Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Side 44
 He Iqcj rb lað DV LAUGARDAGU R i. MAf 2002 Sakamál Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson Ira Einhorn var liðugt um málbeinið og tal- aði gjarnan við fólk um sitthvað sem það vissi ekkert um og fékk þvíorð fgrir að vera gáfaður. Gáfur sínar notaði hann til að ná tökum á fólki. Á þeim tíma dregmdi alla há- skólakrakka íBandaríkjunum um að bregta veröldinni og skemmta sér vel við þá iðju. Háskólastúlkur af borgaralegu standi voru sérstaklega veikar fgrir töfrum hippagúrú- anna og féllu unnvörpum fgrir töfrum Ira. Blómabarnið sem rotnaði í fataskáp AÐ MORGNI 13. JÚNÍ 1997 læddust borgaralega klæddir lögreglumenn að gamalli vatnsmyllu, sem breytt hafði veriö í íbúðarhús, í þorpi nærri Bordeaux í Suðvestur-Frakklandi. Vel vopnum búnir lögreglu- menn úr öryggissveitum fylgdu á eftir og umkringdu gömlu mylluna. Liðið ruddist inn án þess að banka og framhjá sænskri eiginkonu mannsins sem átti að hand- taka, þeystu upp á loft og inn í svefnherbergi, þar sem Ira Einhorn lá nakinn í rúmi sínu, sólbrúnn og vel á sig kominn. Hann líktist meira vínbónda úr héraðinu en bandarískum hippagúru sem leitað hafði verið að í fjölda ára fyrir að myrða vinkonu sina. Maðurinn var handtekinn samkvæmt beiðni dómsmálaráðuneytisins í Washington sem krafðist framsals hans. Ira Einhorn var 57 ára gamall þegar hann var handtekinn. Hann var einn áhrifamesti leiðtogi hipp- anna upp úr 1960, enda hafði hann myndugleika til að bera og ótvíræða foringjahæfileika. Hann var upp- hafsmaður að „degi jarðarinnar" um 1970 og blóma- valdsins (Flower Power), og var skoðanabróðir og samstarfsmaður helstu leiðtoga hugljómunar hippa og blómabarna, sem ætluðu að breyta heiminum og leggja smáborgaralega kynslóð foreldra sinna að velli. Gúrúinn var búinn að vera á ílótta í Evrópu síðan 1981, eða síðan tveim árum eftir að hann var ákærð- ur fyrir að myrða ástkonu sína, Holly Maddux, og fela lík hennar í kistu sem hann stakk inn í fataskáp sinn. Þar rotnuðu leifar stúlkunnar í 18 mánuði áður en þær fundust. Fulltrúi ríkissaksóknara í Fíladelfíu, Richard DiBenedetto, var búinn að eltast við Ira Einhorn í yfir 16 ár og hafði farið víða um Evrópu og haft tal af fjölda fyrrum vina hans og ástkvenna. Hann þóttist hafa kynnst meintum morðingja vel af kynnum við fólk sem umgekkst hann og segir að Ira hafi í stór- mennsku sinni haldið að hann kæmist upp með morð og að lögreglan væri ekki að gera sér neina rellu út af hippastelpu sem hvarf fyrir fjölda ára. Áhrifamikill gúrú Þeir sem á annað borð kynntust Ira Einhorn gleymdu honum ekki. Þótt hann gengi í skítugum lörfum á hippa- árunum var hann skemmtilegur, aðlaðandi og heims- mannslegur félagi. Foreldrarnir voru miðstéttarfólk í Fíladelfiu sem sendi son sinn til mennta og lauk hann prófi í ensku við háskólann i Pennsylvaníu 1961. Ira var liðugt um málbeinið og talaði gjarnan við fólk um sitthvað sem það vissi ekkert um og fékk því orð fyr- ir að vera gáfaður. Gáfur sínar notaði hann til að ná tök- um á fólki. Á þeim tíma dreymdi alla háskólakrakka í Bandaríkjunum um að breyta veröldinni og skemmta sér vel við þá iðju. Háskólastúlkur af borgaralegu standi voru sérstaklega veikar fyrir töfrum hippagúrúanna og féllu unnvörpum fyrir töfrum Ira Einhorn. Hugsjónir kappans vou allar af hinu góða. Hann var ákafur friðarsinni og umhverfið lét hann sér mjög annt um. Hugmynd hans um dag jarðarinnar á að vekja at- hygli á mengun og ofnotkun hráefna. Talið er að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi tekið þátt í samtök- um og samkomum sem hann stóð fyrir á velmektarárum sínum. Honum er líka lýst sem ómerkilegum svindlara sem hafði einstakt lag á að segja fólki það sem það vildi heyra. Sérstaklega var hann laginn að telja kvenfólki trú um að þær væru afburðafagrar og eftirsóknarverðar þótt raunin væri allt önnur. Svona kom hann sér í mjúkinn hjá efnuöum konum sem hrifust af gullhömrum hans og gáfumannlegu tali. Kjaftablaðrið og stolin ljóðmæli og hugmyndir um hvernig hann ætlaði að breyta landi sínu og veröldinni allri féllu í góðan jarðveg og ef hann vant- aði fé var auðvelt að fá það með þeim aðferðum sem gúrúinn kunni manna best að beita. Eins og gæludýr Hippaleiötoginn hitti HoOy Maddux á samkomustað blómabarna í Fíladelfíu 1972. Hún var glæsileg stúlka, 25 ára gömul og hafði nýlokið háskólaprófi. Hún var frá Texas og var alin upp á íhaldssömu heimili efnaðra for- eldra. Hún varð yfir sig hrifin af Ira sem heillaði stúlk- una með gáfnatali. Fyrr en varði var Holly orðin blóma- barn og flutti inn til mannkynsfrelsarans. Hún frelsaðist frá borgaralegum hugmyndum og tók þátt í kynsvalli og öðru sem tilheyrði tímabilinu. Sérstaklega þótti Ira fýsi- legt að horfa á ástkonu sína gera dodo með hinum blómabörnunum sem sífellt voru með ástarhjal og friðar- ást á vörunum. Foreldrar Hollyar og systkini heimsóttu hjúin og var mætt með fyrirlitningu og dónaskap. Fjölskyldan var siður en svo hrifin af hamskiptum Hollyar, sem kok- gleypti kenningar og lifsviðhorf Ira og hans nóta. En eft- ir því sem betur var reynt að fá hana til að yfirgefa sel- skapið magnaðist ást hennar á hippanum samtímis að hún fjarlægðist fjölskyldu sína meira og meira. Bróðir hennar lýsti ástandinu svo að Holly sæti við fætur Ira eins og gæludýr og hlýddi hverri skipun hans af undir- gefni og fúsum vilja. En sambandið milli þeirra var ekki alveg árekstra- laust og þegar frá leið sat Holly heima þegar Ira fór út að láta ljós sitt skína og sinna ástarþörfínni I kynlífs- svalli og sat hún heima og virðist sem hún hafi verið búin að fá nóg af hippalíferninu. Árið 1977 skrapp glæsi- konan frá Texas til New York á verkalýðsdeginum. Þar hitti hún mann og tókst með þeim kunningsskapur og Holly hringdi i systur sína og sagði henni að nú væri hún frjáls og hamingjusamari en hún hefði verið í iengri tíma. Hún sagðist ætla að slíta sambandinu við Ira og mundi hún fara til Fíladelfíu innan fárra daga og ganga frá málunum við Ira og „kæla hann niður“, eins og hún sagði orðrétt. En það virðist hafa tekist miður en skyldi því maðurinn sem prédikaði ást og frið var skaphundur og laus höndin þegar hann reiddist. Holly hvarf um miðjan september 1977 og þótti engum mikið því hippar komu og fóru úr einu sambýlinu í ann- að og Ira hélt uppteknum hætti eins og ekkert hefði í skorist. Enginn vildi vita neitt Fjölskylda Hollyar hélt uppi spurnum um hana og leit- aði til lögreglunnar í Fíladelfiu sem gerði lítið úr hvarfi blómabarnsins. Var þvi ráðinn einkaspæjari til að finna konuna en honum varð lítið ágengt. Ira sagði einfaldlega að hún hafi horfið á braut með öðrum manni og fólkið sem Holly hafði samneyti viö þegar hún bjó með hippa- gúrúanum var ekki tilbúið að skýra frá neinu sem hon- um kæmi illa. Því vissi enginn neitt um hvað varð af konunni sem heillaðist af byltingarkenndum hugmynd- um þeirra sem boðuðu ást og frelsi og lofuðu að breyta og bæta heiminn í fikniefnavímu hippatímabilsins. Lögreglan fór að sýna málinu áhuga en kom hvar- vetna að lokuðum dyrum þegar farið var að spyrjast fyr- ir um hvert slóð hennar lá eftir að hún yfirgaf Ira Ein- horn og söfnuði hans. Hann bjó áfram í sömu íbúðinni og eignaðist margar nýjar vinkonur og var tilbeðinn af þeim og öðrum áhangendum boðskaparins. I mars 1979 var lögreglan látin vita að undarlegan fnyk legði úr ibúð Ira. Nágrannarnir töldu að fýlan staf- aði af kannabisreykingum. En þegar ódaunninn magnað- ist í stað þess að hverfa fékk lögreglan leyfi til húsleitar. En íbúð hippans haföi aldrei áður verið rannsökuð. Hús- ráðandi var að heiman þegar lyktin kom upp. Braust lög- reglan inn og var auðvelt að ganga á fýluna sem kom úr innbyggðum skáp rétt við svefnherbergið. í skápnum var kista og þegar hún var opnuð blasti rotnandi lík Holly Maddux við. Ira hafði gleymt að lækka hitann í íbúðinni en inni í skápum voru óeinangruð hitarör og þegar hitnaði vel í veðri varð sjóðheitt í skápnum og rotnun líksins magn- aðist. Holly var myrt með barefli og var höfuðkúpa brotin á mörgum stöðum. Fulltrúi saksóknara yfirheyrði Ira síðar sama dag og sagði að Holly væri loks fundin. „Þið finnið það sem ykkur sýnist,“ sagði gúrúinn, „þetta kemur mér ekkert við.“ Karlinn var samt handtekinn og nafhkunnur lögmaður, sem síðar varð öldungadeildarmaður, varði hann. Ira var látinn laus gegn lágri tryggingu miðað við glæpinn sem hann var ákærður fyrir en hann hlaut lífstiðardóm sem kveðinn var upp að honum fjarstöddum. Ira flúði úr landi og dúkkaði upp í Evrópu þar sem blómabörn frið- ar og ástar tóku honum opnum örmum. Hann kvæntist sænskri glæsikonu, Annika Flodin, sem auðvitað er af vel stæðri Stokkhólmsfjölskyldu. Þeg- ar bandaríska dómsmálaráðuneytið fór að grennslast fyrir um hvar ákærður morðingi héldi sig fann sænska lögreglan heimilisfang Anniku i Frakklandi, sem var í gömlu myllunni, sem fyrr er minnst á. í Bandaríkjunum var hippaleiðtoginn vel þekktur og dáður og dýrkaður af börnum betri borgara og virðist sem yfirvöld hafi haft takmarkaðan áhuga á að sækja hann til saka. í Evrópu fór hann huldu höfði en þó var oftast vitað hvar hann hélt sig og sjálfur duldi hann ekki slóð sína og treysti því að hann yrði ekki framseldur vegna ákvæðis flestra Evrópuríkja um að framselja ekki sakamenn sem eiga dauðadóm yfir höfði sér og Frakk- land viðurkennir ekki dóma sem kveðnir eru upp að sak- bomingum fjarstöddum. Ira var haldið í fangelsi i nokkra mánuði og var síðan sleppt en þarf að tilkynna sig tvisvar í viku. Færir lögfræðingar flækja málin og drepa á dreif því ekki skortir uppfinningamann blómaveraldarinnar fé né velunnara. Sænska konan hans er honum trygg og allt gengur meintum morðingja í haginn, nema að framsalskrafan er í fullu gildi og þeim hefur fækkað óðum sem trúa yfirleitt nokkru orði sem hann segir og kenningar hans um ást og frið eru orðnar gamlar lummur sem enginn hlustar á lengur nema miðaldra menntamenn sem eru staðnaðir í hippatimabilinu og halda enn að það sé á þeirra færi að bjarga veröldinni frá sjálfri sér. Hann kvæntist sænskri glæsikonu, Annika Flodin, sem auðvitað er af vel stæðri Stokkhólmsfjölskyldu. Þeg- ar bandaríska dómsmálaráðuneytið fór að grennslast fyrir um hvar ákærður morðingi héldi sig fann sænska lögreglan heimilisfang Anniku í Frakklandi, sem var í gömlu myOunni, sem fyrr er minnst á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.