Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Qupperneq 18
H&lQarblað JZ>"V" LAUGARDAGUR IV. ÁGÚST 2002 I 8 Margir halda að ég sé klikkaður HEFURÐU EKKI YFIRLEITT skrifað þín hlutverk sjálfur? „Ég hef ekki beint skrifað þau. Ég byggi þau á til- finningu minni. Ég finn persónuna, íklæðist henni og verð persónan. Það sem hún segir og viðbrögð henn- ar verða eðlileg eins og þegar fiðluleikari sem er að spila; hann hugsar ekki um hverja nótu heldur hreyf- ir sig með tónlistinni og spilar af tiifinningu. Ég hugsa ekkert svo mikið um persónuna sem ég leik heldur reyni ég að finna þær af tilfinningu. Þannig byggöi ég persónuna í íslenska draumnum. Þar var ekkert handrit að styðjast við og í rauninni var ég þessi maður. Það sem ég segi í myndinni var eitthvað sem mér hafði ekki dottið í hug og var ekki í handriti enda voru flestar senurnar spunnar upp í hita leiks- ins. í Maður eins og ég var líka margt sem varðar karakterinn minn til í hita leiksins. Þannig finnst mér gaman að vinna.“ Elíld ég, þannig séð Má þá gera ráð fyrir því að Jón Gnarr sem kom fram í útvarpsþáttum Tvíhöfða hafi ekki verið þú sjálfur? „Mér finnst og hefur alltaf fundist gaman að vera aðrar persónur, skoða annað fólk og vera það. Það gerði ég oft í útvarpinu. Ég hef oft gefið mig út fyrir að vera eitthvað sem ég er ekki. Mér finnst það gaman. Það er skemmtilegt aö hafa öfgafullar skoðanir á ein- hverju. Það er gaman að hafa skoðanir sem vekja við- brögð fólks. Ég er mikið fyrir að viðra og halda uppi skoðunum sem eru í gangi í þjóðfélaginu en fólk er ekki tilbúið að viðurkenna að þaö hafi. Ég var með stand-up í Borgarleikhúsinu í vetur og þar talaði ég um lögregluna. Ég sagðist vilja að lögregla færi að bera vopn og gengi alla leið og skyti einhvern til að sýna að vopnin væru ekki upp á punt, þetta væri alvara og komiö til að vera. Ef menn væru með læti þá yrðu þeir skotnir á færi. Rökin voru þau að það væri töff og þá færi fólk að taka mark á lögreglunni ólíkt því sem er í dag. Það getur enginn tekið mark á lögreglunni í dag; þeir eru í einhverjum þolgöllum frá Sjóklæðagerðinni og með endurskinsmerki. Hver á að taka mark á þannig lögreglumönnum? En ef þeir væru með byssur og skytu fólk myndi fólk stoppa og hugsa: hei, það er best að taka mark á löggunni. Þannig fá þeir virðingu fólks og þá sérstaklega unglinga. Að sjálfsögðu eru þetta ekki mínar persónulegu skoöanir heldur blanda af fáránleika og kaldhæðni. Með þessu er ég að skjóta á þá þróun að lögreglan í Reykjavík er gagnrýnislaust i auknum mæli farin að bera vopn. Ég bý í Vesturbænum og ég keyrði fram hjá Hótel Sögu þegar Nato-fundurinn stóð yfir og þar stóðu íslenskir lögreglumenn með hríðskotabyssur á móti iþróttahúsi Hagaskóla. Það virtist enginn gera neina athugasemd við þetta. Ég fór að hugsa um hvað þeir hefðu gert ef ég hefði hlaupið með hníf í áttina að þeim. Hefðu þeir skotið mig? Hefði einhver Einar úr Grafarvoginum, sem líklega er frændi minn, notað tækifærið og skotið mig? Það er mjög árangursrík leið til að vekja fólk til um- hugsunar að varpa fram öfgafullum skoðunum því þá þarf fólk að finna mótsvar hjá sjálfu sér. Ég notaði þetta mikið í Smásálinni í Tvíhöfða þegar ég hringdi inn sem menn og konur með ofstækisfullar skoðanir. Ég notaði útvarpið líka mikið til að þykjast gera eitthvað sem ég gerði þó ekki. Ég fór einhvern tíma niður í bæ og þóttist vera að athuga hvort fólk skildi bílana sína eftir ólæsta og hvort það væru verð- mæti í bílunum. Ég var alltaf í bílnum mínum og opn- aði og lokaði dyrunum á honum. Þóttist ganga á milli bíla. „Þessi er opinn,“ sagði ég, „það er ekkert hérna, bara eitthvert klink, hirði það.“ Löggan kom strax og hélt að þetta væri alvara; hélt að ég væri labbandi niðri í bæ og færi inn í bíla. Á þennan hátt hef ég villt á mér heimildir. Margir halda að ég sé klikkaður, gjör- samlega stjórnlaus geðsjúklingur og til alls vís. Það er auðvitað ímynd sem ég hef búið til af mér í útvarpinu til að gera það spennandi. Það er ekki ég, þannig séð.“ Morðhótanir frá reiðum konum Hvað er langt síðan þú byrjaðir að skemmta opin- berlega? „Það eru held ég fjögur ár.“ Hvernig tók fólk þessu gríni áður en þú varðst þekktur? „Allt gott og vel gefið fólk tók því vel. En svo eru alltaf einhverjir bjánar sem taka svona löguðu illa. Ég hef þó orðið lítið var við það. Sumir hafa verið rosalega reiðir út í mig og gert mér upp skoðanir. Ég hef fengið símtöl frá fólki sem hefur verið alveg brjál- að út í mig. Ein kona hringdi í mig og sagöi að það ætti að drepa mig. Ég hef fengið morðhótanir frá reið- um konum en þannig er það bara. Við gerðum í sjónvarpi og útvarpi mikið grin að hommum og innflytjendum. Ég hef aldrei hitt homma sem hefur verið foj út í mig en margt fólk, sérstaklega konur, hefur verið mjög reitt fyrir hönd homma. Fólk er áttavillt og ringlað og veit ekki við hvern það á að vera reitt. Þá er gott að vera reiður út í mig. En ég held að allt vel gefið fólk hafi verið ánægt með það sem ég hef verið að gera.“ Þetta er sérkennileg staða, annars vegar tekur fólk mark á þér og er reitt við þig og hins vegar tekur það ekki mark á þér og hlær að þér. Er þetta ekki þreyt- andi? „Jújú, það hefur stundum veriö þreytandi. Ég hef lent í því að ég hef verið að gera eitthvað en fólk trú- ir því ekki, tekur ekki mark á því og það getur verið óþægilegt. En reiða fólkið hefur ekki orðið mjög á vegi mínum. Ég hef aðallega heyrt af þvi út undan mér að sumum finnist ég ekki merkilegur pappír.“ Er það þá ekki aðallega fólk sem er ekki í þínum markhóp? „Ég veit ekki um neinn markhóp sem er ekki minn markhópur nema þá helst fúllynt, forpokað, þröng- sýnt fólk. En það er sá hópur sem ég vil helst ná til. Það er mín helsta gleði að fá einhvern þröngsýnan vitleysing til að skipta um skoðun, brosa eða bara slaka á.“ Alltaf lilið á mig sem listamann Markar hlutverkið í Maður eins og ég á einhvern hátt tímamót fyrir þig? „Já, svolítið. Ég er ekki fyndni gæinn í þessari mynd; þetta er ekki saga þar sem ég er að rembast við að vera fyndinn. Maðurinn sem ég leik er ekkert sér- staklega fyndinn maður, það er frekar að aðstæður hans séu kómískar. Ég er svo heppinn að með mér eru að vinna ofsalega fyndnir menn. Sigurður Sigur- jónsson leikur pabba minn, hann er fyndinn og leik- ur skemmtilega týpu, og Þorsteinn Guðmundsson, vinur minn, leikur vin minn í myndinni og er stór- kostlegur. Þegar ég horfði á myndina vorkenndi ég mér og það fannst mér frábært. Ég hef alltaf haft áhuga á dramatískum leik. Mér hefur verið boðið að leika í bíómyndum og ég undrast þessa þröngsýni sem er ríkjandi. Menn vOja alltaf að ég leiki einhver fífl, eitthvert hallaladdarí, bjánalegan puttaferðalang. En ég nenni því ekki, það er svo mikið rugl. Ég hef haft áhuga á dramatískum leik og þetta er fyrsta dramatíska hlutverkiö mitt og það var gaman að takast á við það.“ Líturðu þá ekki á þig sem listamann núna? „Ég hef alltaf litið á mig sem listamann. Fyrir mér er það að vera listamaður fólgið í því að hafa þörf til að tjá sig á listrænan hátt og reyna að finna tilfinn- ingum sínum og skoðunum farveg í einhvers konar tjáningarformi. Síðan verða menn málarar, leikarar, rithöfundar eða tónlistarmenn. Mér finnst ekki skipta höfuðmáli hvaða listform listamaðurinn velur sér til að tjá sig, það ber allt að sama brunni. Ef ég hefði farið að mála þá gæti ég verið myndlistarmaður og sleppt því að leika. Myndlist hefur alltaf verið mér mjög hugleikin og innan skamms kem ég fram með myndlist. Ég hef skrifað mikið, ílest af því sem ég hef leikið hef ég búið til sjálfur og þar af leiðandi er ég rithöf- undur. Ég lít á mig sem fjöllistamann; ég held ég gæti gert allt. Ég er að gefa út bók fyrir jólin og skrifa mjög mikið sem ekki hefur birst.“ Hvernig bók er þetta? „Þetta er eiginlega svona klósettbók. Hún heitir Plebbabókin og er um íslenska plebba og hvað það er sem gerir okkur að plebbum. Mér finnst hlutverk listamannsins vera að vekja fólk. Fólk vill í eðli sínu sofna, vill vera í friöi, hvíla sig og hafa engar áhyggj- ur af veseni. Eina leiðin fyrir okkur til að hætta þvi er að horfast í augu við vandann og takast á við hann. Hlutverk listamanns er að vekja fólk af þessum þyrni- rósarsvefni sem allir hvíla í - og ég lika. Maður lygn- ir aftur augunum, er værðarlegur og horfir á Friends og vill hafa það huggulegt. Okkar stærsta hlutverk í lífinu er að takast á við vandamál og okkar stærsti galli er að nennum því ekki, langar ekki til þess en verðum samt að gera það, þurfum þess. Við reynum að komast hjá því að horfa á aðalatriði málsins, frest- um þeim, ýtum á undan okkur og komumst hjá þvi að takast á við vandamál. Öll trúarbrögð ganga út á að kenna okkur að skilja, vegna þess að ef við skiljum ekki þá öðlumst við ekki frið í hjartanu. Jesús kennir okkur þetta, Búdda líka og Kóraninn hefur sama inntakið. Búdda sagði að lífið væri þján- ing. Það er það. Þaö er algjör vítishola, þetta líf. Við viljum ekki feisa það, okkur langar ekki til að það sé svona slæmt. Við viljum frekar að það sé notalegt: Friends, kakóbolli, utanlandsferðir og eitthvað huggulegt. Af þessu ranga viðhorfi spretta síðan vandamálin og því lengra em við göngum í að horfa fram hjá þeim því meiri verður vandinn og óviðráð- anlegri. Þetta er eins og reikningur sem maður vill ekki borga og setur til hliðar. Fljótlega kemur annar reikningur og dráttarvextirnir hlaðast upp. Eðli vandamála er að þau hverfa ekki heldur vaxa þau og magnast." Hainingja í vítísholunni Er þá hægt að vera hamingjusamur í þessari vít- isholu sem lífið er? „Já, það er hægt. Og það er ekki svo flókið. Mað- ur skuldar milljón og á ekki milljón og flýr undan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.