Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Qupperneq 42
42
He Iga rt> loö IDV LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002
95 konur, flugvél
og maður sem spilar á kont
Það er þriðjudagskvöld íbyrjun maíog vet-
urinn þykist vera vor. Barrtrén við Skógar-
hlíðina láta sér fátt um finnast, þau eru ekk-
ert fgrir það að láta tískusveiflur ítrjá-
klæðnaði hafa áhrifá sig: „Græn allt árið“
er þeirra mottó. En skítt með trén, það eru
konur sem skipta máli á þessu þriðjudags-
kvöldi, rúmlega eitt hundrað konursem all-
arsyngja nema tvær, stjórnandinn og undir-
leikarinn. Já, og svo maðurinn sem leikur á
kontrabassa. Stjórnandinn heitir Jóhanna
V. Þórhallsdóttir, undirleikarinn Aðalheiður
Þorsteinsdóttir og maðurinn sem leikur á
kontrabassa er Tómas R. Einarsson.
RÚMLEGA EITT HUNDRAÐ KONUR í kórnum
heita ekkert sérstakt nema kannski Védís og Stína sem
er klappað sérstaklega fyrir vegna þess að þær stóðu
glæsilega að útgáfu á vegum kórsins. Slíkt er eðli kóra,
maður veit að líkt og hver nóta píanósins hefur sér-
stakt heiti þá hefur hver kórfélagi verið skírður ein-
hverju nafni. Það skiptir ekki máli meðan sungið er,
það skiptir ekki máli fyrr en í kaffipásunni. Kórinn
heitir aftur á móti Léttsveit Reykjavíkur.
Þær eru að æfa innkomuna þegar ég sest inn í salinn.
Þær syngja Ljósið kemur langt og mjótt. Ljósið streym-
ir hins vegar ofan úr himninum og niður í Ými. Ljósið
kemur langt og mjótt, syngja þær og koma sér fyrir á
sviðinu.
Með allt á hreinu
Þær eru að fara til Norðurlanda í söngferðalag. Ætla
að enda á því að syngja i Tívolí í Kaupmannahöfn, eins
og Stuðmenn ætluðu að gera í Með allt á hreinu. Tómas
R. fer með þeim. Hvernig ætli hann plumi sig í þessu
kvennaríki? Verð að muna að spyrja að því á eftir.
Ég hef alltaf öfundað fólk af kórstarfi. Það er örugg-
lega fyllirí í kórum eins og íþróttafélögum. Og þar fyrir
utan hlýtur að vera merkilegt að vera ein rödd af hund-
rað sem allar syngja sama lagið. Svona í daglegu lífi er
það bara heppni ef fólk getur komið sér saman um um-
ræðuefni þannig að þetta hlýtur að vera endurnærandi
tilbreyting að standa á sviði með fjölda fólks sem allt
hefur sama markmið.
Hvernig ætli stemningin sé í svona kórferðalögum?
Það er örugglega sungið í rútunni. Ætli það megi syngja
í Flugleiðaþotunni á leiðinni út? Örugglega ekki.
Kannski má það á Saga Business Class? Varla, það færi
örugglega i taugarnar á Kára.
Ókei, stelpur!
120 dúandi konur á sviðinu syngja Vertu til er vorið
kallar á þig. Þær virðast tilhúnar að leggja hönd á plóg
en halda kyrru fyrir á sviðinu þrátt fyrir að sólskinið
vilji sjá þær, það verður að bíða betri tima því þær verða
með tónleika á uppstigningardag og tvenna tónleika á
laugardag, klukkan þrjú og fimm. Allir verða þessir tón-
leikar haldnir í Ými.
Jóhanna stjórnandi er fyndin. Hún hrópar: Ókei,
stelpur! og Þegiði þarna! og skammar þær einu sinni fyr-
ir hvað þær eru alvarlegar: Við erum með smáhúmor!
Stelpurnar hlýða henni. Passið bara að missa ekki
fólsku tennurnar! hrópar Jóhanna og konurnar hlæja í
kór. Já, kórar hlæja líka í kór.
Stundum má skála
Það er komið hlé. Ég er búinn að mæla mér mót við
Jóhönnu í hléinu. Ég elti hana eftir göngum Ýmis og nið-
ur á fyrstu hæðina þar sem við komum okkur fyrir í
mannlausu herbergi.
„Ég byrjaði með Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur
fyrir sjö árum en upphaflega var ég raddþjálfi hjá
Kvennakór Reykjavikur þegar hann var stofnaður fyrir
tíu árum,“ segir Jóhanna. „Kvennakór Reykjavíkur var
svo mikil uppspretta að nú eru fimm stórir kvennakór-
ar starfandi."
Þið eruð með léttar áherslur í lagavali?
„Við höfum lagt áherslu á skemmtiprógrömm og ver-
ið með sveiflu frá ýmsum löndum. í vetur höfum sungið
mikið af skandinavískum lögum.“
Stuðmenn ætluðu á sínum tima að spila í Tívolí?
„Já, þaðan fáum við hugmyndina. Ég skrifaði for-
stjóra Tívolís og fékk svarbréf þar sem við vorum boðn-
ar velkomnar pá Planen.“
Hvenær?
„27. mai klukkan 17.00.“
Hvernig er stemningin á ferðalögum?
„Hún er frábær. Þetta eru þvílíkar skemmtiferðir. Við
höfum upplifað að syngja fyrir fulla Scdi og fimm manns.
En við erum fyrst og fremst að þessu til að skemmta okk-
ur og ef einhverjir fleiri hafa gaman af þá er það plús.
Við skemmtum okkur saman, þetta eru ægilega fínar
gellur.“
Þetta eru engar svallferðir?
„Nei, þetta eru bara skemmtiferðir. En það má nú
stundum skála eftir góða tónleika, við erum alls ekki
heilagar."
Fer Tómas R. með ykkur?
„Já, já. Hann er meira að segja með í uppskriftabók-
inni sem við gáfum út. Hann er heiðursleynigestur."
Það hlýtur að vera ágætt að vera karlmaður i ferða-
lagi með hundrað konum?
„Já, honum hefur held ég aldrei leiðst."
Ekki þunnur vefnaður
Það er söngur daginn út og inn hjá Jóhönnu. Hún
stýrir fjölmörgum kórum og syngur auk þess í Trio
Latino með Tómasi R. og Aðalheiði Þorsteinsdóttur. Hún
verður samt aldrei leið á þessu.
„Ég fæ sem betur fer þriggja mánaða nauðsynlega
hvíld á sumrin. Þá er gott að fara norður á Strandir, til
Ítalíu eða á ísafjörö. Mér finnst gott að hvíla mig því þá
fæ ég nýjar hugmyndir. Þannig held ég mér gangandi."
Hugsarðu kórinn eins og hljóðfæri sem þú leikur á
sem stjórnandi?
„Fyrst reyndi ég bara að fá þessar hræddu konur til
að opna munninn og syngja. Það er kannski fyrsta sinn
núna sem ég er farinn að geta leikiö mér með kórinn. Ég
finn stóran mun frá ári til árs. Þær eru að verða ansi
„Stcmningin er frábær. Þetta eru þvílíkar skemmti-
ferðir. Við höfum upplifað að syngja fyrir fulla sali
og fiinm manns. En við erum fyrst og fremst að þessu
til að skemmta okkur og ef einliverjir fleiri hafa gam-
an af þá er það plús. Við skemmtum okkur saman,
þetta eru ægilega fínar gellur," segir Jóhanna V. Þór-
hallsdóttir, stjórnandi Léttsveitar Reykjavíkur, sem
heldur tvenna tónleika í dag í Ými en leggur svo land
undir fót.
DV-mynd E.Ól.
góðar. Flestar hafa þær verið frá upphafi í kórnum
þannig að það er ómögulegt að koma þeim úr honum.“
Maður getur ímyndað sér að þetta sé hljóðfæri með
120 nótum sem allar hafa sjálfstæðan vilja.
„Já, þetta er ekki þunnur vefnaður, þetta er lopa-
peysa.“ -sm
Gerðu góð kaup! Sama verð og í fyrra! Frábært úrval af arna
Hágæða hjól frá
Fyrir6-8ára
Trek Mountain
Cub 12"
Litir Fjólubláttog dökkblátt
Verð kr. 14.054,-
m.brettum
Trek Mountain
Cub 16"
Litir Fjólublátt, bleikt, blátt, rautt
Verð kr. 15.659,-
m.brettum
Trek Mountain
Uon 30"
Litir Fjólublátt bleikt rautt/grátt blátt
Verð kr. 16.461,-
m.brettum
Trek Mountain
Uon 60" 6 gíra
Litir Fjólublátt, blátt
Verð kr. 23.421,-
ORNINNP'
STOFNAÐ 1925
Skeifunni 11, Sími 588 9890
Söluaöilar Hjóliö, Seltjamamesi - Músík og sport, Hafnarfiröi
Útisport, Keflavík - Hjólabær, Selfossi - Sportver, Akureyri
Byggingavóruversl.Sauöárkr. - Olíufélag Crtvegsmanna, Isafiröi
Eöalsport, Vestmannaeyjum - Pípó, Ákranesi
Opið laugard. 10-16
Visa- og Euroraðgr, |
www.orninn.is