Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Page 59
LAUGARDACUR IS. MAl' 2002 Helgcirhloö 30'V 59 - , j - - ^ i**-Í!í%%KW&gfífrS:^' BRÉF-SKUTLA Nú er sumarið komið og gaman að láta skutlurnar svífa um loftin blá! Þetta er einföld gerð og í hana þarf aðeins ferningslaga pappírsblað. Brjótið eins og myndirnar sýna og þá getur skutlan hafið sig til flugs. Góða skemmtun! KAKA LANGÖMMU 1/2 bolli smjörlíki (u.þ.b. 100 g) 1 3/4 bolli hveiti 11/2 bolli sykur 1/2 bolli kakó 1 tsk. matarsódi 1 tappi vanillu- dropar 2 egg 3/4 bolli mjólk 1/2 tsk. salt Hrærið allt sam- an, setjið í form og bakið í 45-50 mín. við 175°C. Þessi kaka er mjög mjúk og góð. Krem er sett ofan á hana þegar hún er orðin köld og er það svona: 1 bolli flórsykur smá kakó smá kaffi 100 g smjörlíki 1 eggjarauða Öllu hrært vel saman og smurt yfir kökuna. Verði ykkur að góðu! Ari Freyr ísfeld Óskarsson, Álfheimum 40, 104 Reykjavík. JAKOB FER í SUND Það var einu sinni strákur að nafni Jak- ob. Hann var sex ára. Einn daginn fór Jakob að veiða með pabba sínum. Það var sólskin og blíða og sjórinn var slétt- ur og blár. Allt í einu varð smá óhapp. Jakob dat um veiðistöngina og út í vatnið. Pabbi stakk sér út í og bjargaði Jakobi. Eftir þetta var Jakob vatnshræddur. Daginn eftir var síminn til Jakobs. Það voru góðar vinkonur hans, þær Lísa og Klara sem buðu honum í sund. í fyrstu vildi hann ekki fara en eftir smá stund samþykkti Jakob það. Þegar komið var í sundhöllina, fór Jak- ob í sundfötin og út í laug. Hann var BLAÐBERINN Elsa Katrín, 7 ára, teiknaði þessa frábæru mynd af blað- bera DV og hundinum Snata. ^ Tinna Jökuls- dóttir, Flögusíðu 1, 603 Akureyri, er hress 12 ára stelpa sem vill gjarnan eignast pennavini á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál eru mjög mörg, of mörg til að telja þau upp hérna - en aðallega: úti- vist, gæludýr, ferðalög, límmiðar og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svarar öllum bréfum. Vonandi fyllist póstkassinn strax! Elín Sólborg Eyj- ólfsdóttir, fædd 18. nóv. '92 (gleymdi að skrifa heimilis- fang) en bréfið er frá Vestmannaeyj- um. Elín, þú verður að skrifa aftur. Afmæliskort sem bárust nýverið: Til hamingju með afmælið! ÁSTA-BARÐI-BÖRNIN. Til hamingju með afmælið! MARTA-VALDI-DÓRA. Til hamingju með afmælið! BARÐI-ÁSTA-BÖRNIN. Til hamingju með afmælið! VALDI-MARTA-DÓRA. Herdís Gunnarsdóttir, Stapavegi 7, Vestmannaevium.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.