Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2001, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 Helgarblað DV Lögregluyfirvöld hafa áhyggjur af aukinni neyslu sterkra fíkniefna: 100 þúsund e-töflur komnar á þessu ári - sérstakir pyndingarstaðir það nýjasta sem lögreglan hefur spurnir af DV-MYNDIR ÞÖK Grafarvogur, Vesturbær, Miöbær, Breiöholt, Kópvogur - íslenskur veruleiki Þetta er aöeins hluti af þeim vopnum sem fíkniefnaiögregian hefur lagt hald á undanfariö. Þau fundust í húsum víösvegar á höfuöborgarsvæöinu. TTTíkíií Á árinu 2001 hafa lögregla og toll- gæsla hér á landi lagt hald á meira en 100 þúsund e-töflur - fimmtíu sinnum meira magn en Kio Briggs kom með til landsins í íþróttatösku eins og frægt varð árið 1998. „Aðeins“ 34 kíló af hassi hafa veriö tekin á árinu (151 mál), innan við kíló af amfetamíni og nokkur hundruð grömm af kókaíni. Þetta þykir sýna með skýrum hætti að e-töfluinnilutningur og markaður fyr- ir slík efni, sterk fíkniefni, hefur auk- ist stórkostlega. Þó svo að 77 þúsund e-töflur hafi verið teknar í einu og sama málinu þegar tollgæslan í Leifs- stöð stöðvaði Austurríkismann sem var að fara til Bandaríkjanna á leið frá Evrópu, þykir mönnum nóg um - tölurnar eru sláandi. Á annan tug manna og kvenna hafa verið teknir höndum í ár í málum sem fjölmiðlar hafa á undanfórnum árum kallað stór fíkniefnamál. Fjöldi erlendra „burðar- dýra“ hefur stöðugt aukist, sambönd fíkniefnainnflytjenda og sala styrkjast á alþjóðlega vísu með hverju árinu sem líður - ekki síst þegar stór hluti fanga á Litla-Hrauni er þar vegna mála tengdum fíkniefnum og situr þar inni með fjölda útlendinga. Þarna er auðvitað margt skrafað og lagt á ráð- in. Einn fanginn fer bráðlega fyrir dóm - fyrir að hafa haldið áfram að skipuleggja e-töfluinnflutning frá út- löndum eftir að hafa verið dæmdur í 7 ára fangelsi. Það skipulag átti sér stað í gegnum síma frá Litla-Hrauni. Pyndingar - m.a. með borvél Fíkniefnalögreglan segir að harkan í fíknikefnaheiminum aukist stöðugt. Sérstakir pyndingarstaðir er það nýjasta sem lögreglan hefur spumir af. Ef menn borga ekki skuldir fyrir fikniefni er farið með þá á tiltekna staði og þeir pyndaðir. Þess eru dæmi að grimmdin sé svo mikil að borvél hafi verið notuð. „Það er engin misk- unn í þessum heimi,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar. „Við höfum heyrt að það hafi verið boraö i axlir á fólki. Ástæðan er sú að við- komandi stóðu ekki í skilum." Fíkniefnalögreglan hefur einnig haft spumir af því aö drepið hafi verið í logandi sígarettu í lófa skuldarans. Lögreglan leggur stöðugt hald á byssur og margs konar önnur vopn sem menn annaðhvort nota til að verja sig með eða hafa í hótunum við aðra. Sumt af þessum vopnum eru notuð í návígi. Langfæst ef þá nokkur af þessum málum eru kærð til lögreglu því ótt- inn við hefndir er allsráðandi. í fíkni- efnaheiminum gilda önnur lögmál en fólk á að venjast. Þessi heimur er þó nær grunlitlum almenningi en flestir telja. Þessir atburðir eru að gerast í húsum sem við fórum fram hjá jafn- vel daglega, hjá einstaklingum sem eru tengdir okkur flestum með einum eða öörum hætti - við sjáum bara ekki atburðina með berum augum. Sífelldur ótti - inni í skáp Lífshættulegt þunglyndi er algeng afleiðing af e-töfluneyslu - þar sleppur enginn þó það kunni að vera gaman að prófa í fyrsta skipti. Þarna er eng- inn hraustari en hinir. Sjálfsvíg er al- geng afleiðing af fíkniefnaneyslu þeg- ar fólk, oftast ungt, er komið í öng- stræti. Stöðugar meðferðir, sífeOdur ótti, ótti við rukkara sem hafa algjört vald á neytandanum. Ef hann borgar ekki er hann annaðhvort limlestur eða látinn greiöa skuldina með því að fara utan til að sækja meiri fíkniefni og flytja þau inn. Ef fólk greiðir ekki fíkniefnaskuldina þá hækkar hún og það hraðar en með lögbundnum vaxtahraöa. Og það er ekki bara ótti við rukkara heldur nær ofsóknar- brjálæðið líka til þess að óttinn við annað fólk, ekki síst lögreglu, verður óstjórnlegur. „Við vitum til þess að neytendur séu stundum svo hræddir og komnir út úr raunveruleikanum að þeir fari jafnvel inn í skáp til að sprauta sig svo enginn sjái til þeirra. Glansinn fer fljótlega af þessu,“ segir Ásgeir Karls- son. Neysla fyrir hundruð þúsunda Handrukkararnir hafa í hótunum við skuldarana. Þeir eira engu og ná meira að segja að koma hótunum á framfæri þegar neytandinn er flúinn í meðferð - á stað þar sem hann telur sig öruggan innan læstra dyra. Hótan- irnar ganga út á að skaöa ættingja og ástvini, börn og foreldra. Mörg dæmi eru um að neytandinn hafi því hætt meðferðinni til að fara út til að standa í skilum. Og staðfest dæmi eru um að fíkniefnainnflutningur hafi verið skipulagður innan veggja SÁÁ. Þegar fólk tekur fyrst inn e-töflu dugar jafnvel hálf slík til að ná fram áhrifum á einu kvöldi. Eftir það fer þolið að byggjast upp og neytandinn þarf fleiri og fleiri töflur. Þetta þýðir auðvitað aukin útgjöld. Þegar mikið þol hefur myndast þarf neytandinn allt upp í 5 og jafnvel 10 töflur á dag. Hver tafla kostar á bilinu 2.500-3.500 krónur. Reikni nú hver út fyrir sig hvað neyslan kostar, hverjar skuld- irnar verða og svo framvegis. Margir einstaklingar hér á landi neyta fíkni- efna fyrir hundruð þúsunda króna á mánuði. Ásgeir Karlsson segist hvetja alla þá sem verða fyrir ofbeldi og árásum eða hótunum um slíkt að láta lögreglu vita. „Þannig er hægt að koma lögum yfir þessa menn. Ég skora líka á alla þá sem eru með vopn eða vita um vopn í umferð að tilkynna lögreglu um það. Ef þess er óskað er hægt að tryggja nafnleynd." Ævintýramaður með póstlista Heimilistæki og ýmis fleiri varning- ur á sannkölluðum reyfarakjörum var auglýstur snemma i vikunni. Það var Goði Jóhann Gunnarsson sem bauð fólki að gera hin góðu kaup eftir svonefndum Kostgo-pöntunarlista sem seldur var á fimm þúsund krón- ur. Fáir keyptu þó listann eða pönt- uðu vörur og á endanum fór svo að Goði Jóhann var hnepptur í varðhald meðan málsatvik voru könnuð frekar. Samfylking fær þrjá DV upplýsti í vikunni um stöðuna i samningaviðræðum stjórnmálaflokk- anna sem standa að Reykjavíkurlist- anum. Þar er samkomulag i burðar- liðnum sem felur í sér að af átta efstu mönnum fái Samfylkingin þrjá, Vinstri grænir tvo og Framsókn tvo. Auk þessa mun Vg fá forseta borgar- stjórnar og Framsókn efsta mann á listanum og fyrsta val í nefndir. Búist var við að lendingin yrði á þessum nótum, þrátt fyrir að einhverjar efa- semdarraddir um þennan samning hafi heyrst úr röðum Samfylkingar- manna, sem þótti þeirra hlutur rýr. FÍB segir álagningu aukast FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeig- enda, gagnrýndi olíufélögin í vikunni harðlega fyrir að auka álagningu sína á bensíni. Sagði félagið að samkvæmt sínum útreikningum hefðu olíufélög- in aukið álagninguna sem nemur 1 krónu á lítrann frá því um mánaða- mótin janúar/febrúar. Þessar ásakan- ir komu fram á sama tíma og olfufé- lögin Esso og Shell tilkynntu um góða afkomu og verulegan hagnað. Félögin vísuðu þó fullyrðingum FÍB á bug, en FÍB hefur lagt útreikninga sína inn til Samkeppnisstofnunar. 0,8% vaxtalækkun Langþráð vaxtalækkun var til- kynnt í Seðlabankanum við Kalkofnsveg á fimmtudag eftir að há- værar gagnrýnisraddir höfðu hljómað um nokkurt skeið. Vaxtalækkunin var tilkynnt samhliða nýrri verð- bólguspá bankans þar sem fram kem- ur að mun meiri líkur eru taldar á því en áður að verðbólgumarkmið bank- ans fyrir árið 2003 náist. Niðurstaða bankans var að 0,8% eða 80 punkta lækkun stýrivaxta væri hæfileg. Lækkunin hefur mælst vel fyrir en greinilegt er að margir trúa því að þetta sé einungis fyrsta skrefið í frekara lækkunarferli, en sjálfur segir bankinn einfaldlega að frekari lækk- un muni ráðast af því hvernig efna- hagsmálin þróast. Farþegalista skal geyma Mikil umræða hefur í vikunni ver- ið um málefni flugvélar Flugmála- stjómar, ekki síst eftir að Gísli S. Ein- arsson alþingismaður fékk þau svör frá Ríkisendurskoðun að skylt væri að geyma farþegalista vélarinnar. Flugmálastjórn tilkynnti að listarnir yrðu framvegis geymdir í 3 ár. Málið kom inn á Alþingi í utandagskrárum- ræðu þar sem Gísli og aðrir stjórnar- andstæðingar töldu tregðu ráðherra og framkvæmdavalds til að afhenda upplýsingar gera málefni Flugmála- stjómarvélarinnar tortryggilega, en Sturla Böðvarsson og aðrir stjómar- sinnar sögðu að Gísli væri að gera fullkomlega eðlilega hluti tortryggi- lega með ásökunum sínum. EVROPUMEIS TA RINN ER KOMINN í EVRÓ !! ylYMJT ft oc) synnudag Evró ehf. Skeifunni sími: 533 14 14 www. evro. is - www. lynx .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.