Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Síða 17
LAUGARDAGUR II. MAÍ 2002 Helqarblctð 13 V "7 Dómskerfið brást dóttur minni Rósa María Salómonsdóttir talar um sýknu- dóm Hæstaréttar yfir manni sem ákærður var fyrir að misnota dóttur hennar ísex ár frá átta ára aldri. Foreldrarnir ætla að berj- ast fyrir endurupptöku málsins. • Sjá næstu opnu ÞAÐ ER TALIÐ AÐ 16,7% ALLRA íslendinga verði fyrir kynferðislegri áreitni af einhverju tagi á barns- aldri eða unglingsárum. Mun fleiri stúlkur en piltar eru fórnarlömb afbrotamanna að þessu leyti og giska fræðimenn á að 22,7% stúlkna verði fyrir áreitni kyn- ferðisglæpamanna einhvern tímann á ævinni. Algengt er að áreitnin hefjist meðan börnin eru enn undir 10 ára aldri. í nær öllum tilvikum eru þeir sem áreita stúlku- böm kynferðislega nákomnir þeim með einhverjum hætti. Annaðhvort nánir ættingjar eins og feður, afar, bræður eða frændur eða þá heimilisvinir og nágrann- ar sem öll fjölskyldan, þar á meðal barnið, þekkir og treystir. í 2/3 tilvika nær misnotkunin yfir lengri tíma en eitt ár. Sextíu prósent þeirra sem þetta þurfa að þola segja ekki frá því fyrr en löngu seinna ef þeir gera það nokkum tímann. Reglulega birtast okkur fréttir af því að mjög lágt hlutfall kærðra afbrota af þessu tagi endar með sak- fellingu og refsingu. Miklu algengara er að málum sé vísað frá dómi eða meintir sakborningar séu sýknað- ir. Mjög algengt er í málum eins og þessum að einu sönnunargögn málsins séu vitnisburðir fómarlambs- ins og hins kærða en engin efnisleg sönnunargögn önnur. Þess vegna er dómstólum óneitanlega vandi á höndum og trúverðugleiki málsaðila öðlast nýtt vægi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.