Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 20
20 H e lcja rb lað I>‘Vr LAUG ARDAGU R 2. NÓVEMBER 2002 Tek mig ekki alvarlega Kristín Helqo Gunnarsdóttir rithöfundur gaf nqverið út bókina Gallsteinar Gissa afa. Hún sagði blaðamanni DV frá bókinni, hverniq varðveita skal barnið ísér og gndis- legu lífi rithöfundarins. „Viltu sjá gallsteina?“ spyr Kristín Helga mig þeg- ar ég hef komið mér fyrir við eldhúsborðið. Áður en mér gefst tími til að svara er hún farin inn í stofu og kemur aftur með litla glerkrukku. „Sjáðu!“ segir hún og bendir á innihald krukkunnar. í henni eru nokkr- ir gallsteinar og einn þeirra er á stærð við súkkulaði- kúlu. „Einkasystir fékk gallsteinakast fyrir svo sem tveimur árum,“ segir Kristín Helga en bætir við að þetta séu reyndar ekki gallsteinamir úr henni. Krist- ín Helga var viðstödd gallsteinaaðgerð fyrir stuttu og fékk steinana gefins að aðgerð lokinni. „Dóttir mín var sjö ára gömul og hafði mikinn áhuga á steinum. Hún varö þvi mjög forvitin um gallsteinakast systur minnar og ætlaði sér að komast yfir þá og bæta þeim í safnið. Gallsteinarnir voru hins vegar fljótlega fjar- lægðir úr systur minni og hent. Sú stutta varð vitan- lega mjög súr og spurði hana hvort hún hefði ekki vit- að að hún væri að safna steinum. Síðan keyrðum við heim og dóttir mín var greinilega í uppnámi. Ég spurði hana hvað væri eiginlega merkilegt við gall- steina og þá sagði hún: „Þeir gætu t.d. verið óska- steinar." „Annað sem ýtti við mér var fyrirlestur með Hugó Þórissyni sálfræðingi sem ég fór á,“ heldur Kristín Helga áfram. „Á námskeiðinu sagði Hugo að við vær- um alltaf aö segja börnunum okkar að fara. Við segj- um þeim að fara að bursta tennurnar, fara í skólann, fara í fótin og þar fram eftir götunum. Hann sendi mig heim hugsandi því ég hafði tileinkað mér þetta tilskipunarkerfi í mörg ár. Þetta tvennt, þ.e. gallstein- arnir og námskeiðið, er kveikjan að sögunni. Bið fólk um að slaka á Nýja bókin heitir Gallsteinar afa Gissa og fjallar um systkinin Torfa og Grímu sem búa á heimili þar sem allir eiga annríkt. Foreldrarnir eru uppteknir af lífsgæðakapphlaupinu og unglingurinn á heimilinu gerir þeim lífið leitt. Dag einn fara þau á sjúkrahúsið til að hitta Gissa afa sinn sem liggur þar eftir gall- steinaaðgerð. Þau fá að eiga gallsteinana sem reynast vera óskasteinar. Þau óska sér að foreldrarnir veiti þeim meiri athygli og að bróðir þeirra eða unglinga- skrímslið hverfi. Óskir þeirra verða að veruleika en brátt renna á systkinin tvær grímur þegar þau sjá af- leiðingarnar. Ég spyr hvort hin gömlu sannindi að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur sé boðskapur bók- arinnar. „Ég veit það ekki,“ svarar Kristín Helga eft- ir smáumhugsun en bætir síðan við, ákveðin: „Ef það er einhver boðskapur í þessari bók frá minni hendi þá er ég liklega að mælast til að fólk staldri við og njóti lífsins og slappi af. Það eru mörg börn sem lifa við mikið áreiti í dag. Foreldrarnir vinna mikið og heimilið þarf að ganga eins og smurð vél. Síðan kem- ur fólk dauðþreytt heim eftir vinnu og byrjar ekki aö slaka á fyrr en eftir níu. Ég er kannski að biðja fólk um að toga sjálft sig niður, það er allt í lagi þó að maður geri ekki allt og sé ekki alls staðar." „En börnin virðast að lokum ekki vilja fá ósk sina uppfyllta," segi ég. „Nei, það er alveg rétt,“ svarar Kristín. „Börn geta ráðið of miklu og þar með borið of mikla ábyrgð. Stundum setjum við of mikið upp í hendurnar á þeim og þeim finnst það ekkert ofboðslega gott. Þú vilja aga en öllu má auðvitað ofgera. Þetta er alltaf spurning um hinn gullna meðalveg." Markiniðið að sameina tvo heima Kristín Helga á sjálf þrjár stelpur og ég spyr því hvort hún sæki fyrirmyndir og andrúmsloft heimilis- ins í sina eigin fjölskyldu. Ég kemst brátt að því að fjölskylda rithöfundarins á ekki margt sameiginlegt með fjölskyldunni í bókinni. „Litla skottiö sem átti hugmyndina að bókinni er kannski að vissu leyti fyr- irmynd en síðan gerist þetta nú að mesti leyti i höfð- inu á þér,“ segir Kristín Helga. „Ég kemst i ákveðið hugarástand þegar ég skrifa. Ég hef varðveitt barnið í mér og ef ég gerði það ekki þá yrði ég bara leiðin- leg. Það er mottó hjá mér að gefa mér alltaf góðan tíma til að leika mér og umfram allt reyni ég að taka sjálfa mig ekki of alvarlega. Kannski festist ég í for- tiðinni og hef aldrei komist áfram?“ spyr Kristín sjálfa sig og hlær. „Að öllu gríni slepptu þá held ég að „Að öllu gríni slepptu þá held ég að við höfum öll gott af því að snúast aðeins í kringum okkur sjálf rétt eins og krakkar gera," segir Krist- ín Helga um invndina. DV-mynd ÞÖK við höfum öll gott af því aö snúast aðeins í kringum okkur sjálf rétt eins og krakkar gera.“ „Áttu þér eitthvert markmið þegar þú skrifar?“ spyr ég. „Að lesa barnabók er félagsleg upplifun, ólíkt því þegar þú lest svokallaða „fullorðins“bók. Barnabókin er annað hvort lesin af barninu eða foreldrinu og þau upplifa söguna saman. Markmið mitt er að láta þann fullorðna halda áfram að lesa eftir að barnið er sofn- að. Þá er ég búin að finna barnið í hinum fullorðna og þar með hef ég náð tilgangi mínum. í þessu ljósi má kannski segja að bækurnar mínar séu fjölskyldu- bækur en ekki eingöngu barnabækur," segir Kristín Helga og bætir við að bækurnar um Harry Potter hafi haft slík áhrif á hana sjálfa. „Ég hafði jafngaman að þeim bókum eins og bömin mín og þar með tókst rit- höfundinum að sameina tvo heirna." Stöð 2 gekk án niín Kristín Helga hafði verið fréttamaður í tíu ár á Stöö 2 þegar hún hætti fyrir fimm árum. Hún vann mikið og fannst aldrei að hún gæti eytt nægum tíma með sínum eigin börnum. „Það er lítið mál að búa til börn, ganga með þau og fæða þau í heiminn en að koma þeim til manns er allt annað mál,“ segir Krist- in Helga. „Þegar ég fékk ákúrur frá vinnuveitanda mínum á Stöð 2 fyrir að ég væri of mikið frá vegna veikinda bamanna minna hugsaði ég með mér að nú væri kominn tími til að hætta. Ef einhver þarf á mér að halda eru það börnin mín, ekki vinnustaðurinn sem gæti gengið hvort sem ég væri þarna eða ekki.“ „í dag vinn ég heima hjá mér sem er yndislegt," heldur hún áfram. „Maðurinn minn er með verk- fræðistofu í gamla bilskúrnum okkar og við hittum börnin okkar í hverju hádegi. Þetta var draumurinn okkar en þetta eru forréttindi og ekki nærri því allir sem geta leyft sér þetta. Þess vegna er kannski kom- inn tími til að auglýsa eftir sterkari fjölskyldupólitík á íslandi. Við verðum að móta samfélag okkar þannig að hægt sé aö lifa á einum tekjum. Báðir foreldrar verða að geta haft þann valkost að vera heima með börnunum eða skipt meö sér störfum þannig að þau séu bæði í hálfu starfl. Þessu ættu pólitíkusar að beita sér af krafti fyrir. Börn eru okkar dýrmætasta fjárfesting og margfalt arðbærari en ál og raforka." -JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.