Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Síða 67
LAUGARDACUR II. MAÍ 2002
HeIqcirt>lctö I>V
67 t
\HV
DV-Sport telur nú dagana þar
til Símadeildin hefst 20. maí
næstkomandi. Fram að því
munum við birta spá blaða-
manna DV-Sport um lokastöð-
una í haust og í dag er komið
að 7. sætinu.
Stofnað: 1945
Spáin fyrir
arið
HeimavöUur: Hásteinsvöllur.
Tekur 3000 manns. Stæði í grasbekku og
á hólnum.
íslandsmeistaratitlar: 3 (1979, 1997 og
1998.
Bikarmeistaratitlar: 4 (1968, 1972, 1981
og 1998).
Stœrsti sigur i tiu liöa efstu deild: 8-1
gegn Val 1995.
Stœrsta tap i tiu liöa efstu deild: 1-7
fyrir lA 1992 og 0-6 fyrir Víking 1991.
Flestir leikir i efstu deild': Þórður
Hallgrímsson 189, Ingi
Sigurðsson 181 og Tómas
Pálsson 177.
Flest mörk i efstu
deild: Steingrímur
Jóhannesson 62,
Sigurlás
Þorleifsson 60
og Tómas
Pálsson 55.
Árangur i efstu deild: 493 leikir, 209
sigurleikir, 102 jafntefli og 182 töp.
Markatalan er 817-757.
Eyjamenn lenda í sjöunda sætinu:
Stór skörð
höggvin
DV-Sport bíður spennt eftir að ís-
landsmótið í knattspyrnu hefjist að
nýju og mun í næstu sex tölublöðum
telja niöur fram að móti. Blaðamenn
DV-Sport hafa spáð og spekúlerað í
styrkleika og veikleika liðanna og út
úr þeim rannsóknum
hefur veriö búin til
spá DV-Sport fyrir
sumarið.
Fram að móti mun-
um við birta hana, eitt
lið bætist við á hverj-
um degi. Við hefjum
leikinn á botnsætinu
og endum síðan á því
að kynna það lið sem
við teljum að muni
tróna á toppi Símadeildar karla þeg-
ar flautað verður til leiksloka í haust.
Við metum nokkra þætti hjá
hverju liði og gefum einkunn á bilinu
1 til 6 eins og sjá má sem hlið á ten-
ingi hér á síðunni.
í sjöunda sætinu hjá okkur eru
Eyjamenn.
Þeir hafa verið einstaklega farsæl-
ir á síðustu árrnn og ekki lent neðar
en í fjórða sæti undanfarin sjö ár. Sá
árangur sýnir mikinn stöðugleika og
styrk. í ár er hins vegar margt breytt.
Hlynur Stefánsson, sem verið
hefúr stoð liðsins og stytta undanfar-
in ár, ákvað að leggja skóna á hilluna
eftir síðasta keppnistímabil og erfitt
er að sjá hvemig Eyjamenn ætla sér
að fylla hans skarð. Það mun koma
til með að mæða mikið á Kjartani
Antonssyni og þarf hann að stíga
fram sem leiðtogi liðsins og leiða
vamarleikinn sem hefúr verið helsti
styrkleikinn hjá Eyjamönnum á
síðustu árum.
Sóknarmenn liðs-
ins eru afskaplega
ungir að árum. Tómas
Ingi Tómasson, sá
gamli refur, gaf liðinu
mikið sjálfstraust og
allt annað yfirbragð f
fyrra þegar hann spil-
aði en ekki þykir lík-
legt að hann muni
spila með á þessu
keppnistimabili vegna erfiðra
meiðsla sem hann átt við að glíma.
Meðalaldur sóknarmanna liðsins er
um 20 ár og þrátt fyrir að enginn ef-
ist um hæfileika Gunnars Heiðars
Þorvaldssonar er sennilega til of mik-
ils ætlast að biöja hann um að axla
þá ábyrgð að leiða sóknarleikinn
einn.
Eyjamenn hafa leitað dyrum og
dyngjum að leikmönnum til að
styrkja liðið í vetur en ekki haft er-
indi sem erfiði. Til stendur að semja
við skoskan kantmann og verður
honum væntanlega tekið fagnandi af
hópi sem er bæði ungur að árum og
heldur þunnskipaður mönnum með
reynslu af efstu deild. -ósk/ÓÓJ
Síðustu átta ár:
1994: .
1995: .
1996: . .. 4. sæti í úrvdeild
1997: .
1998: . .. 1. sæti í úrvdeild
1999: .
2000: .
2001: .
Hvaö segja Eviamenn um spá DV-Sport
„Þessi spá kemur mér ekki á óvart og mér fmnst hún mjög eðlileg. Okkur
var spáö góðu gengi i fyrra þó við værum með óreyndan mannskap og mið-
að við gengi okkar í deildabikarnum væri óeðlilegt að ætla að við förum að
gera einhverjar rósir í sumar. Undirbúningstímabilið hefur verið erfitt. Það
hefur verið mikið um meiðsli en við eigum væntanlega eftir að styrkja lið-
ið töluvert fyrir sumariö. Spá er bara spá og við ætlum okkur auðvitað að
vera ofar en í 7. sæti sem okkur er spáð,“ sagði Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV.
Atli Jóhannsson kom
skemmtllega á óvart
meó ÍBV i fyrra og var
' einn besti ungi
leikmaöur deildarinnar.
Markið
Birkir Kristinsson hefur
+ veriö einn af bestu mark-
vörðum landsins í mörg
ár. Frábær á línunni og í
stöðunni einn gegn einum. Mikill
karakter sem hefur komist langt með
þrotlausri vinnu.
Helsti veikleiki Birkis eru
fyrirgjafir. Hann á það til
— að frjósa á línunni þegar
boltar koma fyrir. Hann
hefur einnig átt i erfið-
leikum með markspym-
ur.
Vörnin
Kjartan Antonsson er
+ einn albesti vamarmaður
landsins. Hann og Páll
Hjarðar em stórir og sterk-
ir og ljóst að lið vinna ekki marga
skailabolta gegn þeim félögum.
Brotthvarf Hlyns skilur
_ eftir sig skarð sem er vand-
fyllt. Enginn vamarmann-
anna er sterkur á bolta auk þess sem
hætt er við að vömin verði leiðtoga-
laus þvi engimi þessara
leikmanna virðist geta
tekið við af Hlyni.
ISpÖrt sPáir * Símadeild karla í sumar:
Deildabikarinn:
16. febrúar.........Reykjaneshöll
ÍBV-Keflavík ................1-1
Ingi Sigurðsson.
Keflavík vann 3-0 þar sem ÍBV notaði
ólöglegan leikmann.
17. febrúar..........Reykjaneshöll
ÍBV-KA.........................1-3
Ingi Sigurðsson.
KA vann 3-0 þar sem ÍBV notaði
ólöglegan leikmann.
2. mars..............Reykjaneshöll
ÍBV-Grindavik..................1-3
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
3. mars..............Reykjaneshöll
iBV-Dalvik ....................5-3
Gunnar Heiðar Þorvaldsson 3, Atli
Jóhannsson 2.
7. apríl.....Gervigras í Laugardal
ÍBV-Fram ......................0-0
13. apríl .... Gervigras í Laugardal
ÍBV-Þróttur....................2-1
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Pétur
Runólfsson.
21. apríl .... Gervigras í Laugardal
iBV-Valur......................0-3
ÍBV lék sjö leiki, vann tvo, gerði tvö
jafntefli og tapaði þremur.
Markverðir:
I. Birkir Kristinsson.....38 ára
12. Gunnar Bergur Runólfsson 21 árs
Varnarmenn:
4. Hjalti Jóhannesson .....28 ára
5. Einar H. Sigurðsson ....19 ára
6. Kjartan Antonsson......26 ára
19. Unnar Hólm Ólafsson ... . 21 árs
20. Páll Hjaröar..........23 ára
21. Jón Helgi Gíslason....22 ára
Miðiumenn:
7. Atli Jóhannsson...........20 ára
8. Ingi Sigurðsson........34 ára
9. Hjalti Jónsson.........23 ára
10. Bjamólfur Lámsson.....26 ára
II. Olgeir Sigurðsson.....20 ára
14. Bjami Geir Viöarsson ... 23 ára
15. Andri Ólafsson........17 ára
Sóknarmenn:
13. Óskar Jósúason........23 ára
18. Pétur Runólfsson ......21 árs
23. Gunnar H. Þorvaldsson . . 20 ára
28. Tómas Reynisson.........21 árs
Þiálfari:
Njáll Eiðsson.............44 ára
Farnir: Hlynur Stefánsson, hættur,
Aleksandar Bic í Framherja, Tommy
Schram til Englands.
Komnir: Enginn.
Leikmanna-
hópurinn
Gengi IBV í
vormótunum
Miðjan
Atli Jóhannsson kom mjög
sterkur inn í iBV-liðið í
_1_ fyrra, Ingi Sigurðsson og
Hjalti Jónsson eru baráttu-
jaxlar og Bjarnólfur Lárusson dreifir
spilinu vel þegar hann er með einbeit-
inguna í lagi.
_ Ingi er orðinn gamall og
hann og Hjalti era gjamir á
að meiðast. Bjamólfur er oft á tíðum
meira með hugann við að komast í at-
vinnumennsku á ný í
stað þess að einbeita sér
að því að spila með ÍBV.
Sóknin
Gunnar Heiöar Þorvalds-
-{- son er mjög efnilegur fram-
herji sem hagnaöist mikið
á því að spila með Tómasi
Inga Tómassyni í fyrra. Aörir sóknar-
menn liðsins eru ungir að árum og
öðlast dýrmæta reynslu í sumar.
Of mikil ábyrgö á of mörg-
_ um ungum herðum.
Reynsluleysi háir þeim og
ef mörkin koma ekki strax getur
pressan orðiö þeim
þungur baggi að bera.
Bekkurinn
Ungu strákarnir öðlast dýr-
mæta reynslu sem kemur
-p til með hjálpa liðinu
seinna meir. Fá tækifæri
til að sýna hvað í þeim býr
fyrr en raunin væri hjá öðmm liðum.
Enginn þessara ungu leik-
— manna hefur nokkra
reynslu af efstu deild.
Þunnur leikmannahópur gerir það að
verkum að mikil pressa verður á ung-
um herðum ef reyndari leikmenn
liðsins taka upp á þvf
að meiðast.
------------HJ
r
Þjálfarinn
Njáll Eiösson hefur
, þriggja ára reynslu sem
T þjálfari í efstu deild. Hann
gerði frábæra hluti með
Eyjaliðið í fyrra og hefur sýnt aö
hann getur náð því besta út úr leik-
mönnum. Hann hefur lagt áherslu á
vel skipulagðan vamarleik sem hefur
heppnast ágætlega. Vel skipulagður,
duglegur og metnaðarfullur.
__ Njáll hefur aldrei unnið
neitt á sínum þjálfaraferli.
Sóknarleikurinn hjá liðum
undir hans stjóm hefur oft á tíðum
ekki verið neitt augnayndi enda
áherslan á öðrum sviðum.
__________________SL
Ad aukl
Eyjamenn hafa skapað sér
-L sess sem eitt af toppliöum
íslenskrar knattspymu
með frábærum árangri
undanfarin ár. Þeir hafa veriö dug-
legir við að ala upp góða knatt-
spymumenn. Þeir virðast alltaf eiga
peninga til að styrkja liðið þegar þörf
þykir, jafnvel þótt knattspymudeild-
in standi ekki vel peningalega. Há-
steinsvöllur hefur reynst þeim gífur-
lega drjúgur og það em fá lið sem
fara þaðan með sigur. Hinn víðfrægi
liðsandi Eyjamanna deyr ekki svo
glatt og hann mun verða einn af
styrkjum liðsins í sumar.
Áhugi heimamanna á
— leikjum liðsins minnkaði á
síðasta ári miðað við árin
á undan, jafnvel þótt liðið hafnaði í
öðra sæti. Það er áhyggjuefni fyrir lið
eins og IBV sem hefur notið dyggrar
hjálpar stuðnings-
manna sinna um land
allt.
ISport -stig: 24