Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUK 2. NÓVEMBER 2002 Helcjctrhlaö 13 "V" 45 ,Ég hvorki fiktaði við revkingar né smakkaði áfengi eins og niargar vinkonur mínar. Það er kannski þess vegna sem ég átti svona erfitt með að segja frá því að ég ætti von á barni.“ Þegar þarna var komið voru hríðirnar orðnar mjög harðar og ég fékk deyfingu sem ég held að hafi sljóvgað mig talsvert því ég man mjög lítið eftir sjálfri fæðing- unni. Hún gekk samt ótrúlega vel því einni og hálfri klukkustund eftir að ég kom á spítalann fæddist lítill, fallegur og fullkomlega heilbrigður drengur. Ég vissi að þetta væri strákur. Hann var pínulítill, ekki nema 48 sentímetrar og 2680 grömm eða um 10 merkur. Ég man að læknirinn sagði um leið og hann byrj- aði að gráta: „Þessi fer sko ekki á vöku- deild.“ Og það var ótrúlegur léttir. Ég fékk hann aðeins í fangið og það var skrýtin en góð tilfinning. Litli bumbubú- inn sem ég var búin að fela svo vel í niu mánuði var kominn í heiminn. Læknir- inn tók hann svo aðeins með sér fram á vökudeild til að skoða hann og ég steinsofnaði. Ég á hann! Ég veit ekki hvað klukkan var þegar ég vaknaði en ég man að þegar ég leit til hægri sá ég pínulítinn einstakling í vöggu við hliðina á mér. Ég horfði lengi á hann og hugsaði stolt: „Ég á hann“ og mamma rétti mér hann í fangið. Svo kom pabbi inn og við vorum öll afskap- lega ánægð með nýjasta fjölskyldumeð- liminn. Ég vissi að þetta myndi reddast, ég var fullkomlega sátt við að vera orðin móðir og ég held að mamma og pabbi hafi verið ánægð með fyrsta bamabam- ið þrátt fyrir allt. Það var alveg ótrúlegt hvað allir tóku þessum undarlegu fréttum vel. Kærast- inn minn kom upp á fæðingardeild um morguninn. Hann sagðist hafa fengið hálfgert taugaáfall en þurft að gera upp við sig hvort hann ætti að láta sig hverfa eða standa með mér. Hann ákvað að standa með mér og það var mér mikils virði þótt síðar hafi slitnað upp úr því sambandi. Flestir í kringum mig trúðu ekki sínum eigin eyrum og ég var hálf- skömmustuleg fyrst þegar ég horfði framan í gestina sem heimsóttu mig en ég held að það hafi allir skilið mig svo vel. Systur mínar komu með fullan poka af íotum sem þær keyptu um leið og búð- ir opnuðu því það var auðvitað ekki til ein einasta flík á barnið og heima var koma okkar undirbúin á mettima. Þegar ég var búin að vera heima í einn eða tvo daga hringdi barnsfaðir minn. Félagsráðgjafi á spítalanum hafði tekið það að sér að hafa samband við hann en það klikkaði eitthvað hjá henni. Barns- faðir minn heyrði því fréttirnar úti í bæ frá sameiginlegum kunningja okkar sem gekk að honum og óskaði honum til hamingju með barnið. Hann kom auðvit- að alveg af fjöllum en hringdi í mig dag- inn eftir. Hann kom síðan í heimsókn um kvöldið og samband þeirra feðga hef- ur alla tíð síðan verið mjög gott. Allt hægt ef maður á góða að Þegar ég hugsa til baka finnst mér al- veg ótrúlegt að hafa gert þetta. Falið meðgöngu í níu mánuði og ekki sagt einni einustu manneskju frá. Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu því auðvit- að var þetta gríðarlegt andlegt álag. Ég hugsaði uin þetta á hverjum degi en samt náði ég að afneita þessu algjörlega. Ég er svo fegin að hafa ekki farið í fóst- ureyðingu því sonur minn, sem nú er orðinn 12 ára gamall, er alveg einstakur og ég vildi ekki vera án hans nú. Ég er búin að segja honum frá því hvernig ég faldi hann alla meðgönguna og útskýra fyrir honum eftir bestu getu af hverju ég gerði það, þótt ég viti það í rauninni ekki sjálf. Það er erfitt að vera 17 ára með lítið barn þegár allar vinkonurnar eru frjáls- ar ferða sinna en ég fékk ómetanlega hjálp frá fjölskyldu minni og vinum. Ég náði að ljúka stúdentsprófi á tilsettum tíma og fór að því loknu í háskólanám. Það er allt hægt þegar viljinn er fyrir hendi, sérstaklega þegar maður á góða að. Móðir: Halldóra, fiedd 1972 Börn: fœdd 1990 og 1999 Döðlur Valh n etu kj arn ar Apríkósur ... alltsem þarfí baksturinn! Handfrjáls GSM búnaður á 9.945.- Clarion geislaspilarar frá 28.900.- Skeifan 4, s. 585 0000. www.aukaraf.is Hvers vegna er Echinaforce sólhattur betri? „Ferskar jurtir hafa eigin lífskraft." Þess vegna er Echinaforce unnið úr ferskum sólhatti, jurtirnar fara beint af akrinum í vinnslu. Rannsóknir sfna ad Echinaforce innheldur næstum 3 sinnum meira af virkum alkylamíðum en þykkni úr þurrkuðum jurtum. Þegar þú færð þér sólhatt til að verjast heilsuspillum vetrarkuldans, mundu að ferskar jurtir innihalda meira af virkum efnum. .<v KplÆÍg! ^ náttúru/ega ISI heilsuhúsiö Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi El. HEKLA Gott á bilathing.is Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is BÍLAÞING HEKLU Númer eitt í notuðum bílum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.