Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 33
LAUGARDAOUR 2. NÓVEMBER 2002 // e / C) a rb l ci ö I>V 33 % Ray Brown, 1926-2002: Stjaman slokknar Um þessar mundir minnast fjölmiðlar víða um heim hins mikilsvirta djassleikara og kontrabassaleikara Rays Brown. Það er skoðun fjölmargra að Brown hafi verið einn besti bassaleikari djassins. Hann lék með stærstu stjörnunum, enda Vcir hann stórstjama - eins og íslenskir djassáhuga- menn fengu að kynnast á Jazzhátíð Reykja- víkur fyrir nokkrum árum þegar Ray Brown tríóið lék á fjölum íslensku óper- unnar fyrir djasshátíðargesti. Hann lék þá á hljóðfæri Gunnars Hrafnssonar, bs, sem léði honum bassann sinn þar sem bassi Browns hafði skemmst á leiðinni til ís- lands. Ray Brown hafði skamman tíma til að aðlagast lánsbassanum, en ekki virtist það halda aftur af honum, rúmlega sjötug- um manninum Ray Brown kom fyrst til íslands á Lista- hátíð í fylgd með „The Modern Jazz Quar- tet“. Hann lék ekki með kvartettinum í það skiptið. Hann kom með sem eins konar far- arstjóri. Að loknum tónleikunum í Laugardags- höll héldu félagar MJQ rakleiðis -í veislu sem var haldin í Ameríska sendiráðinu við Laufásveg. Ray Brown var þeim ekki sam- ferða, þar sem hann varð eftir til að ganga frá hljóðfærunum. Þegar hann kom svo klukkustund síðar í sendiráðið vildu örygg- isverðir ekki hleypa honum inn - sögðu veisluna vera fyrir MJQ kvartettinn og þeir væru mættir allir fjórir, en veislan væri aðeins fyrir þá og aðra djassáhuga- menn. Þegar Brown var að snúa frá kom Þórunn Jónsdóttir (heiðursfélagi Jazzvakn- ingar) aðvífandi og gat komið vörðunum í skilning um að hér væri á ferðinni frægur djassleikari!! Ray Brown hefði orðið 76 ára gamall þann 13. október. Hann var þekktur fyrir hljóðritanir sínar með píanóleikurum s.s. Gene Harris, Benny Green, Monty Alex- ander og Geoff Keezer, sem lék með honum á Listahátíð. Þekktasti píanóleikarinn sem Brown lék með er meistari Oscar Peterson. Ray Brown lék með Peterson í 15 ár. Hljóöritanir Browns fyrir Verve eru frá- bærar. Þessar hljóðritanir, bæði með Peter- son og án Peterson, eru með þeim bestu sem djassbassaleikarar hafa gert. Þær skipa Ray Brown á bekk með Oscar Pettiford, Jimmy Blanton, Scott LaFaro og Charles Mingus. Síðasta hljóðritun með Ray Brown tríóinu (Monty Alexander, pno, og Russell Malone, gtr,) hefur nú verið gef- in út af Telarc. Diskurinn ber nafn þeirra þriggja, án annars titils. Ray Brown var tvítugur að aldri þegar hann gékk til liðs við stórsveit Dizzy Gillespie, trpt, - hljómsveitina sem átti mikinn þátt í að greiða götu BeBop-hreyf- ingarinnar á fimmta áratugnum. Hann hefði orðið fyrsti bassaleikari MJQ, ef hann hefði ekki verið bundinn samningi og hjónabandi við söngkonuna Ellu Fitzger- ald. Þau voru hjón í fjögur ár. Ólafur Stephensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.