Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 17. AGÚST 2002
Helctarblað H>"Vr
rukkaranum, hugsar ekki um skuldina þvi það er
óþægilegt, verður andvaka á nóttunni út af þessu,
nærist illa og liður illa, maður fer að vorkenna sér
og heldur að allir séu að ofsækja sig. Ef maður tekst
á við vandamálið og segir: jæja, ég skulda eina
milljón en á ekki krónu, sem er súrt, þá er það bara
þannig. Maður verður að horfast i augu við vand-
ann, tala við lánardrottna og viðurkenna vandamál-
ið. Þetta er eins og með alkóhólista að hann hættir
ekki að drekka fyrr en hann viðurkennir vandamál-
ið og sér að allt er i rusli, fer á hnén og segir: sorrí,
ég er alltaf fullur. Þá eru komnar aðrar forsendur.
Þá er þetta bara raunveruleikinn og hann er aldrei
öðruvísi en hann er, alveg sama hvað okkur langar
til. Við verðum að vera sátt. Búdda sagði að lífið
væri þjáning en um leið og maður sættir sig við það
sem staðreynd þá hættir það að trufla líf okkar. Ég
get ekki hlaupið á sjónum og ég sætti mig við það.
Það er ekki það að sjórinn sé vondur eða miskunn-
arlaus heldur er þetta raunveruleikinn. Um leið og
maður horfist i augu við raunveruleikann sigrast
maður á vandamálinu og það verður ekki lengur
hræðilegt."
Ertu trúaður?
„Já, ég er mjög trúaður, mjög trúaður. Ég trúi á
guð og trúi að það sé guðlegt afl eða yfirskilvitlegt i
heiminum; trúi því að líf okkar hafi tilgang. Þetta
guðlega afl getur komið fram i gegnum fólk eins og
Múhameð, Jesú Krist, Búdda og fleiri... Laó Tse og
nokkra aðra.“
Þymirósarsvefn samfélagsins
I þinni listsköpun kemur fram mikil gagnrýni á
smáborgara og er nóg að nefna Smásálina og nýjustu
Tal-auglýsingarnar. Liggur þér þetta þungt á hjarta?
„Þetta hefur svolítið að gera með þennan þyrni-
rósarsvefn sem ég óttast. Fólk vill sofa og er sátt við
þetta ástand. Ég var að lesa að hluti þjóðarinnar er
búinn að eyða ævi sinni í Kringlunni. Það er ríkt í
okkur öllum þessi eftirsókn eftir vindi. Það sem
skiptir mestu máli í lífinu er að við séum í góðu
sambandi hvert við annað. Allt annað er aukaatriði.
Það eru til margar fjölskyldur þar sem feðurnir eru
ríkir, áhrifamiklir, sterkir og gáfaðir menn sem eiga
ofboðslega fallegar og hæfileikaríkar konur en börn-
in eru öll í dópi. Þetta er sama sagan og með mann-
inn sem vann hörðum höndum fyrir börnin sín alla
ævi en vaknaði upp við það að hann þekkti þau
aldrei. Það er þetta sem ég er að hæðast að; ég er að
hæðast að þessum manni sem telur sig eiga allt en á
svo ekki neitt. Við sjáum á þessum manni að hann
þekkir ekki þessa krakka og ekki konuna heldur.
Samband þeirra er ofsalega einkennilegt, hann kall-
ar konuna kellingu og lítur á hana eins og vinnu-
konu og raunveruleg mannleg tengsl verða alltaf í tí-
unda sæti.
Hlutverk foreldra er að undirbúa börnin undir líf-
ið og það sem þau þurfa að takast á við. Börn eru
meira og minna sjálfala eða alin upp í einhverju
rugli og koma síðan út í lífið með eitthvert kjaftæði.
Það er alls staðar verið að senda röng skilaboð.
Stelpur eiga að vera sætar og ekki svona og ekki
hinsegin því þá eignast þær aldrei vinkonur, vini og
eiginmenn. Og það má alls ekki vera reiður. Það
hefur sýnt sig að það er aðeins brot af nauðgunum
sem er kært til lögreglu. Það er eins og fólk hafi ekki
næga sjálfsvitund. Drengir verða að vera duglegir og
mega ekki gráta.
Hugsa sér allt fólkið sem er að fást við eitthvað
sem það langar ekki að fást við; er jafnvel í sambúð-
um eða samfélögum sem það langar ekki að vera í en
er hentugt vegna þess að líf þess stjórnast af ótta;
það er hrætt við að gera það sem það vill. Því hefur
verið kennt að vera ekki það sjálft því það getur ver-
ið óþægilegt fyrir aðra. Maður má vera sætur en
maður má líka vera reiður. En það er auðvitað þægi-
legast að allir séu sammála."
Ég hef unnið fyrir öllu mínu
„Ég er nýkominn frá Evrópu þar sem ég ferðaðist
meðal annars til lítils þorps í Þýskalandi sem heitir
Gnarrenburg. Ég hef verið að gera hluti sem mig
langaði að gera. I ferðum mínum undanfarið til
Þýskalands, Hollands, Hong Kong, Frakklands og
„Við verðum að vera sátt. Búdda sagði að lífið væri þjáning en uni leið og
maður sættir sig við það sem staðreynd þá hættir það að trufla líf okkar.
Ég get ekki hlaupið á sjónum og ég sætti mig við það. Það er ekki það að
sjórinn sé vondur eða miskunnarlaus heldur er þetta raunveruleikinn. Um
leið og maður horfist í augu við raunveruleikann sigrast maður á vanda-
málinu og það verður ekki lengur hræðilegt."
Englands hafa alls staðar verið betlarar sem rétta út
höndina. Ég hef velt því fyrir mér hvort ég eigi að
segja nei, farðu! eða gefa þeim peninga. Ég hef brotið
heilann mjög um þetta og ég er kominn að niður-
stöðu: maður á ekki að gefa þeim peninga. Þeir eru
ekkert ófullkomnari manneskjur en ég sjálfur og þeir
hafa engan rétt til að rétta fram lófann eins og ég
skuldi þeim eitthvað eða til að koma að samviskubiti
hjá mér. En mín skylda er að minnsta kosti sú að út-
skýra þetta fyrir þeim. Þannig að næst þegar ég sit á
veitingahúsi í útlöndum og betlari kemur til mín þá
ætla ég að setja hann niður og spyrja hann hvaða rétt
hann hafi til að koma til mín eins og ég skuldi hon-
um eitthvað: ég hef gengið í gegnum mína erfiðleika
og átt mjög erfitt stundum en ekki hef ég komið
vælandi til þín. Hver ertu og af hverju berðu ekki
ábyrgð á lífi þínu? Þetta er mín ábyrgð gagnvart
svona fólki.
En það er auðveldara að gefa fimmtíukall en út-
skýra málin. Og það er einhvern veginn þannig í líf-
inu að allt sem er auðvelt er næstum hægt að bóka að
sé rangt en allt sem er erfitt og krefst fyrirhafnar er
það sem er rétt. En fólk vill ekki leggja neitt á sig og
mörgum finnst lífið skulda sér eitthvað: þetta er bara
skítalíf, ég átti erfiða æsku og nú ætla ég bara að fá
eitthvað. Ég á rétt á góðri vinnu og miklum pening-
um og mig langar í digital-myndavél. Þetta fólk telur
sig hafa rétt á því, situr og biður eftir því að lífið gefi
því þetta. Ef einhverjum gengur vel er alltaf látið eins
og það sé tóm heppni, að lifið sé lottó og það skipti
engu máli hvað maður gerir heldur sé þetta bara
spurning um heppni. Ég hef unnið fyrir öllu mínu og
þaö hefur ekkert með heppni að gera, bara vinnu. Ég
hef setið á rassgatinu og unnið fyrir öllu mínu.“
-sm