Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Síða 45
LAUCARDAGUR IV. AGÚST 2002 HerlQarblctdi ÐV s3< Helgi Jónsson sérfræðingur í gigtarlækningum og lyflækningum í Reykjavík;, varð fimmtugur í gær Dr. Helgi Jónsson, læknir og sérfræðingur í gigtar- lækningum og lyflækningum, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Helgi fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1972, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1978, doktorsprófi frá Lundarháskóla 1989, öðlaðist al- mennt lækningaleyfi á íslandi 1980 og í Svíþjóð 1983, öðlaðist sérfræðileyfi í gigtarsjúkdómum i Svíþjóð 1985 og á íslandi 1987 og öðlaðist sérfræðileyfi í al- mennum lyflækningum á íslandi 1994. Helgi var héraðslæknir á námstíma í Flateyjarhér- aði 1976, heilsugæslulæknir á Sauðárkróki 1977, hér- aðslæknir í Bolungarvíkurhéraði 1978, var kandídat á Vífilsstaðaspítala 1978, Landakotsspítala 1978 og 1979 og Borgarspítala 1979, var heilsugæslulæknir á Hvammstanga 1979, kandídat á Landspítalanum 1979-80, aðstoðarlæknir þar 1980-81, aðstoðarlæknir í sérfræðinámi við Háskólasjúkrahúsið í Lundi 1981-83 og 1984—85, á Trelleborgs lasarett 1983-84, sérfræðing- ur við Háskólasjúkrahúsið í Lundi 1985-89, deildar- læknir á Landspítalanum 1989, sérfræðingur í hluta- stöðu á Borgarspítalanum og Landspítalanum 1989-90 og hefur verið sérfræðingur á lyflæknisdeild Land- spítalans frá 1990. Hann hefur jafnframt rekið eigin lækningastofu i Domus Medica frá 1990. Helgi var klínískur kennari á gigtardeild Háskóla- sjúkrahússins í Lundi í tvö ár, stundakennari við læknadeild HÍ frá 1989 og er dósent í gigtarlækning- um þar frá 1995. Eftir Helga hafa birtst tugir greina í ritrýndum tímaritum og í fræðsluritum fyrir sjúklinga. Fjölskylda Helgi kvæntist 8.9. 1972 Kristínu Einarsdóttur Fær- seth, f. 24.1. 1952, félagsfræðingi. Hún er dóttir Einars Andreas Einarssonar Færseth, f. 1.1. 1925, verka- manns í Reykjavík, og k.h., Margrethe Færseth, f. Kristiansen 9.8. 1931, húsmóður. Börn Helga og Kristínar eru Jón, f. 10.9. 1971, MA í bókmenntum og í doktorsnámi í Lundarháskóla, kona hans er Ulrika Taithy og er sonur þeirra Helgi Benja- mín Jónsson; Guðrún Pálina, f. 11.9. 1980, háskóla- nemi; Einar Andreas, f. 18.2.1982, háskólanemi; Helgi, f. 3.2. 1992, nemi. Hálfbróðir Helga, sammæðra, er Ólafur Oddsson, f. 13.5. 1943, cand.mag. og íslenskukennari við MR, kvæntur Dóru Ingvadóttur framkvæmdastjóra og eiga þau tvær dætur. Albróðir Helga er Jón Jóhannes Jónsson, f. 21.7. 1957, dósent og forstöðulæknir, kvæntur dr. Sólveigu Jakobsdóttur, dósent og kennslufræðingi, og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Helga: dr. phil. Jón Jóhannesson, f. 6.6. 1909, d. 4.5. 1957, prófessor í sögu við HÍ, og dr. phil. Guðrún P. Helgadóttir, f. 19.4. 1922, fyrrv. skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík. Ætt ' Jón var bróðir Björns Þórarins, fyrrv. lektors við KHÍ, og bróðir Marzibilar Sigurrósar, ömmu Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, framkvæmda- stjóra Urðar, Verðandi, Skuldar. Jón var sonur Jóhannesar Péturs, b. i Hrísakoti, Jónssonar, b. þar, Jónssonar, b. í Syðsta-Hvammi á Vatnsnesi, Arnbjarnarsonar, stúdents frá Stóra-Ósi, Árnasonar, pr. að Bægisá, Tómassonar. Móðir Arnbjarnar var Helga Jónsdóttir, systir Þorgríms, langafa Grims Thomsens. Móðir Jóhannesar Péturs var Helga Pétursdóttir, b. á Krossanesi, Jónssonar og Sigurlaugar Jónsdóttur. Móðir dr. Jóns var Guðríður Guðrún Gísladóttir, b. á Varmá í Mosfellssveit, Gunnarssonar, b. á Lágafelli, Gíslasonar. Móðir Gunnars var Ástríður Gunnarsdóttir, hreppstjóra í Hvammi, Einarssonar. Móðir Ástriðar var Kristín Jónsdóttir, yngri, hreppstjóra í Neðra-Seli, Bjarnasonar, ættföður Víkingslækjarættar, Halldórssonar. Móðir Guðríðar Guðrúnar var Guðrún Gísladóttir. Meðal systkina Guðrúnar má nefna Sigurð sýslumann, dr. Lárus, fyrrv. yfirlækni, og Ingvar forstjóra, föður Júlíusar Vífils framkvæmdastjóra. Guðrún er dóttir Helga, yfirlæknis á Vifilsstöðum, bróður Ingunnar, ömmu Vigfúsar Ingvarssonar, pr. á Egilsstöðum, og Ingvars Viktorssonar, fyrrv. bæjarstjóra í Hafnarfirði. Önnur systir Helga var Soffía, borgarfulltrúi í Reykjavík, amma Sveinbjörns Baldvinssonar rithöfundar. Helgi var sonur Ingvars, pr. á Skeggjastöðum, Nikulássonar. Móðir Ingvars var Oddný Jónsdóttir, dýrðarsöngs í Haukatungu, Pálssonar. Móðir Helga yfirlæknis var Júlia, systir Jóns, afa Jóns Helgasonar, skálds og prófessors. Júlía var dóttir Guðmundar ríka, ættföður Keldnaættar, Brynjólfssonar, b. á Vestri-Kirkjubæ, Stefánssonar, bróður Jóns yngra í Neðra-Seli. Móðir Guðrúnar var Guðrún, systir Páls, föður Lárusar leikara. Guðrún var dóttir Lárusar, smáskammtalæknis, bróður Jóns á Svinafelli, langafa Kvískerjasystkinanna. Höfuöstafir Heims af kvölum hef ég nóg, harma bítur ljárinn Fyrir skömmu barst í mínar hendur bók sem ég hafði lengi vitað af en ekki séð fyrr. Hún heitir 100 hestavísur, gefin út af Heimskringlu 1962, en ekki er getið þess sem tók saman eða sá um útgáfuna, sem er óvenjulegt. Vís- urnar eru þó jafngóðar fyrir því. Fyrst verður fyrir mér vísa eftir Björn S. Blöndal: Þegar glettin bölsins brek byrgja þétt aó vonum, fótaléttan fák ég tek og fœ mér sprett á honum. Sú næsta er eftir ókunnan höfund en þar koma vel fram tilfinningar hestamannsins sem hann ber til þessa ferfætta vinar síns: Heims af kvölum hef ég nóg, harma bítur Ijárinn. Margt eitt bölió bœtir þó blessaöur rauði klárinn. Sigurður Hallgrímsson forstöðumaður þjónustusvið Hafnarfjarðarhafnar Sigurður Hallgrímsson, forstöðum. þjónustusviðs Hafnarfjarðarhafnar, Háa- barði 7, Hafnarfirði, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Sigurður er fæddur að Hálsi í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi og ólst upp þar og i Grafarnesi við Grundar- fjörð frá tólf ára aldri. Hann var við nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1949-51, tók námskeið í siglingafræði 1953, lauk námi við fiskimannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavik 1956 og farmannadeild 1958 og sótti námskeið í hönn- un og stjórnun hafna í New Orleans í Bandaríkjunum 1991. Sigurður var við ýmis störf í Grundarfirði en fór fljótlega á sjóinn og var á fiskiskipum til 1955, háseti, stýrimaður og síðar skipstjóri á Dísafelli og Jökulfelli hjá Skipadeild Sambandsins 1956-72, hafnsögumaður við Hafnarfjarðarhöfn 1973-89 og forstöðumaður þjón- ustusviðs Hafnaríjarðarhafnar frá 1989. Sigurður var gjaldkeri og varaformaður Skipstjóra- félags Islands í áratug og var fulltrúi félagsins í bygg- inganefnd og hússtjórn Borgartúns 18, í stjórn Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar 1979—87 og formaður í þrjú ár og í safnaðarstjórn Hafnarfjarðarkirkju 1986-94 og gjaldkeri 1987-94. Þá hefur hann starfað í Hollvinasamtökum Sjómannaskólans og var fyrsti þess. Fjölskylda Sigurður kvæntist 29.4. 1961 Erlu Eiriksdóttur, f. 13.6. 1937, húsmóður. Foreldrar hennar: Eirikur Guð- mundsson frá Stóra-Nýjabæ í Krísuvik sem er látinn, og k.h, Ólöf Jóhannsdóttir sem nú dvelur á Sólvangi í Hafnarfirði. Börn Sigurðar og Erlu: Eiríkur, f. 29.11. 1962, raf- virki i Hafnarfirði en kona hans er Elva Guðmunds- dóttir og eiga þau tvö börn; Guðríður Stefanía, f. 13.2. 1966, innkaupastjóri í Þýskalandi en maður hennar er Manfred Weiss; Ólöf, f. 28.4. 1970, snyrtifræðingur og húsmóðir, búsett í Hafnarfirði en maður er Már Sigurðsson og eiga þau tvo syni. Systkini Sigurðar: Selma, maki Erastus Ruga end- urskoðandi, þau eru búsett í Bandaríkjunum og eiga tvö börn; Sveinn, fyrrv. skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri en kona hans er Gerður K. Guðnadóttir, þau eiga tvö börn; Ingibjörg, skólaritari í Reykjavík en maður hennar er Kristinn Ólafsson lögfræðingur og þau eiga fjögur börn; Halldóra fyrrv. ljósmæðra- kennari en hennar maður er Michael O’Neel og á hún tvö böm; Guðni, rafverktaki í Grundarfirði en kona hans er Bryndís Theodórsdóttir og eiga þau þrjú böm; Hallgrímur, verkfræðingur i Reykjavík en kona hans er Guðríður J. Guðmundsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Sigurðar voru Hallgrímur Sv. Sveinsson, f. 2.12. 1901, d. 16.8. 1986, bóndi að Hálsi í Eyrarsveit, og k.h., Guðríður St. Sigurðardóttir, f. 17.7. 1910, d. 26.4. 1991, stöðvarstjóri Pósts og síma í Grundarfirði. Ætt Hallgrímur var sonur Sveins Sveinssonar, bónda og kennara að Hálsi í Eyrarsveit og Vörðufelli á Skóg- arströnd, og k.h., Guðnýjar Önnu Eggertsdóttur frá Miögörðum í Kolbeinsstaðahreppi. Guðríður var dóttir Sigurðar Eggertssonar, skip- stjóra og bónda aö Suður-Bár i Eyrarsveit er fæddur var í Rauðasandshreppi, og k.h, Ingibjargar Péturs- dóttur frá Ólafsvík. Sigurður verður að heiman á afmælisdaginn. Það er gaman að skoða þessa vísu. Hún er reglulega gerð, allir bragliðirnir eru tvö atkvæði eins og þeir eiga að vera uns kemur að fyrsta orðinu í 4. braglínu; ibless- aðuri. Vegna þess að þetta orð er einu atkvæði lengra en hin dregur það að sér athyglina, eins og skáldið hafi vilj- að leggja á það sérstaka áherslu. En vera má að þetta sé tilviljun. Þá er ein eftir Jón S. Bergmann: Eins og knör í óskabyr, ei til vika tregur, Stjarni er alveg eins ogfyr óviöjafnanlegur. Hestavísan fjallar um hestinn sjálfan, lýsir eiginleik- um hans, útliti, gangi, skapgerð og viðmóti, segir frá af- rekum hans og dugnaði. Hún lýsir tilfinningasambandi mannsins við hestinn, hamingju hestamannsins er hann hleypir gæðingi sínum út um grundirnar eða söknuði hans er hann minnist þessa góða vinar og félaga. Fyrstu hestavísur sem hægt er að kalla því nafni eru frá 17. öld. Allar götur síðan hafa hestamenn ort fákum sín- um lof. Næsta vísa er eftir Margréti Rögnvaldsdóttur: Þú hefur boriö, Þröstur, mig þúsund glaöar stundir - kossi heitum kyssi eg þig i kofaveggnum undir. Maður og hestur fylgjast að gegnum lífið og allra bíður sama hlutskipti. Næsta vísa er eftir ókunnan höfund: Held ég ekki hratt um veg - horfin bestu árin. Hann er oróinn, eins og ég, ellihrumur, klárinn. Að lokum er ein eftir Stefán Vagnsson: Umsjón Þykir heldur harðsnúinn - hrœöist keldu ei neina. Þegar kveldar klárinn minn kveikir eld við steina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.