Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Síða 37
LAUGARDAGU R IV. ÁGÚST 2002
Helcfarblctci 1I>V
-4 5
Morð
a nýarsmorgni
ELDSNEMMA AÐ MORGNI nýársdags, 1. janúar
áriö 1983, barst ósk um lögregluaðstoð að fjölbýlishúsi
á Kleppsvegi í Reykjavík. Maður hafði orðið fyrir
hnífstungu í einni íbúðanna í húsinu. Lögregluþjónar
flýttu sér á staðinn og mættu manni og konu í and-
dyri hússins sem sögðu þeim að í íbúð á fjórðu hæð
lægi maður í blóði sínu. Þegar upp var komið, rétt
fyrir utan íbúðina, rákust þeir svo á stúlku sem vis-
aði þeim á manninn.
Hann lá á gólfi herbergis inn af forstofunni, frakka-
kiæddur á bakinu í blóðpolli. Hann var alblóðugur
um vitin og mjög fölur í andliti. Þegar lögreglumenn
tóku um höfuð hans til að reyna að hagræða honum
kom blóðgusa út úr munni hans en sjúkraflutninga-
menn sem fljótlega komu á staðinn greindu engan
púls og ekkert lífsmark. Hann var látinn. Banamein
hans var þrjár hnífstungur í bak og á hol. Fjórða
hnífstungan stöðvaðist í rifi. Ein stungan hafði geng-
ið á kaf í lungað og valdið mikilli blæðingu í brjóst-
hol. 1700 millilítrar, einn komma sjö lítrar, af blóði
höfðu fossað inn í brjóstholið og hafði sú stunga orð-
ið manninum að bana. Þessar staðreyndir komu í ljós
við krufningu síðar auk þess sem sannaö var að mað-
urinn hafði verið mjög ölvaður þegar hann lést.
Fleira fólk var i íbúöinni en það sem lögreglumenn-
irnir mættu á leiðinni upp, nánar til tekið tveir menn
og tvær konur. Annar mannanna sat í stól skammt
hjá arni og byrgði andlitið í höndum sér. Stúlkan sem
vísaði lögreglumönnunum á líkið, hér nefnd Brynja,
settist fljótlega hjá honum og hélt utan um hann.
Maðurinn var augljóslega ölvaður. Hann var æstur og
hló ýmist eða grét.
Annar hinna mannanna skýrði svo lögreglu frá því
að hann hefði orðiö vitni að því þegar maðurinn hjá
arninum, hér eftir nefndur Jói, stakk hinn látna með
hnífi.
Lögreglumenn tóku þegar að leita að morðvopninu.
Það fannst ekki og þegar viðstaddir voru spurðir
kvaðst enginn vita hvar það væri.
Tár í lögreglubíl
Á leiðinni niður á lögreglustöð útskýrði Jói að
þessi atburður hefði átt sér langan aðdraganda, um
gamla óvild væri að ræða og oft spurði hann lögreglu-
mennina hvort maðurinn væri látinn. Þeir svöruðu
honum ekki. Hann grét alla leiðina niður á stöð. Þar
var reynt að ræða við hann en tókst ekki sökum þess
hve hann var ölvaður - hann mældist með 2,83 pró-
mill alkóhóls í blóðinu. Seinna um daginn var hann
færður til yfirheyrslu, í uppnámi en kurteis. Hann
spurði enn hvernig manninum liði. Þegar hann frétti
það var honum mjög brugðið og sat hljóður það sem
eftir var leiðarinnar í fangelsið.
Þegar leitað var í íbúðinni fannst blóðugur brauð-
hnifur, með fimmtán sentímetra löngu blaði, í skúffu
í eldhúsinu. Hnífsskaftið var gróft og ekki fundust
fingrafór á því. Ekki fengust neinar skýringar á því
hvernig hnífurinn hafði komist í skúffuna úr stof-
unni.
Rannsókn málsins og meðferð reyndist lögreglu
auðveld þvi Jói viðurkenndi afdráttarlaust að hafa
myrt manninn, bæði við yfirheyrslur og hjá dómara.
Málið var sem sé klippt og skorið. En hvers vegna
kom það upp? Hvaða aðdragandi var að þessu hryggi-
lega morði á nýársmorgni? Hvaða óvild ríkti milli Jóa
og hins myrta sem blossaði upp þegar annað fólk var
á leiðinni í háttinn eftir áramótagleðskapinn?
Sagan er dæmigerð fyrir það hvemig skærur milli
manna og óuppgerðar sakir geta kraumað í langan
tíma undir yfirborðinu, magnast við hin og þessi at-
vik, sum fjarska smávægileg, og loks sprungið út af
miklum ofsa - oftar en ekki þegar áfengi er í spilinu
- með ófyrirséðum og skelfilegum afleiðingum.
Óvinir í áratug
Fyrstu kynni Jóa og hins myrta, hér eftir kallaður
Óli, áttu sér stað tíu árum áður en leiðir þeirra lágu
saman í síðasta sinn á Kleppsveginum. Jói var 16 ára
og staddur við skemmtistaðinn Þórscafé þegar honum
varð sundurorða við ókunnugan mann vegna stúlku.
Þeir ruku saman og slagsmál hófust. Jói náði að
skella Óla í gólfið en þá komu vinir Óla aðvifandi og
leikurinn varð ójafn. Þeir réðust allir ásamt Óla á Jóa
og spörkuðu ákaft í hann í nokkrar mínútur þar sem
hann lá á gólfinu, fyrst í nefið, síðan í bringspalirnar
þannig að hann náði ekki andanum og að lokum út
um allt kviðarhol. Dyravörður stöðvaði þá i barsmíð-
unum og fór með Jóa afsíðis í skjól.
Upp frá þessu sagði Jói hverjum sem heyra vildi að
þetta væri það lúalegasta sem hann hefði lent í og Óli
og vinir hans hafi ekki látið við sitja að berja hann
sundur og saman, miklu fleiri, þar sem hann lá í gólf-
inu heldur einnig hlegið að honum á eftir.
Á næstu árum eftir þetta rakst Jói einstaka sinnum
af tilviljun á Óla á hinum og þessum skemmtistöðum.
í fyrstu hafði hann í hyggju að jafna sakirnar með
slagsmálum en hugsaði svo ekki meira um það. Hann
lét þó nokkur vel valin orð um hann falla við föru-
nauta sína hverju sinni.
Síðan liðu nokkur ár án þess að leiðir þeirra Jóa og
Óla lægju saman þangaö til þeir hittust af tilviljun í
desember, tæpum mánuði áður en morðið var framið.
Jói, sem vann sem bílstjóri, hafði verið fenginn til að
aka kjöti frá kjörbúð í Reykjavík til kjötvinnslufyrir-
tækis sem faðir Óla rak. Óli tók á móti kjötinu. 1
fyrstu gekk vel að losa bílinn en þeir Jói og Óli yrtu
ekki á hvor annan. Þegar hins vegar kom að því að
hreinsa bílinn taldi Jói að pappi sem verið hafði til
hlífðar kjötinu ætti að fylgja kjötsendingunni. Óli
þverneitaði því og krafðist þess að Jói hefði sig á
braut með pappann. Því til stuðnings kallaði hann í
fóður sinn sem var þar skammt frá og spurði hvort
þeir kjötkaupmennirnir ættu nokkuð að hirða rusl úr
bílnum. Faðirinn þverneitaði því.
Af þessu nánast barnalega smáatriði spannst svo
hávaðarifrildi á milli þeirra. Jóa fannst Óli vera að
„spila sig stóran" og gera sig fyrirlitlegan í augum
samstarfsmanns. Hann fór burt og fannst hann hafa
verið niðurlægður. Hann ákvað að aka aldrei aftur
fyrir kjötvinnsluna.
Ég drep hann
Þetta var í síðasta sinn sem óvinirnir sáu hvor ann-
an þar til nýársmorguninn á Kleppsveginum. Þessi jól
hafði Jói stundað sína vinnu á sendibílnum. Frá
kvöldi 30. desember, einum og hálfum sólarhring fyr-
ir morðið, hafði hann verið meira og minna fullur,
farið á skemmtistaði, í hin og þessi heimboð og
skemmt sér með vinum sínum eins og margir íslend-
ingar stunda mjög á þessum tíma. Hann kom á
Kleppsveginn í partí, þar sem vinkona hans átti
heima, þegar um tvær klukkustundir voru liðnar af
nýju ári, eða um kl. 2 á nýársnótt. Þar var einnig
stödd Brynja fyrrnefnd en hún og Jói höfðu átt í sam-
bandi um nokkurra mánaða skeið.
Þegar Jói kom í partíið á Kleppsveginum var hann
mjög drukkinn, þreyttur og svefnvana. Hann settist
strax í sófa í stofunni, hafði hægt um sig og hélt
áfram að drekka.
Nokkru síðar var knúið dyra og Jóa til mikillar
undrunar gekk inn Óli, óvinur hans til margra ára.
Jói vissi ekki að Óli þekkti nokkurn mann á svæðinu
en hið sanna var að vinkonan sem bjó í íbúðinni
hafði þekkt Óla í meira en áratug og einhvem veginn
vissi hann af boðinu þessa nótt. Óli settist niður í
hægindastól á móti Jóa og þeir fóru strax að rífast út
af fyrri samskiptum sem áður voru rakin. Magnaðist
rifrildið hægt og bítandi en Jói bar síðar að minni
hans um atburði næturinnar væri afar slitrótt vegna
geysimikillar ölvunar.
Bróðir húseigandans fékk Jóa fljótlega með sér inn
í eldhús til að reyna að stilla til friðar í íbúðinni. Bar
þeim síðar ekki saman um umræðuefnin inni í eld-
húsinu. Jói sagði þau hafa verið almenns eðlis en
hinn sagði að þeir hefðu fljótlega farið að ræða mis-
klíðarefni Jóa og Óla og það hefði endað með því að
Jói hafi sagst ætla að drepa Óla. Bróðirinn tók ekki
mark á því.
Hnífsblaðið sneri öfugt
Hvað sem öðru leið greip Jói hníf inni í eldhúsi, að
eigin sögn ekki með ásetningi um morð heldur til að
hræða Óla meö ef slagsmál yrðu því ekki treysti hann
sér til stórræða verandi svo ölvaður sem raun bar
vitni. Hann faldi hnífinn innanklæða, fór aftur inn í
stofu, settist í sófann og rifrildið hófst á ný. Á endan-
um skipti engum togum að Óli spratt upp úr stólnum
og Jói strax á eftir. Þeir hlupu saman og tókust fang-
brögðum á stofugólfinu. Hafði þá Jói brugðiö hnífnum
og var með hann í hægri hendi. Það sem nákvæmlega
gerðist næst verður ekki vitað með vissu því við-
staddir voru annaðhvort afar ölvaðir eða sofandi. Eft-
irfarandi er byggt á frásögn Jóa sjálfs.
Jói hugðist rífa sig lausan úr taki Óla með því að
slá hann í bakið með hnífsskaftinu en áður hafði
hann barið Óla með hnúum hægri handar. Hann
gerði sér hins vegar ekki grein fyrir hvernig hnífur-
inn sneri í hendi hans fyrr en tak þeirra hvor á öðr-
um rofnaði. Þá leit hann á hægri hönd sína og sá að
hnífurinn sneri öfugt við það sem hann hélt, þ.e.
Tíu árum eftir að Óli hafði, ásamt nokkrum
vinum sínum, gengið harkalega ískrokk á
Jóa, látið spörkunum rigna gfir hann liggj-
andi og hlegið á meðan, hittust þeir íára-
mótagleðskap hjá sameiginlegri vinkonu.
Aðeins annar þeirra kom ut lifandi.
hnífsblaðið sneri upp úr greip hans en ekki niður
eins og hann ætlaði sér. Jói heyrði kurr í Óla og sá
einnig á látbragöi hans að hann hafði slasast. Þegar
hann svo sá Óla skríða um á gólfinu og blóðbletti
myndast þar bað hann um að hringt yröi á sjúkrabíl
en settist sjálfur niður í stól ásamt Brynju og beið
komu hans. Hnífinn lagði hann á sófaborð og þegar
einn viðstaddra ætlaði að taka hann hrópaði hann að
þessi hnífur yrði ekki snertur meir og hrifsaði hann
til sín og stakk ofan í borðiö.
„Þetta er búið, kallið á lögguna," sagði hann að lok-
um.
Lífshlaup Jóa hafði verið með erfiöara móti.
Hann var meðalnemandi sem hafði ekki
áhuga á náminu. Lögregla hafði fyrst af-
skipti af honum ungum, 11 til 12 ára göml-
um, vegna minni háttar afbrota. Hann átti
eldri kunningja og byrjaði ungur að drekka og slást.
Fjórtán ára hóf hann að starfa sem verkamaður og
eftir skyldunám var hann mest á sjónum. Síðan
stundaði hann ýmis verkamannastörf þar til hann
keypti sér sendibíl og hóf sjálfstæðan atvinnurekstur.
Hann var fráskilinn og hafði lent í miklum fjárhags-
erfiðleikum. Geðlæknir rannsakaði Jóa og taldi hann
hvorki geðveikan, taugaveiklaðan né haldinn greind-
arskorti. Hins vegar taldi hann merki um vægar per-
sónuleikatruflanir og yfirborðskennt og sjálfmiðað
tilfinningalíf. Rótleysi þótti einkenna líf hans og mis-
notkun á áfengi áberandi. Þótt ljóst væri talið að
langvarandi drykkja og svefnleysi hefði sljóvgað dóm-
greind hans þennan nýársmorgun var hann talinn
fyllilega sakhæfur.
í dómi Hæstaréttar voru lagðar líkur að því að Jói
hefði átt upptökin að átökunum. Ummæli hans um að
drepa Óla, taka hans á eldhúshnífnum og það að hann
leyndi honum er hann fór aftur inn í stofuna þóttu
benda til ásetnings. Hann var dæmdur í 14 ára fang-
elsi. -fin