Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 11
11 1“ ■ LAUGAKDAGUR 10. NÓVEMBER 2001___________________ Skoðun um myndum úr íjölskyldulífi okk- ar. Myndirnar höfðu ekki passað í hefðbundin albúm og enduðu því í geymslunni. Ég dró hvort tveggja út á gólf og settist við hlið konu minnar. Það freistaði min að skoða góssið. Það var farið að rökkva þegar yngri dóttir okkar kom heim, mörgum klukkustundum eftir að við hjónakornin hófum tiltektina. Við sátum enn á sama stað á gólf- inu. í kringum okkur voru barna- föt í stöflum, brúðarkjóll og skór, myndir út um allt og blöð í stöfl- um. Við höfðum ekki hent einum einasta hlut. Kerran stóð tóm á hlaðinu. Okkur varð ekki einu sinni hugsað til bílskúrsins fulla og alls þess sem beið okkar þar. Skítt með framlag okkar til góð- ærisins, skítt með hagvöxtinn og hugarfarið. Sorpa græddi ekki á okkur þann daginn og sennilega verður bið á því. Maður hendir ekki hluta af sjálfum sér, jafn- vel þótt það bæti þjóðarhag. Bíllinn getur bara staðið úti enn einn veturinn. yrði varla meira þennan daginn og sneri mér því að næstu hillum. Þar fann ég gamlan kassa með tímaritum og dagblöð- um sem komin voru til ára sinna og annan með gömlum svart-hvít- inn í nútímann. „Þau voru svo hræðilega hallærisleg." Hún hafði ekki fleiri orð um það og hvarf aft- ur ofan í pokann. Fleiri barnaföt bættust við. Skítt meö hagvöxtinn Ég gerði mér grein fyrir því að vinnuframlag hennar vikunni. Samninganefnd ríkisins vinnur ótrauð að því að rústa heil- brigðiskerfið og neitar að semja við mikilvægan láglaunahóp. Stundum þegar maður les fréttirnar læðist að manni sá grunur að sumir starfs- menn í rjóma-, sultu og súkkulaðilögum ríkistertunnar vinni í niðurbroti. Langvinnar launadeilur fjár- málaráðherra við starfsmenn rík- isins eru til háðungar. Einkum þegar um er að ræða láglauna- hópa, sem eru látnir bíða samn- ingslausir, jafnvel á annað ár eins og sjúkraliöar. Hálaunahópur flug- umferðarstjóra hefur efni á að hafa hátt og heimta hækkun strax - annars skellur á verkfall. Mér skilst aö hækkun þeirra eigi að nema einum sjúkraliðalaunum ofan á gömlu launin og fá það ef- laust. Sjúkraliðar eru víst lengur í námi en flugumferðarstjórar og þeir bera ábyrgð ekkert siður en- aðrir. í dag munu talsvert á annað hundraö sjúkraliðar hafa látið af störfum og tekið til við önnur störf, þeir koma fæstir aftur. Stöð- ur þeirra er erfitt að fylla og end- urnýjun í stéttinni nánast engin. Það er dæmigert fyrir „slóttuga“ samningatækni samninganefndar ríkisins að í ágúst bauð hún sjúkraliðunum allgóða hækkun hjá yngsta fólkinu en litla til handa þeim eldri. Útsmoginn leikur í stöðunni því að þessir yngri sjúkraliðar eru nánast ekki til. Heilbrigðisráðherrann verður aö láta heyra í sér og krefjast þess að samið verði. Friður verður að ríkja á sjúkrahúsum landsins. hugsað til okkar litlu Flugmála- stjórnar en viðurkenni að varla get- ur hún verið eins spillt og sú amer- íska. En ætli flug samgönguráðherr- ans kosti ekki drjúgan skildinginn rétt eins og í Ameríku? Stundum hef ég á tilfinningunni að sam- gönguráðuneytið gegni ekki því eft- irlitshlutverki með flugmálastarf- seminni sem það ætti að hafa. Von- andi er það röng tilfinning. Ósvífnir samningatæknar Fréttin endalausa var á ferðinni í Loksins, loksins? Óii Björn Kárason ritstjóri Loksins, loksins hafa líklega margir sagt þegar fréttir bárust af því síðastliðinn fimmtudag að Seðlabankinn hefði lækkað stýri- vexti og kannski hafa einhverjir andað léttar. Ég er einn þeirra ijöl- mörgu sem undanfarna mánuði hef hvatt til þess að stýrivextir yrðu lækkaðir en ég verð þó ekki í hópi þeirra sem fagna sérstaklega. Reynslan á eftir að sýna að vaxta- lækkunin er einfaldlega of lítil og kemur of seint fram til að skipta einhverjum sköpum um þróun efnahagsmála. í september hélt ég því fram í leiðara að svo virtist sem stjórn- endur Seðlabankans neituðu að horfast í augu við staðreyndir. Stefna bankans í peningamálum væri röng: „Ef svo fer sem horflr mun Seðlabankinn vinna stórkost- legt efnahagslegt tjón - skemmdar- verk sem erfitt verður að lagfæra." Þetta voru þung orö ekki sist þegar haft er í huga að á liðnum árum hefur sá er þetta skrifar ver- ið í hópi þeirra sem lagt hafa þunga áherslu á aðhaldssama stefnu í peningamálum. Aukið frjálsræði á fjármálamarkaði sam- hliða auknu sjálfstæði Seðlabank- ans hafa verið lykillinn að stór- kostlegum umskiptum i efnahags- málum og þar með stórbættum kjörum landsmanna. Og allt fram á þetta ár var stefna Seðlabankans skynsamleg og í takt við raunveru- leikann. En svo slitnaði sambandið við heiminn - að minnsta kosti þann heim sem íslenskir atvinnu- rekendur og launþegar lifa og hrærast í. Vaxtamunur minnkar ekki Vaxtalækkun Seðlabankans um 0,8%, eða 80 punkta eins og fag- mennirnir eru vanir að tala um, er allt of lítil, ekki síst þegar þróun í peningamálum annarra landa er höfð í huga. Á þriðjudag lækkaði bandaríski seðlabankinn stýrivexti í tíunda skipti á þessu ári og eru þeir komnir niöur í 2% - hafa aldrei verið lægri frá árinu 1961. Lækkunin var 50 punktar. Á fimmtudag fylgju seðlabankar ann- arra helstu viðskiptalanda okkar íslendinga fordæmi Bandaríkj- anna. Englandsbanki lækkaði vexti um 50 punkta, niöur í 4% og Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti jafnmikið og eru þeir nú 3,25%. Vaxtamunurinn á milli íslands og annarra landa helst því lítið breyttur, þrátt fyrir aðgerð- ir Seðla- banka ís- lands og það skiptir mestu í þessu Enn frekari lækkun Nauösyn á verulegri vaxtalækkun er enn fyrir hendi. Hvorki íslensk fyrirtæki né heimili hafa bolmagn til aö standa undir þeim mikla fjármagnskostnaöi sem fytgir hávaxtastefnu yfirvalda peningamála. samhengi. Og einmitt þess vegna skiptir lækkunin nú litlu máli og áhrif hennar verða í besta lagi tak- mörkuð. Þannig hefur aðhald Seðlabankans í raun haldist óbreytt. Lítið breyst í áðurnefndum leiðara hélt ég því fram að svo virtist sem Seðla- bankinn hefði misst fótana síðustu misseri vegna inngróinnar íhalds- semi og í raun hefðu aðgerðir bankans magnað hagsveiflurnar hér á landi: „Með inngripi á gjald- eyrismarkaði reyndi Seðlabankinn að halda verðgildi krónunnar háu gagnvart öðrum gjaldmiðlum, alltof lengi. Afleiðingin var sú að viðskiptahallinn varö meiri en ella og staöa útflutningsfyrirtækja verri. Skellurinn af falli krónunn- Takist ekki að ná tökum á þeim vandamálum sem steðja að íslensku efna- hagslífi kann svo að fara að Sjálfstœðisflokkurinn þurfi á einu ári að glíma við tvennar kosningar þar sem kjósendur fara að kjörborði og fella dóm yfir efnahagsstefnu ríkisstjómar. ar var því meiri en nauðsynlegt var og fall krónunnár varð meira en efni stóðu til. Þannig magnast hagsveiflumar ef ekki er haldið á málum í takt við raunveruleikann. Seölabankinn og stjórnendur hans standa nú í svipuðum spor- um og þegar þeir reyndu að verja krónuna falli, þó öll efnahagsleg og skynsemisrök mæltu með nokk- urri lækkun. Lækki bankinn ekki stýrivexti umtalsvert í nokkrum skrefum á næstu vikum og mánuð- um er hættan sú að efnahagslegur samdráttur blasi við.“ Því miður hefur litið breyst frá því þessi orð voru rituð. Nauðsyn á verulegri vaxtalækkun er enn fyrir hendi. Hvorki íslensk fyrir- tæki né heimili hafa bolmagn til að standa undir þeim mikla fjár- magnskostnaði sem fylgir hávaxta- stefnu yfirvalda peningamála. Á meðan stjómendur Seðlabankans einblína á eftirspumarhlið efna- hagslífsins og skynja ekki mikil- vægi framboðs í baráttu sinni gegn verðbólgu er ekki hægt að vera vongóður um að þeir nái takti við umhverfið og kollega sína í öðrum löndum. „Of mikið aðhald á þess- um tima er einnig viðsjárvert þar sem það gerir það að verkum að efnahagslægðin fram undan verð- ur dýpri og erfiðari viðureignar en ella,“ segir í nóvemberskýrslu Greiningar íslandsbanka og ættu stjómendur Seðlabankans að hafa það í huga. Ríkisfjármálin Við ríkjandi aðstæður skiptir æ meira máli hvemig alþingismönn- um tekst til við gerð fjárlaga fyrir komandi ár. Fjárlagafrumvarp rík- isstjómarinnar er því miður of bólgið - aðhaldið er ekki nægjan- legt í útgjöldum. Þegar litið er á þróun ríkisútgjalda á liðnum árum er ekki hægt að halda því fram að sérstök íhaldssemi hafi ráðið ferð- inni. Raunar á þetta við um fjár- mál flestra opinberra aðila, ekki síst sveitarfélaga, þar sem gleðin ræður ríkjum með litlu taumhaldi með fáum en góðum undantekn- ingum. Staðan í efnahagsmálum skiptir miklu um þróun islenskra stjórn- mála á komandi misserum. Takist ekki að ná tökum á þeim vanda- málum sem steðja að islensku efnahagslifi kann svo að fara að Sjálfstæðisflokkurinn þurfl á einu ári að glíma við tvennar kosningar þar sem kjósendur fara að kjör- borði og fella dóm yfir efnahags- stefnu ríkisstjórnar. í komandi borgarstjórnarkosn- ingum kann að fara svo að efna- hagsmálin verði efst í huga borgar- búa, og þar með minnki eða jafnvel hverfl möguleikar sjálfstæðis- manna á að endurheimta gamalt vígi sem nú hefur verið í höndum andstæðinga í tæp átta ár. Þá end- urtekur sagan sig að mestu frá 1978 þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti í fyrsta skipti meirihluta í borgarstjóm vegna stöðunnar í efnahagsmálum. Þar var þeim refs- að - ekki vegna frammistöðunnar við stjórnun höfuðborgarinnar - heldur vegna þess að ríkisstjórnin var undir forystu Sjálfstæðis- flokksins. Staða ríkisstjómarinnar og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokksins er sterk um þessar mundir en hún getur hæglega breyst á skömmum tíma, ekki síst ef þvergirðingshátt- urinn fær að ráða ferðinni í Seðlabankanum og skyn- samleg fjárlög líta ekki dagsins ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.