftir ann-
að upplifi ég þá tilfinn-
ingu að þetta hafi ekki
átt sér stað.
Skammast mín enn
fyrir viðbrögðin
Atli heldur áfram og lýsir nánar
samskiptum sínum við fóður sinn.
„Ég man eftir því er ég var yngri
hversu mikið ég leit upp til hans
og reyndi að gera allt eins og hann.
Ég man sérstaklega eftir því hvem-
ig ég æfði göngulagið hans. Það
var því mikil söknuður og missir
að föður mínum. Viðbrögð mín við
dauða hans voru mjög undarleg.
Mér fannst eins og tilveran hryndi
og átti mjög bágt með að taka við
samúðaróskum. Ég skammast mín
enn yfir viðbrögðum mínum því ef
fólk rétti mér höndina átti ég það
til að rétta því einn fingur og forð-
aði mér síöan hiö snarasta."
Atli lýsir því hvernig arfleifð
áfengisneyslu fylgdi honum út í líf-
ið eftir uppeldi í skugga sjúkdóms-
ins.
„Áfengissýkin hefur fylgt sum-
um okkar systkinanna en öðrum
ekki. Það virðist vera eins og
venjulegast er í fjölskyldum. Sjálf-
ur er ég alkóhólisti, það er mér
fullljóst. Hinsvegar hafði ég ávallt
megnustu skömm á áfengi og
áfengisneyslu. Sú skömm stafar
vafalaust af því sem hún olli á
æskuheimili mínu. Ég var sjálfur
hræddur við áfengi. Engu að síður
drakk ég eins og fleiri krakkar á
unglingsárunum. í fyrsta sinn í 9.
bekk, þeim síðasta í grunnskólan-
um. Þá varð ég svo drukkinn að ég
var borinn heim af félögum mín-
um og mundi ekki neitt eftir á. Svo
þróaðist drykkjan hjá mér með
þeim hætti að ég drakk ekki illa og
lenti aldrei í útistöðum og segja
má að ég hafi aldrei aftur orðið of-
urölvi en þurfti samt alltaf að
halda aftur af mér við drykkjuna.
Hins vegar fann ég fyrir vissri
spennu i kringum drykkjuna og þá
helst áður en hún hófst en búið var
að ákveða að drekka áfengi. Til
dæmis fór að bera á gleymskuköst-
um hjá mér samhliða þessari
spennu. Ég átti það til að spyrja fé-
laga mina og samstarfsfólk sömu
spurninganna tvisvar og var þá bú-
inn að gleyma því aö ég hafði áður
rætt sömu mál. Það var alltaf
svona. Spenna og kvíði var alltaf
mikill áður en drykkja hófst. Mér
fannst ég vera að brjóta gegn eigin
lögmálum."
Er hættur að fela mig
Atli Helgason segir í viðtali við
bókarhöfund að í kjölfar morðsins
hafi sjálfsmorðshugsanir sótt á
hann en hann hafi kosið að lifa og
takast á við afleiðingar gerða
sinna. Hann lýsir baráttu sinni við
aö komast undan lyfjagjöf í fang-
elsinu og telur að lyfjanotkun
fanga með þegjandi samþykki
lækna sé stórfellt vandamál sem sé
mjög alvarlegur blettur á rekstri
fangelsisins og telur þar eina aðal-
ástæðu þess vítahrings sem fang-
elsismál á íslandi eru í að hans
mati,
Atli segist skrifa mjög mikið í
fangelsinu og teikna mikið enda
hafi hann erft hæfileika foður síns
á því sviði að einhverju leyti.
Hann telur ekki útilokað að til út-
gáfu á hugverkum hans muni
koma einhvem tímann í framtíð-
inni en segir að framtíð sín á Ís-
landi sé hulin þoku.
„Á svona tímum hugsar maöur
gjarnan framtíðina í útlöndum en
það verður tíminn að leiða í Ijós.
Framtíð á Íslandi er hulin þoku en
hitt er þó annað að ég mun ekki
leggja á flótta. Ég mun ætíð takast
á við staðreyndir lífsins og hef flú-
ið og falið mig í síðasta sinn.“