Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Qupperneq 6
6 Fréttir Skipstjórinn á Báru viðurkennir brottkast í DV-yfirheyrslu: Öllum dauðum fiski er hent — fyrir borð - - tilbúinn að sitja í fangelsi fyrir allt brottkast á íslandsmiðum Það hefur verið upplýst að þú ert skipstjóri og eigandi á öðru tveggja skipa sem Sjón- varpið sýndi að stórfellt brott- kast á fiski átti sér stað á. Hef- urðu ekkert samviskubit yfir brottkastinu? Jú, það hef ég og hef alltaf haft. - Hver er ástæða þess að þú leyfðir Sjónvarpinu og Morg- unblaðinu að fylgjast með þar sem áhöfnin fleygði vænum fiskum fyrir borð? Þetta er ekkert einkamál mitt. Þarna er um að ræða auðlind í þjóðareign og þjóðin á heimtingu á að vita hvað gerist úti á sjó. Ég ber þó einn ábyrgð á því að fiski var fleygt fyrir borð á mínu skipi. - Umræddir fjölmiðlar við- héldu leynd á því frá hvaða skipum fiski var fleygt. Hefði ekki verið eðlilegast hjá þér að koma fram undir nafni og númeri í staö þess að vera í skjóli nafnleyndar? Ég hef áður játað opinberlega að hafa sagt frá brottkasti og hef ekkert að fela í þeim efnum. - Sjónvarpið sýndi myndir frá þínu skipi, Báru, og snur- voðarbátnum Bjarma frá Tálknafirði. Var samráð milli þin og Níelsar Ársælssonar skipstjóra um að sýna þjóðinni brottkastið? Nei, ég hef aldrei talað við hinn skipstjórann. Ég veit ekkert um þann bát sem nefndur er. - Það eru viðurlög við því að henda fiski. Þú gætir lent í fangelsi, óttastu ekki að lenda í steininum? Ég er bara heiðarlegur sjómaður, alinn upp á Vestfjörðum, en geri þetta tilneyddur og mér líður eins og glœpamanni og þannig hefur mér liðið í nokkur ár Ég er óhræddur. Timinn verð- ur að leiða i ljós hvort ég verð dæmdur. - Ertu tilbúinn til að sitja inni út á þetta mál? Mér heyrist á forystu LÍÚ að þeir vilji koma mér undir lás og slá og henda lyklunum sjálfir. Sérstaklega vísa ég þar til Frið- riks J. Arngrímssonar sem er einstaklega hrokafullur og talar niður til allra sem ekki þýðast skoðanir LÍÚ. Ef ég get setið inni fyrir allt brottkast á íslandsmið- um og allir verða ánægðir þá er ég til i þaö. - Þú átt skip með sáralitlum kvóta. Áttu nokkurn rétt á að stunda sjó? Ég á engan kvóta því fiski- stofnarnir eru þjóðareign. Við fengum úthlutun á skötusel, löngu og keilu en viö eigum ekki fisk i sjó. Ég hef stundað sjó- mennsku frá 15 ára aldri og það er réttur minn að halda því starfi áfram. - Vilt þú þá ekki sætta þig við að mega ekki stunda fisk- veiðar vegna kvótaleysis? Ég hef leyfi í gegnum Valdi- marsdóminn til að stunda fisk- veiðar. Ég kann ekkert annað en sjómennsku. - Hefur þú einhvern tímann selt eða leigt frá þér kvóta? Ég hef aldrei átt önnur við- skipti með kvóta en að leigja til min veiðiheimildir. Á þessu ári er ég búinn að leigja kvóta fyrir 38 milljónir króna. Þetta er auð- lindargjald til einstaklinga. - Getur þú nokkuð rekið þessa útgerð með því að vera kvótalaus og eyða öllum þess- um peningum i veiðiheimildir? Nei, þetta gengur ekki upp. í Morgunblaðinu var sagt að þú, undir nafnleynd, hafir hent um 30 prósent í veiðiferð- inni þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari fór með. Er þetta brottkastið hjá þér á ársgrund- velli? Nei, ég held að það sé ekki svo mikið. Ég hef þó tekið þátt í að hirða bara stærsta karfann en henda öllu öðru aftur í hafið. - Hvað fleygirðu miklu á árs- grundvelli? Það nær ekki 30 prósentum. Við höfum reynt að landa fram- hjá og gefa fisk frekar en að henda honum. - Máttu landa framhjá vigt til að gefa óskyldu fólki? Segja ekki lögin að þú megir aðeins hirða til matar fyrir þig og fjölskylduna? Ég veit það ekki og hélt reynd- ar að ég mætti gefa vinum min- um. í því ljósi gaf ég Árni Mathiesen fisk um daginn. - Ertu að segja að þú hafir gefið sjávarútvegsráðherra fisk sem landað var framhjá vigt? Já, ég færði honum skötusel. - Er það fiskur sem annars hefði orðið brottkast? Já, Fiskistofa verður að leita hjá honum til að finna þennan fisk sem hann þáði með þökkum. Ég færði reyndar alþingismönn- unum Kristni H. Gunnarssyni, Guðjóni A. Kristjánssyni og Sverri Hermannssyni einnig skötusel. Þessum gjöfum fylgdu þau orð að þessum fiski hefði að öðrum kosti verið fleygt. Hann fór framhjá vigt og Fiskistofu og ef við hefðum landað þessu á markað hefði það kostað okkur veiðileyfið. - Þú ert formaður samtaka kvótalítilla skipa og hlýtur að hafa yfirsýn yfir brottkastið. Hve miklu heldur þú að sé fleygt? - Þau þrjú þúsund tonn sem sjávarútvegsráðherra segir að sé fleygt er fjarri lagi. Ég áætla að um sé að ræða 15 til 20 þúsund tonn. Þetta gæti verið miklu hærri tala. - Er þarna um að ræða þorsk sem er allt að 5 kíló að þyngd? Já. - Þær raddir heyrast aö brottkastið sem Morgunblaðið og Sjónvarpið sýndi í umrædd- um veiðiferðum frá hafi verið að einhverju leyti sviðsett til að koma óorði á kvótakerfið. Er það tilfellið? Nei, þetta var venjuleg veiði- ferð. Stundum er meira brottkast og stundum minna. - Á mynd sem Morgunblaðið Nafn: Sigurður Marinósson Staöa: Skipstjóri og formaður Kvótalítilla skipa Efni: Stórfellt brottkast á fiski undir suðandi sjónvarpsvélum birti er verið að henda ufsa upp í loftið og í sjóinn. Hvers vegna hendið þið ufsanum? Verð á ufsakvóta er mög hátt og erfitt að fá hann leigðan. - Hvers konar fisk hirðið þið? Dauðblóðgaður fiskur hefur varla komið á land af netabátum síðan 1990. Honum er hent. - Er þá öllum fiski sem kem- ur dauður um borð fleygt í hafið aftur? Já. Yfirheyrsla Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi w— - Hvers konar þorski er hent í hafið? Hendið þið t.d. þriggja kílóa þorski og smærri? Við hiröum allan þann fisk sem selst á sæmilegu verði. En veiðiheimildirnar eru svívirði- lega dýrar og nú kostar um 150 krónur aö veiða hvert kíló af þorski. Það eru ekki bara kvóta- lausir sem henda fiski. - Ertu að segja að allir stundi brottkast og velji fisk til að fara með i land? Menn velja fisk hvort sem þeir eiga veiðiheimildir eða ekki. - Er þetta ekki hrein villi- mennska? Svona er umgengnin um auð- lindina og hún er í mörgum til- fellum verri en þarna var sýnt. Ég nefni til dæmis togarana sem draga á eftir sér 5 tonna þunga hlera og róta upp sjávarbotnin- um og stórskaða lífríkið. 1970 áttum við 21 togara sem voru með tréhlera sem vógu 500 kíló. Nú eru togararnir yfir 100 og draga á eftir allt aö sér 8 tonna hlera. - Af hverju bauðstu frétta- mönnum með? Mér er ofboðið og ég vildi sýna svart á hvítu hvernig þetta er. - Er ekki kvótakerfið ís- lenska til fyrirmyndar um all- an heim að mati sérfræðinga? Það breytir því ekki að þetta er dýrasta kvótakerfi í heimi. Brottkast og ofveiði er að rústa fiskistofnana. - Hvernig vilt þú að veiðum verði stjórnað? Ég vil að hér verði tekið upp færeyska fiskveiöistjórnunar- kerfið að hluta eða öllu leyti. Ég hef kynnt mér það kerfi. - Þú meinar sóknarstýr- ingu? Já. - Þú mátt búast við hörðum viðurlögum og sektum. Óttastu ekki að missa útgerð- ina vegna brottkastsins? Landssamband íslenskra út- gerðarmanna stefnir að þvi að útrýma einstaklingúm í útgerð. Ég mun að óbreyttu hvort eð er missa bátinn innan nokkurra ára. - Þarftu ekki að hafa lifi- brauð til að sjá fyrir fjöl- skyldu? Ég reikna meö að fara úr landi ef ekki verður breyting á kerfinu. Sjálfsagt get ég fengið vinnu í Noregi eða Færeyjum þar sem veiðum er stjórnað af meiri skynsemi en hér. - Þú hefur framið lögbrot með því að ástunda brottkast á fiski þar sem viðurlög eru svipuð og við þjófnaði? Hvern- ig tilfinning er að hafa slíkt á samviskunni? Ég er bara heiöarlegur sjómað- ur, alinn upp á Vestfjörðum, en geri þetta tilneyddur og mér líö- ur eins og glæpamanni og þannig hefur mér liðið i nokkur ár, alveg síðan 1990. Ég fæ verk yfir hverjum fiski sem ég verð að henda í sjóinn. LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 E>Vj Magnús hafður til hlés Umræðan um brottkast hefur verið mikil eftir að Sjónvarpið sýndi myndir frá veiðum tveggja báta i fyrrakvöld þar sem fallegum og góðum fiski var hent í stórum stíl. Ljóst er að myndirn-! ar hafa sett allt á annan endann og þótt einhverjir efist um trúverðugleika þessara atriða og telji þetta sviðsett er ljóst að bregðast verður við málinu. í pottinum var sagt frá því að á Frétta- stofu Sjónvarps hafi þetta mál verið mikið rætt áður en það fór i loftið og ákveðið að Benedikt Sigurðarson skyldi lesa og kynna fréttina þó það hafi í raun verið Magnús Þór Haf- steinsson sem fór í túrinn og sá um að fá bátana til samstarfs. Ástæðan mun vera sú að stjómendur fréttastofunnar töldu vissara að hafa vissa fjarlægð milli Magnúsar og fréttarinnar vegna þess að Magnús hefur átt í miklum op- inberum deilum við LÍÚ, m.a. vegna umræðunnar um brottkast... Höfuðlausn? Fram hafa komið á ýmsum netmiðl- um - m.a. pressunni.is - getgátur um að Þórarinn V. Þór- arinsson eigi ekki. afturkvæmt í stól for-! stjóra Landssimans. f Pottverjar hafa í | sjálfú sér ekki miklar: skoðanir á þvi enj hafa vitaskuld heyrt sögusagnir um að Þór- arinn njóti ekki vel- vildar æðstu stjórnar Sjálfstæðisflokks- ins. Hinu hefur aftur á móti verið hald- ið fram i pottinum að Þórarinn V. sé , einn af helstu ráðgjöfum sjálfstæðis--! manna í Linu.Net-málinu og einn áhugamaður um borgarmál mun hafa ; orðað það þannig að í ljósi umræðunn-; ar á pressunni.is væri Þórarinn trúlega \ að yrkja sína höfuðlausn með þessari ráðgjöf, það ylti á árangri hennar hver framtíð hans yrði hjá Símanum ... Litli Ijóti andarunginn Það hefur ekki farið framhjá neinum að heldur er að hitna í kolunum í borg- arstjórn Reykjavíkur enda kosningavet- ur hafmn. Á borgarstjómarfundi á dög- unum greip Ingibjörg Sólrún Gísladóttir til þeirr- ar samlíkingar að líkja borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins við endurnar á Tjörn- inni. Ef upp kæmi eitthvert mál þá rykju allir borgarfulltrúarn- ir til og töluðu hver i kapp við annan og enginn einn virtist talsmaður í málinu, sem minnti á end- urnar úti fyrir sem allar flykkjast að og slást um sama brauðbitann þegar menn koma að gefa þeim. Þetta þótti sjálfstæðismönnum að sjálfsögðu mikiil hroki hjá borgarstjóra, en góður sjálf- stæðismaður á pöilunum mun hins vegar hafa snúið sér að sessunaut sín- um og sagt: Hún Ingibjörg verður ekki svona brött þegar litli ljóti andarung- inn í hópnum verður orðinn að svani! Allir vilja meira í pottinum ræða menn nokkuð upp- stillingu R-listans í borginni en eins og fram hefur komið í DV er hugmyndin að Samfylkingin fái þrjá menn en hinir flokkamir fái tvo á listanum. Áttundi maður verður síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Eftir að DV greindi frá þessu í vikunni hefur vaknað upp talsverður kurr meðal félaga i Framsókn og VG sem telja að verið sé aö gera Samfylking- unni allt of hátt undir höfði miðað við fylgi og fráleitt sé að miða við stöðuna á Reykjavíkurlistanum eins og hún sé í dag. Um nýjan lista sé að ræða og breyttar aöstæður þar sem Samfylking- in hafl síður en svo sterkustu stöðuna Pottveijar telja þetta athyglisverð tíð- indi í ljósi þess að það voru samfylk" ingarmenn sem i byrjun viðruðu áhyggur af þvi að þeirra hlutur væri ónógur í þessu samstarfi •••■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.