Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 10
10
DV
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjðrn Kárason
Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Blrgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Fyrirlitnar skoðanir
„Negro“ er enskt orð, sem bandarískir svertingjar vildu
um langt árabil nota sem samheiti yfir sig. Þeir töldu það
vera nokkum veginn hlutlaust orð, sem ekki fæli í sér
niðurlægingu, betra en orðið „black“. Samkvæmt þessu er
vafasamt að telja orðið negri vera ókurteist.
Samt segir íslenzkur dómari, að „alkunna sé“, að enska
orðið „negro“ sé neikvætt, enda óski svertingjar, að önn-
ur orð séu notuð. Dómarinn notar sjálfur orðið blökku-
maður, þótt svertingjar hafi verið búnir að hafna orðinu
„black“ áður en þeir höfnuðu orðinu „negro“.
Spurningin er, hvort ekki sé rétt að kæra og dæma
dómarann fyrir kynþáttahatur úr því að hann telur við
hæfi að dæma varaformann Félags íslenzkra þjóðernis-
sinna fyrir að nota orðið negri. Orðhengilsháttur að hætti
dómarans er nefnilega ekki gott vegarnesti.
í nýföllnum dómi er talið, að orðin „Afríkunegri með
prik í hendi“, sem „nenni ekki að berja af sér flugurnar"
séu niðrandi í garð svartra manna. Því beri varaformanni
Félags íslenzkra þjóðernissinna að greiða 30.000 króna
sekt fyrir að hafa notað þessi orð í blaðaviðtali.
Raunar er furðulegt, að ákæruvaldið og dómsvaldið séu
að eyða tíma í að skipta sér af orðavali, sem dómarinn seg-
ir sjálfur, að séu „ekki gróf eða mjög alvarleg“. Ruglið er
í samræmi við fáfræðina, sem dómarinn sýndi, þegar
hann hætti sér út í tungumála-sagnfræði.
Ákæran og dómurinn byggjast að nokkru leyti á við-
leitni sumra manna á Norðurlöndum til að skipta hugsun-
um í pólitískt viðurkenndar hugsanir og þær, sem ekki
eru pólitískt viðurkenndar og hvetja menn til að nota ein-
göngu orð, sem viðurkennd eru af samfélaginu.
Þessi góðviljaða hreinsunarstefna i málnotkun er
dæmigerð forsjárhyggja. Hún hefur stuðning af almenn-
um hegningarlögum, sem banna fólki að hæðast að öðrum
eða smána þá. Samkvæmt lagagreininni mætti og ætti að
draga alla háðfugla og eftirhermur fyrir dóm.
Þessi vafasama grein hegningarlaganna er ættuð frá
Norðurlöndum og er sem betur fer lítið notuð hér á landi.
Samkvæmt henni mætti dæma dómarann sjálfan fyrir
kynþátthatur út af orðinu svertingi, sem hann notaði í úr-
skurðinum, svo sem bent var á hér að ofan.
Óskorað hugsana- og tjáningarfrelsi er hornsteinn vest-
ræns samfélags. í skjóli þess hafa hugmyndir um stjóm-
mál og samfélag, tækni og vísindi fengið að þróast án for-
sjárhyggju að ofan. í skjóli þess hafa vestrænar þjóðir ris-
ið til mannlegrar reisnar og velsældar.
Þetta frelsi felur i sér, að enginn getur ákveðið fyrir
aðra, hvaða hugsanir og skoðanir séu nothæfar og hverj-
ar séu það ekki. Það, sem pólitískt viðurkennt fólk i dag
telur vera óviðeigandi orðalag, getur verið viðeigandi á
morgun. Forsjárhyggjumenn eru alls ekki alvitrir.
Þegar góðviljuð forsjárhyggja og hrein lýðræðishyggja
stangast á, ber okkur að taka lýðræðið fram yfir. Við eig-
um að taka úr notkun lagagreinar, sem takmarka svigrúm
manna til að tjá sig á hvaða hátt, sem þeir vilja, enda eru
þær aðeins notaðar með höppum og glöppum.
Ef 233. grein hegningarlaga væri almennt notuð, ef
ákæruvaldið kærði almennt út af henni, ef dómarar
dæmdu almennt á þann hátt, sem gert var í umræddu
máli, væri risið hér á landi sérkennilegt ríki skoðanakúg-
unar, sem ekki stenzt forsendur lýðræðis.
Við ættum heldur að hafa í heiðri orð Voltaires, sem
sagði: „Ég fyrirlít skoðanir þínar, en er reiðubúinn að
fórna lífinu fyrir rétt þinn til að halda þeim fram.“
Jónas Kristjánsson
"I
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001
Þetta voru erfiðir dagar
Reynir
Traustason
ritstjórnarfulltrúi
Laugardagspistiil
„Við pabbi ætlum ekkert að þrífa
á meðan þú ert i útlöndum," sagði
stúlkubarnið við móður sína sem
var í óðaönn að pakka niður tveim-
ur ferðatöskum í eina.
Móðirin leit forviða upp frá basli
sínu við töskurnar. „Hvað segirðu,
barn?“ spurði hún og barnið endur-
tók fyrri yfirlýsingu sína. „Við ætl-
um heldur ekki að búa um rúmin.
Pabbi segir að við eigum að hafa
þaö notalegt,“ sagði barnið og leit
ástúðlega á föður sinn sem lá í sófa
í grenndinni. Móðirin leit í sömu
átt og maður hennar fann að hann
var í vanda. Værð hans var rofin
og hann reyndi af vanmætti að út-
skýra það sem hann sagði við stúlk-
una um væntanlegt háttalag þeirra.
Dularfullur klúbbur
Maðurinn vissi sáralítið um
saumaklúbb konunnar og dulúðin
sem hvíldi yflr félagsskapnum var í
hans huga álíka og hjá frímúrara-
reglunni. Hálfsmánaðarlega héldu
þær fundi á heimilum sinum til
skiptis. I þeim tilvikum sem fund-
urinn var haldinn á heimili hjón-
anna gerði konan honum af mýkt
ljóst að nærveru hans væri ekki
óskað. Hann var á rósamáli hvattur
til að bregða sér eitthvað af bæ í
nokkra klukkutíma eða að minnsta
kosti að halda sig fjarri stofunni
þar sem samsætiö skyldi haldið.
Hann hafði gert tilraun til að kom-
ast inn í hin helgu vé með þvi að
bjóðast lævíslega til að lesa þeim
ljóö en því var ekki svarað.
Nokkrum sinnum hafði hann kom-
ið heim og fyrir kurteisis sakir tyllt
sér á stól og heilsað upp á konurn-
ar. Hann fann að við komu hans
minnkaði gleðin og dofi færðist yfir
samkvæmið. Þá ákvað hann að
hætta að reyna að skilja eðli
saumaklúbba. Á einhverjum tíma-
punkti kvartaöi maðurinn yfir því
að hann og bömin kæmust ekki að
sjónvarpstæki heimilisins til að
drepa tímann á meöan klúbburinn
fundaði. Næsta dag kom konan
með lítið sjónvarpstæki og festing-
ar. „Þetta á að fara í svefnherberg-
ið. Það verður allt annað líf hjá
okkur að kúra uppi í rúmi og horfa
á bíómyndir," sagði hún i sömu
svifum og hún rétti manninum bor-
vél, skrúfur, tappa og skrúfiám.
Kvöldið eftir hafði verið boðaður
fundur í saumaklúbbnum og hann
skynjaði að ætlast var til að þá yrði
tækið komið upp. Hann hlýddi og
næstu tímana boraði hann og
skrúfaði.
Snemma kvöldið eftir hringdi
dyrabjallan. Maðurinn leit á konu
sína sem leit á herbergisdyrnar
með snöggum höfuðhnykk. Hann
skynjaði sinn vitjunartíma og
geispaði. „Ætli ég fari bara ekki að
leggja mig,“ sagði hann og með
stúlkubarnið sér við hönd hélt
hann inn í herbergi þar sem þau
eyddu næsta klukkutímanum við
að horfa á Nýjustu tækni og vís-
indi. Framan úr stofunni glumdu
glaðvær hlátrasköll. Hann sofn-
aði undir stilli-
myndinni og í
svefnrof-
unum
hlakkaði
hann til
að
vakna
komast í leif-
arnar af veislu-
föngum kvenn-
anna hlátur-
mildu.
Aukin ábyrgð
Nokkuð var um
liðið siðan sauma-
klúbbur konunnar hafði
ákveðið að gera jólainnkaup
á slóðum íra í borginni Dublin.
Félagamir höfðu komist að þessari
niðurstöðu eftir ítarlega umræðu
og dagsetning var ákveöin. Maður-
inn hafði fyrst heyrt af málinu eft-
ir að kona hans hafði lagt hart að
honum að fara til útlanda í einkaer-
indum á milli þess sem hann
skaust til annarra heimsálfa í at-
vinnuskyni. Hvattur af konu sinni
lagði hann upp í fimm manna hópi
í veiðiferð til Grænlands þar sem
hópurinn náði að veiða fimm mar-
hnúta auk þess að skjóta nokkra ís-
jaka. Um það bil sem hann lagði
upp í feröina komst Dublin á dag-
skrá. Konan benti honum á að hún
myndi annast börn og bú í fjarveru
hans og nú hefði verið ákveðið að
hann tæki að sér sama verkefni síð-
ar. „Við stelpurnar ætlum aö kaupa
jólagjafirnar í Dublin," sagði hún.
Eftir Grænlandsferðina var um
fátt annað talað en Irland. Eftir því
sem nær dró brottfarardeginum tók
að gæta uggs í brjósti húsbóndans.
Hann kveið þeirri ábyrgð sem
fylgdi því að stjórna heimilinu og
börnunum. Hann fór margoft yfir
hina ýmsu þætti með konunni en
fann að sjálfstraustið minnkaði
stöðugt. Tveimur dögum fyrir
brottförina til írlands bað hann, al-
varlegur í bragði, konuna að eiga
við sig orðastað. Minnugur æsku-
ára sinna í sveit í Borgarfirði riíj-
aði hann upp að þegar amma hans
fór í ferðalög með kvenfélaginu
hafði hún þann hátt á að elda
Snemma kvöldið eftir
hringdi dyrabjallan.
Maðurinn leit á konu
sína sem leit á herbergis-
dyrnar með snöggum höf-
uðhnykk. Hann skynjaði
sinn vitjunartíma og
geispaði. „Ætli ég fari
bara ekki að leggja mig, “
sagði hann.
Þeldökkur með staf
Eitt sinn hitti ég letilegan negra
sem reykti Kamel. í þessum níu
orðum er ég trúlega búinn að þri-
brjóta íslensk lög. Mér verður
kannski stefnt fyrir dómstóla og
reyttar af mér þúsundir króna -
nema dómarinn hafi þeim mun
meiri kímnigáfu og umburðar-
lyndi. Samt er þetta satt. Ég hitti
þennan mann á fimmtu tröð á Man-
hattan fyrir langalöngu og átti við
hann rabb. Auðvitað má orða það
svo að þetta hafl verið afslappaður,
þeldökkur náungi sem svelgdi í sig
óhollan tóbaksreyk og líklega er
það í lagi lögum samkvæmt. í ljós
kom í stuttu spjalli að honum var
miklu verr við mig og aöra hvít-
ingja en mér nokkru sinni við
hann. Mér var náttúrlega nákvæm-
lega sama. Manngarmurinn mátti
vera eins latur og hann vildi og
hann mátti reykja eins margar filt-
erlausar sígarettur og hann vildi.
En þetta er útúrdúr í tilefni þess
að fallinn er makalaus dómur sem
fær gamla blaðakarla eins og mig
til að hrökkva upp í stólnum. Ung-
ur sveitapiltur undan Eyjafjöllum
hefur verið dæmdur fyrir skoðanir
sínar og ummæli sem hann við-
haföi í viðtali við Dagblaðiö fyrr á
þessu ári. í þessum dómi er að
finna skoðanakúgun sem er mér
ekki að skapi. Þessi ungi maður,
varaformaður einhvers konar
„samtaka" sem kenna sig við þjóð-
emissinna, er þeirrar skoðunar að
landið eigi aðeins að byggja menn
með mjólkurlita húð. Hann vill
ekki sjá súkkulaðilitað fólk á göt-
um borga og bæja, hvað þá í sveit-
inni sinni undir Eyjafjöllum.
Illa smíöuð lög þingmanna
Dómur héraðsdóms í máli sveita-
drengsins er enn ein atlagan að rit-
frelsi á íslandi. Enn ein misheppn-
uð lagasmíð hefur litið dagsins ljós
og ólögin farin að virka. Blaða-
menn og rithöfundar þurfa í fram-
tíðinni að hafa lagasafnið við hönd-
ina þegar sett eru orð á blað. Öfgar
og ófrelsi dynja á þeim sem voga
sér að skrifa. Mikið er talaö um
öfgamenn nú um stundir en ættum
við ekki að líta í eigin barm? Á
vissan hátt erum við öfgamenn í
lagasetningu og full þörf er á því að
taka ýmis mislukkuð og nánast
ekkert hugsuð lög til endurskoðun-
ar. Þessi lög eru þingmönnum til
vansæmdar.
Viötal Dagblaðsins við einn for-
ingja meintra samtaka um þjóðern-
ishyggju, sem mér sýndist reyndar
koma frá einu og sama heimilinu,
speglaði vissan raunveruleika í ís-
lensku lífi. Hér á landi, eins og um
alla Evrópu, hefur verið i gangi
viss óbeit og jafnvel hatur hóps
fólks á því fólki sem fengið hefur
nafnið nýbúar. Þetta er auðvitað
galin hugsun. Nýbúar hafa reynst
okkur prýðilega og það eina sem
mér finnst skorta á er að þeir læri
íslensku, setji sig inn í íslensk mál-
efni og umgangist íslendinga sem
jafningja sína. Ribbaldar og vand-
ræðamenn eru oftar en ekki hvítir,