Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Qupperneq 34
3-4- Helqcirblcið H>'Vr LAUGARDAGU R . MAÍ 2002 Dansinn eiAlífið Hlín Diego hefur dansað frá þi/íhún man eftir sér og haft það að atuinnu frá þi/í 1998. Árið 2000 gekk hún til liðs i/ið íslenska dansflokkinn og ídag dansar hún sittsíð- asta hlutverk hjá íslenska dansflokknum í bili, Sölku Völku, ísamnefndu verki Auðar Bjarnadóttur. FYRIR RÚMU ÁRI UPPLIFÐI ÉG í fyrsta sinn sýn- ingu hjá íslenska dansflokknum. Þá voru sýnd verk eftir Jo Strömgren og Rui Horta. Ég nota sögnina upp- lifði fremur en sá því þetta var upplifun sem opnaði nýjar víddir. Sérlega er verk Horta, Pocket Ocean, eft- irminnilegt. Þar notaöi hann vatn á litlum hluta sviðsins og endurspeglaði langur og mjór vatnsflötur- inn ljósi upp á tjald sem var innst á sviðinu. Dansar- arnir dönsuðu í kringum þennan flöt og stukku yfir hann þar til einn steig út í vatnið og gáraði það. Þetta litla skref út í vatnið er eftirminnilegt enda heyrði ég síðar af gömlum manni sem stundi einmitt á þessu augnabliki verksins og sagöi: jahá, svona er að deyja. Það er ekkert vatn í Sölku Völku Auðar Bjarnadótt- ur en nóg af tilfinningum. Líkt og María Ellingsen gerði í leikgerð sinni sem sýnd var i Hafn- arfjarðarleikhúsinu fyrir nokkrum misserum hefur Auður ein- beitt sér Völku enda spuming hvernig verkalýðsbaráttusagan eigi mikinn hljóm- grunn í byrjun nýrrar aldar auk þess sem ástin fær hjá fáum jafnfallega túlkun og hjá dönsurum. „Happy-ending“ Hlín Diego dansar titilhlutverk Sölku Völku. Það er nóg að gera hjá henni, verkið tekur rúma klukkustund i flutningi og er Hlín dansandi 95% af þeim tíma. Ég mælti mér mót við hana eftir rennsli á miðvikudag. Borgarleikhúsið er stórt hús og í því miklir rangalar. Ég er um tíma sannfærður um að ég sé villtur og líður eins og persónu í sögu eftir Kafka: gráir veggir umlykja mig og á þeim ótal dyr, allar lokaðar og með torkennilegum númerum. En guð hefur líklega bara verið að stæla Kafka þegar hann sendi mig inn í Borgarleikhúsið í leit að Hlín því hann gefst fljótlega upp á kafkaísku sögunni og býr til amerískan „happy-ending“ því mitt í örvænt- ingunni birtist Hlín í einum dyrunum. Við kynnum okk- ur og ég bíð smástund meðan Hlín fer úr gervi Sölku. Þá skondrum við inn í lítinn fundarsal þar sem við setjumst við stórt borð. Hlin setur annan fótinn upp á borðhorn- ið. Hún virðist afslöppuð en þreytt; æfingatímabilið búið að vera langt og strangt. Sterka konan Ég spyr hana hvort hún hafi þekkt Sölku áður en hún byrjaði á þessu verkefni. „Nei," segir hún. „Við fengum öll það verkefni aö lesa bókina áður en æfingar hófust svo við myndum þekkja söguna." Hvernig leist þér á að fara að dansa Sölku? „Vel, ég bjóst strax við því að þetta myndi verða erfitt þvi við vinnum.ekki mikið á þennan hátt. Salka er hálf- gerður söguballett og þá eru það ekki bara einhver spor heldur mikil tjáning. En það er auðvitað skemmtilegt að fá að takast á við það.“ Við lestur bókarinnar fannst mér Salka stundum brussuleg. Þú ert ekki mikil brussa. „Nei, það er svolítið erfitt að láta dansara vera brussulega," svarar Hlín og hlær, „70% sögunnar gerist þegar Salka er lítil stelpa og verkið endar þegar hún er nýorðin kona. Hún kemur með mömmu sinni í þorp þar sem Salka vill ekki vera. Salka er allt annað en feimin, kannski frökk en áreiðanlega ákveðin og barnsleg. Hún gengur í gegnum hræðilega hluti; afneitun móðurinnar vegna Steinþórs og tekur við það stórt skref i átt að því að verða fullorðin." Þetta er ansi mikil saga. „Þetta er rosalega stór saga. Auður ákvað að taka þessa hluti fyrir og mér finnst hún hafa gert rétt í þvi.“ Þú dansaðir Elsu í samnefndu verki Láru Stefánsdótt- ur sem hlotið hefur fullt af verðlaunum. Þar er líka saga. „Það er saga um sterka konu.“ Þú ert í hlutverkum sterkra kvenna. „Já, það er oft þannig að ef maður fær hlutverk sem gengur vel þá festist maður hálf í því. En sagan í Elsu er samspil konu og manns.“ Eins og fjölskylda Það er mikil nánd í dansinum. Það hlýtur að ríkja sérstakur andi í danshópnum. „Þetta er bara eins og fjölskylda. Stundum er það bara tíu saman á hverjum einasta degi. Þá er mjög mik- ilvægt að vera góður hópur og ég held við séum það.“ Það er varla mikið svigrúm fyrir geðsveiflur? „Það á sér alveg stað,“ segir Hlín og brosir. „Auðvitað. En þetta er okkar starf og við reynum að vera eins fagleg og við getum.“ En hvenær byrjaðirðu að dansa? „Ég fór af alvöru út í dansinn þegar ég var sextán ára og ákvað að fara í nám til Svíþjóðar." En fram að því? „Ég var mikið í öllu, djassballett, afró og fleiru. Var alltaf í Kramhús- inu. Síðan fór ég í Listdansskólann þar sem ég var í ballett. Frá þvi ég var lítil hafði ég alltaf meiri áhuga á modern og djassi en það mátti ekki þá; var ekki í tisku. Þá var íslenski dansflokkurinn klassískur. Ég var alltaf óþekka stelpan sem gerði það sem mátti ekki. Ég ætlaði aldrei að verða ballerina." Það er oft ekki stór ákvörðun að hefja nám en þetta er svolítið annars eðlis því það eru ekki miklir atvinnumöguleikar hér heima, ekki nema tíu dansarar í Is- lenska dansflokknum. Var þetta erfið ákvörðun? „Það var ekki erfið ákvörðun fyrir mig. Ég sótti um i skóla sem heitir Ball- et Akademie í hálfgerðu djóki. Um sum- arið fór ég út og fór í nokkra tima. Þá ætlaði ég að taka ákvörðun um hvort ég héldi áfram eða færi heim aftur og í menntaskóla. Ég fór i inntökupróf i Ball- et Akademie og varð fyrsti dansarinn sem komst beint inn á lokaár skólans. Þá hugsaði ég að það væri ekki hægt að hætta við því ég myndi útskrifast sem at- vinnudansari eftir eins árs nám, aðeins sautján ára. Sænski ballettskólinn er líka mjög virtur og þar er hægt að taka stúd entspróf með dansinum. Ég var þvi í fjögur ár við dansnám i Svíþjóð. Svo vann ég bæði á eigin vegum og í hálft ár var ég með samning hjá Óperunni í Malmö. Eftir sex ár í Svíþjóð ákvað ég að koma heim. Þá var engin laus staða hjá ÍD. Ég fékk hins vegar styrk frá Sví- þjóð sem borgaði launin mín í hálft ár. Eftir það kom ég inn í dansflokkinn og hef dansað stanslaust síðan." Á leið úr landi Svo ertu að flytja úr landi. „Já, til Austurríkis," segir Hlín. „Það verður mikið að gera í sumar. Fyrst fer ég til Finnlands með Elsu á stóra danshátíð. Eftir það fer ég til Sviss þar sem ég verð í tvær vikur á danshöfunda- námskeiði. Þar eru sjö efnilegustu danshöfundar heimsins og tuttugu manna danshópur. Viö verð- um tvær frá íslandi í hópnum, ég og Hildur Óttars- dóttir. Síðan liggur leiðin til Innsbruck þar sem Jochen Ulrich ræður ríkjum en fyrsta verkefni mitt hjá ís- lenska dansflokknum var einmitt í verki hans. Þar er ég með árssamning.“ Hvernig er daglegt líf hjá dansara? „Já, daglegt líf. Dansinn er lífið. Ef mér líður illa í vinnunni þá líður mér illa heima. Vinnan skiptir mig öllu máli; hún er númer eitt, tvö og þrjú. Og þannig verður það að vera til að ná árangri." Semurðu eitthvað? „Nei, ég ætla að bíða með það. Núna er ég dansari og finnst það mjög spennandi. Ég ætla að dansa í kannski fimm ár í viðbót á fullu.“ Hvað verðurðu gömul eftir fimm ár? „Alltof gömul! Nei, nei, þá verð ég 29 ára.“ Og komin á ellilaun? „Nei, reyndar ekki. Lára Stefánsdóttir er að verða fertug og lítur út fyrir að vera rúmlega tvítug. Hún er ótrúlega heppin, það eru ekki margir sem endast svo lengi. Þegar maður er svo heppinn aö hafa mik- ið að gera þá verður álagið á líkamann mikið. Ég ætla því að vinna einhver ár í viðbót eða svo lengi sem ég hef af þvi ánægju og heilsu til.“ -sm -Ég var rnikið í öllu, djassballett, afró og fleiru. Var alltaf í Kramhúsinu. Síðan fór ég í Listdansskólann þar sem ég var í ballett. Frá því ég var lítil hafði ég alltaf meiri áhuga á modcrn og djassi en það mátti ekki þá; var ekki í tísku. Þá var íslenski dansflokkurinn klassískur. Ég var alltaf óþekka stelpan sem gerði það sem mátti ekki. Ég ætlaði aldrei að verða ballerína." DV-mvnd Hari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.