Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2001, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________H>'V
Richard Gere:
Elskum
Osama
Margar ofurstjarnanna hafa
galopnað sig og talað af fijálslyndi
og heift um árásirnar á World Tra-
de Center 11. september. Engin orð \
virðast þó hafa komið Bandaríkja-
mönnum meira á óvart en þau sem
Richard Gere lagði til málanna í
viðtali nýlega. Sem kunnugt er er
leikarinn búddisti og hann vill alls
ekki að Osama Bin Laden og hyski
hans sé sprengt aftur til steinaldar
(eins og margar stjarnanna hafa j
lagt til) heldur er hann trúr sann-
færingu sinni og segir að það eigi
frekar að „kaffæra þá í ást og um-
hyggju" eins og leikarinn orðaði j
það. „Hryðjuverkamennirnir hafa
skapað sér hræðilega ævi vegna
þess hve þeir hafa neikvætt karma,“
sagði hann enn fremur. „En ef við
hugsum lengra þá berum við öll
ábyrgð hvert á öðru. Og ef við
ímyndum okkur að hryðjuverka-
mennimir séu ættingjar okkar sem
eru hættulega veikir er það á okkc.r
ábyrgð að útvega þeim meðal - og
meðalið er ást og umhyggja.“
Skemmst er frá að segja að orð
Gere hafa ekki hlotið meðbyr meðal
kollega hans.
Yoko Ono:
Engir Bítlar
á Lennon-
tónleikum
|
Yoko Ono er í uppnámi yfir sögu-
sögnum um að hún hafl ekki boðið
þeim Bítlum sem enn lifa - eða Juli-
an Lennon - á Lennonstyrktartón-
leika í New York. Hún segir að hún
hafi boðið öllum en allir afþakkað. J
Hún hefur gefið út yfirlýsingu sem
hljóðar svo: „Ringó sendi mér sætt
bréf þar sem hann skýrði hvernig
tónleikarnir rækjust á við tónleika-
feröalag hans, Julian gat ekki kom-
ið fram vegna heilsufarsástæðna,
Paul er sjálfur að undirbúa skemmt- j
un í New York, og George (sem
berst við krabbamein) hefur nóg á
sinni könnu.“ Yoko bætir við:
„Leyfum ekki illgjömum tungum að
sundra okkur og sigra með svona
rógi. Munum að hjörtu okkar slá i
takt.“
Slúðurblaðamenn spyrja á móti
hvort það sé illgimislegt að benda á
að á tónleikunum var aldrei minnst
á Bítlana, heldur voru myndir af
Yoko og lög hennar þar aðalatriði -
og Ringó lauk tónleikaferð sinni
mánuði fyrir styrktartónleikana.
Boða aðskilnað
fremur en endalok
- Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur telur að íslenska
þjóðríkið nálgist endimörk sín
„Það sem ég er að boða er ekki enda-
lok þjóðríkisins island heldur endalok
hjónabands þjóðar og ríkis, nokkurs
konar skilnaður. Þjóð og ríki eru tveir
aðskildir hlutir og í nútímanum verð-
um við að gera íslendingum kleift að
vera íslendingar án þess að geta sagt
að þeir séu jafnframt Skagflrðingar
eða Mýramenn eða tala lýtalausa is-
lensku.“
Guðmundur Hálfdánarson er pró-
fessor í sagnfræði við Háskóla íslands.
Hann hefur nýlega skrifað bók sem
heitir: íslenska þjóðríkið - uppruni og
endimörk. Þar fjallar Guðmundur um
íslenska þjóðemisstefnu og áhrifjum]
hennar á stjómmálaþróun hérlendis á
nítjándu og tuttugustu öld. í bókinni er
ítarlega fjallað um helstu forsendur
sjálfstæðisbaráttu okkar, ólík sjónar-
mið við mótun nútímaríkis og þær
breytingar sem orðið hafa á þjóðemis-
vitund íslendinga á undanfómum ára-
tugum.
Prófessor á varðbergi
Ég hitti Guðmund í kaffistofunni í
Ámagarði þar sem við sitjum eigin-
lega undir dýrmætustu eign íslensku
þjóðarinnar nefnilega handritunum en
Ámagarður var reistur til að hýsa
þessar gersemar sem við teljum flest
að séu eitt af því sem gerir okkur að
þjóð. Þannig em homsteinar íslenskr-
ar þjóðemisvitundar eiginlega innan
seilingar.
Guðmundur hefur verið f mörgum
viðtölum vegna bókarinnar og viður-
kennir að það geri varkára fræðimenn
alltaf dálítið taugaóstyrka þegar verk-
um þeirra er tekið af mikilli athygli.
En það er freistandi að spyrja Guð-
mund hvers vegna hann telji að bókin
hafi vakið svona mikla athygli?
„Ég held að leiðtogar okkar hafi
bragðist að því leyti að þeir hefðu mátt
taka skýrari afstöðu til þeirra breyt-
inga sem era að verða á sambandi
þjóðar og ríkis í Evrópu, en undanfar-
in ár hefur þjóðemi íslendinga og þjóð-
emisvitund ekki verið mikið til um-
ræðu í islensku stjómmálum.
Það virðast mjög margir kjósa að
umræða um slíkt sé ekki uppi og af-
staða þjóðarinnar sé í föstum skorð-
um. Stjómmálamönnum er illa við að
þeim sé sagt að þeir séu gamaldags en
í þessum efnum hefur skort umræðu
og hana hefðu stjómmálamenn vel get-
að leitt.“
Fullveldinu afsalað
Guðmimdur segist telja að með inn-
göngu í EES hafi íslendingar í fram-
kvæmd afsalað sér mjög mörgum þátt-
um í fullveldi sínu og mjög margir
þættir sem varða daglegt líf fólks séu í
raun ákveðnir af öðrum aðilum en t.d.
þjóðþingi íslands.
Hann gagnrýnir í raun ráðamenn
fyrir að tala eftir sem áður eins og ekk-
ert framsal fullveldis hafi átt sér stað.
„Þetta er ákveðin tvíhyggja. Það er
alltaf talað eins og með t.d. inngöngu í
ESB myndum við glata að mestu leyti
sjálfstæði okkar en sannleikurinn er
sá að við hefðum sennilega meiri áhrif
þar í mörgum málum en innan EES.
Ég tel að það hafi verið pólitískt vit-
urleg ráðstöfun að ganga til þessa sam-
starfs og tel sennilegt að það sé óumflýj-
anlegt að við göngum lengra á því sviði.
Það er sérkennilegt að bera það saman
að á íslandi telja um 50% kjósenda að
rétt sé að ganga til meira samstarfs við
Evrópu. Það er svipað hlutfall og í Evr-
ópulöndum. Þar er hins vegar mikill
meirihluti stjórnmálamanna hlynntur
hugmyndinni um aukið samstarf en ís-
lenskir stjómmálamenn virðast allir
vera andvígir því og enginn þeirra
flokka sem nú eiga menn á þingi hefur
enn lýst þvi afdráttarlaust yfir að við
ættum að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu.“
Hugmynd fremur en
staðreynd
Guðmundur minnir á að þjóðríkið
sé hugmynd en ekki staðreynd og þótt
tilfinningin að vera íslendingur sé án
efa mjög gömul þá sé hugmyndin um
þjóðríkið ísland í raun ekki gömul
hugmynd og „þjóöhollum" mönnum á
18. öld hafi til að mynda þótt sjálfsagt
að við væram undir stjóm Danakon-
ungs.
„Mörgum íslendingum fundust hug-
myndir Dana um einstaklingsfrelsi
mjög róttækar þegar þær komu fyrst
fram.“
Guðmundi verður tíðrætt um þá
sérstöðu íslands að hér hafi lengst af
verið mjög auðvelt að ímynda sér að
ein þjóð byggi í einu landi og bendir á
einsleitt málfar þjóðarinnar og afurða-
sölulögin í sömu andrá máli sínu til
stuðnings.
Ein þjóð og 2000 ostar
„Það var sagt um Frakkland á sín-
um tíma að það hlyti að vera erfitt að
gera eitt þjóðríki úr landi þar sem
framleiddir væra 2000 ólíkir ostar. í
flestum löndum heims öðrum en ís-
landi er hægt að greina ákaflega sterk-
an mun mállýskna eftir ólíkum lands-
hlutum - víðast hvai- vora meira að
segja töluð fleiri en eitt tungumál f
sama ríkinu.
Ég held að tilfmningin um að allir
Islendingar séu á sama báti sé að
breytast mikið og sérstaklega birtist
þetta í muninum á höfúðborgarsvæð-
inu og landsbyggðinni. Ég held að ung-
lingur sem elst upp í Reykjavik í dag
án tengsla við lífið sem lifað er úti á
landi eigi miklu meira sameiginlegt
með jafnaldra sínum í Kaupmanna-
hööi eða París en jafnaldra sinum í ís-
lensku sjávarþorpi eða sveit.
Þarna hefur myndast gjá milli
landsbyggðar og þéttbýlis þar sem kjör
fólks á landsbyggðinni hafa ekki hald-
ið í við höfuðborgarsvæðið.
Hnattvæðingin, sem margir telja að
hafi grafið undan þjóðemiskennd í
Evrópu og mun gera það í enn ríkari
mæli í framtíðinni, tengist landinu
fyrst og fremst í gegnum Reykjavík og
nágrannabyggðimar."
Fólkið er eins og náttúran
Guðmundur segir aö bókin sé af-
rakstur 15 ára starfs og rannsókna á
þessu sviði þar sem nýjasti þátturinn
era athuganir Guðmundar á hlutverki
náttúrunnar í íslenskri þjóðemisvit-
und. Hann telur að eitt af helstu mark-
miðum þjóðemissinna hvar sem er í
heiminum séu yflrráðin yfir landinu
og náttúrunni og þau yfirráð séu menn
tilbúnir að verja með lífi sínu ef á þarf
að halda. Islendingar hafa aldrei þurft
að verja land sitt í stríði nema ef kalla
má landhelgisdeilur stríð en náttúran
er gríðarstór þáttur í þjóðemisvitund
okkar og jafnvel enn stærri en hjá
flestum öðram þjóðum.
Guðmundur segir að íslendingar
hafi meira en aðrar þjóðir samsamað
sig ótaminni og ofsafenginni náttúra
landsins þar sem gjósandi eldfjöll,
rennandi hraun og jarðskjálftar leika
stórt hlutverk. í bókinni bendir hann á
nýleg dæmi t.d. af umfjöllun fjölmiöla
um Björk Guðmundsdóttur þar sem
henni er líkt við hina óhömdu íslensku
náttúra.
Stoltur af íslandi
Sjálfur segist Guðmundur hafa
búið lengi erlendis og nýlega orðið fé-
lagi í gönguhópi sem ferðast um ís-
lenska náttúru bæði í nágrenni
Reykjavíkur og á ýmsum útkjálkum
landsins.
„Ég er afar stoltur af íslandi og ná-
lægðin við náttúrana eins og ég hef
upplifað hana í mínum ferðum á sinn
þátt í því að móta hugmyndir mínar
um samspil náttúrunnar og islensks
þjóðemis. Það er erfitt að ímynda sér
heim þar sem ekki er eftir neinn
blettur í íslenskri náttúra þar sem
maður getur verið einn með sjálfum
sér. Það væri fátækleg veröld."
Guðmundur segist telja að umræð-
an um umhverfisvernd á íslandi fari
fram á afar þjóðemislegum og tilfmn-
ingaþrungnum nótum þar sem mjög
margir umhverfisvemdarmenn séu
hreinir þjóðemissinnar. Þetta geri
alla málamiðlun nær ómögulega.
„Þessu er öfugt farið í öðrum lönd-
um þar sem umhverfisvemd er ekki
bundin við landamæri og því alþjóð-
leg í eðli sínu og þvi andstæð þjóðem-
ishyggju sem leggur áherslu á yfirráð
og varðveislu lands. Ég óttast samt að
í þessum efnum þurfi að verða stór-
slys þar sem náttúruperlum er fómað
til þess að augu fólks raunverulega
opnist fyrir því hvað er í húfi.“
Þetta er eitt af þeim viðtölum sem
hefði getað orðið miklu lengra og
hefði þá fjallað um talibana, her-
stöðvaandstæðinga, gönguferðir á
Homströndum og heilaga jörð en það
bíður betri tíma.
-PÁÁ