Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjaltí Jónsson Aðalritstjóri: Óll Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstiórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Otgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Úrbótatillögur ASÍ Tillögur nefndar sem unniö hefur aö mótun stefnu Alþýðusambands íslands í velferðarmálum eru um margt skynsamlegar og eiga að geta leitt til úrbóta. Þar segir meðal ann- ars að sem viðbót við opinbera þjón- ustu þurfi að skapa betri forsendur og möguleika til að þróa þjónustutil- boð frá einstaklingum. í umræðuskjali, sem lagt var fyrir ársfund ASÍ, er bent á að grunnstoðir velferðarkerfisins hafi veikst, m.a. vegna nið- urskurðar og úrræðaleysis stjórnvalda við endurnýjun og stjórn kerfisins. Því fái sífellt stærri hópar ekki þá þjónustu og aðstoð sem nauðsynleg er til að forða þeim frá fátækt og félagslegri einangrun. Bent er á að velferðarkerfið verði að geta aukið gæði og bætt aðgengi samhliða auknum sveigjanleika og valmögleika. Sem viðbót við opinbera þjónustu, segir m.a. í umræðuskjal- inu, þarf að skapa betri forsendur og möguleika á að þróa þjónustutilboð frá einkaaðilum. Þetta gæti gerst með því að gefa starfsmönnum tækifæri til að yfirtaka tiltekin verkefni, eða með almennum þjónustuútboðum. Einnig væri hægt að gefa félagasamtökum eða almannaheillafyrirtækjum færi á að yfirtaka fleiri verkefni. í stefnumótunarnefndinni er áréttað að tryggja verði, með opinberum kröfum um gæði og eftirlit, að þessi þjónusta sé veitt á tilteknum forsendum með opinberum framlögum og neytendagreiðslum að hluta. í þessum hugmyndum ASÍ-nefndarinnar kristallast það sem áður hefur verið bent á í DV, að samstaða sé í þjóðfélag- inu um öfluga velferðarþjónustu sem greiðist að mestu af op- inberu fé. Ríkið sjái um að þessi þjónusta sé til staðar en það þýði ekki að hún þurfi að reka hana. Því geti hið opinbera gert samkomulag við einkaaðila um að veita þjónustuna. Virða ber málamiðlunina Samtöl bílstjóra í farsíma skapa hættu í umferðinni, hvort sem er með þeim handfrjáls búnaður eða ekki. Þetta kom fram í samantekt um farsímanotkun í bílum í DV í gær og byggist á breskri rannsókn. Bílstjórar sem tala í síma við akstur eru í meiri hættu að lenda í slysi en aðrir. Skiptir þá engu hvort notaður er handfrjáls búnaður þvi það er samtalið sjálft sem dregur athyglina frá akstrinum og skapar hættuna. í fyrrgreindri samantekt blaðsins kom fram að bílstjóri með farsíma er allt að fjórum sinnum líklegri til að lenda í árekstri en sá sem slekkur á símanum fyrir akstur. Það er sama hætta og fyrir þann sem er við áfengismörkin og þekkj- ast þeir ökumenn á því að þeir eru rásandi í akstri og síður vakandi fyrir hættum. Þar sagði lika að handfrjálsi búnaður- inn væri engin töfralausn. Meginreglan hlýtur því að vera sú að bílstjórar reyni svo sem kostur er að komast hjá því að tala í síma við akstur. Fram hjá því verður hins vegar ekki litið að notkun farsíma er orðin hluti af tilveru okkar og því tilgangslítið að banna notkun símanna við akstur. Sigurður Helgason hjá Umferðar- stofu segir það illskárra að nota handfrjálsan búnað en að halda símanum við eyrað og þá óhjákvæmilega með aðra hönd á stýri. Fyrir ári tóku gildi lög hér á landi sem banna bílstjórum að tala í sima án handfrjáls búnaðar. Eftir gærdaginn mega þeir sem þessi lög brjóta búast við sekt. Handfrjálsi simabún- aðurinn er málamiðlun, valkostur sem leyfir fólki að aka og tala um leið í síma. Þá málamiðlun verða ökumenn að virða. Jónas Haraldsson DV Tekjutilfærslan tSigmundur Ernir Rúnarsson Ritstjórnarbréf Kjaramálin eru í brennidepli is- lenskrar þjóðmálaumræðu. Verð- lagsmál alls konar, vaxtakjör og skattlagning eru efst á baugi og vega til samans þungt í buddu landsmanna. Fólk spyr hvað verði eftir í veski þess þegar álögum sleppir. Og fólk ber kjör sín í æ ríkari mæli saman við það sem þekkist á meginlandi Evrópu. Það undrast að þurfa að greiða í senn einhverja hæstu skatta sem þekkj- ast á byggðu bóli og búa jafnframt við eitt hæsta matvöruverð á norðvesturhveli jarðar. Lengi vel hafa íslendingar sætt sig við svimandi hátt matarverð og mikla skatta með þeim orðum að ísland sé afskekkt eyja úti í ballarhafi sem eigi erfitt með að- föng og kosti miklu til að halda úti finu velferðarkerfi í fámenn- inu. Lengi vel hafa landsmenn sætt sig við að álögur, verð og vextir lúti séríslenskum lögmál- um. Lengi vel hefur lýðurinn litið á baráttu neytendafrömuða sem pex og tuð. Nú er langlundargeðið að bresta. Fólk vill ekki lengur taka þátt í þessu leikhúsi. Auknar álögur Fréttamiðlar á borð við DV og Stöð 2 hafa á síðustu dögum sýnt fram á að skattar á alþýðu manna hafa ekki einasta verið að hækka umtalsvert á síðustu misserum, jafnvel svo nemur góðum mánað- arlaunum á ári, heldur er ísland að nálgast heimsmet í neyslu- sköttum. Hvort tveggja fylgist því að og hvorugt er vænt í buddu vinnumanns; tekjuskattamir aukast í takt við óbeinu skattana. Og heimilin gjalda; auknar skatt- tekjur ríkissjóðs eru sóttar beint til launafólks. Neysluskattar sem hlutfall af landsframleiðslu eru nú næst- hæstir á íslandi af öllum löndum OECD en það eru þau lönd sem ís- lensk stjómvöld og fyrirtæki vilja einatt bera sig saman við þegar hagsæld þjóða er metin. í DV í vikunni kom fram að neysluskatt- ar eru hæstir í Danmörku, eða 9,8 prósent af landsframleiðslu, en ís- land fylgir fast á eftir með 9,7 pró- sent. Lægstir eru þessir skattar hins vegar í Bandaríkjunum, eða 2,2 prósent af landsframleiðslu. Og munar hér miklu. Þjóðfélagið er á undar- legri leið sem vörðuð er stefnu stjórnvalda. Á meðan skattar á almennt launafólk eru að hækka og vegið er að undirstöð- um velferðarkerfisins á margan hátt eru skattar á hátekju- og stóreigna- fólk og fyrirtæki lœkkað- ir sem nemur mörgum milljörðum króna. ASÍ hvessir augun Það er ekki að undra að forysta launafólks hvessi augun þegar svona er komið. Og var svo sem tími til að ASÍ æsti sig í þessum efnum. Grétar Þorsteinsson, forseti sambandsins, sagði við upphaf ann- ars ársfundar þess á fimmtudag að ríkisstjórnin hefði gefið loforð um að aðgerðir í efnahagsmálum yrðu mótaðar að höfðu samráði við verkalýðshreyfinguna. ASÍ telji að með boðuðum aðgerðum ríkis- stjómarinnar í skattamálum hafi kjarasamningar verið settir i upp- nám. Hér er vert að staldra við. Þjóðfé- lagið er á undarlegri leið sem vörð- uð er stefnu stjómvalda. Á meðan skattar á almennt launafólk eru að hækka og vegið er að undirstöðum velferðarkerfisins á margan hátt eru skattar á hátekju- og stóreigna- fólk og fyrirtæki lækkaðir sem nemur mörgum miUjörðum króna. Þetta er einkennileg tekjutilfærsla. Og einhvem veginn missa orðin „fólk í fyrirrúmi" merkingu sína þegar farið er ofan í saumana á skattastefnu ríkjandi stjórnar- herra. Undarleg þversögn Allt ber hér að sama brunni. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2003 á að auka skattaálög- ur á almennt launafólk um 7.100 milljónir króna með hækkun tekju- skatta einstaklinga og hækkun tryggingagjalds unifram almennar tekjubreytingar. Á sama tíma eru skattar á hátekju- og stóreignafólk og fyrirtæki lækkaðir um 4.700 milljónir króna. Þetta er gert á sama tima og fyrirtæki sýna um- talsverðan hagnað en skuldir og vanskil alþýðufólks aukast að mun. ASÍ hefur fundið að þessari stefnu og það hljóta fleiri að gera. Og menn hrista einfaldlega haus- inn. Á sama tíma og ríkisstjómin skenkir tilteknum þröngum hópi hátekju- og stóreignamanna þessa stórkostlegu skattalækkun hefur kröfum miklu stærri hóps öryrkja, aldraðra, sjúklinga, fólks án at- vinnu og lágtekjufólks verið vísað frá vegna „gífurlegs kostnaðarauka fyrir ríkissjóð" eins og það heitir á máli stjómarherranna. Hér er eitt- hvað að og vísir að vondu þjóðfé- lagi. Pólitísk umræða Skattleysismörkin eru dæmi um undarlegan hugsunarhátt í ís- lensku stjórnkerfi. Fólk á næfur- launum, undir 80 þúsundum króna, þar á meðal öryrkjar, er krafið um skatt til ríkissjóðs af tekjum sínum. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður hefur réttilega bent á nauð- syn þess að hækka þessi mörk og lyfta þeim yfir hundrað þúsund kallinn. Þingmenn stjórnarflokk- anna telja það ekki hægt. Á sama tíma finnst þeim hægt að lækka skatta á tekjur forstjóranna. Gylfi Ambjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, sagði í DV í vik- unni sem er að líða að sú veika von sem verkalýðshreyfingin hafði um að stjórnvöld tækju tillit til óska þeirra í skattamálum hefði brugð- ist. Alþýðusambandsforystan trúi hins vegar ekki öðru en skatta- stefna stjórnvalda verði til ræki- legrar umfjöllunar á komandi þing- vikum. Það þurfi að taka hraust- lega á málinu. Gylfi vill að „það verði einfaldlega pólitísk umræða um það hvert við séum að stefna með þetta skattkerfi". Grundvallaratriði Þetta er rétt hjá Gylfa. Skattbyrð- in hefur ekki fengið þá athygli sem henni ber í stjórnmálaumræðu hér á landi. Og þá sjaldan þingmenn á borð við Jóhönnu Sigurðardóttur hafa komið fram með vandlega ígrundaða gagnrýni á kerfið hefur umræðan þagnað i þrasi eða drukknað í óljósri og óspennandi talnasúpu. Mikilvægt er að þing- menn svari áskorun verkalýðsfor- ystunnar og taki þessi mál til ræki- legrar skoðunar og málefnalegrar umræðu innan þings og utan. Og það er margs að spyrja, að mörgu að huga. Ekki þarf aðeins að skoða aukinn hlut láglaunafólks í skattgreiðslum til ríkissjóðs heldur þarf og að kanna af hverju skatt- byrði hefur smám saman verið að aukast á allan meginhluta almenn- ings í landinu á síðustu árum svo nemur mörgum tugum þúsunda á ári hverju. Og svo þurfa kjósendur vitaskuld að spyrja sig hvað sé til ráða. Þeir þurfa að svara því hvert beina beri sköttunum og hvar þá eigi helst að taka. Það eru grund- vallaratriði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.