Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Qupperneq 41
LAUCARDACUR II. MAÍ 2002
Helqctrblctð JO"V
■1
Steve Nolan. Lipurðin og snerpan
áhrifamest.
ungir lærlingar þeirra safnast sam-
an og stunda hugleiðslu litla stund,
við kertaljós og reykelsisilm, en
svo fer að færast heldur betur fjör
i leikinn.
Heilmiklir fimleikar og glæfra-
legar æfingar með hin ýmsu vopn
taka fljótlega við, þegar munkarnir
sýna keisaranum listir sínar og fá-
dæma bardagafimi. Sá lætur bæði
heillast og sannfærast og fær
munkana til að ganga til liðs við
sig í baráttunni við illan stríðs-
herra sem herjar á keisaraveldið.
Síðan upphefjast mikil átök
munkanna og málaliöa striðsherr-
ans með tilheyrandi akróbatík og
vopnaskaki. Munkarnir hafa að
sjálfsögðu sigur, en neita í kjölfar-
ið að ganga á mála hjá keisaranum
til frambúðar. Þetta líkar hátign-
inni illa og gerir sér lítið fyrir og
myrðir munkana, hvern af öðrum,
þar sem þeir sofa djúpum svefni
eftir að hafa verið byrluð ólyfjan
mikil. Fimm ungir sveinar, lær-
lingar munkanna, eru þeir einu
sem lifa blóðbaðið af. Þeir halda
aftur til klaustursins og taka til við
þjálfun sína að nýju undir ieiðsögn
gamla meistarans, og hefja Shaol-
in-hefðina til vegs og virðingar á
ný. Lokaatriði sýningarinnar er
svo sannkölluð flugeldasýning, þar
sem hver munkurinn af öðrum
kemur fram og sýnir þær listir
sem hann hefur sérhæft sig í. ít-
rekað stóð útsendari DV sig að því
að hrista höfuðið í forundran og
velta þvi fyrir sér hvort það væru
virkilega engin takmörk fyrir því
sem mannslíkaminn er fær um að
gera og þola ef rétt er að verki
staðið. Ef marka má frammistöðu
munkanna 20 og hinna fimm ungu
lærlinga, þá virðist svo ekki vera.
Ábótínn áttí frumkvæðið
Steve Nolan, framleiðandi sýn-
ingarinnar, kynntist Shaolin-
munkunum fyrst í ársbyrjun 1999.
Þá kom ábóti klaustursins til Eng-
lands í því skyni að kanna, hvort
ekki væri grundvöllur fyrir þvi að
afla klaustrinu fjár, með því að
halda eins og eina sýningu eða
tvær á Englandi. Hugmynd hans
gekk út á að láta munkana einfald-
lega mæta á sviðið hvern á fætur
öðrum og sýna listir sínar. Honum
var hins vegar fljótlega bent á Nol-
an, sem hafði talsverða reynslu af
ýmiss konar skemmtanahaldi, og
þá fyrst fór hugmyndin að Lífshjól-
inu, eða Wheel of life, að taka á sig
mynd.
„Ábótinn sagði mér undan og
ofan af sögu klaustursins, og ég sá
strax þá möguleika sem hún bauð
upp á,“ sagði Nolan í viðtali við út-
sendara DV í Helsinki. „Ég taldi
mun áhugaverðara að reyna að
segja þessa sögu í einhvers konar
samfelldri heild, en að vera með
stök og ótengd bardaga- eða fim-
leikaatriði. Mér sýndist líka að
með þeim hætti gæti þetta orðið
annað og meira en bara ein sýning
í London og búið.“
Nolan fékk til liðs við sig hand-
ritshöfund, leikstjóra og fleiri og
setti saman drög að sýningunni
sem hann síðan lagði fyrir ábót-
ann. „Við fórum í klaustrið og
sýndum honum það sem við vorum
með. Hann leiðrétti eitt og annað
smáatriði í sagnfræðinni hjá okk-
ur, en leist að öðru leyti nógu vel á
þetta til að slá til og niðurstaðan
varð þessi.“
Aldagömul hefð
Sagan segir að Shaolin sé fyrsta
Zen-búddistaklaustrið í Kina og
hafi verið stofnað af Indverjanum
Bodhi-Dharma árið 495. Munkalifið
byggðist að verulegum hluta á hug-
leiðslu, svo sem venja er til, en þar
kom að meistaranum þótti munk-
amir full fölir og ræfilslegir af
inniveru og hreyfingarleysi, svo
hann tók til við að kenna þeim hið
ævaforna tai-chi, þar sem teygjuæf-
ingar og hreyfingar dýra eru not-
aðar sem fyrirmynd að líkamsrækt
mannanna, og þess gætt að hugur-
inn fái ekki síður sinn skerf en lík-
aminn.
Munkarnir í Shaolin fengu hins
vegar ekki alltaf frið fyrir ná-
grönnum sínum og tóku smám
saman að þróa tai-chi-ið áfram i átt
tO þess sem við þekkjum almennt
undir heitinu Kung-fu í dag. Kung
fu er flokkað í fjóra grunnflokka,
og er einn þeirra kenndur við Sha-
olin. Þessi tegund bardagalistar,
sem á sér ríflega 15 alda sögu í
Kína, er nú kennd í Shaolin-skól-
um vítt og breitt um heiminn, en
klaustrið sjálft gegnir enn lykil-
hlutverki í útbreiðslu og viðhaldi
hefðarinnar.
Langt úr alfaraleið
Nolan kom sjálfur í klaustrið
nokkrum sinnum á árinu 1999, á
meðan hann var að vinna að upp-
setningu sýningarinnar. „Shaolin-
klaustrið er hreint ótrúlegur stað-
ur, hvernig sem á það er litið. Nátt-
úrufegurðin allt um kring er ein-
stök og klaustrið sjálft líka. Það
hefur reyndar þrisvar verið brennt
til kaldra kola í gegnum aldirnar,
en alltaf verið reist aftur. Þeir hafa
lifað allt af, hungursneyð, stríð á
keisaratímanum, kommúnismann,
menningarbyltinguna - þeir eru
ódrepandi.“ Það kann að hafa átt
sinn þátt í því, hversu lífseigt
klaustrið hefur verið, að það er
langt úr alfaraleið. „Það er þriggja
og hálfs tíma ferð í næstu borg,“
segir Nolan, „og algjör auðn allt í
kring. Nema síðustu fjóra eða
fimm kílómetrana. Þar er skóli við
skóla, allt Kung-fu-skólar, fleiri
tugir af þeim. Það eru sjálfsagt á
bilinu 30-40.000 manns þarna að
jafnaði að læra Kung-fu, og flestir
skólamir eru reknir í tengslum viö
klaustrið. Enda er þessi vegur
aldrei kallaður annað en Kung-fu
vegurinn.“
Lipurðin og snerpan
Lífshjólið hefur verið sýnt vestan-
hafs og austan, og til Finnlands, þar
sem sýningin gekk fyrir fullu húsi
alla síðustu viku, kom hún frá Ástr-
alíu. Nolan segir viðtökur almennt
hafa verið mjög góðar, hvar sem er
í heiminum. „Það er eitthvað fyrir
alla í þessari sýningu. Klassísk, kín-
versk tónlist jafnt sem vestræn og
vel rokkuð, bardagalist sem ætti að
heilla hvaða Kung-fu áhugamann
sem er, leiklist af klassíska, kín-
verska skólanum og ótrúleg atriði
þar sem menn leggjast á sverð og
naglabretti, brjóta múrsteina með
berum höndum og svona mætti
áfram telja. Við lögðum upp með
það að sem flestir ættu að finna eitt-
hvað við sítt hæfi og það virðist
hafa gengið bærilega upp.“
En hvað skyldi framleiðandan-
um og aðalsprautunni þykja
merkilegast þegar hann horfir á
munkana leika sínar ótrúlegu
kúnstir? Nolan er ekki í neinum
vafa. „Það kann kannski að hljóma
undarlega, svona miðað við þessi
ótrúlegu atriði sem boðið er upp á
inn á milli, en það sem mér finnst
áhrifamest er þessi fádæma snerpa
og lipurð þeirra allra og hreyfingar
þeirra yfirhöfuð. Auðvitað er þetta
Kung-fu, fyrst og fremst, en svei
mér þá, þetta jaðrar líka við að
vera ballett." -ÆÖJ
Bikinf Sundbolir Tankini Sundskýlur Sundbuxnr
Sundfötin
finnur þd í Útilíf
SPEEDQ
Speedo er leiðandi merki i snnd-
fatnaði. Kynntu þér glæsilegt úrva
af Speedo sundfötum i verslunum
Útilífs, i Smáralínd og Glæsibæ
Delmar bandeau bikim - B.59D
Delmar tankim - 6.990
Sundnokar - 990
Komdu við i Utilífi og
kynntu þér fjölbreytt
úrval af sundfötum,
áður en þú skellir þér
í sund eða ferð í
sumarfrí.
UTILIF
| Mesh spliced tankiní - 5.99D
Smáralind - Elæsibæ
Simi 5451500 ng www.utilif.is
Þú nærö alltaf sambandi
^ við okkur!
(7) 550 5000
s-' mánudaga til fimmtudaga kl. 9-20
föstudaga kl. 9-18
sunnudaga kl. 16 - 20
(Cu smaauglysingar@dv.is
hvenær sóiarhringsins sem er
DV
550 5000