Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Qupperneq 28
28 H&lgctrbladi I>"V‘ LAUGARDAGUR 8. NiAÍ 2002 Galdramenn Tónlist Siqur Rósar er vímuefni með já- kvæðum formerkjum. Hún er göldrótt, vana- bindandi, víkkar út hugann. Hún er hugar- ástand. Næsta föstudag flytja Sigur Rós og Hilmar Örn Hilmarsson verk sitt, Hrafna- galdur, íLaugardalshöll. íaðalhlutverkum eru auk þeirra Steindór Andersen, Árni Harðarson, úrval hljóðfæraleikara, Schola Cantorum og steinharpa sem Páll á Húsa- felli sótti í íslenska náttúru. FÁTT ER ÞJÓÐLEGRA en myndarlegt alskegg. Trendið í hárafari íslenskra karlmanna var öldum saman fólgið í góðu alskeggi. Við munum eftir að Njáll á Bergþórshvoli var „vel auðigur að fé og vænn maður yfirlits en sá hlutur var á ráði hans að honum óx eigi skegg“; að öðru leyti var hann ókei. í gegnum tíðina hafa margar íslenskar hljómsveit- ir ætlað sér heimsfrægð. Flestar hafa þær talið væn- legast að skilja þjóðleg einkenni eftir heima. Strax safnaði ekki skeggi og Móa kvað ekki rímur. Samt lét heimsfrægðin bíða eftir sér. Mennirnir sem sitja við borðið á Gráa kettinum skömmu eftir að klukkan slær tíu á þriðjudagsmorg- un eru með alskegg. Þeir eru þjóðlegir. Og líka alþjóð- legir því báðir eru þeir búnir að bragða á alþjóðlegri frægð: Hilmar Örn Hilmarsson fékk Felixinn, evr- ópsku kvikmyndaverðlaunin, fyrir tónlistina i mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúrunnar, og Kjartan Sveinsson er í Sigur Rós sem á undanförnum mánuðum hefur heillað tónlistarunnendur viða um heim. Við ætlum ekki að tala um skegg. Við ætlum að tala um Hrafnagaldur sem fluttur verður í Laugar- dalshöll næsta föstudag. Við ætlum líka að ræða um heimsfrægðina, einlægnina og formúlur. Grunntónninn fannst í Húsafelli Hrafnagaldur hefur verið hugarfóstur þitt í langan tíma, segi ég við Hilmar Örn. „Ég hef haft áhuga á þessu kvæði mjög lengi,“ segir Hilmar. „Vinur minn Eysteinn Björnsson er mikill áhugamaður um forn fræði og hefur verið duglegur að safna saman heimildum um kvæðið. Hann hefur minnt mig reglulega á kvæðið og benti á að það mætti gera eitthvað með það í sambandi við músik. Það býður upp á marga hluti því það er óhreyft og maður hefur sína hentisemi með í hvaða átt er fariö með það. Þegar ég átti í óformlegri samvinnu við Sigur Rós í sambandi við Engla alheimsins fór að hrúgast upp því- líkt ofurmagn af táknum að manni þótti nóg um; það rigndi yfir mann táknum. Við ræddum um Hrafnagald- ur og þá kviknaði rétta atmosferan. Það sköpuðust þó ákveðnir þröskuldar því Sigur Rós tók sig til og varð heimsfræg á stuttum tíma. Annríki beggja seinkaði vinnunni en verkefninu var þó alltaf haldið lifandi.“ Guðirnir hafa séð til þess? „Eða eitthvað," segir Hilmar, „maður fer ekki nánar út í það.“ „The Force,“ stingur Kjartan upp á og Hilmar Örn: „já, almættið eða alfaðir einhvers staðar." Er Hrafnagaldur ekki galdrakvæði? „Nei, í rauninni ekki,“ segir Hilmar Örn, „galdurinn er tengdur söngnum. Það er talað um að gala galdur og syngja seið. Kvæðið gæti þess vegna heitið Söngur Hrafna-Óðins. Þegar við komum upp að Húsafelli og komumst í tæri við steinaspilið fundum við grunntón Hrafnagald- urs sem er landið sjálft. Steinaspilið finnst mér marka upphafið að hinu raunverulega tónverki. Þangað til við kynntumst því höfðum við kastað hugmyndum á milli en þegar við fundum steinaspilið vorum við komnir með eitthvað „rock-solid“ svo maður leyfi sér að sletta aðeins.“ Magísk stund Eins og áhrifum Hrafnagaldurs var lýst á tónleik- unum í Barbican Centre má gera ráð fyrir að verkið og flutningur þess sé magískur. „Já,“ segja þeir báðir en þegja svo smástund. Það er kannski erfitt fyrir ykkur að meta það? „Já,“ segir Hilmar Örn, „en við getum sagt að það hafi legið eitthvað mjög sérstakt í loftinu. Hrafnagald- ur er djúpt úr fortíðinni og sumt í kvæðinu er eitt- hvað sem við þekkjum ekki. Við gerum þetta af ein- lægni og erum ekki að gera meira úr hlutunum en efni standa til. Það er líka ákaflega magnaður galdur fólginn í því að hlusta á Steindór Andersen." „Þegar við fluttum Hrafnagaldur í Barbican Centre var í raun ekki búið að æfa það,“ segir Kjartan. „Við komum allir að þessu verkefni án þess að vita nokk- uð, þannig séð. Það skapaði ákveðna spennu hjá okk- ur öllum. Svo gerðist eitthvað." „Það var mjög spennandi að standa á sviðinu án þess að hafa haft tíma til að fara í gegnum allt verk- ið auk þess sem það bættist við verkið á síðustu stundu,“ segir Hilmar. „Ég held að það hafi verið ein- hver stærsta stund lifs míns þegar ég áttaði mig á því að þetta myndi ganga upp.“ Brilljans í mistökunum Það hlýtur að vera merkilegt fyrir ykkur í Sigur Rós að upplifa að tónlist ykkar er algjörlega nýr tónn? Hljómsveitir spila vanalega innan einhverra fyrirfram ákveðinna tónlistartegunda en þið virðist koma að tón- listinni með mjög opnum huga, segi ég við Kjartan. „Já,“ segir Kjartan. „Ég held að það sé þessi einlægni sem einkennir Sig- ur Rós. Tónlistin kemur að innan," segir Hilmar. „Það er eins og þú segir, við höfum alltaf haft að leið- arljósi að vera opnir og reyna að skorða okkur ekki í ákveðnu formi eða ákveðinni stefnu. Við nálgumst tón- listina af æðruleysi," segir Kjartan. Flestar hljómsveitir sem hafa ætlað sér heimsfrægð hafa ákveðið að gefa eftir hluta af sérstöðu sinni til að falla betur inn í „rokkhefðina". Sigur Rós fór aðra leið. „í grunninn er það kannski algjör naívismi sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.