Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Qupperneq 61

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Qupperneq 61
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 Helcjorblaö ‘DV Aðalheiður Halldórsdóttir 61 verður sjötíu og fimm ára annan í hvítasunnu Aðalheiður Halldórsdóttir húsmóðir, Kóngsbakka 16, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára annan í hvítasunnu. Starfsferill Aðalheiður fæddist við Laugaveginn í Reykjavík. Hún flutti í Skerjafjörðinn er hún var tólf ára og inn í Sogamýri tveimur árum síðar en var síðan búsett við Nökkvavoginn 1943-52. Aðalheiður var sjö ára er hún fór fyrst í vist á sumrin, fór að vinna við heimilisstörf er hún var tólf ára og starfaði við framreiðslu á veitingahúsum 1947-52. Aðalheiður kynntist manni sínum 1951 en þau fluttu að Meiðastöðum í Garði 1952 þar sem þau unnu fyrst við salfiskverkun hjá tengdaforeldrum Aðalheiðar. Þau létu síðan reisa frystihús þar 1966 og starfræktu það til 1972. Þá fluttu þau í Garðabæ en Aðalheiður vann á Vífiisstöðum 1974-78 og við Landspítalann 1978-86 er hún lét af störfum sökum heilsubrests. Fjölskylda Aðalheiður giftist 28.9. 1957 Eiríki Guðlaugssyni, f. 27.4. 1926, d. 19.10. 1978, fiskverkanda og bifreiðar- stjóra. Hann var sonur Guðlaúgs Eiríkssenar og Bjargar Erlendsdóttur á Meiðastöðum í Garði. Börn Aðalheiöar og Eiríks eru Hafdís Eiríksdóttir, f. 19.11. 1952, d. 15.5. 1953; Guðrún Hafdís Eiríksdóttir, f. 7.6.1957, meinatæknir, en maður hennar er Gunnar Magnús Gunnarsson og eru böm þeirra Gunnhildur Sara, f. 30.1. 1978, og Daði, f. 19.8. 1983; Guðlaugur Eiríksson, f. 16.4. 1959, en kona hans er Dagmar Hallgrímsdóttir og eru börn þeirra Aðalheiður Ósk, f. 5.10. 1986, og Eiríkur, f. 9.9. 1989, en dóttir Dagmarar og stjúpdóttir Guðlaugs er Ellen, f. 9.7. 1973; Ásta Ellen Eiríksdóttir, f. 14.9. 1963, en maður hennar er Ólafur Einar Júlíusson og eru börn þeirra Heiðmundur Einar, f. 1.12.1992, Margrét Eydís, f. 10.1. Heimir Már Pétursson verður fertugur annan í hvítasunnu Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flug- málastjómar Islands, Nýlendugötu 19B, Reykjavík, verður fertugur annan í hvítasunnu. StarfsferiII Heimir fæddist á ísafirði og ólst þar upp, í Reykjavík og á Kópaskeri. Hann lauk stúdentsprófi frá FÁ 1985, og BA-prófi í stjórnmálafræði og fjöl- miðlafræði 1989. Heimir var blaðamaður á Þjóðviljanum 1988-90, ritstjóri Héraðsfréttablaðsins Norðurlands á Akur- eyri 1990-91, fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni 1991-96 og hluta árs 2000, framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins 1996-99, framkvæmdastjóri Hyper Web Solutions 1999, verkefnisstjóri Landa- fundanefndar fyrir siglingu íslendings til Ameríku 2000 og hefur verið upplýsingafulltrúi Flugmála- stjórnar íslands frá 2001. Heimir hefur verið framkvæmdastjóri Hinsegin daga í Reykjavík frá 2000. Heimir var búsettur á ísaflrði 1962-76, í Reykja- vík 1976-77, á Kópaskeri 1977-80 og hefur verið bú- settur í Reykjavik frá 1982. Eftir Heimi hafa komið út bækumar Dropi í haf- ið, ljóðabók, 1980, Sólin sest og sólin kemur upp, ljóðabók, 1981, Ljóður, ljóð í dagblaðsformi, 1991. Þá á hann texta á um tíu hljómplötum Rúnars Þórs. Fjölskylda Maki Heimis er Jean Francois Tessier, f. 22.7. 1979, námsmaður. Foreldrar Jeans Francois: Regent Tessier og Lise Tessier, Montreal, Kanada. Systkini Heimis eru Óskar Geir Pétursson, f. 1.9. 1952, sjó- maður, Reykjavík; Rúnar Þór Pétursson, f. 21.9. 1953, tónlist- armaður, Reykjavík; Guð- munda Jóna Pétursdóttir, f. 13.9. 1958, verkakona, Reykjavík Foreldrar Heimis: Pétur Geir Helgason útgerðar- maður og Ósk Norðíjörð Óskarsdóttir verkakona. Ætt Pétur Geir er sonur Helga Benediktssonar útgerð- armanns og Jónínu Pétursdóttur en alinn upp af systur hennar, Guðmundu Jónu Pétursdóttur, mat- ráðskonu á Ísafírði. Ósk Norðfjörö er fædd í Hrísey, dóttir Óskars Kristjánssonar, útgerðarmanns í Hrísey, seinna verkamanns í Reykjavík, og Salbjargar Ingibjargar Jónatansdóttur verkakonu. Foreldrar Heimis voru lengst af búsettir á ísa- firði en nú á Kópaskeri. Stefán Ö. Kristjánsson verður sextugur á hvítasunnudag Stefán Öndólfur Kristjánsson bifvélavirki, Máva- braut la, Keflavík, verður sextugur á hvítasunnudag. Starfsferill Stefán fæddist í Norðurhlíð í Aðaldal í Suður-Þing- eyjarsýslu og ólst upp í Aðaldal. Hann stundaði sjó- mennsku á yngri árum, starfaði hjá varnaliöinu við bifvélaviðgerðir en hefur starfað hjá Olíufélaginu hf. í Knútsstöð á Keflavíkurflugvelli í þrjátíu og sjö ár. Stefán er mikill körfuboltaáhugamaður og fylgist grimmt með sínum mönnum, er í framsóknarfélagi Keflavíkur og var félagi í Lionsklúbbi Keflavíkur í nokkur ár. Fjölskylda Stefán kvæntist 10.10. 1964 Oddnýju J.B. Matta- dóttur, f. 10.1. 1945, húsmóður. Hún er dóttir Matta Ó. Ásbjörnssonar og Torfhildar Guðbrandsdóttur frá Ólafsvík. Börn Stefáns og Oddnýjar eru drengur, f. and- vana 10.11. 1963; Guðbrandur J. Stefánsson, f. 7.1. 1965, íþróttakennari i Myllu- bakkaskóla, kvæntur Lindu B. Jósepsdóttur og eiga þau þrjú börn; Matti Ó. Stefánsson, f. 21.6. 1966, nuddari, ' og er unnusta hans Eva B. Eyþórs- dóttir en hann á hann tvær dætur og einn fósturson; Frið- rika K. Stefánsdóttir, f. 5.6. 1971, frönskukennari, gift Sig- urði Jónasi Eggertssyni og eiga þau einn son. Systkini Stefáns: Þórveig Kristjánsdóttir; Ásbjörn H. Kristjánsson; Eydís Kristjánsdóttir; Valgerður Kristjánsdóttir; Jakob Kristjánsson, og Agnar Krist- jánsson. Foreldrar Stefáns: Kristján Jónatansson, f. 6.12. 1891, d. 16.3. 1964, og Friðrika Stefánsdóttir, f. 18.4. 1908, d. 23.4. 1994. Stefán verður að heiman á afmælisdaginn. 1995, Ragnar Eiríkur, f. 6.12.1996, og Charlotta Elín, f. 27.9. 2001. Synir Aðalheiðar frá því áður eru Hafsteinn Númason, f. 22.3. 1951, en hann er kjörsonur Núma Björgvins Einarssonar bifreiðarstjóra og Valgerðar Haraldsdóttur húsmóöur en kona Hafsteins er Berglind Maria Kristjánsdóttir og eru börn þeirra Hrefna Björg, f. 10.8. 1987, d. í snjóflóðinu í Súðavík 16.1. 1995, Kristján Númi, f. 7.10. 1990, d. í snjóflóðinu í Súðavík 16.1. 1995, Aðalsteinn Rafn, f. 20.9. 1992, d. í snjóflóðinu í Súðavík 16.1.1995, íris Hrefna, f. 13.12. 1996, og Birta Hlín, f. 25.6. 1998, en dætur Hafsteins og fyrri konu hans, Salvarar Jóhannesdóttur eru Jóhanna Helga, f. 21.11. 1976, og Valgerður Björk, f. 29.9. 1980; Sigurður Lárusson, f. 10.4. 1944, en sambýliskona hans er Guðrún Greipsdóttir og var hann áður kvæntur Guðrúnu Ólu Pétursdóttur og eru börn þeirra Pétur, f. 16.12. 1966, og Elín, f. 15.1. 1973. Systkini Aðalheiðar: Stefán Valberg, f. 22.8. 1920, d. 4.10. 1994; Oddrún Sigríður, f. 9.2. 1923; Ingimar Þorsteinn, f. 2.10. 1925, d. 25.2. 1980; Óskar Hafsteinn, f. 19.6. 1929, d. 8.2. 1985; Hanna, f. 23.10. 1931; Oddgeir, f. 18.10. 1933. Foreldrar Aðalheiðar voru Halldór Oddsson, f. 30.8. 1886, d. 9.10. 1982, verkamaður í Reykjavík, og Sigríður Stefánsdóttir, f. 31.10. 1891, d. 16.5. 1964, húsmóöir. Aðalheiður tekur á móti gestum í Flugröst við Nauthólsvík í Reykjavík á afmælisdaginn milli kl. 19.00 og 22.00. Höfuðstafir Þar alvotur stendur upp að knjám, álfakroppurinn mjói Að þessu sinni verður þátturinn svolítið léttgeggj- aður, eins og stundum er sagt, það er komið vor og vísurnar núna minna dálítið á það þegar kúnum er hleypt út á vorin í fyrsta sinn. Ég vona að höfundarn- ir fyrirgefi mér þessa samlíkingu og taki hana ekki of bókstaflega, þetta er jú bara líking. En inni á leirlist- anum hafa undanfarið birst vísur sem eru þannig gerðar að hluti þeirra er fenginn að láni úr þekktum vísum eða ljóðum sem hagyrðingar prjóna við. Útkom- an verður oftar en ekki dálítið galgopaleg. Símon Jón Jóhannsson gerði þessa þegar honum varð hugsað til víkingaskipsins sem enginn vill kaupa. Hún er í anda Jónasar: Vísu ég um voriö syng veturinn er búinn. Enginn kaupir íslending einan sér ogfúinn. Sverrir Páll Erlendsson vísar beint í Egil Skalla- Grímsson: Ef aö vér einir veröum eigi skulum vér titra, upp skulum órum sveröum úlfs tannlituöur glitra. Þá er næst ein eftir Björn Ingólfsson. Hann segist hafa fengið Tómas í lið með sér: Meö bláum töflum upp má karla yngja, því undralyfi fylgir slíkur kraftur aö jafnvel gamlir símastaurar syngja í sólskininu og veröa grœnir aftur. Vér fengum sterkan fjanda, flestir geröumsk veikir. Undrask öglis landa eik hví vér rom bleikir. Og þessi kom frá Hallmundi Kristins- syni: Jón Ingvar Jónsson lenti í því að þurfa að skála af einhverju tilefni á vinnustað sínum og þegar heim kom varð hann aö gefa frúnni skýringu. Hann leitaði til Þormóðs Bersasonar: Umsjón Rflgnar Ingi Aðalsteinsson Vorið góða grænt og hlýtt græðir fjörið alveg óstöðvandi. Allt er nú sem orðið nýtt: Ærnar, kýr og Sveinn á Brúarlandi. Að lokum ein eftir Kristján Eiríksson: Fráleitt af öörum dreg ég dám þótt drjúgt í lœtin hói þar alvotur stendur upp aö knjám álfakroppurinn mjói.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.