Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2001, Page 26
30
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2001
Tilvera DV
Á næturvakt með lögreglunni í Reykjavík:
Blátt á
ljós
þetta - blikk-
og sírena á
Tilvísanir í verk
listasögunnar
Guömundur Björgvinsson hefur
opnað málverkasýningu í Gallerí
Reykjavík, Skólavörðustíg 16. Þar
sýnir hann 17 akrýlmálverk sem
eru öll máluð í expressioniskum
stíl á þessu ári. Verkin snúast með
einum eða öðrum hætti um tilvist
mannsins og eru myndirnar fullar
af beinum og óbeinum tilvísunum
í allar áttir, t.d. verk listasögunn-
ar. Þetta er 35. einkasýning Guð-
mundar. Hann hefur sýnt víða hér-
lendis og erlendis, t.d. haldið þrjár
stórar sýningar á Kjarvalsstöðum.
Nú síðast sýndi hann verk sin í
Gallery Iskunst í Noregi. Sýningin
i Gallerí Reykjavík er opin mánu-
daga til fóstudaga kl. 13 til 18 og
laugardaga 13-16.
Af ljósi
Björk Jóhannsdóttir opnaði
myndlistarsýninguna „Af ljósi“ í
Safnahúsi Borgarfjarðar. Þar eru
vatnslitamyndir sem unnar eru á
árinu 2001. Myndefnið er tvenns
konar. Annars vegar er um að
ræða verur af ljósi og hins vegar
náttúrumyndir þar sem myndefnið
er maöur í ljósi náttúrunnar.
Björk lærði í Myndlista- og
handíðaskóla íslands og kennir nú
við Grunnskóla Borgamess. Þetta
er fjórða einkasýning hennar og
önnur sýningm sem sett er upp í
Safnahúsinu. Sýningin er opin alla
vika daga kl. 13.00-18.00 en til kl.
20.00 á þriðjudögum og fímmtudög-
um. Hún stendur til 30. nóvember.
Óður til lífsins
Eldur blómanna, Sætabrauðs-
ást, Hugsað til Birtu og Fuglabjarg
eru heiti á myndum sem hanga
uppi í kaffihúsinu Lóuhreiðri á
Laugavegi 58 (Kjörgarði). Þær eru
meðal 34 verka sem Gunnar í.
Guðjónsson sýnir þar um þessar
mundir. Af öðrum titlum mynda
hans, eins og Hestur í Staðarsveit,
Löngufjörur og Amarstapa, má
sjá að Snæfellsnesið er listamann-
inum hugfólgið.
Lögreglan er alltaf um-
deild. Sumum þykir hún
ganga slaklega fram í að
halda uppi lögum og
reglu. Öðrum finnst hún
of afskiptasöm og uppá-
þrengjandi. Öll treystum
við samt á hana og iðu-
lega kemur það í hennar
hlut að vera fyrst á vett-
vang þegar slys ber að
höndum eða eitthvað
annað verður að. En
hvemig er löggulíf? Hvað
þurfa lögregluþjónar að
hafa til brunns að bera
og hvað er það sem dreg-
ur ungt fólk í þetta starf?
Föstudagskvöld. Klukkan er 11.
Hópur fjallmyndarlegra lögreglu-
manna og -kvenna mættur á nætur-
vakt á Hlemmi. Blaðamaður DV
slæst í þann hóp. Nú á að afla efnis
fyrir blaðið. Ná í eitthvað mergjað.
Nótt í miðborginni fram undan og
allt getur gerst. „Það er það
skemmtilegasta við löggulífið að
maður veit aldrei hvað vaktin ber í
skauti sér,“ segir einn bráðhress.
Menn byrja á að fá sér kafiisopa,
mjólk eða djús áður en haldið er út
á galeiðuna. Svo raða menn sér í bíl-
ana. DV fær að fljóta með þeim
Þóri, Guðmundi og Þorgeiri í bfi
148. Þeir hafa hver sitt númer,
strákamir, en þau eru ekki notuð í
þessari grein, bara í skýrslum. Það
er haldið niður Laugaveginn. Slang-
ur af gangandi fólki á ferli. Sumir á
heimstími, að því er virðist. Búnir
að fá sér einn á kránni og láta það
duga. Aðrir eru á hraðri leið á vit
ævintýranna. Þeir eiga allt eftir og
nóttin er ung í þeirra augum. Veðr-
ið er að skána. Hryðjumar gengnar
yfir og sér í heiðan himin sums
staðar.
Ökuleyfiö fýkur
Ekið um Bankastræti, Lækjar-
götu, Vonarstræti. Bíðum við -
næsti bíll á undan beygir tU hægri
inn í Aðalstrætið - leið sem aðeins
er leyfð strætisvögnum og leigubU-
um. Eitthvað er hann óklár í um-
ferðarreglunum þessi. Rétt að
kanna skilríki ökumanns. Það kem-
ur á daginn að þau hafa gleymst
heima og það sem verra er, áfengi
hefur verið haft um hönd. Lyktin
leynir sér ekki, né heldur græni lit-
urinn á blöðrunni sem bílstjórinn
er látinn blása í. Hann er ljúfur eins
og lamb, játar brot sitt og kemur
möglunarlaust með upp á Hlemm í
mælingar og skýrslutöku - og öku-
leyfið fýkur.
Aftur er haldið af stað og eknir
nokkrir hringir. Smábiðraðir við
Gaukinn, Glaumbar og Dubliners. Á
leið niður Túngötu mætum við lún-
um bíl. Ákveðið er að elta hann. Þar
reynist vera Úkraínumaður undir
stýri. Allsgáður en ökuskírteinis-
laus og hefur ekkert nema útrunnið
landvistar-og dvalarleyfi til að
sanna sig með. Hann er líka færður
upp á Hlemm í skýrslutöku. Á leið-
inni hrósar hann íslandi í hástert.
Kippir sér ekkert upp við þótt lögg-
an sé að bögga hann um miðja nótt.
Greinilega vanur óblíðari meðferð
úr sínu heimalandi sem hann segir
vera „horrible". Vonandi fær hann
pappirana sína í lag eftir helgi svo
hann þurfi ekki að yfírgefa þetta
sæluríki sem hann er í. Aftur á
rúntinn.
Strákarnir segjast nokkuð sáttir
við starfíð. „Það besta við það er að
geta hjálpað fólki,“ segja þeir.
Spaugileg saga er rifjuð upp um
hjón sem voru að búa sig á þorra-
blót og kölluðu á lögreglu til að
hnýta bindishnútinn fyrir karlinn!
Stundum er líka mikil alvara á ferð
og ekki er nema vika síðan framið
var morð í henni Reykjavík.
Ekið á konu og ökumaður
flúði
Nú gellur í talstöðinni. „Ekið á
konu og ökumaður flúði." „Blátt á
þetta,“ segir bílstjórinn og setur
blikkljósin og sírenuna á. Ekið eins
hratt og þorandi er en þegar komið
er á staðinn er konan staðin á fæt-
ur. Þegar hún sér lögguna tekur
hún til fótanna inn í skuggasund,
allt að því á ljóshraða. Henni er
veitt eftirför og innan skamms hefj-
ast yfirheyrslur í löggubílnum.
Þama er eitthvert rugl í gangi. Að
þessu máli afgreiddu er enn kíkt í
miðbæinn. Allt með spekt og ró.
Meira að segja svo mikilli ró að
einn er steinsofnaður utan við
Gaukinn. Reynt er að koma kauða á
fætur en gengur illa svo hann fær
gistingu í Hverfissteini. Fólkinu
virðist vera að fækka í miðborginni.
Þetta ætlar að verða róleg nótt.
Ótrúlega róleg miðað við að mán-
aðamót eru nýliðin og tunglið veður
í skýjum. Eitt útkall enn. Brunaboði
gefur merki um reyk í fjölbýlishúsi
á vegum borgarinnar. Slökkviliðið
er mætt á staðinn. Engin brunalykt
DV-MYND ÞOK
Biðröð
Barirnir við Hafnarstræti og
Tryggvagötu virðast vinsælir.
finnst og íbúarnir kannast ekki við
neitt. Hins vegar hafa þeir ýmislegt
hver út á annan að setja. Það er þó
ekkert sem lögreglan þarf að blanda
sér í.
Himnasending
Tilkynning berst úr Þingholtun-
um um að maður sé að fróa sér á
vissu götuhorni. Við þangað.
Myndavélin tilbúin - en ekkert að
sjá. Einn góðborgari á göngu í ná-
grenninu. Erfltt að sanna nokkuð á
hann. Hins vegar fær sá sem skvett-
ir úr skinnsokknum utan í Kafíi
París áminningu. Miðborgin er orð-
in næstum mannlaus nema hvað
fastagestir Kaffi Austurstrætis eru
komnir út úr hýði sinu. Þeir eru
spakir. Það er byrjað að rigna og
flest yngra fólkið flúið heim. „Er
þetta ekki himnasending?" segir
Guðmundur og bendir á regnið.
„Jú, alla vega kemur þetta þaðan,"
segir sessunauturinn. Klukkan er
orðin fimm. Einstaklega rólegri
næturvakt er lokið, að sögn lög-
reglumanna. Þeir þakka það blaða-
manni DV og spyrja: „Getm-ðu ekki
komiö aftur annað kvöld?“ Gun.
DV-MYND GUN.
Mikið lið og harðsnúið
Slökkvilið og lögregla mætt í fjölbýlishús vegna merkis frá brunaboða. Enginn reykur og allt í plati.