Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 39
38 Helqarblað I>V LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Mér þótti gaman að dansa Kristín Inga Brgnjorsdóttir er 34 ára gömul ein- stæð móðir þriggja barna. Hún lenti íalvarlegu bílslgsi 13. ágúst ísumar og lamaðist nær ah/eg. Hún bgr gf ir ótrúlegri hugarró og er staðráðin í að láta engin áföll buga sig. Það kannast sennilega allir við söguna um Pollýönnu og ef maður hefði verið búinn að gleyma henni þá var bíómyndin um hana í sjónvarpinu fyrir réttum tveimur vikum. Pollýanna var afskaplega glöð stúíka og bjartsýn og kenndi öðrum að horfa á björtu hliðamar í lífinu þótt myrkrið sýndist svart. Svo veiktist Pollýanna og lamaðist og þá gekk henni ekki alveg eins vel að vera bjartsýn og sátt en hún lærði það samt að lokum. Ég hafði eiginlega alltaf litið á Pollýönnu sem skáldsagnapersónu í flokki með Robinson Krúsó og Tom Swift þangað til ég hitti konu sem minnti mig merkilega mikið á þessa gömlu dæmisögu. Það geta nefnilega flestir tekið undir að maður eigi að líta á björtu hliðamar og brosa gegnum tárin en mörg okk- ar þurfa sem betur fer aldrei að reyna á eigin skinni hve erfitt það getur verið. Þama er Kristín Inga Brynjarsdóttir undantekning. Hún býr yfir fágætri sálarró og stillingu og lífsviðhorf hennar í þeim að- stæðum sem örlögin hafa úthlutað henni geta fengið hvem alheilbrigöan mann til þess aö skammast sín svolítið fyrir að láta nokkurn tímann heyra til sín nöldur eða væl. Þegar ég hitti Kristínu Ingu sagðist hún vera að ganga gegnum lægð en samt var stutt i brosið. Hún liggur ein á stofú á endurhæfmgardeild á Grensás- deild og hefúr verið þar síðan 20. ágúst. Kristfn, sem er 34 ára þriggja barna einstæð móðir, lenti í bílslysi 13. ágúst sl. og hálsbrotnaði og er síðan nær alveg lömuð upp að öxlum. Hún hefur fengið nokkum mátt í hendumar á ný og hefur nýlega náð þeim áfanga að hún getur nú orðið drukkið sjálf úr glasi og burstað tennumar og þess háttar án aðstoðar. En hún er afar máttfarin. „Ég hef verið mjög slöpp og fékk blóðgjöf í síðustu viku. Það gengur illa aö ná efri mörkum blóðþrýst- ings upp fyrir 100,“ segir Kristfn. í Kringluna í fyrsta skipti Vegna þess á Kristín erfitt með að sitja uppi lengi í einu því það sækir á hana svimi. En hún fór samt út á meðal fólks í fyrsta sinn í tvo mánuði þegar hún fór í verslunarferð í Kringluna á laugardegi fyrir tveimur vikum. „Þaö var óskaplega gaman að koma aðeins út og sjá eitthvað annað en þessa fjóra veggi. Ég var samt mjög þreytt á eftir og þurfti hvfld alveg daginn eftir. Ég hef ekki getað verið í hjólastól síðan en var þama í sérstökum stól sem er hægt að lækka bakið á. Við voram að kaupa fót á krakkana og svona. Þau völdu og ég borgaði." - Það hlýtur að hafa veriö undarleg reynsla að fara á kunnuglegar slóðir við þessar aðstæður. „Mér fannst fólk horfa svolítið á mig og stólinn,“ segir Kristín. „Einn afgreiðslumaðurinn þekkti mig og gaf mér afslátt. Ég hitti nokkra sem ég þekki og fannst það gaman.“ - 1 byrjun september var efnt til söfnunar fyrir Kristínu Ingu og böm hennar en þegar slysið varð var hún nýlega búin að festa kaup á fbúð í Hafnar- firði sem hentar alls ekki fyrir fólk í hjólastól og þess vegna þarf hún á stærra húsnæði að halda. Hvemig skyldi söfnunin hafa gengið? „Hún gekk framar vonum og fjöldi fólks lét eitt- hvað af hendi rakna og ég er öllum sem það gerðu mjög þakklát. Ég veit satt að segja ekki nákvæmar tölur þvi vinir mínir halda algerlega utan um það allt. Við erum ekki enn búin aö finna íbúð sem hent- ar en það er verið að leita. Ég vil endilega vera í Hafnarfirði áfram og það virðist ekki vera mikið framboð á íbúðum sem uppfylla öll skilyrðin," segir Kristín. - Hún segir að það sem fjölskyldan sé að leita að sé fimm herbergja íbúð með góðu aðgengi og hún þarf einnig að vera með dyraop af ákveðinni stærð. Her- bergin þurfa að vera rúmgóð til að auðvelda umferð stólsins og töluverðar breytingar þarf líklega að gera á umræddu húsnæði. Kristín þarf að eignast nýjan bfl og hjálpartæki sem auðvelda henni lífið þegar þar að kemur. Það sem gerðist - Ef við lítum aftur til 13. ágúst sem var ótvírætt óhappadagur í lífi Kristínar. Hvaö var það sem gerð- ist? „Við vorum á leiðinni norður í sumarfrí og ætluð- um að dvelja í viku í húsi á ættarjörð móðurættar- innar norður í Fljótum. Við vorum komin undir Hafnarfjall þegar sennilega hefur vindhviða rifið í bflinn sem lenti úti í kanti og fór síðan fjórar veltur." - Böm Kristínar þrjú vom með henni og þau vora vandlega spennt í öryggisbelti eins og hún sjálf. Þau sluppu nánast ómeidd úr slysinu, aðeins með minni háttar skrámur og tognanir. „Það hjálpar mér mikið að komast áfram hvað þau sluppu vel,“ segir Kristín. - Bíllinn valt yfir stein sem gekk í gegnum toppinn og í höfuð Kristínar og hálsbraut hana og hún fór úr hálslið. Hún segist muna eftir því þegar bíllinn var að byrja að velta en næsta minning er þegar læknir sem var í næsta bfl var sestur hjá þeim og hélt undir hök- una á henni svo höfuð hennar væri í réttum skorðum þar til sjúkrabfllinn kom. Kristín meiddist lítið ann- að utan hvað herðablað hennar brotnaði. „Ég talaði við bömin mín meðan við biðum og mér er sagt að ég hafi verið rólegasta manneskjan á staðn- um. Þau vora hrædd. Ég áttaði mig á því að það væri eitthvaö mikið að LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Helqarblað 1Z>V 39 Skúturnar svíía seglum þöndum og enn er ekki vitað hver verður fyrst í mark! Þessa fallegu mynd teiknaði Ingibjörg Stefánsdóttir, 10 ára. Hún á heima að Bleiksárhiíð 61 á Eskifirði. Bestu þakkir, Ingibjörg. Geturðu fundið a.m.k. 6 atriði sem EKKI eru eins á báðum myndunum? UTIMARKAÐUR IHókus Pókus Umsjón Margrét Thorlacius Á útimarkaði eru margir heillaðir af grænmeti og ávöxtum. Oðrum finnst dótið skemmtilegra. Þar er líka hægt að kaupa fatnað. Tvær konur skoða kjóla. Margt ungt og gamait fólk er að skoða og kaupa. Þarna má fá skartgripi, háls- men, armbönd og hringi. Lóu langar í dúkku, Bjössi er svangur, Raggi vill bíla og Jóna brúðu. Arna Ýr Guðnadóttir, Rauðhömrum 8,112 Reykjavík. KISI FER í SKÓLANN Það var einu sinni stelpa sem hét Þyri. Hún átti litla kisu sem hét Snúlla. Snúlla leikur sér oft að því sem ekki má. Dag einn var Þyri á leið { skólann og sá að Snúlla hafði elt hana. Þyri hafði áhyggjur af því að Snúlla myndi týnast eða verða fyrir bíl. Því setti hún Snúllu í skólatöskuna og tók hana með sér inn í skólastofu. Þyri reyndi að fela það að Snúlla væri í töskunni, en Snúila vildi sjá hvað væri að gerast. Kennarinn varð ekki hrifinn en leyfði Snúllu samt að vera. Snúlla var góð og fylgdist með öllu og skemmti sér vel þennan skóladag. Þyri Magnúsdóttir, 8 ára, Sunnubraut 8, 240 Grindavík. TINNA LITLA Dag einn var Tinna á leið í skólann. En hún var ekki ein á leiðinni. Kötturinn hennar, hann Flosi, hafði stolist með. Honum leiddist einum heima. Þegar Tinna sá Flosa var skólabíllinn að koma. Hún varð því að taka Flosa með. Tinna stakk honum ofan í skólatöskuna sína. Auður Harpa, 7 ára, Melgerði 19,108 Reykjavík. ------------\ KÁT, KANINA Kanínan liggur í mestu makindum og horfir á gómsætu gulrótina. Vinningshafi vikunnar, sem á heið- urinn af þessari mynd, er Helena Ýr Harðardóttir sem er 10 ára. Hún á heima að Tindum, fjarðarnesi. 380 Króks- Til hamingju, Helena Ýr!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.