Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Síða 44
HeIqcírblað H>"V LAUGARDAC U R 18. MA( 2002 Maður hinna mörgu húsa Þetta hús er í Mosfellsbæ í eigu múrarameistara og er eitt af síð- ustu húsuuum sem reist er eftir tcikningu Kjartans og þar af leið- andi eitt það nýjasta. Kjartan segir að þau skipti tuguin ef ekki hundruðum húsin sem liann hefur teiknað fyrir eigandanu sem er umsvifainikill í verktakabransanum og hefur bvggt hús alla sína ævi. DV-myndir Hari Kjartcm Sveinsson er ekki arkitekt. Hann lærði húsasmíði og bgqginqarverkfræði og hefur teiknað hús og íbúðir gfir íslendinga í rúm 40 ár. Hann hefur lagt blgantinn á hill- una 76 ára gamall. DV fór íökuferð með Kjartani íeinstæðum bíl hans og við skoð- uðum nokkur hús. KJARTAN SVEINSSON ER EKKI ALVEG venjuleg- ur maður. Hann er ekki arkitekt en fleiri hús hafa verið byggð eftir teikningum hans en nokkurs ann- ars. Eftir hann liggja um það bil 14.600 íbúðir í blokk- um, raðhúsum, parhúsum en sennilega er Kjartan þekktastur fyrir vegleg einbýlishús sín sem mörg hver setja svip sinn á dýrustu einbýlishúsahverfi borgarinnar. Byggt á mjög lauslegri tölfræði má halda því fram að fast að 20% þjóðarinnar búi í hús- næði sem Kjartan hefur teiknað. Kjartan hefur nýlega lagt teikniáhöld sín á hilluna og ákveðið að fara á eftirlaun og þar sem hann er 76 ára gamall er sennilega engin sérstök ástæða til að undrast það. Af því tilefni ákveðum við að fá að fara með honum í bíltúr að skoða hús. Kostaði hann 12 árslaun? Það er alveg sérstök upplifun að fara I bíltúr með Kjartani. Ekki bara vegna þess að hann er kjaftfor og skemmtilegur heldur ekki síður vegna bílsins. Bíllinn er nefnilega ekki bara einhver bíll. Þetta er Lincoln Continental Mark V, sérstök afmælisútgáfa eða Di- amond Jubilee Edition. Þessi bíll er eitt af 5.159 ein- tökum sem voru framleidd árið 1978 í tilefni af 75 ára afmæli Ford og bíiar eins og þessir sjást sjaldan á göt- unum nú orðið og eru svo sannarlega ekki framleidd- ir lengur. Þessi bíll er aðeins tveggja dyra en hann er 2,5 tonn að eigin þyngd og undir gríðarlöngu húddinu malar 460 kúbika átta sílindra vél sem átta hljóðkút- ar halda þögulli eins og söddum heimilisketti. Það eru felldir demantar inn í litlar hliðarrúður í bílnum og upphaflega var fangamark Kjartans á hurðunum en i dag er nafn hans aðeins stimplað í mælaborðið. „Það var skrifað sérstaklega um þennan bU i Þjóð- vUjann á sínum tima og því haldið fram að hann kost- aði 12 árslaun verkamanns," segir Kjartan þegar ég spyr hvað svona bíll hafi kostað. Hann dregur gullslegna regnhlíf í leðurhulstri upp úr hólfi milli sætanna til að sýna okkur. Hún fylgdi bílnum en hef- ur aldrei verið notuð. „Ég leyfi vinum mínum aldrei að taka í bUinn því ég vU að þeir séu áfram ánægðir með sína eigin bUa. Þessi bíll er búinn að veita mér geysUega mikla ánægju. Ég var vinnusjúklingur alla mína ævi og ekkert var betri slökun en að fá sér góðan ökutúr og líða áfram með cruise control á og tónlistina úr Zorba á háum styrk.“ Ætíaði í listnáin eða arkitektúr Við ökum út á Seltjarnarnes og á leiðinni segir Kjartan mér að hann hafi upphaflega ætlað að verða arkitekt eða listmálari en faðir hans tilkynnti hon- um það í þriðja bekk í menntó að hann hefði ekki ráð á að styrkja hann neitt til mennta og hann yrði að læra eitthvað gagnlegt því það væri engin fram- tíð fyrir menntamenn. Kjartan fór síðan og lærði húsasmíði og síðan á tækniháskóla í Svíþjóð og lauk prófi í bygging- artæknifræði. Þegar hann kom aftur heim frá námi 1954 hófst hann þegar handa við aö teikna hús og fyrsta húsið sem leit dagsins ljós eftir hans eigin teikningu er á Rauðalæk 18. Kjartan hefur lengst af ferli sínum rekið sína eigin teiknistofu frá 1960 en hefur samt starfað með öðrum og vill sérstaklega í því sambandi nefna Einar heitinn Sveinsson arki- tekt sem hann telur snjallastan íslenskra arkitekta en hjá honum vann Kjartan um sex ára skeið. „Hann var mikill snillingur hann Einar og af- skaplega vandvirkur og ég lærði mikið af honum,“ segir hann og Lincolninn dúar eins og skip í þægi- legri undiröldu á malbikinu og maður tekur ósjálfrátt eftir því að það er horft mikið á þennan bíl. Stærsta húsið sem Kjartan teiknaði á ferli sínum er Hótel Örk í Hveragerði og hann segir að Helgi Þór Jónsson athafnamaður, sem byggði það, sé með skemmtilegri samstarfsmönnum sem hann hefur haft um dagana og kann af honum ýmsar sögur. Um gagnrýni og öfund Þótt undarlegt megi virðast býr Kjartan ekki sjálf- ur i húsi sem hann er sjálfur höfundur að. Hann býr á Ægisíðu í gömlu virðulegu einbýlishúsi sem hann hefur átt í meira en 30 ár. Það teiknaði húsameist- ari ríkisins fyrir margt löngu sem embættisbústað saksóknara og Kjartan segir að þar séu góðir andar. Við rifjum upp að á sínum ferli fékk Kjartan oft skammir fyrir að vera ekki arkitekt og fyrir að teikna ljót hús. Kjartan hlær að þessu og segir að það sé aumur maður sem ekki sé umdeildur af störf- um sínum. „Ég var afkastamikill og var áreiðanlega ódýrari en margir aðrir. Ég átti gott samstarf við fólk allan minn feril og eignaðist óteljandi vini gegnum starf- ið. Ég hef teiknað hús fyrir heilu fjölskyldurnar, foreldrana og börnin og frændgarðinn. Ég hef þróað minn stil sjálfur og auðvitað er eitt og annað fengið að láni. Það er ekkert til í heimin- um sem ekki hefur verið gert áður. Almennt finnst mér hinir gömlu meistarar standa framar flestu því sem gert er í dag.“ Að hlusta á fólkið Maður sem þekkir til í byggingabransanum segir að Kjartan hafi starfað öðruvísi en aðrir arkitektar að því leyti að hann teiknaði húsin sem fólk dreymdi um og reyndi lítið að hafa áhrif á smekk þess. Hann seg- ist einfaldlega hafa komið fram við aðra eins og hann vildi að þeir kæmu fram við hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.