Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 2. NÓVEM B E R 2002 H e Igct rb la<3 X>V 25 DV-myndir Hari Hér er fylling með marsipani og smátt skornuin perum, sem látnar hafa verið liggja í portvíni, ásarnt kanil og rúsín- um, yfir nótt, sett á útflatt smjördeigið. Haukur pakkar fylliugunni fag- mannlega inn í smjördeigið og ristir aðeins raufar á lokið áður en hann setur bökuna í ofninn á 190 gráður þar sem hún bak- ast á 20 mínútum. Súkkulaðisósa fer afar vel með sítrus- og sykursoðinni peru og heimagerðum ís. Þetta veit Haukur á Nautliól. DQW’S Sætur Dow’s portari og Grand Marnier líkjör - er val Sverris Eyjólfssonar hjá Lind Sætir eftirréttir, eins og þeir sem kynntir eru hér í opnunni, kalla gjaman á sæt vín, styrkt vín, eins og portvín, eða þá líkjöra. Dow’s Fine Ruby portvín á rætur að rekja til vín- garða Dow’s í Alto Douro í Portúgal. Portúgalskur kaupmaður að nafni Bruno da Silva kom til London árið 1798 og hafði áhuga á að koma á viðskipta- tengslum við heimaborg sína, Porto í Portúgal. Stofnaði hann fyrirtæki um víninnflutning sem fljótlega varð eitt af helstu fyrirtækjum sinnar teg- undar í Englandi. Fleiri komu að fyrirtækinu síðar, þar á meðal William Cosens. Ber fyrirtækið nafn beggja í dag, Silva&Cosens. Þá má ekki gleyma Rodrick Dow en ákveðið að portvin fyrirtækisins fengju nafnið Dow’s Port og hafa heitið það síðan. Silva&Cosens er með stærstu útflytjendum portvíns í heiminum i dag. Af riflega 20 milljón lítr- um af portvíni er skylda að flytja að lágmarki þriðj- ung úr landi og fer drjúgur hluti af stað undir nafni Dow’s. Ruby-portvínin eru langmest seldu og yngstu eik- arlöguðu portvínin en þau eru geymd í að minnsta kosti þrjú ár á eikartunnum. Meðan portvínið er á tunnum bragða víngerðarmenn Dow’s vínið reglu- lega og setja síðan á flöskur með sömu varkárni og um árgangsportvín væri að ræða. Hér er á ferðinni stórt portvín sem hefur þroskast vel. Það er sætt en engu að síður létt. Angan minnir á sultu en í munni finnur maður berjabragð með sultuðum keim. Vanilla og eik gera einnig vart við sig. Kjörhitastig til drykkju er 16-18 stig á Celsíus. Dow’s Fine Ruby, 70 cl, kostar 1.790 krónur í ÁTVR. Margir þekkja appelsínu- og koníakslíkjörinn Grand Marnier, drekka hann gjaman eftir góða máltíð. Líkjörinn góði fer ekki síður vel með eft- irréttum eins og t.d. innbökuðu perunni. Grand Marnier á rætur að rekja aftur til ársins 1827 þegar Jean-Baptiste Lapostolle stofnaði víngerðarhús í nágrenni Parísar. Árang- urinn af starfl hans lét fljótt á sér kræla og orðspor víngerðarinnar óx hratt, ekki síst vegna frábærra ávaxtalíkjöra. Árið 1870 fór ættarlaukurinn, Eugéne, til Cognac-héraðsins þar sem hann fleytti ofan af djúpum brunni hefða og uppsafnaðrar reynslu. Færði hann gamla manninum, föður sínum, nokkurt magn af gömlu koníaki úr ferð sinni. Um áratug síðar kom það síðan í hlut tengdasonar þess gamla, Louis Alex- andre Mamier Lapostolle, að setja saman blöndu af konlaki og appelsínum, nokkuð sem ekki var þekkt á þeim tíma. Eftir vanga- veltur og góð ráð var afráðið að blandan góða skyldi heita Grand Marnier sem þótti löngu tímabær tilbreyting við petit (lítill) for- skeytið sem var á mörgum drykkjum þess tíma. Grand Marnier Gordon Rouge, 500 ml, kostar 3.486 krónur í ÁTVR. Umsjón Ilaukur Lárus Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.