Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 62
74
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001
Tilvera 33 "V
lí f iö
Laugardags-
kvöld á Gili
Fyrsta skemmtikvöld af sjö í
syrpunni Laugardagskvöld á Gili
verður í kvöld í tónlistarhúsinu
Ými. Jóhanna V. Þórhallsdóttir
heldur þar uppi fjöri og fær til
sín gesti. Þar koma fram
söngkvartettinn 4 klassískar,
Harmoníkusveitin Stormurinn,
Léttsveit Reykjavikur og félagar
úr Karlakórnum Fóstbræðrum.
Opnanir
■ GUNNLAUGUR SCHEVING í
LISTASAFNI ISLANDS Qpnuð verð-
ur yfirlitssýning á verkum Gunnlaugs
Scheving í dag 7 Listasafni íslands.
■ MYNDLISTARSÝNING í HÁ-
SKOLABOKASAFNINU A AKUR-
EYRI Félagar í Samlaginu Listhúsi
opna í dag sýningu á nýjum verkum
félaga sinna, leirlist, textíl og mál-
verkum, á Háskólabókasafninu á
Akureyri milli kl. 15 og 17.
■ GLÓÐARAUGA Á HRINGTORGI í
dag, kl. 15, verður afhjúpað lista-
verkið Glóðaraugaeftir Harald Jóns-
son. Verkið verður á horni Suður-
götu og Hringbrautar í Reykjavík. Við
afhjúpun verksins verður boöið upp
á léttar veitingar og eru allir vel-
komnir. Glóðarauga er hluti I sýn-
ingaröðinni Listamaðurinn á horninu
en aðstandendur hennar eru mynd-
listarmennirnir Gabríela Friðriksdótt-
ir og Ásmundur Ásmundsson.
Tónlist
■ BERLINARKVARTETT TOMASAR
R. A KJARVALSSTODUM I dag kl.
16 kemur Berlínarkvartett Tómasar
R. fram í Listafni Reykjavíkur - Kjar-
valsstöðum, og eru tónleikarnir til-
einkaðir Kristjáni Guömundssyni
myndlistarmanni.
■ TÓN LISTARDAGAR í DÓM-
KIRKJUNNI Arlegir tónlistardagar í
Dómkirkjunni hefjast á morgun,
sunnudag, kl. 17.00. Við setninguna
veröur meðal annars frumflutt verk
eftir Þuríði Jónsdóttur, Rauður
hringur, og nýr flygill kirkjunnar
veröur vígður.
■ SÖNGHÁTÍÐ í LANGHOLTS-
KIRKJU Allir kórar innan
Langholtskirkju, ásamt einsöngvur-
um á öllum aldri efna til sönghátíðar
á morgun, sunnudag, kl. 16.00.
Kabarett
BLÁDDIOGGEIRFUGLARNÍRÍ
LEIKHUSKJALLARANUM I kvöld
býöur Laddí, e.þ.s. Þórhallur Sig-
urðsson, upp á skemmtun við allra
hæfi í Leikhúskjallaranum.
■ Ó BORG MÍN BORG Sýningin Ó
borg mín borg veröur í kvöld kl. 20
á Hótel Borg. Kristján Kristjánsson,
KK, og Magnús Eiríksson sjá um
fjöriö ásamt gestum.
■ HAUSTFAGNAÐUR HRAFNISTU
Hrafnistuheimilin í Reykjavík og
Hafnarfirði efna til opins
haustfagnaðar I hátíðasal
Fjölbrautaskóla Garðabæjar í dag
frá kl. 14-16.00. Á dagskrá eru
m.a. gamanvísur, frumsamin Ijóö,
kórsöngur og kínverks leikfimi. Kaffi
og konfekt. Allir eru velkomnir.
■ PG MAGIC SHOW Á BROADWAY
PG Magic show, með Pétri Pókus,
veröur á Broadway í dag kl. 15.
■ OPIÐ HÚS HJÁ BERGMÁLI flpið
hús verður í dag hjá Vina- og
líknarfélaginu Bergmáii í húsi
Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17.
Matur, kaffi, fjöldasöngur, tónlist
leynigestur.
Rithöfundurinn Andri Snær hjá Listaklúbbnum á mánudag:
Flytur efni úr birtum
og óbirtum verkum
Listaklúbbur Leikhúskjallarans
hefur undanfarið staðið fyrir höf-
undakvöldum sem helguð eru höf-
undum leikrita sem verið er að sýna
í Þjóðleikhúsinu og verkum þeirra.
Næstkomandi mánudagskvöld er
röðin komin að Andra Snæ Magna-
syni rithöfundi sem skrifaði verð-
launasöguna og leikritið um bömin
á Bláa hnettinum sem nú er verið
að sýna á stóra sviði leikhússins
annað árið í röð.
Útvarpsleikrit væntanlegt
„Ég ætla að lesa úr verkum mín-
um, birtum og óbirtum," segir Andri
Snær þegar hann er spurður að því
hverju klúbbgestir megi eiga von á.
Hann mun til að mynda segja sögu
sem verður efni næstu bókar hans,
flytja frumsamin ljóð og lesið verður
úr væntanlegu útvarpsleikriti sem
Andri Snær samdi síðastliðið vor.
Það heitir Hlauptu náttúrubam og
verður frumflutt í nóvember. „Leik-
ritið Qallar um mann og konu sem
ræna konu sem heitir Sibba og þau
ætla að sleppa henni út í náttúruna
eins og hval eða einhverju þess hátt-
ar,“ segir Andri Snær og bætir síðan
við að til þess að Sibba geti lifað út í
náttúrunni verði þau fyrst að keyra
með hana hringinn í kringum landið,
segja henni hvað fjöllin heita og spila
Jón Leifs í botn. Leikritið er hálftími
að lengd og er þetta fyrsta leikritið
sem Andri Snær skrifar fyrir útvarp.
Hann segir að það sé allt öðruvisi en
að skrifa sviðsleikrit og útvarpsleik-
ritið sé í raun nær bókinni því hlust-
andanum er gefið meira tækifæri til
að ímynda sér. Svo sé líka hægt að
láta fólk keyra hringinn í kringum
landið í útvarpsleikriti sem kannski
sé erfiðara að framkvæma á sviði.
Er að skrifa nýja bók
Aðspurður um það hvað hann sé
annars að fást við þessa dagana
svarar Andri Snær því að það sé
ýmislegt. Mest fari tíminn þó í nýju
bókina sem verður skáldsaga og
mun væntanlega koma út á næsta
ári. Meðal annara atriða í Leikhús-
kjallaranum á mánudag er tónlistar-
atriði með hljómsveitinni Múm sem
leika mun tónlist af væntanlegum
hljómdiski sínum. Sú sveit gerði
ásamt Andra Snæ tónlistina við
Bláa höttinn, tónlistar- og ljóðadisk-
linginn Flugmann og leiksýninguna
Náttúruóperan. Leikarar og leik-
stjóri Bláa hnattarins munu einnig
taka þátt í dagskránni sem hefst
klukkan 20.30. -MA
Oryggisfilmur
og glerid verður
þrefalt sterkara
• Rlman lorveldar og
tefur innbrot, minnkar
skadasemverðuraf
völdum gtertxota •
• Styrkir glerið og minnkar
slysahœttu i övedri og
jardsk|átftum •
Glói ehf s: 544 5770
Dalbrekku 22 Kóp.
www.gloi.is
Oryggis, sólar-og
bilafilmurfiimur
Andri Snær Magnason
Andri verður í aðalhlutverki hjá Listaklúbbi Leikhúskjallarans næsta mánudagskvöld.
ísnjóog hálku
Grafið sýnir meðalbremsuvegalengd
3ja umferða á þurrum ís á 60 km/klst.
Smurstöðin Klöpp,
Vegmúla
simi 553-0440
Smur- Bón &
Dekkjaþjónustan
Sætúni 4, simi 562-6088
ESSO-Geirsgötu 19,
Sími 551-1968
Smur- og Dekkjaþjónusta
Breiðholts
Jafnarseli 6, sími 587-4700
Hjólbarðaverkstæði
Grafarvogs
Gylfaflöt3,
sími 567-4468
Gísli Stefán Jónsson
Akranesi
Hjólbarðaþjónusta
Gunna Gunn
Keflavik, sími 421-1516
*Samkvæmt prófun sem
framkvæmd var á íslandi af
viðurkenndum aðilum, síðastliðinn
vetur, á bremsuvegalengdum ýmissa
vetrardekkja, kom í Ijós að BLIZZAK
dekkin frá Bridgestone eru betri en
nagladekk í hálku og snjó.
• Frábær í snjó og hálku
• Meiri stöðugleiki
• Miklu hljóðlátari
• Betrí aksturseiginleikar
• Minni eldsneytiseyðsla
• Aukin þægindi
• Minni mengun - meiri sparnaður
BRÆÐURNIR
HJOLBARÐAR
Lágmúla 9 • Sími 530 2800
Höfum opnað dekkjaþjónustu við BOSCH-HÚSIÐ,
bakvið Ármúla 1. Hagstætt verð á dekkjum og
skiptingu næstu daga.
BO. Dekkjaþjónustan, sími 530-2837