Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 18
Helgarblað H>'Vr LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 I 8 Maðurinn með gullbarkann „Ég var með bók og plötu í fyrra og því var ákveð- ið að hafa þetta svona í ár,“ segir Björgvin og ein- hvern veginn fer það ekki milli mála að þau eru orð- in ansi mörg viötölin sem hann hefur veitt í gegnum árin. „Stefnan er svo að gefa út plötu með nýju efni á næsta ári,“ heldur hann áfram. „Það er einfaldlega of mikið að gefa út plötu á hverju ári - nema þá að frá manni komi eintóm meistaraverk. Þar fyrir utan ber markaðurinn ekki plötu frá manni á hverju ein- asta ári. I gamla daga komu út miklu færri plötur og ég man að við eyddum heilmiklum tíma í að vinna þær, enda vonuðumst við til að selja þær í fleiri en tiu þúsund eintökum. Menn gera sitt besta í dag en það telst árangur ef tvö þúsund plötur seljast." „Platan Eftirlýstur, sem kom út í fyrra, var fyrsta sólóplatan þín í fimmtán ár. Var engin löngun í öll þessi ár til að gefa út sín eigin lög?“ spyr ég. „Jú, jú,“ svarar Björgvin. „Löngunin var alltaf fyr- ir hendi en ég gef ekki út plötu nema ég hafi eitthvað fram að færa. Ég var að vinna i öðrum verkefnum, stjórna upptökum á plötum annarra og þar fram eft- ir götunum. Mér fannst tíminn réttur í fyrra og núna er ég að byrja hugsa um plötuna sem kemur út á næsta ári.“ Björgvin hefur í gegnum tíöina sungið lög af öllum toga en einhvern tímann lét hann hafa eftir sér að honum þætti skemmtilegast að syngja „ballads". Ég spyr hvort svo sé enn. „Ballaðan sem slík, þ.e. ef hún er með góðan texta og sterka melódíu, gerir miklar kröfur til söngvarans því þar myndast mikiö pláss fyrir röddina," svarar Björgvin. „í hraðari lögum er þetta meira spurning um svona skot og frasa - maður er kannski meira að reyna að ná ákveðnu sándi. Það eru gerðar miklu meiri kröfur til söngvarans þegar sungnar eru ball- öður,“ segir Björgvin en bætir við að honum finnist fyrst og fremst óskaplega gaman að syngja góð lög. Skipti ég máli? Allir listamenn lenda í því einhvern tímann á lífs- leiðinni að finna til vonleysis - finnast eins og þeir hafi sagt allt sem þeir geta sagt. Oft á þetta við rök að styðjast og til er fjöldinn allur af listamönnum sem eiga ekkert erindi lengur en reyna samt og þykja broslegir fyrir vikið. Björgvin segist hafa lent í því að efast um hvort hann skipti enn máli sem tónlist- armaður. „Auðvitað hefur þetta komið fyrir,“ segir hann. „En ég hef alltaf jafn gaman af því að koma fram. Undanfarið hef ég verið að spila í tríóinu BSG með Sigríði Beinteins og Grétari Örvars og væri ekki að því nenia vegna þess að ég hef enn gaman af þessu. Það jafnast ekkert á við lifandi flutning og að tengjast þeim sem hlustar, það kitlar mig enn þá. Ef ég er einhvern tímann þreyttur þá hverfur það yfir- leitt fljótt.“ „En varðandi það að smíða lag. Ertu eins innblás- inn nú og áður?“ spyr ég. „Já, ég er það,“ svarar hann um hæl. „Og hvaðan sækir þú innblásturinn?" spyr ég. „Innblásturinn kemur úr lífinu, hversdagsleikan- um og umhverfinu. Stundum sest ég niður og hugsa með mér að nú skuli ég semja lag en það gerist að ég sest ég niður af því að ég þarf að gera það. Ég samdi t.d. Þig dreymir kannski engil sem var titillag Djöfla- eyjunnar, kvikmyndar Friðriks Þórs, undir mikilli pressu. Málið var að ég var ráðinn til að sjá um alla rokktónlistina í myndinni. Þetta voru lög með Elvis, Jerry Lee Lewis og öllum þessum köllum og það tók mikinn tíma að taka þessi lög upp. En ég átti líka að semja titillag og aldrei virtist andinn ætla að koma yfir mig þannig að ég var eiginlega í vondum málum því fresturinn var úti. Svo rann dagurinn upp þegar ég þurfti að skila laginu og ég lokaði mig af inni í herbergi og samdi lagið á mjög skömmum tíma.“ „Hvað varðar það að semja lög,“ heldur Björgvin áfram, „þá held ég að það sé mikið til í því sem Keith Richards sagði einhvern tímann. Hann sagði að laga- smiðurinn væri með loftnetið sífellt úti og hugmynd- ir að lögum festust í því. Þetta er nokkurn veginn það sem gerist.“ Tónlistarmenn líkja sjálfum sér oft við tölvur þar sem heilinn er einhvers konar harður diskur sem safnað er upplýsingum á. Björgvin er þar engin und- antekning og grípur til sömu líkingar: „í raun eru öll þessi lög sem við heyrum i útvarpinu í dag endur- vinnsla á gömlum lögum. Sígildu tónskáldin gerðu þetta líka. Þau fengu lánað hjá forverum sínum. All- ir eru undir áhrifum hver frá öðrum.“ „Nýja platan inniheldur eingöngu ballöður og þær fjalla flestar fyrst og fremst um ástina," segi ég og bíð eftir fyrirlestri frá söngvaranum um ást og þýðingu hennar í lögum hans. Hann svarar: „Ekkert síöur um sorgina og depurðina. Á plöt- unni er lag sem heitir Ástin býr ei lengur hér og það fjallar um mann sem er að koma í íbúðina sína eftir skilnað. Hann fer inn og sér að ekki er búið að hreyfa við neinu en samt er allt breytt. Þar eru myndir af henni og lyktin er enn á sínum stað. Lag- ið fjallar um þessa upplifun sem margir kannast viö.“ „Hefurðu verið í ástarsorg?“ spyr ég. „Nei, en ég geri mér grein fyrir því hvernig mönn- um líður." „Hvernig skilgreinir þú ástina?“ spyr ég. „Æi, við skulum ekki verða væmnir,“ segir Björg- vin hlæjandi en svarar síðan spurningunni. „Ástin er bara list, er það ekki? Þú finnur félaga sem þú ert með allt þitt líf. Þið upplifið fyrst hveitibrauösdag- ana og síðan kemur ákveðinn aðlögunartimi þar sem þiö farið virkilega að kynnast hvort öðru og ástin tekur á sig aðrar myndir. Ástin deyr samt aldrei út, hún eflist bara.“ Bein er betra en brjósk Flestir sem eru komnir á miðjan aldur muna eftir kynslóðaskiptunum í íslenskri dægurtónlist fyrir þrjátíu árum. Allan áttunda áratuginn voru íslensk- ir tónlistarmenn að jafna sig eftir hippaárin þar sem ekkert þótti svalara en fimmtán mínútna lög með álíka löngu gítarsólói. Björgvin og félagar hans í Brimkló, Ðe lónlí blú bojs og fleiri vildu hins vegar gera aðgengilegri tónlist sem fólk gat dillað sér við á dansleikjum. Lykilorðið var „stuð“. Árið 1980 breyttist allt aftur þegar gúanórokkarinn Bubbi Morthens gaf út ísbjarnarblús og í kjölfarið kom heill skari af mönnum sem þóttust hafa fundið sannleikann í pönkinu. Bubbi gerði strax atlögu að aristókrötunum í íslensku poppi og kallaði Björgvin og hans líka „skallapoppara" og þá sem hlustuðu á hann fæðingarhálfvita. En Björgvin stóð þetta af sér og ég spyr hvort hann hafi einhverjar haldbærar skýringar á því að hann skuli enn vera á floti eftir öll þessi ár. „Ætli það sé ekki bara því fólki að þakka sem hefur hlustað á mig,“ segir hann. „Þegar ég geri plötur reyni ég að gera þær þannig úr garði að fólk nenni að hlusta á þær. Ég er ekkert eingöngu að búa til plötur fyrir sjálfan mig, ég vil aö þær eigi erindi til sem flestra. Það kostar mikið að standa í útgáfu og afraksturinn verður að standa undir kostnaði. Vegna þessa vanda ég mig mikið og eitthvað hlýt ég að vera að gera rétt fyrst ég er enn að. Og ég hef líka alltaf haft brennandi áhuga á því sem ég er að gera. Ég get nefnt dæmi því til stuðnings að ég er alltaf pínulítið nervus þegar ég kem fram sem segir að mér er ekki sama. Maður gerir þetta nefniiega ekki með hang- andi hendi, skilurðu. Ég hef séð menn sem hafa misst neistann því þeir koma fram skyldunnar vegna.“ „En þú hefur lent í lægðum á ferlinum. Hefur þetta ekki áhrif á sálarlíf manns?“ spyr ég. „Nei, nei, maður lærir bara af þessu," svarar Björgvin og talar eins og reynsluboltinn sem hann er. „Þessar lægðir voru oft manni sjálfum að kenna af því að maður var að sinna einhverju öðru. Ég gæti sent þér öll starfsheitin mín í gegnum tíðina i tölvu- pósti og það kæmi þér örugglega á óvart hvað ég hef fengist við margt. En tónlistin er auðvitað númer eitt,“ segir Björgvin og bætir við glottandi: „Þú veist að ég syng til að gleyma." Við hlæjum báðir. „En eitthvað heldur þér í bransanum,“ segi ég og spyr hann af hverju hann sé enn að. „Af hverju er fólk aö mála eða skrifa?" spyr hann á móti með hneykslun í röddinni. „Af hverju eru þingmenn alltaf að koma fram í sjónvarpinu og segj- ast hafa óskaplegar áhyggjur af hinu og þessu? Bað ég þá um það? Þetta er bara einhver köllun, menn hafa ákveðna athyglissýki, en fyrst og fremst er þetta bara atvinna okkar.“ „Það skemmir væntanlega ekki fyrir að vera með bein í nefinu þegar maður fer út í þetta,“ segi ég. „Bein er betra en brjósk," svarar hann undireins. Horfi á spaugílegu hliðamar „Það eru allir frægir á íslandi," segir Björgvin þeg- ar ég spyr hann hvort það megi vera að öll athyglin hafi einhvern tímann truflað hann þrátt fyrir athygl- issýkina. „Allir eru skáld, málarar, fjölmiðlamenn og sumir eru frægir fyrir að vera frægir. Þessi bransi er svo lítill að þú þarft ekki að fara á taugum út af hon- um. Hún truflaði mig kannski þegar ég var yngri en síðan verður þetta daglegt brauð. Erlendis gerir fjar- lægðin fjöllin blá og mennina mikla en hérna ertu kannski að kaupa ýsu úti í búö og einhver popp- stjarna stendur við hliðina á þér. Ég stend mig stund- um að því að heilsa fólki sem ég hef séð í sjónvarp- inu, jafnvel þó að ég þekki það ekki.“ „Þú virkar mjög jarðbundinn,“ segi ég við Björg- vin. „Já, ég er hrútur og bara venjulegur strákur frá Hafnarfirði. Ég reyni að horfa á lífið með sérstökum gleraugum. Get kannski verið svolítið kaldhæðinn en ég reyni eins og ég get að sjá spaugilegu hliðina á mönnum og málefnum." „Sumir myndu segja að þetta væri flótti," segi ég. „Það getur vel verið,“ segir Björgvin hugsi en bæt- ir síðan við: „Við mannverurnar erum sífellt að reyna aö finna einhvern sannleika en enginn virðist hafa fundið hann. Auðvitað tek ég ekki öllu með gríni því alvara lífsins blasir alltaf við okkur og mað- ur tekur á henni með öllum þeim ráðum sem maður býr yfir.“ Fólkið þekkir röddina Rokkið er fyrir ungt fólk og hefur alltaf verið það. Það var fundið upp af unglingum fyrir unglinga og þrátt fyrir að frumherjarnir séu komnir langt á sjö- tugsaldur hefur þetta ekkert breyst. Þarna, eins og annars staöar i samfélaginu, ríkir æskudýrkun. „Ég finn ekkert fyrir aldrinum,“ lýgur Björgvin þegar ég ber það undir hann hvort honum finnist hann aldrei vera oröinn of gamall fyrir þetta hark. „Þegar ég spila þá er meirihluti gesta miklu yngri en ég; yfirleitt I kringum tuttugu og fimm ára og jafnvel yngri. Gestirnir kunna öll lögin og skemmta sér kon- unglega að því er virðist. En æskudýrkunin hefur verið viðloöandi allan þann tíma sem ég hef verið í þessu. í dag finnst mér þetta vera farið að bitna á tónlistinni. Fólk vill sjá einhver strákabönd þar sem meðlimirnir geta ekki einu sinni sungið - þetta er bara eitthvað sem risavaxin hljómplötufyrirtæki framleiða og markaðssetja og hirða síðan gróðann. Tónlistin kemur ekki lengur frá grasrótinni, hún veröur til á boröi einhverra markaðsgúrúa. Ef Roll- ing Stones eða Bítlarnir kæmu fram núna og ætluðu að fá útgefin lög eins og All you need is love yrði þeim sagt að bíða þar til að menn fyndu hentuga leið til að markaðssetja tónlistina!" „Sérðu þetta fyrir þér gerast á íslandi?" spyr ég. „Já, já. Menn geta prófað þetta en þetta er svo lít- ill markaður og ég hugsa að þetta myndi ekki ganga líkt og með raunveruleikasjónvarpið. Þú getur rétt ímyndað þér ef viö værum með einhvern sjónvarps- þátt sem líktist The Osbournes. Það myndi aldrei ganga. Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd islenskrar tónlistar. Það sem er að gerast hér er alveg saman- burðarhæft við útlönd. Við eigum jafn góða lagahöf- unda og jafn góða hljóðfæraleikara. Þaö er svo mikið af frjóu fólki hérna sem er að gera öðruvísi hluti en allir aðrir, eins og t.d. Björk, Sigur Rós, Mínus og fleiri. Þetta er kannski ekki uppáhaldstónlistin mín en það verður ekki af þeim skafið að þau eru frum- leg. Þú sérö að áður fyrr komu útlendingar hingað af því að þeir höföu heyrt að það væri svo gaman að skemmta sér hérna en núna kemur fólk til að njóta tónlistarinnar sem við höfum upp á að bjóða. Þetta er staðreynd." „Hefur þú reynt að gera eitthvað öðruvísi?" spyr ég. „Ég hef brugðiö mér í alls kyns gervi en ég reyni ekki að gera eitthvað öðruvísi með það sem markmið í sjálfu sér. Ég hef meira reynt að skapa minn eigin stíl. Þegar þú heyrir Frank Sinatra syngja þá heyrir þú að það er Frank. Þegar Elvis syngur fer það ekki milli mála hver er á ferðinni. Og þegar ég syng - ekki það að ég sé að bera mig saman við þessa kalla - þá veit fólk aö þar syngur Björgvin Halldórsson." -JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.