Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Page 11
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002
11
Skoðun
■vtM-’v
‘S
heimili mannsins í þeirri von að
þeim vitlausa brygði fyrir. Heldur
brá fólki í brún þegar i
fjf ljós kom að sjúkra-
4 g bifreið í þjónustu
héraðslæknisins
birtist og hún
stöðvaðist fyrir
utan heimili
mannsins sem al-
talað var að hefði
klikkast.
Erfðaskrá
Maðurinn leið
sálarkvalir í baðinu
því hann vissi að tím-
inn var naumur. Annars
vegar var von á sjúkrabíl en
hins vegar gat hann átt von á að
hjartað gæfist endanlega upp ef
marka mætti úrskurð læknisins. í
baðinu hugleiddi hann hvernig
hann ætti að útfylla erfðaskrá sína.
Ýmsu var til að dreifa. Hann átti
bil, bát, hús og hlutabréf og þessu
öllu þurfti að fmna farveg. Hann
var nokkurn veginn búinn að
ákveða hvernig skiptingin yrði þeg-
ar hann var fullbaðaður. Það stóðst
á endum að þar sem hann var kom-
inn í flíkur birtist læknirinn á
sjúkrabíl. Ekið var undir sírenu og
ljósum á spítalann sem var í
þamæsta byggðarlagi. Sjúklingur-
inn lá í körfu aftur í en alvöru-
þrunginn læknirinn sat yfir hon-
um.
„Viltu halda í höndina á mér,“
bað sá liggjandi og horfði bænar-
augum á manninn sem hafði úr-
skurðað hann við dauðans dyr.
Þorpslæknirinn greip um hönd
sjúklingsins og þeir héldust í hend-
ur þar til á sjúkrahúsið var komið.
„Stattu upp,“ sagði læknirinn
við manninn þar sem bifreiðin
hafði stöðvast við dyrnar á
sjúkrahúsinu. Sjúklingur-
inn varð forviða. „En
ég er með hjartaáíáll,"
sagði hann svo lágt að
vart heyrðist. „Nei,
þú ert ekki með neitt
hjartaáfall. Vanda-
mál þitt er að þú
drekkur of mikið,“
sagði læknirinn
og hló að mannin-
um í sjúkrakörf-
unni. Hann kall-
aði fram í til bíl-
stjórans og
sagði honum
að halda sömu
leið til baka.
„Læknis-
meðferð-
Hann
hugs-
ar sig
tvisvar
um áður
en hann
dettur í það næst,
við bilstjórann.
Dansað í stræti
Dansarinn i götunni var með yf-
irþyrmandi höfuðverk þegar hann
vaknaði eftir gleði næturinnar. Það
var sama hvemig hann braut heil-
ann, honum var það hulin ráðgáta
hvað hefði gerst kvöldið áður. Eitt-
hvað rámaði hann þó í að hafa stig-
ið dans sem vakti gríðarlega at-
sagði læknirinn
hygli. Þar sem hann stóð framan
við spegilinn í baðherberginu og
horfði i eigin augu, sem voru blóð-
hlaupin og daufleg, kinkaði hann
kolli. „Þú hefur alltaf dansað vel,“
sagði hann rámri röddu við sjálfan
sig.
Taugar mannsins vom í hálf-
gerðu ólagi og hann hrökk við þeg-
ar síminn hringdi. Skerandi tónam-
ir skárust inn í hlustir hans og höf-
uðið var við það að klofna. Hann
reif upp tólið til að sleppa frá sárs-
aukamnn. „Sæll, þetta er læknir-
inn,“ heyrðist hinum megin á lin-
unni.
Hann tók undir kveðjuna rámri
röddu. Tortryggnin við símtal lækn-
isins braust fram af fullum þunga.
Nokkrar vikur voru síðan þeir fóru
saman í bíltúrinn á sjúkrabílnum
og sú ferð var svo sannarlega ekki
gleymd. En í þynnkunni treysti
maðurinn sér ekki til að efna til ýf-
inga við héraðslækninn. Þá vissi
hann upp á sig fylliríið og ákvað að
vera með móral til öryggis. „Þú
kemur á stofuna til mín klukkan
tvö á morgun," sagði læknirinn og í
rödd hans var imdirliggjandi skip-
unartónn. „Ha, hvað á ég að gera á
stofuna til þín?“ spurði sá þunni,
hissa. „Ég þarf að sprauta þig við
mislingum," sagði læknirinn. Til að
losna við lækninn úr símanum og
fá tíma til að vinna sig út úr þynn-
kunni samþykkti maðurinn að
mæta.
Á biðstofunni
Daginn eftir mætti hann á tilsett-
um tíma á stofuna. Á biðstofunni
sat pósturinn og beið þess að röðin
kæmi að honum. „Ertu aftur kom-
inn með hjartaáfall?" spurði póst-
urinn og uppskar nístandi augna-
ráð manns sem hafði verið niður-
lægður. Á öðrum degi í þynnkunni
var hann orðinn brattari og hann
hugsaöi gott til glóðarinnar að taka
lækninn í gegn fyrir að ljúga upp á
sig hjartaáfalli og alkóhólisma.
Hann var saltvondur þegar slopp-
klæddur læknirinn með hlustunar-
pípu bauð honum að ganga inn.
Þar sem hann elti sloppinn hug-
leiddi hann hvemig hefja skyldi at-
löguna.
En áður en til þess kom klappaði
læknirinn honum kumpánlega á
öxlina.
„Ég ætla að sýna þér bíó,“ sagði
hann vingjamlega. Á skrifborði
hans var myndbandstæki og ofan á
því var spóla sem á stóð. „Dansað í
strætinu".
„Hvaða mynd er þetta?“ spurði
gestur læknisins. „Þetta er ekki
Bruce Willis," sagði læknirinn og
brosti þegar hann skaut spólunni i
tækið og ýtti á takka. Smám saman
rann upp fyrir manninum aö
hann væri fórnarlamb samsær-
is læknisins, póstsins og
kannski allra þorpsbúa.
Manninum féllust hendur þegar
hann sá sjálfan sig stíga undarlegan
dans með áfengisflösku í hendinni.
Hljóðin frá honum vom engu lík,
eins konar sambland af hlátri og
gráti.
„Ég ætla í áfengismeðferð," sagði
hann allt í einu og læknirinn kink-
aði kolli.
„Ég talaði við þá á Vogi í morg-
un,“ sagði læknirinn í sömu svifum
og myndbandið hóf endasprett sinn
þar sem dansarinn hafði hnigið í
götuna.
Annars flokks sjónarmið
Olafur Teitur
Guðnason
blaöamaður
Það er skollið á lopapeysuveður
þar sem þetta er skrifað, í Húna-
þingi, þótt ágúst sé vart nema hálfn-
aður. Loftslagið leiðir hugann að
þeim harða kosningavetri sem senn
fer í hönd. Og í annars flokks veðri
er við hæfi aðfjalla aðeins um ann-
ars flokks sjónarmið sem líklegt er
að verði haldið að kjósendum næstu
vikur og mánuði.
Sjónarmið 1
Það sem um ræðir eru þrenns
konar sjónarmið um það hvað eigi
að ráða því hverjir skipa framboðs-
lista flokkanna. í fyrsta lagi er við-
búið að pólitík landafræðinnar,
öðru nafni „hrepparígur“, verði
áberandi.
Frambjóðendur munu velflestir
gera út á lögheimili sitt í slagnum;
telja það sér til ágætis að eiga heima
þar sem þeir eiga heima. Frambjóð-
andi úr Kópavogi hugsar sér gott til
glóðarinnar í slagnum við flokks-
bróður sinn úr HafnarFirði vegna
fjölmennis bæjarins. Frambjóðandi
af Akranesi hlýtur að vænta þess -
og gera út á það - að það komi sér til
góða að vera úr fjölmennasta bæjar-
félagi kjördæmisins.
Þetta sjónarmið er líka uppi hjá
forystufólki og ímyndarsmiðmn
flestra ef ekki allra flokka. Það fólk
hefur raunverulegar áhyggjur af því
að erfítt geti reynst að tryggja að list-
ar verði skipaðir frambjóðendum
sem viðast að í hverju kjördæmi.
Sjónarmið 2
í öðru lagi er öruggt að kynjapóli-
tík verður til umræðu, enda mun
hún líklega þá fyrst þagna þegar
konur verða orðnar jafnmargar
körlum á Alþingi.
Af ýmsu er að taka í þessum efn-
um. Til dæmis hefur mörgum orðið
starsýnt á þá staðreynd að engin
kona er í hópi þrettán sitjandi þing-
manna hins nýja Norðvesturkjör-
dæmis. Slík staða þykir háskaleg
flokkum sem ekki reyna að gera
bragarbót þar á.
Sjónarmið 3
Loks heyrast reglulega kröfur um
að ungt fólk eignist fleiri fulltrúa á
Alþingi. Mörgu ungu fólki finnst
miður að „æskudýrkunin“, sem fer-
tugir og eldri kalla svo og hefur ver-
ið áberandi víða í viðskiptalífmu,
hefur ekki rutt sér til rúms í stjóm-
málum.
Þessar raddir eru ekki síst áber-
andi í Samfylkingunni, enda bíöur
svokölluð „Röskvukynslóð" þess
óþreyjufull að taka við af þing-
mönnum sem lengst af sínum ferli
störfuðu i öðrum flokkum með til-
heyrandi átökum við núverandi
samflokksmenn.
Á hinum enda aldursstigans er
fólk sem telur að stjórnvöld hafi
borið hagsmuni aldraðra fyrir borð.
Vilja sumir ganga svo langt að
stofna sérstakan stjórnmálaflokk
utan um þetta sjónarmið, líkt og
Kvennalistinn var stofnaður utan
um sjónarmið númer tvö.
Mörgu ungu fólki finnst
miður að „œskudýrkun-
in“, sem fertugir og eldri
kalla svo og hefur verið
áberandi víða í viðskipta-
lífinu, hefur ekki rutt sér
til rúms í stjórnmálum.
Þá era upptalin þau sjónarmið
sem mest era áberandi. Ótalin era
þau sem ekki er venjan að hafa hátt
um, enda mætti sjálfsagt kalla þau
þriðja flokks. Það er þegar stjóm-
málamenn afla sér vinsælda með
persónulegri greiðasemi sem jafnvel
heilu fjölskyldurnar gjalda fyrir með
atkvæði sínu, eða þegar kjósendur
falla fyrir sönghæfileikum, frásagn-
argáfu eða hagmælsku einni saman.
Hvaðan vont kemur
Það er alls ekki óhugsandi, og
raunar þvert á móti heldur líklegt,
að einn eða fleiri frambjóðendur
gjaldi fyrir það eitt á vetri komanda
að vera af röngu sauðahúsi með til-
liti til þess sem að ofan er rakið.
Sumir falla fyrir hendi kjósenda
sem setja þessi sjónarmið i forgang.
Aðrir falla fyrir hendi uppstillinga-
nefnda eða annarra stofnana á veg-
um stjórnmálaflokka sem gera ráð
fyrir því að kynferði, lögheimili eða
aldur frambjóðenda séu efst í huga
kjósenda og velja á lista sína með
hliðsjón af því.
Þessir frambjóðendur mega kæra
sig kollótta um það hvaðan náðar-
höggið kemur. Það kemur í sama
stað niður; þeir verða fómarlömb
annars flokks sjónarmiða.
Hvaðan gott kemur
Auðvitað er ekki verið að halda
því fram hér að jafnréttismál og
hagsmunir einstakra byggðarlaga
eða kynslóða séu aukaatriði eða
annars flokks. Hitt er hins vegar al-
gjört aukaatriði hvaðan, hvers kyns
og hve gamall stjórnmálamaðurinn
er sem berst fyrir framgangi þeirra.
Einu gfldir hvaðan gott kemur.
Sá ágæti vísdómur á undir högg
að sækja sem fyrr segir. í sumum
flokkum er leynt og ljóst varpað fyr-
ir róða niðurstöðum úr lýðræðis-
legu kjöri til þess að tryggja að ann-
ars flokks sjónarmiðin nái fram að
ganga. Og kjósendur sjálflr eru ekki
barnanna bestir. í augum sumra
þeirra eru stjórnmálin eins og
íþróttaviðburður, þar sem það er
heilög skylda hvers og eins að halda
með þeim keppanda sem stendur
honum næst, jafnvel þótt hann sé
gjörsamlega ónýtur.
Liðsskipanin sem af þessu leiðir
getur vart annað en orðið samfélag-
inu dýrkeypt.
Fyrsta flokks
Þegar haldið er inn í kaldan vet-
urinn er ekki úr vegi að spyrja
hvort framgangur annars flokks
sjónarmiða hafi skilað miklu. Eru
jafnréttismál í verra horfi í karla-
veldinu Norðvesturkjördæmi en
annars staðar á landinu?
Hefur ungt fólk goldið þess með
einhverjum hætti að eiga fáa full-
trúa á Alþingi? Hefur landsbyggðin
blómstrað eftir að hafa áratugum
saman átt meirihluta þingmanna?
Getur ekki verið að brýnast sé að
velja þá hæfustu til verksins, óháð
kyni, kennitölu og lögheimili?