Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 12
12 Helgarblað Walter Mondale ætlar að taka slaginn og reyna að bjarga demókrötum á þriðjudag: Allur heimurinn fylgist með okkur REUTERS-MYND Mondale fagnar tllnefnlngu Walter Mondale, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, fagnaði mjög þegar hann hafði verið tilnefndur frambjóðandi demókrata um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota. Rúm tuttugu ár eru síðan hinn 74 ára gamli Mondale sat síðast í öldungadeildinni og gerði þar garðinn frægan. Það var þá en nú er öldin greini- lega önnur. „Eitt af því sem er heilbrigðum flokki nauðsynlegt er að hann end- urnýi sig. Þið getið ekki boðið Walt- er Mondale fram til alls.“ Þetta sagði Walter Mondale, fyrr- um varaforseti Bandarikjanna, þeg- ar flokksbræður hans í demókrata- flokknum í Minnesota báðu hann um að bjóða sig fram til öldunga- deildarinnar árið 1990 á móti repúblikananum Rudy Boschwitz. Mondale afþakkaði boðið og það kom því í hlut stjórnmálafræðipró- fessorsins Pauls Wellstones að sigra Boschwitz og setjast í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota. í vikunni skoraðist hinn 74 ára gamli Mondale hins vegar ekki und- an áskorunum félaga sinna um að koma í staðinn fyrir þennan sama Paul Wellstone sem fórst i flugslysi í norðanverðu Minnesota fyrir rúmri viku ásamt eiginkonu sinni og fimm öðrum, þegar aðeins voru tæpar tvær vikur eftir af harðri og jafnri kosningabaráttu. Þiggur með þökkum „Ég vil að þið vitið að ég þigg til- nefninguna með mikilli ánægju,“ sagði Mondale á fundi með níu hundruð manna stjórn flokksdeild- arinnar sem haldinn var í hinu sögulega Ríkisleikhúsi í Minneapol- is á miðvikudagskvöld. Walter Mondale veit líka sem er að mikið er í húfi í kosningunum næstkomandi þriðjudag. Kosið verð- ur um öll sætin 435 í fulltrúadeild- inni en ekki nema um þriðjung sæt- anna eitt hundrað í öldungadeild- inni. Þá verður einnig kosið um 36 ríkisstjóra, meðal annars í nokkrum stærstu og íjölmennustu rikjunum, svo sem Texas, Kaliforniu, New York og Flórida. Úrslitin í Minnesota gætu skipt sköpum um hvor flokkanna nær meirihluta í öldungadeildinni. Demókratar hafa haft flmmtíu menn í deildinni að undanfórnu en repúblikanar 49. Einn öldungadeild- arþingmaður telst óháður. Kom ekki á óvart Þeir sem þekkja Mondale best, nokkrir gamlir aðstoðarmenn hans frá árum áöur í Washington, voru ekki hissa á að Fritz, eins og hann er gjaman kallaður, skyldi ákveöa að snúa sér aftur að stjómmálum, átján árum eftir frægan ósigur hans í forsetakosningunum 1984, þegar hann keppti við Ronald Reagan og fór aðeins með sigur af hólmi á heimavelli í Minnesota og á höfuð- borgarsvæðinu. Richard Moe, fyrrum starfs- mannastjóri Mondales, sagði við Washington Post að strax eftir dauða Wellstones hefði hann þóst vita að hart yrði lagt að Mondale að gefa kost á sér. „Næsta hugsun mín var sú að hann myndi líklega gera það,“ sagði Moe og bætti við að það hefði áreið- anlega skipt miklu máli þegar ákvörðunin var tekin að um hugsan- legan meirihluta í öldungadeildinni kunni að vera að tefla. Maöur mannréttinda Walter Mondale er svo sem ekki ókunnugur embættinu sem hann sækist nú eftir. Hann var kosinn í öldungadeildina árið 1964, þegar lærifaðir hans, Hubert H. Hump- hrey, varð varaforseti Lyndons B. Johnsons og sat þar næstu tólf árin, eða þar til hann þáði sjálfur boð Jimmys Carters, forsetaefnis demó- krata, árið 1976 um að gerast vara- forsetaefni hans. Pólitískar rætur Mondales liggja til fyrri hluta sjöunda áratugar síð- ustu aldar og þeirrar miklu baráttu sem þá var háð fyrir mannréttind- um í Bandaríkjunum. Hann er af- sprengi demókrata-, bænda- og verkamannaflokks Minnesota, eins og demókrataflokkurinn heitir þar á bæ. Flokkurinn sá var allsráðandi í stjórnmálum ríkisins á þessum tíma. Úr hans röðum komu einnig aðrir höfuðmálsvarar frjálslyndra stjórnmálaskoðana vestan hafs á síð- ustu öld, menn á borð við áður- nefndan Hubert H. Humphrey og öldungadeildarþingmanninn Eugene J. McCarthy. Mondale hafði verið dómsmála- ráðherra Minnesota áður en hann tók við sæti Humphreys í öldunga- deildinni. Hann útskrifaðist frá laga- deild Minnesota-háskóla árið 1956. Fylgjandi skólaakstri Mondale beitti sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum á meðan hann sat í öldungadeildinni á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Hann var til dæmis ákafur talsmaður þess að bundinn yrði endi á aðskilnað kyn- þáttanna í skólum landsins með því að aka nemendum milli skólahverfa, mörgum félögum sínum úr Suður- ríkjunum til mikillar armæðu. Þá var hann ötull talsmaður verkafólks og farandverkamanna og hann var fylgjandi auknum útgjöldum hins opinbera til menntamála. Á öldungadeildarárunum var Mondale í fremstu röð frjálslyndra þingmanna og var hluti þess hóps sem repúblikanar hæddust að síðar og kölluðu „skattpíningar- og eyðsluseggi". „Árin nín í öldungadeildinni voru þau hamingjuríkustu sem ég hef átt í opinberu starfl,“ sagði Mondale fyrir tæpum tveimur mánuðum þeg- ar hann flutti fyrirlestur um fornan vinnustað sinn í gamla deildarsaln- um á þinghæðinni í Washington. Mondale naut mikillar virðingar sem öldungadeildarþingmaður og hafði orð á sér fyrir að vera bæði praktískur og ekki mikið fyrir að berja sér á brjóst. Sá stíll hans er tal- inn eiga sinn þátt í kosningasigrum hans. Hann þótti fremur stífur í kosningabaráttunni á þessu tíma og fékk af þeim sökum viðurnefnið „Norski trjádrumburinn", kannski við hæfi, enda maðurinn af norsku bergi brotinn í fóðurætt. Faðir hans var meþódistaklerkur en móðir hans tónlistarkennari. Stoltur af varaforsetaárun- um Hátindur stjórnmálaferils Mondales var án efa árin fjögur sem hann var varaforseti Jimmys Carters, hnetubóndans frá Georgíu sem fékk friðarverðlaun Nóbels á dögunum, á árunum 1977 til 1981. Þeim Carter og Mondale er eignuð algjör umbylting á embætti varafor- setans sem varð á valdatíma þeirra að mikilvægu embætti innan banda- ríska stjórnkerfisins. Og Mondale minntist þess með stolti í ræðu sem hann flutti fyrr á árinu. Mondale sneri aftur heim til Minnesota árið 1986 og hætti afskipt- um af opinberu lífi. Hann gekk þar til liðs við stærstu lögmannsstofu ríkisins, Dorsey & Whitney, og hef- ur hin síðari ár stjórnað Asíudeild stofunnar. Þar hefur hann getað nýtt sér reynslu sína sem sendiherra Bandaríkjanna í Japan á árunum 1993 til 1996, þegar Bill Clinton var húsbóndi í Hvíta húsinu. Keppir við sér yngri mann í kosningunum á þriðjudag kepp- ir Walter Mondale við mann sem er tuttugu árum yngri en hann sjálfur, og einu betur. Sá heitir Norm Coleman og var eitt sinn borgar- stjóri í St. Paul, sem stendur and- spænis Minneapolis, hinum megin Missisippi-fljótsins. Skoðanakann- anir benda til að Mondale muni fara með sigur af hólmi en ekki er þó sopið kálið fyrr en í ausuna er kom- ið. Coleman þykir nefnflega koma vel fyrir í sjónvarpi og hann nýtur dyggs stuðnings Georges W. Bush forseta. Svo mikils að Bush ætlar að leggja leið sína til Minnesota um helgina til að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna. „Allur heimurinn fylgist með Minnesota," sagði Walter Mondale þegar hann hafði tekið við útnefn- ingu demókrata á miðvikudag. Byggt á efni frá Reuters, Was- hington Post, BBC og Christian Science Monitor. REUTERSTHYND Látins öldungadelldarþingmanns minnst Bill Clinton, Hillary Clinton og Walter Mondale voru meöal þeirra sem sóttu minningarathöfn um öldungadeildarþingmanninn Paul Wellstone sem fórst í flugslysi fyrir rúmri viku, undir lok kosningabaráttunnar. LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 DV UMMssnmw* Jarðskjálfti á Ítalíu Á þriðja tug manna, aðallega börn, lét lífið í hörð- um jarðskjálfta sem jafnaði skóla i bæn- um San Giuliano di Puglia á Ítalíu við jörðu á fimmtudags- morgun. Skólabörnin voru að taka þátt í hrekkjavökuskemmtun þegar skjálftinn reið yfir. Þrjú þúsund manns misstu heimili sín í skjálft- anum, þeim snarpasta sem mælst hefur á Italíu frá árinu 1997. Björg- unarmenn lögðu hart að sér við að grafa í rústum skólans og gerðu það berhentir. Skólinn var reistur á sjötta áratug síðustu aldar og mun hafa verið hrákasmíð. Skjálftinn var svo öflugur að hann fannst í mörg hundruð kílómetra ijarlægð, meðal annars í Róm. Endaði með skelfingu Gíslataka tsjetsjensku uppreisn- armannanna í leikhúsinu í Moskvu endaði með skelfingu snemma morguns síðastliðinn laugardag þegar sérsveitir rússneska hersins réðust til atlögu og dældu svæf- ingagasi úr ópíumefni inn i leikhús- ið til að slæva mannræningjana. Ekki vildi betur til en svo að rúm- lega eitt hundrað gíslar létu einnig lífið í aðgerðunum en bjarga tókst á sjöunda hundrað manna. Rússnesk stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir að gefa ekki strax upp hvaða gas var notað við aðgerðirnar og var fullyrt að það hefði valdið fleiri dauðsföllum en þurft hefði. 1 kjölfar- ið hafa Rússar hert aðgerðir sinar gegn uppreisnarmönnum í Tsjetsjeníu og harðneita að ræða við þá um frið. Flótti úr stjórn Sharons Ríkisstjórn Ariels Sharons í ísrael leystist upp í vikunni þegar Verkamanna- flokkurinn dró sig út úr henni vegna deilna um framlög til ólöglegra landtöku- manna á fjárlögum næsta árs. Shar- on sagði strax að hann ætlaði að sitja sem fastast og hóf þegar að reyna að mynda nýja stjórn með flokkum strangtrúaðra og þjóðem- isöfgamanna. Sharon hefur meðal annars boðið Shaul Mofaz, herská- um fyrrum yfirmanni ísraelska hersins, stöðu landvarnaráðherra í stað Binyamins Ben-Eliezers, leið- toga Verkamannaflokksins. Þokast nær samkomulagi Heldur virðist þoka í samkomu- lagsátt um ályktun um íraksmálið hjá ríkjunum fimm sem eiga fasta- fulltrúa i Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að því er ígor ívanov, ut- anríkisráðherra Rússlands greindi frá á fóstudag. Hann sagði þó að enn væri ýmis alvarlegur ágreiningur óleystur, svo sem um orðalag álykt- unarinnar þar sem írakar eru varaðir við afleiðingunum fái vopnaeftirlitsmenn SÞ ekki að starfa óhindrað. Bandarísk stjórn- völd hafa ákveðið að fresta af- greiðslu málsins í Öryggisráðinu þar til eftir þingkosningamar á þriðjudag. Rykið dustað af Mondale Demókratar í Minnesota gripu til þess ráðs í vikunni að dusta rykið af Walter Mondale, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna, og fá hann til að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í kosningunum á þriðjudag. Mondale kemur í staðinn fyrir Paul Wellsto- ne sem fórst í flugslysi fyrir rúmri viku ásamt konu sinni og dóttur og fimm öðrum. Wellstone var á loka- spretti kosningabaráttunnar þegar hann lést og samkvæmt könnunum var mjótt á mununum milli hans og keppinautarins úr röðum repúblik- ana. Forystumenn demókrata gera sér vonir um að vinsældir Mondales i heimaríkinu og reynsla hans muni duga til sigurs á endasprettinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.