Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Qupperneq 42
50 HelQctrblacf DV LAUGARDACUR IV. AOÚST 2002 Notaöir hilar hjá Suzuki hilum hf. Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 5/99, ek. 38 þús. Verð kr. 890 þus. Suzuki Vrtara JLX, 5 d., bsk. Skr. 6/00, ek. 45 þús. Verð kr. 1490 þús. Suzuki Vitara JLX.3 d. bsk. Skr. 7/98, ek 75 þús. Verð kr. 970 þus. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 7/99, ek. 76 þús. Verð kr. 990 þus. Nissan Terrano II Lux dísil. Skr. 11/98, ek. 62 þús. Verð kr. 2290 þús. Honda CRV sjsk. Skr. 9/97, ek. 80 þús. Verð kr. 1490 þús. Toyota RAV-4, 5 d., sjsk. Skr. 6/96, ek. 76 þús. Verð kr. 1150 þús. Subaru Legacy GL 2,0, bsk. Skr. 10/93, ek. 151 þús. Verð kr. 570 þús. Toyota Touring 1,8 4WD Skr. 7/97, ek. 125 þús. Verð kr. 860 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---✓///«----------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunnl 17, sími 568-5100 Formúla 1 Aftur af stað eftir frí, nema Arrows Ágúst er nú rétt rúmlega hálfnað- ur og þrettánda keppni mótaraðar Formúlu 1-kappakstursins verður ræst á Ungverjalands-hringnum í nágrenni Búdapest á morgun. Öku- menn og annað starfslið er nú mætt til starfa eftir langþráð frí á miðju sumri og hafa fengið tækifæri til að sleikja sólina við strendur um allan heim. Þrjár vikur eru nú liðnar síð- an Þýskalandskappakstrinum lauk á stórbættri og skemmtilegri Hoc- kenheim-braut þar sem Michael Schumacher vann sína níundu keppni ársins á heimavelli. Þrátt fyrir að þetta sé opinbert sumarfrí Formúlunnar er ekkert víst að allir hafi leyft sér þann munað. Flest keppnisliðin hafa unniö hörðum höndum á heimavígstöðum við und- irbúning fyrir flmm síðustu keppn- ir ársins og endurbætur á núver- andi keppnisbíl. Enn fremur hafa liðin sett allt á fullt í hönnun og smíði á keppnisbílum fyrir næsta ár. Ekki er ráð nema í tima sé tek- ið. Þó hafa ekki allir átt náðuga daga og er skemmst að segja að Ar- rows virðist vera komið í heldur slæm mál og tilkynnti það sl. þriðju- dag að það muni ekki taka þátt í keppninni í Ungverjalandi um þessa helgi. Frentzen hættur hjá Arrows Á fyrrihluta þessa árs var haft eftir Bemie Ecclestone, sirkusstjóra Formúlunnar, að i ljósi breyttra að- stæðna á heimsmörkuðum, væri ljóst að eitt til tvö lið yrðu horfin af sjónarsviðinu áður en keppnistíma- bilinu lyki. Auðvitað vonuðu flestir að hann hefði rangt fyrir sér en annað hefur komið á daginn. Minardi hefur verið í verulegum vandamálum, en áskotnaðist sjón- varpsfé það sem frátekið var fyrir Prost-keppnisliðið sem fór á haus- inn i vetur, og má segja að það hafi bjargað Minardi og Paul Stoddart frá brotthvarfi úr Formúlu 1. Það var svo lýðnum ljóst í júlí, þegar Sil- verstone-kappaksturinn var í upp- siglingu, að Arrows var í verulegum fjárhagskröggum og hafði dregið að greiða Cosworth fyrir útvegun þeirra á keppnisvélum. Tom Walkinshaw, einn stærsti eigandi liðsins og stjómandi, bjargaði mál- um á síðustu stundu og greiddi rúmlega 400 milljónir króna úr eig- in vasa svo liðið gæti keppt á heimavelli sínum. Ágreiningur á milli fjárfesta innan liðsins hefur valdið því að ekki hefur tekist að selja liðiö til fjársterkra aðila og er vitað að Greg Pollock, fyrrum keppnisstjóri, hefur boðið í annað sinn í pakkann sem verður ódýrari með hverjum deginum sem líður. í franska kappakstrinum mætti Ar- rows einungis tii að aka nokkra hringi í tímatökum með það eitt að markmiði að ná ekki inn fyrir 107% timaregluna til að komast hjá sekt- um FIA sem í kjölfarið gagnrýndi liðið harðlega fyrir framkomuna. í Þýskalandi kepptu þeir samkvæmt reglum, en báðir ökumenn féllu úr keppni. Þar á meðal Heinz H. Frentzen sem nú hefur sagt skilið við Arrows í ljósi stöðunnar og seg- ist ekki taka þátt í þessum skrípa- leik og hefur nú farið að leita að öðrum tækifærum. Arrows haföi ekki tilkynnt staðgengil hans, og óvíst hvort til hans þurfi að koma þar sem FIA gæti í kjölfar óvissunn- ar í kringum liðið tekið af því keppnisréttinn í Formúlu 1. Alex Yoong í æfingabúðir Nú er það ljóst að eftir slakan ár- angur í tímatökum það sem af er ár- inu, hefur Alex Yoong, annar öku- manna Minardi, verið sendur í frí yfir næstu tvær keppnir. Alex, sem er borinn og barnfæddur Malasíu- búi, hefur ekið fyrir ítalska liðið síðan í italska kappakstrinum á síð- asta ári, en hefur verið hægastur í öllum þeim timatökum sem hann hefur tekið þátt í, utan eina. Þrisvar á þessu ári hefur hann ekki náð 107% tímamælingu og því ekki feng- ið að keppa. Þetta er litlu liði sem þarfnast allrar athygli mjög dýrt og því hefur verið kallaður til stað- gengill Yoongs á meðan hann verð- ur afstressaður og settur í æfinga- búðir. Anthony Davidsson, prufu- ökumaður BAR-liðsins, kemur til með að aka á morgun nái hann inn fyrir tímamörkin í tímatökunum i dag. „Þetta er frábært tækifæri, þar sem Formúla 1 hefur verið eitthvað sem mig hefur dreymt um síðan ég var krakki,“ sagði hinn 23 ára Breti sem á að baki 12.000 km akstur í prufubílum BAR og var annar í bresku Formula Ford-keppninni á eftir Takuma Sato í fyrra. „Ég vil skila af mér metnaðarfullri og fag- mannlegri vinnu fyrir Paul Stodd- art og mitt meginmarkmið verður að komast inn í keppnina." Paul, sem nú er að klára sitt annað keppnistímabil i Formúlu 1, er mik- 01 mannvinur og á greinUega ekki auðvelt með að taka þessa ákvörð- un. „Það var erfið ákvörðun að „hvOa“ Alex I tvær keppnir. En það er ljóst að hann á í vandræðum með tímatökuhraðann um þessar mund- ir.“ Þarf að spýta í lófana Á meðan litlu liðin keppast um að halda lifi eru Ferrari og WUliams að kljást um aUt aðra hluti. Yfirburðir Ferrari hafa verið með ólíkindum þetta ár og unnið tíu af þeim tólf keppnum sem afstaðnar eru og ljóst að BMW WUliams er ekki að halda því skriði sem það var komið á í fyrra er það vann fjórar keppnir. Nú hafa ökumenn breska liðsins sagt að verði þeir ekki samkeppnis- hæfir í Ungverjalandi um þessa helgi, myndi það gefa vísbendingu um getu þeirra fyrir næsta ár. Þeir eru farnir að pressa verulega á bættan bU og hjólbarða og vUja fara að skrúfa fyrir sigurgöngu Michaels Schumachers sem er nú þegar kom- inn með 104 stig af 120 möguleigum. „Drifkrafturinn er ekki lengur að klára í öðru sæti á eftir bróður min- um,“ segir Ralf Schumacher eftir þriggja vikna frí þar sem hann hef- ur hlaðið batteríin fyrir komandi sJ keppnir. „Þetta snýst nú um að ná Ferrari að gæðum áður en tímabU- inu lýkur. Búdapest kemur tU með að segja okkur hversu sterkir við komum tU með að verða í framtíð- inni.“ Juan Pablo Montoya hefur tekið undir þetta hjá félaga sínum og segir að ef þeir komi ekki tU með að geta veitt Ferrari harðari keppni í næstu fimm keppnum, sé borin von að þeir verði í stöðu tU að berj- ast um heimsmeistaratitUinn á næsta ári. Ross Brawn, tæknistjóri Ferrari, hefur litlar áhyggjur af meistaratitlum um þessa helgi, þó markmiðið hjá liðinu sé að tryggja sér liðatitUinn sem fyrst. Ferrari tryggði sér bæði ökumanns- og liða- titUinn i Ungverjalandi og reikna með að verða í góðum gír í keppn- inni á morgun. Hvort þeir komi tU með að aka á einu eða tveim stopp- um kemur tU með að velta á braut- arhita og öðrum aðstæðum. „Ung- verjalandshringurinn getur sannar- lega endurgoldið þér ríflega fari maður rétt að, en á meðan við höf- um engar áhyggjur af meistaratitl- um komum við sennUega tU með að verða svolítið uppátækjasamir í keppnisáætlun," sagði Ross Brawn í Ungverjalandi í vikunni. -ÓSG STAÐA ÖKUMANNA Sæti Ökumaður Lið Stiq 1. Michael Schumacher Ferrari 106 2. Juan Pablo Montoya Williams 40 3. Ralf Schumacher Williams 36 4. Rubens Barrichello Ferrari 35 5. David Coulthard McLaren 32 6. Kimi Raikkonen McLaren 17 7. Jenson Button Renault 11 8. Nick Heidfeld Sauber 7 9. Giancarlo Fisichella Jordan 6 10. Felipe Massa Sauber 4 STAÐA LÍÐA 1. Scuderia Ferrari 141 2. BMW Williams F1 76 3. West McLaren Mercedes 49 4. Renault F1 15 5. Red Bull Sauber Petronas 11 6. Benson & Hedqes Jordan 6 7. British American Racinq 5 8. Jaquar Racinq 3 9. Arrows F1 Team 2 10. Toyota 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.