Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Page 9
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 H e Igct rb loö D V o Handboltahetjur hjálpa við flóðavamir Þjóðhetjur íslendinga á hand- boltavellinum stóðu í gær vaktina á götum úti í Þýskalandi og lögðu hönd á plóginn við að reyna að stemma stigu við vatnselg flóðanna sem gleypa nú sífellt fleiri borgir og bæi. Á meðfylgjandi myndum sjást Ólafur Stefánsson, landsliðs- maður í handbolta og atvinnumað- ur með Magdeburg í Þýskalandi, og Alfreð Gíslason, þjálfari Mag- deburgar, hjálpast að við að moka sandi í sekki sem notaðir eru til að byggja varnargarða til að verjast flóðunum. Áin Saxelfur rennur gegnum Magdeburg en vatnsborð árinnar mældist í gær níu metrum hærra en venjulegt er. í DV í gær var rætt við Alfreð sem þá var í óðaönn að flytja hús- muni og annað innbú upp á efri hæð húss síns. Það er á flóðasvæði og hefur vatn þegar flætt inn í kjallarann. Búist er við að vatns- borð þar muni hækka enn meira og neðri hæð hússins verði flóðun- um að bráð. Alfreð hyggst flytja inn í hús sem hann er með í bygg- ingu og er á öruggu svæði. I dag á að rýma þrjú hverfi í Magdeburg sem liggja nálægt Saxelfi en Alfreð býr í einu þeirra. Ólafur Stefánsson sagði að búist væri við að bylgjan lenti á Magdeburg í dag eða á morgun frá Dresden sem hefur orðið verst úti af þýskum borg- um. Ólafur býr utan mesta hættusvæð- isins og segir hann hús fjölskyldu sinn- ar vera öruggt. -fin „Strákarnir okkar“ hjálpa til í Þýskalandi Ólafur og Alfreð hafa fyllt poka af sandi til að nota í varnargarða gegn flóðunum. Alfreð hnýtir fvrir en Ólafur hvílist. Ljóst er að þeir og aðrir hjálparstarfsmenn þurfa að fylla marga slíka ef vatnsborðið heldur áfram að hækka. Sigfús Sigurðsson býr á hættusvæði í Magdeburg: Handboltahöllin gæti orðið að sundlaug Þegar DV náði tali af Sigfúsi Sigurðssyni, handboltakappa i Magdeburg í Þýskalandi, heyrðist vart mannanna mál vegna sirenu- væls hinna fjölmörgu sjúkra- og vatnsdælubíla sem þeyttust fram- hjá veitingahúsinu þar sem Sig- fús snæddi hádegisverð. Heimili hans hefur þó ekki orðið flóðun- um að bráð, þó svo að það sé á hættusvæði og líklegt þykir að hann þurfi á næstu dögum að vaða hnédjúpt vatn til að komast að byggingunni sem hann býr i. íbúðin hans er þó á þriðju hæð og þarf hann þvi varla að hafa áhyggjur. „Það er mun rólegra í dag (föstudag) en í gær. En hér eru vinnuvélar og sendibílar á fullu að byggja varnargarða og maður getur sjálfur ekki mikið annað gert en að moka sand í poka og reyna að hjálpa til þannig. En það er ekki rigning eins og stendur sem er mjög gott. Eins og heyrist kannski á vælinu í sjúkrabílun- um á bak við mig eru þeir mikið notaðir til að flytja fólk og hús- gögn frá hættusvæðum. Það er búist við að það þurfi að flytja á brott allt að 20 þúsund manns fyr- ir morgundaginn," sagði Sigfús. Af öðrum handboltaköppum sem starfa hjá Magdeburg má nefna Ólaf Stefánsson og þjálfar- ann, Alfreð Gíslason. Sá síðar- nefndi þurfti að rýma kjallarann sinn í fyrradag vegna flóðanna en Ólafur sleppur alveg þar sem hann flutti af hættusvæðinu fyrir nokkrum mánuðum. Hann býr nú í austurhluta bæjarins sem er í engri hættu. „Bara núna síðustu mínúturn- ar hef ég talið 13 vatnsdælubíla keyra fram hjá mér. Þaö er því nóg að gera,“ bætti hann við. En hvað með félaga hans i liðinu, hvernig verða þeir úti? „Það litur Sigfús Sigurðsson Maður getur sjálfur ekki mikiö annaö gert en að moka sandi í poka og reyna að hjálpa til þannig. út fyrir að allt fari á bólakaf hjá nokkrum þeirra. Þeir eiga sumir heima aðeins steinsnar frá Elbu, það eru kannski ekki nema um 20 metrar frá útidyrahurðinni að ár- bakkanum. Við áttum reyndar í gær að koma saman í íþróttahöllinni þar sem kynna átti nýja leikmenn hjá liðinu og spila fyrsta almennilega leik tímabilsins en þar sem svæð- ið sem höllin er á hefur verið lýst sem hættusvæði varð ekkert úr því um sinn. Sagt er að ef til þess kæmi gæti myndast um 2-3 metra djúpt stöðuvatn í höllinni sjálfri. Þannig að það er ekki mikið sem maður getur gert eins og málin standa núna. Maður vonar bara það besta en við íslendingarnir tökum þessu öllu af stakri ró og skiljum ekkert í stressinu í Þjóð- verjunum," sagði Sigfús á léttu nótunum og greinilegt að hann og félagar hans takast á við ástandið af miklu æðruleysi. -esá A gotuvigjunum Ólafur skóflar saudi í pokann hjá Alfreð. Níu metra hækkun Rúmlega 100 manns hafa látist í flóðunum í Mið-Evrópu og mörg hundruð þúsund verið flutt í neyð- arskýli meðan beðið er eftir að vatnið sjatni. Allt frá Þýskalandi og Austurríki til Svartahafsstrand- ar Rússlands hafa úrhellisrigning- ar gert það að verkum að ár hafa flætt yfir bakka sína, stíflur brost- ið og aurskriður fallið. í norðurhluta Austurríkis eru flóðin í rénun en í gær var vatnið fyrir sunnan lítið byrjað að minnka. I Austurríki er fólk farið að velta fyrir sér ástæðu þess að flóðin urðu svo mikil og afleiðing- ar þeirra svo alvarlegar sem raun ber vitni. Enginn neitar því að gríðarlegum og langvarandi rign- ingum er um að kenna en um leið spyr fólk hvort mannlegar yfirsjón- ir og mistök eigi einhvern þátt í hvernig fór. Reiðin hefur fundið sér farveg. Vísindamenn og umhverfissinn- ar beina spjótum sínum að yfir- völdum í fjallabæjum og -þorpum. Þeir hafa á undanfórnum árum gef- ið grænt ljós á umfangsmikið skóg- arhögg á bökkum ánna sem nú hafa flætt yfir bakka sína eða auk- ið á vatnsmagn stóru fljótanna með sömu afleiðingum til að rýma til fyrir sumarbústöðum, iðnaðar- svæðum og lóðum. Blöð hafa birt tíu ára gamlar myndir af ám þar sem tré þekja bakkana við hliðina á nýlegum myndum þar sem sést að búið er að höggva öll trén. Þvi er haldið fram að rætur trjánna á bökkum ánna í hlíðum Alpanna hefðu bundið megnið af hinu gríð- arlega vatnsmagni sem faflið hefur af himnum ofan undanfarið og gert það að verkum að það hefði seytlað mun hægar út í vatnsföllin. Einnig er sagt að fyrirbyggjandi aðgerðir yfirvalda, svo sem að dýpka botn áa meö jarðýtum, og bygging frárennslisskurða hafi reynst gagnlitlar eða -lausar. Gráð- ugir bæjarstjórar hafi fleygt út um gluggann aldagamalli þekkingu og fórnað „náttúrulegum" flóðavörn- um til að laða að fyrirtæki með þá stundarhagsmuni að leiðarljósi að ná endurkjöri í embætti sín. í Þýskalandi náðu flóðin sögu- legri hæð í gærmorgun. Hækkun á vatnsborði árinnar Elbu náði þá 9,13 metrum en fram að því var mesta hækkunin 8,77 metrar árið 1845. Frekari rigningum er spáð um helgina. Um 20 þúsund manns voru flutt frá borginni Magdeburg en borgarstjóri hennar hefur varað við að hann búist við að borgin verði undir þriggja metra djúpu vatni snemma um helgina. í gær veitti ríkisstjórn Þýskalands 100 milljónir evra til flóðasvæðanna og öruggt er að það verður ekki nema

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.