Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001
I>V
67
Helgarblað
Kjötbollurnar steiktar
í helgarmatinn
Nú er fjallalambiö ferskt í öllum
verslunum og því koma hér nokkr-
ar lambakjötsuppskriftir sem ein-
hverjum ættu að gagnast.
Lamb í bragömikilli sósu
1 lambalæri, um 1.5 kg, skorið í
bita
6 msk. olía
1 stór laukur
200 gr skalottlaukur
4 gulrætur, í stórum bitum
4 kartöflur, skornar í þykkar
sneiðar
1 þroskaður tómatur, sneiddur
1 epli afhýtt, kjarnhúsið íjarlægt
og eplið sneitt
salt
1,75 dl soð
2 hvítlauksrif
2 msk. edik
1/2 pk. grænar baunir, frosnar
Hitið 4 msk. af olíu í leirpotti eða
þykkbotnuðum potti. Bætið kjöti,
lauk, gulrótum, kartöflum, tómötum
og epli í pottinn. Saltið eftir smekk.
Setjið lok yfir og sjóðið við fremur
háan hita í um 20 mínútur. Hræriö
i öðru hvoru þar til allt er brúnað
en ekkert brennt. Hellið fitu af, ef
einhver er. Bætið soðinu í (teninga-
soð ef ekki vill betur). Setjið lok á og
látið sjóða við lágan hita í hálftíma.
Bætið hvítlauk, ediki og baunum út
í og látið sjóða í nokkrar mínútur.
Borðið með stöppuðum kartöflum.
Kjötbollur frá Marokkó
250 g lambakjöt hakkað
250 g kartöflur, soðnar og stapp-
aðar
2 egg
30 g steinselja, söxuð
2 laukar, fmsaxaðir
1/4 tesk. nýmalaður pipar
1/2 tesk. cayennepipar
salt
4 msk. hveiti
2 dl ólífuolía
Blandið öllu saman nema hveiti
ðg olíu. Mótið farsið í bollur á stærð
við egg,
örlítið
flatar og
veltið
þeim í
hveitinu.
Hitið olí-
una þar
til hún
sýður í
kringum
eldspýtu,
sem
stungið er ofan í hana. Steikið boll-
urnar í olíunni í um 10 mínútur eða
þar til þær eru steiktar í gegn.
Steikið ekki of margar í einu, þvi þá
soðna þær en steikjast ekki Berið
þær fram rjúkandi heitar með kart-
öflum og grænmeti. Góð sósa spillir
ekki.
Ofnsteikt læri með
hvítlaukssósu
1 læri
75 g smjör
salt og pipar
10 hvítlauksrif
3 dl soð (úr teningi)
2 msk. tómatmauk
Smyrjið kjötið með smjöri og
steikiö það við 200 gráður í um 15
mínútur á hver 500 g af kjöti.
Kryddið með salti og pipar þegar
steikingartíminn er hálfnaður. Út-
búið sósuna meðan kjötið stiknar.
Sjóðið hvítlaukinn í vatni í 3-4 min-
útur. Kælið hann síðan í köldu
vatni og þerriö. Stappið laukinn í
mauk. Hitið það ásamt soðinu,
kjötsafanum og tómatmaukinu,
kryddið með salti og pipar og látið
sjóða við háan hita í um 5 mínútur,
svo sósan þykkni svolítið. Berið
lærið fram heilt og sósuna í
sósukönnu. Kartöflur eru ómissandi
með.
Lærið á aö vera Ijósrautt í sárib
Aðeins í Smáralind
í Útilíf
Smáralind
Rýmum fyrir 2002 módelunum
Alltað
• Snjóbretti
• Snjóbrettaskór
• Snjóbrettabindingar
• Snjóbrettafatnaður
Skíðadagar
á sama tíma
Aðeins í Glæsibæ
25. október - 4. nóv.
UTILIF
SMÁRALIN D
Sími 545 1500 • www.utilif.is
■■
- % Packard Bell
Heimilistilboð
Packard Bell iConnect,
heimilistölva og Sharp AJ-1805
prentari, saman á veroi fyrir þig.
119.900
Stilltu þig!
28" BECO sjónvörpin eru komin
aftur. Fyrstir koma -fyrstir fá!
Verð aðeins 49.900
|
SHARP
Tandurhrein tilboð
á þvottavélum,
% t r þurrkurum, og
uppþvottavélum
AEG
Verð áður
í allan vetur!
5.990
Æ Ð U R N I R
iSON
T.Vin,liLTTQI
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Popparí vikunnar!
Þetta ómissandi hjálpartæki
heimilisins á tilboði í dag.
Verð áður m - . _ _ _ _
fs^e* 12.900
EINN TVEIR OG ÞRÍR 179.203